Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrönn Viggós-dóttir var fædd í Reykjavík 16. júní 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Viggó Símon- arson, f. 16. nóvem- ber 1905 í Melshús- um í Leiru, d. 13. apríl 1962, og Jenný Andersen, f. 10. júní 1911 á Patreksfirði, d. 29. ágúst 1972. Hrönn giftist 16. september 1961 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Björgvini Hall- dórssyni frá Króktúni í Hvol- hreppi, f. 14. ágúst 1942. Foreldrar hans voru Halldór Páll Jónsson, f. 14. nóvember 1903 á Moshvoli í Hvolhreppi, d. 23. des- ember 1965, og Katrín Jónína Guðjónsdóttir, f. 10. janúar 1900 á Brekkum, Hvolhreppi, d. 21. maí 1954. Hrönn og Björgvin eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Katrín Jónína, f. 26. nóvember 1960, maki Gylfi Magnús Einars- son, f. 15. september 1959, börn þeirra eru Henný Guðrún, f. 23. mars 1977, Björgvin, f. 27. maí 1993, og Erla Hrönn, f. 15. maí 1995. 2) Jenný, f. 20. september 1965, maki Páll Þ.Ó. Hillers, f. 4. janúar 1963, börn þeirra eru Heba Ýr, f. 4. júní 1992, Arna Nadía, f. 25. september 1995, og Erik Hafþór, f. 1. júlí 1997. 3) Daníela, f. 25 ágúst 1967, unnusti Robert Heinsbroek, f.. 28. janúar 1970. 4) Elísabet, f. 15 febrúar 1972, maki Arnar Þór Jónsson, f. 7. júlí 1974. Fyrstu árin bjó Hrönn í Reykjavík en fluttist síðan með foreldrum sínum til Vestmannaeyja þar sem hún hóf skóla- göngu. Á tíunda aldursári fór hún til frændfólks síns, þeirra Guðrúnar og Þorsteins í Efra- Hreppi í Skorradal. Dvaldist hún þar fram yfir fermingu eða þar til leið hennar lá í Hér- aðsskólann að Skógum þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hrönn og Björgvin hófu bú- skap á Selfossi árið 1960. Þar bjuggu þau til ársins 1966 en fluttu þá til Reykjavíkur. Þau byggðu sér hús í Þykkvabæ 8 og fluttu í það árið 1980 og var það heimili þeirra æ síðan. Hrönn hóf störf hjá Landssímanum á Selfossi árið 1959. Þar starfaði hún til ársins 1966 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Fyrstu ár- in í Reykjavík var hún að mestu heimavinnandi og sinnti dætrun- um ungu en vann við afleysingar á sumrin hjá Landssímanum. Hún annaðist símsvörun hjá Landspítalanum frá árinu 1981 til ársins 1991 en það ár hóf hún aftur störf hjá Landssímanum við símsvörun og síðar við skrif- stofustörf. Útför Hrannar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Við vorum alltaf vissar um að þú myndir ná heilsu á ný þar sem þú varst alltaf svo já- kvæð, dugleg og sterk. Við vorum ekki tilbúnar að kveðja þig og alls ekki svona fljótt en við vitum að þú vakir og heldur verndarhendi yfir okkur. Það vantar svo mikið, þú varst okkur svo góð móðir og vinkona. Það er svo sárt að geta ekki séð þig eða heyrt rödd þína á hverjum degi. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þú brosir þó vonirnar brygðust þér hér, þú brostir þó magnaðist kífið með bliknuðum vörum þú brosir við mér og brosandi kvaddir þú lífið. Þó hugraunarþokan sé svipþung og svört og svölun sé erfitt að finna, þín minning hún lifir svo blessuð og björt í brjóstunum ástvina þinna. Haf þökk fyrir allt sem þú gjörðir oss gott uns gengin var lífssól að viði, hvert svalandi orð og hvern samúðarvott og sofðu í eilífðum friði. (Sigurður Óli Sigurðsson) Þínar dætur, Katrín, Jenný, Daníela og Elísabet. Elsku tengdamamma. Nú er sam- veru okkar lokið. Hún hófst fyrir 25 árum þegar þú tókst á móti mér á heimili þínu og Björgvins þegar sam- band okkar Ninnu var að hefjast. Heimili ykkar stóð okkur alltaf opið meðan við vorum að koma okkur upp eigin húsnæði. Þú stóðst alltaf eins og klettur við hlið okkar þegar erf- iðleikar dundu yfir og gladdist einnig mest þegar vel gekk hjá okkur. Þú kunnir best við þig í faðmi fjölskyld- unnar og lagðir mikið á þig til þess að við ættum sameiginlegar stundir um hátíðir. Öll þau jól og áramót sem við dvöldum saman sástu til þess að ég fengi uppáhalds jarðarberjaköku mína. Þú hafðir yndi af ferðalögum og ógleymanleg er ferð okkar til Kanaríeyja 1992 þar sem stórfjöl- skyldan átti saman yndislegar sam- verustundir. Þú varst hrókur alls fagnaðar og lékst við hvern þinn fing- ur. Þessi ferð mun lifa í minningu okkar allra um ókomna tíð. Í fyrra dvaldir þú í sex vikur í Englandi og settist á skólabekk ásamt Karen vin- konu þinni. Sú ferð var þér mikils virði og alla tíð síðan var hún þér of- arlega í huga. Þú varst ævinlega svo ráðagóð og því var æði oft leitað til þín hvort heldur var verið að innrétta heimili, kaupa föt eða gjafir. Allt skyldi vera óaðfinnanlegt. Þú varst ávallt jákvæð og réttsýn og í veikindum þínum náði svartsýni aldrei yfirhöndinni heldur mættir þú því sem að höndum bar með jákvæði, þrautseigju og sigurvilja. Þegar við heimsóttum þig á spítalann varst þú létt í lund, gantaðist við okkur og reyndir að draga úr áhyggjum okkar þó mér dyldist ekki að heilsunni hrakaði. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tap- aðist stríðið og Guð kom til þín og veitt þér hvíld. Ég kveð þig með söknuði, Hrönn mín, og veit fyrir víst að þér líður betur þar sem þú ert nú og hefur öðlast hvíld og frið. Þinn tengdasonur Gylfi. Elsku tengdamamma mín. Það er víst á svona stundum sem orðin hafa svo lítið vægi, tómleikinn er allsráð- andi. Ég hef eiginlega ekki ennþá áttað mig á því að ég muni ekki njóta þess að eiga aftur með þér góðar stundir, ræða við þig, hlæja með þér og reyna að sannfæra þig um að fót- bolti er göfug íþrótt. Ég vil þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Ég vil þakka þér fyrir að hafa tekið mér sem nýj- um fjölskyldumeðlimi og fyrir dvöl mína á heimili ykkar Björgvins hátt á fjórða ár eða þangað til við Lizzý stofnuðum okkar eigið heimili. Ég vil þakka fyrir allan þann tíma sem ég fékk að njóta nærveru þinnar, hvort sem var á heimili ykkar eða þegar þú komst og heimsóttir okkur meðan við stunduðum nám í spænsku sl. sumar. Ég vil þakka fyrir allar þær samræð- ur og vangaveltur sem við áttum, hvort sem þær snerust um íslenskt málfar, sem var þér mjög hugleikið, stjörnuspeki eða hvaðeina sem sneri að heimilinu, en það skipti miklu máli í þínu lífi. Ég vil þakka fyrir þá stund þegar við tilkynntum þér að von væri á sjöunda barnabarni ykkar Björg- vins. Sú stund mun að eilífu eiga sess í hjarta mínu enda bræddir þú hjarta mitt með viðbrögðum sem orð fá ekki lýst. En umfram allt vil ég þakka þér fyrir að hafa fætt hana Lizzý mína í þennan heim. Blessuð sé minning þín, Þinn tengdasonur, Arnar. Elskulega tengdamóðir mín, Hrönn Viggósdóttir, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig eftir svo stutt kynni. Rétt rúm tíu ár eru ekki lang- ur tími með einhverjum sem hefur svona mikið af sér að gefa eins og þú hafðir. Þú gafst mér bros þitt og faðmlag. Hjónabandi mínu og Jenn- ýjar dóttur þinnar gafst þú blessun og hlýju. Og börnunum okkar gafst þú ást og umhyggju. Að geta ekki endurgoldið þetta allt saman að fullu tekur mig mjög sárt. Ég kveð þig með djúpum söknuði og tárum. Vak yfir manni þínum og börnum. Drott- inn guð blessi þig og við munum hitt- ast á ný á betri stað en þú skilur nú við. Þinn tengdasonur Páll Þ.Ó. Hillers. Elsku amma. Við munum aldrei gleyma þér, við verðum alltaf hjá þér um alla tíð. Við hugsum til þín, elsku amma. Við munum aldrei gleyma því að þú varst alltaf að gefa okkur dúkkulísur úr blöðunum. Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Þú varst okkur svo góð. Bless amma. Þín barnabörn, Heba, Arna og Erik. Elsku besta amma. Okkur þykir svo vænt um þig og elskum þig svo mikið. Þú varst alltaf góð við okkur. Í augum okkar varst þú eins og prins- essa. Við söknum þín mikið en vitum að nú ert þú hjá Guði og englarnir passa þig. Við viljum flytja ömmu fal- lega bæn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Guð blessi ömmu okkar. Björgvin og Erla Hrönn. „Hvort við erum einmana, sjúk eða ráðvillt fáum við umborið það allt, ef við aðeins vitum að við eigum vini. Jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur. Það nægir að þeir eru til. Hvorki fjarlægð né tími, þjáning né þögn megnar að slá fölskva á vináttuna. Í vináttu felast skyndileg hughrif – eins konar ást. Þar nægir eitt orð eða handtak. Þó er sárt að skilja og broddur saknaðar fylgir okkur alla tíð.“ (P.B. – Um vináttuna.) Í dag kveð ég hjartkæra vinkonu mína gegnum fjörutíu og fimm ár. Ég er sorgmædd, mér finnst þetta óréttlátur og ótímabær flutningur. Hún átti svo margt eftir, allt sem fólk ætlar að gera og njóta þegar viss ald- ur færist yfir og harðasti spretturinn á lífsgöngunni er að verða að baki. Tíminn sem allir vona að þeir geti nýtt með ástvinum sínum þegar á að fara að hægja á og skipuleggja lífið framundan. Við ætlum að hafa tíma til alls þegar við verðum „gömul“, en reynslan segir okkur að við erum þess ekki umkomin að ráða nokkrum sköpuðum hlut þar um. Þar er annar sem stjórnar og við verðum að hlíta öðrum ákvörðunum en okkar eigin þegar kallið kemur – hversu þung- bært sem það er. Við Hrönn kynntumst fyrst al- mennilega í rútu, þar sem við sátum saman, á leið okkar að Héraðsskól- anum að Skógum undir Eyjafjöllum. Við höfðum að vísu báðar verið í skól- anum veturinn áður en ekki kynnst sérstaklega. Þennan seinni vetur okkar var okkur úthlutuð vist saman á herberginu Odda og þar sem við höfðum náð svona vel saman á leið- inni vorum við ákaflega ánægðar með það. Með okkur völdust sem herbergisfélagar sómastúlkurnar Ragnheiður, Dísa og Silla og höfum við æ síðan kallað okkur Oddaverja. Ég minnist þess ekki að við Odda- verjar höfum nokkru sinni orðið ósáttar, hvorki þennan vetur né síðar á lífsleiðinni, og mér er mikið þakk- læti í huga þegar ég hugsa til þess að í samfylgd okkar Hrannar gegnum lífið á þeim árum sem við vorum hvað mest saman og skildum helst aldrei, nema af illri nauðsyn, til að fara til vinnu og heim til okkar að sofa ef við gistum þá ekki hvor hjá annarri, þá get ég með gleði í hjarta hugsað til þess að aldrei í þessi fjörutíu og fimm ár varð okkur vinkonunum sundur- orða. Mér er nær að halda að það sé einsdæmi. Þar sem við vorum báðar einkadætur og vissum að lífsbaráttan gat verið hörð fyrir fólk sem ekki er fætt til ríkidæmis skildum við hvor aðra svo vel og bundumst traustum böndum trúnaðar og vináttu, eftir að við höfðum lokið námi. Hrönn hafði átt einhver ár heimili upp í Borgar- firði en nú ætluðu hún og foreldrar hennar, þau Jenný og Viggó, að sam- einast í Reykjavík. Þar sem móðir mín vann kvöld- og næturvaktir í þáverandi Hjúkrunar- skóla Íslands hefði ég sautján ára unglingurinn verið afskaplega ein- mana, ef minnar góðu vinkonu hefði ekki notið við. Kvöld eftir kvöld – vik- ur – mánuði og ár undum við okkur í fábrotnum hýbýlum okkar mömmu í Vonarstrætinu, eða heima hjá Hrönn í Smáíbúðahverfinu, spjölluðum, lág- um yfir ástarsögublöðum Jennýjar mömmu hennar, skruppum í sjopp- una þegar við áttum aura og keypt- um sínalkó og nammi. Hreiðruðum svo vel um okkur og fannst lífið alveg dásamlegt. Úr Vonarstrætinu voru örfá skref út í Iðnó, þangað var stefn- an tekin á laugardagskvöldum til að dansa og yfirleitt áttum við líka fyrir kóki eða appelsíni. Út um gluggann hjá mér var horft beint niður á gamla Gúttó, þar sem gömlu dansarnir voru iðkaðir af miklu fjöri á sunnudags- kvöldum, og stundum slæddust fleiri stelpur með okkur, en yfirleitt vorum við tvær. Í risíbúðinni sem foreldrar Hrannar leigðu og var tveggja her- bergja hafði Hrönn herbergið fyrir sig, sem mér fannst ótrúlegur lúxus. Ég hafði aldrei haft sérherbergi á ævinni, en ég var svo fegin að Hrönn vildi alveg eins dvelja hjá mér í Von- arstrætinu. Við reyndum í stórum dráttum að plana samveruna því það var langt að fara erindisleysu í strætó á milli staða því ekki höfðum við síma og ekki einu sinni útvarp, fyrr en töluvert síðar. Svo var það einn daginn eftir vinnu að við vorum búnar að ákveða að hittast á Lauga- veginum. Hrönn átti að sækja mán- aðarkaup móður sinnar á hennar vinnustað og þar sem við göngum fram hjá búð þar sem voru seld út- vörp og dýrindis radíógrammófónar, eins og plötuspilarar voru kallaðir þá, föllum við í stafi yfir hve þetta voru flott tæki í fallegum skáp, sem sómdi sér í hvaða stofu sem var. Það var engum blöðum um það að fletta að Hrönn ákvað þarna á stundinni að nú skyldi mamma sín fjárfesta í svona mublu svo að við gætum hlust- að almennilega á Elvis og annað skemmtilegt. Þegar búið var að ganga frá kaupunum voru mánaðar- laun Jennýjar næstum búin og það átti að senda gripinn heim. Við flýtt- um okkur hinsvegar í strætó en samt var fónninn kominn á undan okkur. Í stofunni var mamma hennar Hrann- ar að undrast yfir sendingunni og ná- grannafjölskylda úr næsta húsi kom- in til að koma öllu í samband og hlusta á dýrðina. Ekki man ég til að foreldrar Hrannar segðu eitt einasta ávítunarorð, þótt peningarnir væru svo gott sem búnir og marga ánægju- stund áttum við öll við að hlusta á plötur og útvarp. Við vinkonurnar fórum saman í útilegu um verslunarmannahelgi að Hreðavatni því þá hafði ég fjárfest í tjaldi. Svo fór Hrönn með mömmu sinni til Kaupmannahafnar að heim- sækja ættingja og leiddist mér á meðan og var skelfing fegin þegar hún kom heim. Svo kom að því að Hrönn ákvað að leita gæfunnar utan Reykjavíkur og einn daginn var hún búin að ráða sig í vinnu á símstöðinni á Selfossi. Þessi tíðindi urðu mér beinlínis áfall og ég var óhuggandi nokkra hríð. Auðvitað var ég búin að kynnast stelpum gegnum vinnu mína, en að vera án Hrannar fannst mér óhugsandi. Svo vöndumst við því báðar að hittast sjaldnar, því öllu má venjast. Það kom í ljós að örlagadísirnar höfðu haft sérstaka meiningu með því að láta henni detta í hug að flytja að Selfossi, því þá kynntist hún öð- lingspilti úr Hvolhreppnum, honum Björgvini og saman ákváðu þau að ganga lífsbrautina og með þeim fet- uðu veginn seinna fjórar yndislegar dætur, þær Katrín Jónína, Jenný, Daníela og Elísabet sem allar eru búnar eða eru um það bil að stofna heimili og fjölskyldur, með sínum mönnum. Hrönn og Björgvin bjuggu fyrst á Selfossi, en fluttu síðar til Reykjavík- ur og byggðu sér reisulegt hús í Þykkvabæ 8. Þar má glögglega sjá að innviðir heimilisins líkjast húsráð- endum. Þar er vandað til verka og fegurðarskyn og hlýja blasir hvar- vetna við. Hrönn var sannkallaður vinur vina sinna og ekki skemmdi eiginmaður hennar þá mynd. Það reyndi ég oft á lífsleiðinni að það var ekki ónýtt að eiga þau hjón að vinum. Einu sinni sagði ég við vinkonu mína að ég ósk- aði þess að eignast eins góðan og vandaðan mann eins og hún. Hrönn hló eins og hún ein gat hlegið og svar- aði: „Þér verður örugglega að ósk þinni, en hann getur ekki orðið betri en minn.“ Þegar ég kynntist eigin- manni mínum fann ég að ósk mín hafði ræst, enda er hann ættaður að austan eins og Björgvin. Þegar ég hugsa til baka finnst mér Hrönn hafa verið gefandinn í lífi okkar en ég þiggjandinn. Við vorum ekki inni á gafli hvor hjá annarri dagsdaglega í amstri daganna og það gat meira að segja oft liðið dálítill tími milli sím- tala, en á viðkvæmum stundum leit- uðu hugir okkar hvor til annars, til að létta á sálartetrinu, og þá var gott að eiga bestu vinkonu til að tárast með og hlæja með. Vinkonu sem fann á sér að nú var nákvæmlega rétti tím- inn til að koma brunandi með fulla poka af norsku og dönsku blöðunum til að lána mér. Vinkonu sem kom sárveik til að segja mér hin ógnvæn- legu tíðindi, svo ég frétti það ekki frá öðrum. Og það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Trúnaðurinn var til staðar, einlægnin og væntumþykj- an. Svoleiðis eru sannir vinir. „Ég gekk aldrei svo inn um dyr þínar með sorg í hjarta, að ég færi ekki þaðan áhyggjulaus.“ (Garrison 1874 – Um vináttuna.) Elsku Björgvin, Ninna, Jenný, Daníela og Elísabet og fjölskyldur ykkar. Við Sævar og okkar fjölskylda biðjum Guð að styrkja ykkur þessar erfiðustu stundir í lífi hvers og eins þegar ástvinur kveður. Í hetjulegri baráttu sinni var Hrönn Viggósdóttir sú sterkasta af okkur öllum. Blessuð sé ætíð minn- ing hennar. Álfheiður Bjarnadóttir. Það er svo stutt síðan við vorum í English Study Center í Colchester, að læra ensku. Við fórum sumarið 2000 og vorum sex vikur í skólanum. Við ferðuðumst um Norður-England og fórum til Parísar 16. júní á 60 ára afmælisdegi Hrannar. Það var alveg ótrúlegt hvað við gátum skoðað þessa einu helgi í París, enda sögðum við oft að við værum komnar með Ís- landsmet í göngu og skoðunarferð- um. Hrönn hafði mjög fallega rithönd og verður mér það ógleymanlegt þegar ég var að lesa ritgerðir hennar í skólanum, þær voru allar svo vel unnar. Þó við værum ekki í sama bekk þá kom það oftar en einu sinni fyrir að kennarar og nemendur töl- uðu um hve ritgerðir hennar hefðu verið góðar, húmorinn skemmtilegur og skriftin frábær. Áhugamál okkar lágu vel saman, samanber öll námskeiðin sem við fór- um á. Eftir dvölina í Englandi héld- um við áfram að sækja námskeið saman og vorum við á námskeiði þeg- ar Hrönn veiktist. Hrönn las mikið, hún las líka öll Norðurlandamálin og var hún heill brunnur af fróðleik, hún mundi líka allt sem hún las í gegnum árin. Hún var mannglögg með afbrigðum enda hringdi ég oft í hana til að spyrja um allt milli himins og jarðar. Það kom glögglega í ljós hvaða mann hún hafði að geyma þegar ég gekk í gegnum erfiðleika árið 1988. HRÖNN VIGGÓSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.