Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 1
269. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 23. NÓVEMBER 2001 HERMENN Norðurbandalagsins hófu í gær sókn í átt að borginni Kunduz, síðasta vígi talibana í norðurhluta Afganistans, eftir að frestur hermanna talibana til að gefast upp rann út. Nokkur hundruð hermanna Norðurbandalagsins hófu sóknina og skutu flugskeytum á stöðvar talibana í Khanabad, um 20 km austan við Kunduz. Áður höfðu bandarískar herflugvélar gert harðar sprengjuárásir á svæðið. „Við ráðumst fyrst á Khanabad og sækjum síðan inn í Kunduz,“ sagði Abdul Jamil, yfirmaður hers Norðurbandalagsins, og bætti við að barist hefði verið til sólarlags í grennd við Khanabad. „Við hefjum sóknina aftur í morgunsárið.“ Norðurbandalagið hefur setið um þúsundir hermanna talibana í Kunduz síðan talibönum var stökkt á flótta frá öðrum borgum í norð- urhluta Afganistans, m.a. borginni Mazar-e-Sharif, 9. nóvember. Talið er að 3.000 til 9.000 talib- anahermenn séu enn í Kunduz. Norðurbandalagið sagði að flestir afgönsku hermannanna í borginni hefðu fallist á að gefast upp í samningaviðræðum í fyrrinótt en talibanar neituðu því. Um 2.000 erlendir hermenn, að- allega Pakistanar, arabar og Tsjetsjenar, sem hafa barist með talibönum, neituðu að leggja niður vopn, að sögn Norðurbandalagsins. Erlendu hermennirnir eru flestir í al-Qaeda, samtökum sádi-arab- íska hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, og óttast að þeir verði teknir af lífi gefist þeir upp. Talsmaður Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, hvatti Norðurbandalagið til að forðast blóðugt uppgjör nái þeir Kunduz á sitt vald. Hann lagði þó áherslu á að ekki kæmi til greina að hleypa liðsmönnum al-Qaeda út úr borg- inni og leyfa þeim að fara á yf- irráðasvæði talibana í Suður-Afg- anistan. Um 100 talibanar gáfust upp þegar sóknin hófst og voru fluttir til Taloqan, höfuðstaðar nágranna- héraðsins Takhar. Þeir voru sagðir hafa boðist til að berjast með Norðurbandalaginu. Átök blossuðu einnig upp um 20 km suðvestan við Kabúl þar sem um 600 Pastúnar, sem styðja talib- ana, hrundu áhlaupi 1.100 her- manna Norðurbandalagsins. Allt að 600 lík finnast í Mazar-e-Sharif Starfsmenn Rauða krossins sögðust í gær hafa fundið lík 400- 600 manna í Mazar-e-Sharif eftir að Norðurbandalagið náði borginni á sitt vald. Þeir sögðu að ekki væri vitað hvort mennirnir hefðu verið teknir af lífi eða fallið í bardögum. Óstaðfestar fregnir herma að herlið Norðurbandalagsins hafi framið fjöldamorð í Mazar-e-Shar- if. Her Norðurbandalagsins sækir að síðasta vígi talibana í Norður-Afganistan Hörð átök blossa upp í grennd við Kunduz Reuters Tveir hermanna Norðurbandalagsins á bæn nálægt borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans í gær. Khanabad. AFP.  Höguðu sér/26 MARGT bendir til, að ástandið í bandarískum efnahagsmálum sé betra en áður var talið og af þeim sökum eru ýmsir farnir að spá því, að samdráttarskeiðið verði styttra og mildara en óttast var. „Tölurnar gefa okkur tilefni til aukinnar bjartsýni. Samdrátturinn heldur að vísu áfram en það hefur hægt verulega á honum,“ segir Mark Zandi, aðalhagfræðingur Economy- .com, stofnunar í Pennsylvaníu, sem fæst við efnahagsspár. „Menn eru al- mennt dálítið upplitsdjarfari en áður og eru farnir að trúa því, að sam- drátturinn verði minni og skamm- vinnari en flestir óttuðust.“ Enginn spáir því enn, að botninum hafi verið náð og víst er, að marg- víslegir erfiðleikar eru framundan. Talið er, að alls muni um 1,5 milljónir manna missa vinnuna og hjá öðrum verður vinnuvikan stytt og ýmiss konar aukagreiðslur afnumdar. Jákvæðar fréttir Horfurnar framundan hafa samt sem áður breyst og þingmönnum liggur ekki lengur jafn mikið á að grípa til aðgerða til að örva efna- hagslífið. Hagfræðingar nefna ýmsar ástæður fyrir þessari breyttu stöðu. Hernaðurinn í Afganistan hefur gengið vel og þar með dregið úr áhyggjum af nýjum hryðjuverkum í Bandaríkjunum; olíuverð hefur lækkað verulega, sem út af fyrir sig jafngildir ríflegri skattalækkun, og gengi hlutabréfa er nú heldur á upp- leið eftir mikla lækkun. Þá benda nýjustu hagtölur til þess, að bjartsýni bandarískra neyt- enda hafi aukist á síðustu tveimur mánuðum. Nú spá því ýmsir, að samdráttur- inn á síðasta ársfjórðungi verði 2,3% í stað 3% og efnahagslífið muni ná sér á strik snemma á næsta ári. Að hagvöxtur verði 2,3% á fyrsta fjórð- ungi og 3,2% allt árið. Betra útlit í bandarísk- um efnahagsmálum Washington. Los Angeles Times. ROBERTSON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), hitti í gær Sergei Ívanov, varnarmála- ráðherra Rússlands, að máli í Moskvu og ræddu þeir tillögur Breta um nánara samstarf bandalagsins við Rússa. Ívanov sagði að við fyrstu sýn litist sér vel á hugmyndirnar sem meðal annars ganga út á að stofnað verði sérstakt ráð full- trúa allra NATO-ríkjanna nítján og Rússlands með aðsetri í Brussel. „Við erum ekki að tala um að Rússland gangi í NATO og [Vla- dímír] Pútín forseti hefur tjáð mér skýrt að þeir hyggist ekki fara í biðröðina,“ sagði Robert- son. Hann sagði bandalagið vilja auka hluta Rússa af eiginhags- munaástæðum, það vildi að stöð- ugleiki ríkti í sambúðinni. Fullyrt er að Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, hafi lagt tillögur sínar fram með fullu samþykki George W. Bush Bandaríkjaforseta. Samskipti Rússa og vesturveldanna hafa batnað mjög eftir að Pútín ákvað að styðja af kappi Banda- ríkjamenn í baráttunni gegn hryðjuverkum. Robertson sagði „óhugsandi“ að tryggja öryggi í framtíðinni án náins samstarfs við Rússa. Yrði af stofnun ráðsins myndi það merkja vatnaskil, Rússar fengju „réttindi á jafnréttis- grundvelli“ en myndu einnig deila ábyrgð og skyldum með Atlantshafsbandalaginu. NATO og Rússar boða náið samstarf Moskvu. AFP, AP. FIMM palestínskir drengir á aldr- inum sex til fjórtán ára biðu bana á Gaza-svæðinu í gær þegar einn þeirra sparkaði í ósprungna sprengju frá ísraelskum skriðdreka. Sprengjan lá á kjarrlendi milli byggðar gyðinga og palestínska bæj- arins Khan Yunis þegar drengirnir fundu hana á leiðinni í skóla. Lík fjögurra þeirra voru sundurtætt. Íbúar Khan Yunis sögðu að palest- ínskir byssumenn hefðu oft notað yf- irgefið hús í grenndinni til að skjóta á gyðingabyggðina og ísraelskir her- menn svarað með sprengjuárásum. Átök Ísraela og Palestínumanna hafa kostað 982 manns lífið frá því í september á síðasta ári. Fimm börn láta lífið í sprengingu Gaza-borg. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.