Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Elías Eyj-ólfsson fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Sig- urðsson, f. 2. nóvem- ber 1879, d. 14. októ- ber 1940, og Guðrún Gísladóttir, f. 16. júlí 1880, d. 31. júlí 1971. Systkini Jóns eru Gíslína Ragnheiður, f. 28. júní 1904, d. 5. júní 1925, og Sigurður, f. 21. maí 1911. Hinn 11. nóvember 1939 kvæntist Jón Kristínu F. Jóhann- esdóttur, f. 15. mars 1918. For- eldrar hennar voru hjónin Jó- hannes Þórðarson, f. 2. nóvember 1872, d. 16. desember 1956, og Sigríður Þórðardóttir, f. 19. sept. 1886, d. 2. mars 1953. Jón og Kristín eiga tvö börn: 1) Jóhannes, kaupmaður í Bónus, f. 31. ágúst 1940, kvæntist Ásu Karen Ás- geirsdóttur, f. 3. desember 1942, þau slitu samvistum, börn þeirra eru: Kristín, f. 9. mars 1963, gift Jóni Garðari Ögmundssyni og eiga þau tvær dætur; og Jón Ás- geir, f. 28. janúar 1968, kvæntist Lindu Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau slitu samvistum. 2) Ragnheiður Ester, ritari hjá P. Sam- úelssyni hf., f. 18. janúar 1947, gift Einari Vilhjálms- syni, f. 5. mars 1947. Synir þeirra eru: Jón Þór, f. 25. janúar 1970, í sambúð með Ellý Ármannsdóttur og eiga þau tvo syni; Eyjólfur, f. 25. jan- úar 1970, í sambúð með Jónu Ein- arsdóttur; og Vilhjálmur, f. 12. desember 1980, unnusta hans er Ester Sif Harðardóttur. Jón vann alla sína starfsævi, 55 ár, hjá Sláturfélagi Suðurlands. Byrjaði 15 ára gamall sem sendill og 19 ára varð hann verslunar- stjóri í Matarbúðinni á Laugavegi og seinna í Matardeildinni í Hafn- arstræti. 1967 varð hann svo yf- irverslunarstjóri verslana Slátur- félagsins og gegndi því starfi þar til hann veiktist 1985. Útför Jóns Elíasar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þegar ég kveð tengdaföður minn, Jón Elías Eyjólfsson, skjótast fram í hugann margar og góðar minningar um mætan mann. Sú elsta er frá þeirri stundu þegar fundum okkur bar saman vetrarkvöld eitt á Kópa- vogsbraut 8 þegar við Ester vorum að draga okkur saman snemma á sjö- unda áratugnum. Jón var þá nokkru yngri en ég er sjálfur núna. Mér fannst hann í fyrstu vera í vörn gagnvart þessum gutta, hann setti í brýrnar og horfði á mig rannsakandi augum, strák á 17. ári, en fljótlega fann ég að hann var að reyna þolrifin í mér. Jón var léttur og kátur í raun, gleðinnar maður í besta skilningi þeirra orða. Milli okkar þróaðist hlý og traust vinátta sem varði alla tíð. Sama er að segja um Kristínu tengdamóður mína. Þau tóku mig strax inn í fjöl- skylduna og voru okkur unga parinu hlýjar og góðar manneskjur alla tíð. Fyrstu þrjú búskaparárin okkar Esterar reyndi á þessa vináttu, því við fengum til umráða kjallara- íbúðina á Kópavogsbrautinni. Þar fæddust okkar fyrstu börn, tvíbur- arnir Jón Þór og Eyjólfur, tíu árum síðar fæddist þriðji sonurinn Vil- hjálmur og voru þeir allir augastein- ar afa og ömmu. Fljótt kynntist ég hjálpfýsi og greiðvikni Jóns, sem hann var annálaður fyrir, jafnt sem verslunarstjóri í vinsælli SS-verslun sem og meðal vina og kunningja. Jón var vinmargur maður og til hans leit- uðu margir og áttu hauk í horni þar sem hann var. Þegar Jón kom heim eftir langan vinnudag birtist önnur hlið á honum, honum var í blóð borin umhyggja fyrir fjölskyldu sinni og umhverfi. Hann sat sjaldan auðum höndum. Hann fór í gallabuxur og skellti sér út í garðvinnuna. Eða að hann tók hamar í hönd og dyttaði að, lagaði og bætti. Við hjónin nutum góðs af hand- lagni Jóns og tilsögn. Það var sama hvaða verk átti að vinna, hann gaf góðu ráðin. Jón flísalagði, múraði, smíðaði, málaði og veggfóðraði og var í rauninni ígildi byggingameist- ara. Og ekki var hann að sjá eftir tím- anum sem hann eyddi í okkur ungu hjónin. Hann hafði gaman af að ferðast og þau hjónin ferðuðust víða bæði inn- anlands og erlendis á meðan heilsa hans leyfði. Ógleymanleg verður mér ferðin sem við fórum saman um óbyggðir landsins á 8. áratugnum í jeppa sem Jón eignaðist og fékk mikla ást á strax við fyrstu sýn. Þetta var glæsi- legur Blazer-jeppi sem reyndist hon- um vel. Þessi haustferð um Sprengi- sand og Kjöl í kompaníi við tengda- pabba, Sigurð bróður hans og Jóhannes mág minn var ógleymanleg lífsreynsla í hópi afar skemmtilegra ferðafélaga. Á betra varð ekki kosið. Upp úr þessu var Þverhausafélag- ið stofnað og það félag hefur ekki verið lagt niður enn sem komið er. Jón var búinn að búa sig vel undir fallegt og notalegt ævikvöld. Það var því sárt að fylgjast með því hvernig veikindi herjuðu á þennan gjörvilega og vel gerða mann. Gegn vágestinum fannst engin vörn. Þrjú síðustu árin dvaldi Jón í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ við gott atlæti. Fjölskyldan þakkar starfsfólki þar fyrir frábæra umönnun. Að leiðarlokum vil ég kveðja góðan vin og staðfastan félaga, tengdaföður minn Jón Elías Eyjólfsson. Það var mér ungum mikið lán að kynnast slíkum manni og fá að vera undir hans verndarvæng. Hann var mér lærifaðir og verndari. Hann mun aldrei gleymast. Ég bið góðan guð að varðveita og styrkja Kristínu, sem saknar eiginmanns og góðs vinar eft- ir langa vegferð, ennfremur alla af- komendur tengdaforeldra minna. Einar Vilhjálmsson. Þegar ég læt hugann reika og hugsa til Jóns tengdaföður míns til tæpra fjörutíu ára þá er margs að minnast. Heimili hans og Kristínar í Kópavogi, þar sem ég kynntist þeim fyrst, bar húsráðendum glöggt vitni, snyrtimennska og dugnaður í fyrir- rúmi. Jón var mikill áhugamaður um garðrækt allt lék í höndunum á hon- um og með tímanum varð garðurinn þeirra mikill sælureitur. Ekki má gleyma fjölmörgum samverustund- um í sumarbústað fjölskyldunnar í Kjósinni þar sem Jón naut sín vel í vinnugallanum úti í náttúrunni, dytt- aði að og ræktaði skóg. Þar fann hann sína gleði innan um barnabörn- in sín. Jón var ákaflega hlýr og góður maður, glettinn og spaugsamur, stál- minnugur og fróður en erfið veikindi síðari ára settu sitt mark á hann. Elsku Kristín mín, ég bið góðan Guð að styrkja þig og fjölskylduna, Jóni þakka ég vináttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minn- ing hans. Ása Karen Ásgeirsdóttir. Elsku afi, nú hefurðu loksins feng- ið hvíld eftir margra ára veikindi. Þegar ég lít til baka koma margar minningar um þig upp í hugann. Frá fæðingu til sex ára aldurs bjó ég í kjallaranum hjá ykkur ömmu á Kópavogsbrautinni. Ég var ekki gömul þegar ég fór að fikra mig upp stigann á efri hæðina til ykkar. Þar sem mér var ávallt tekið opnum örm- um. Þegar við fluttum af Kópavogs- brautinni var það toppurinn á tilver- unni að koma í heimsókn til ömmu og afa og fá að gista enda varst þú barn- góður og tilbúinn að taka þátt í leikn- um, alveg eins og afar eiga að vera. Þú varst þúsundþjalasmiður og allt lék í höndunum á þér hvort sem það var við smíðar eða garðyrkju. Þakka þér, afi minn, fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Kristín. Jæja afi, þá er þetta líf búið og annað líf tekið við. Við viljum kveðja þig með nokkr- um línum um góðu tímana sem rifjast upp á þessari stundu. Við munum svo vel þegar þú mætt- ir í afmælin okkar og tókst myndir á upptökuvélina þína og sýndir teikni- myndir við mikinn fögnuð við- staddra. Ekki sakaði heldur þegar þú sýndir myndirnar aftur á bak. Okkur er einnig í fersku minni bolludagarnir fjölmörgu þegar við biðum spenntir eftir að þú kæmir með bollur. Þá tilheyrði að hella upp á kaffi áður en þú birtist. Svo eru líka ógleymanleg jólin þegar Villi fæddist þá fórst þú með okkur bræðrum að kaupa jólagjafir handa mömmu og pabba. Við borg- uðum með okkar peningum sem við höfðum safnað lengi vel, en þér fannst alveg ómögulegt að við værum með tóm veski eftir innkaupin þannig að þú laumaðir peningum í veskin okkar. Sumarið 1983 heimsóttir þú, ásamt ömmu, okkur í sumarfríinu er við vorum í Danmörku. Þá var Villi að- eins þriggja ára. Við fórum saman í Tívolí og skemmtum okkur vel saman í rússibananum og fórum strax á eftir honum í orminn ógurlega. Já, þú gerðir svo mikið til að vera með okkur. Þú keyptir þér meira að segja gönguskíði til að hitta okkur í Bláfjöllum. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við upplifðum með þér afi á okkar unglingsárum, samverustundirnar í Kjósinni og öll jólin þegar fjölskyldan kom saman. Elsku amma, mamma og Jóhann- es, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Jón Þór, Eyjólfur og Vilhjálmur. Á nýliðinni öld urðu miklar fram- farir í framleiðslu og dreifingu mat- væla á Íslandi. Nýjar og fullkomnari vinnslustöðvar fyrir kjöt og fisk og ýmsa iðnaðarframleiðslu úr hráefn- um landbúnaðar og sjávarútvegs voru reistar. Nýir tímar og búsetu- breytingar landsmanna kölluðu á endurbætur í smásöludreifingu framleiðsluvaranna. Búvörufram- leiðendur stofnuðu Sláturfélag Suð- urlands árið 1907 og árið eftir opnaði fyrirtækið sína fyrstu verzlun, sem fékk heitið Matardeildin í Hafnar- stæti. Þessa verzlun rak SS í um 80 ár, og réðust þar til starfa menn, sem kunnu vel til verka. Sautján árum eftir stofnun SS urðu nokkur kaflaskipti í sögu félags- ins, þegar faðir undirritaðs, Helgi Bergs, var ráðinn forstjóri félagsins, en hann hafði að loknu verzlunar- námi árið 1909 hafið störf í Matar- deildinni í Hafnarstræti og síðar gegnt ýmsum störfum innan fyrir- tækisins. Það var mikið happ, að ýmsir samstarfsmenn hans voru af- burða verzlunarmenn, sem núlifandi fólk af eldri kynslóðinni minnist með þakklæti fyrir trausta og góða þjón- ustu. Í þeim hópi minnist ég sérstak- lega þeirra Guðna Árnasonar, bræðranna Dagbjartar og Lárusar Lýðssona, Þorvaldar Guðmundsson- ar, sem síðar var kenndur við Síld og fisk og Jóns Eyjólfssonar, sem við kveðjum í dag. Allir þessir menn voru, sumir mjög lengi, verzlunar- stjórar í verslunum SS. Milli föður míns og Jóns Eyjólfs- sonar ríkti jafnan mikil vinátta og traust og helgaði Jón Eyjólfsson SS krafta sína alla starfsævina sem ber að þakka að leiðarlokum. Hann hóf störfin sem unglingur í einni af versl- unum SS, á Laugavegi 42, varð verzl- unarstjóri hjá félaginu, síðast í stærstu verslun fyrirtækisins í Hafn- arstæti 5. Þegar verzlanir félagsins voru orðnar tíu og sumar með þeim stærstu í matvæladreifingu í smásölu á höfuðborgarsvæðinu, var þörf á að skipaður yrði yfirverzlunarstjóri til þess að stjórna þeim og samræma rekstur þeirra. Þótti Jón Eyjólfsson sjálfsagður til þess vandasama starfs og rækti hann það með miklum ágæt- um, þar til hann lauk ævistarfi sínu. SS-búðirnar voru frá upphafi aðilar að Félagi kjötverslana, þar sem þær unnu með kaupmönnum að framför- um og öðrum hagsmunum þessarar verzlunargreinar. Þó stundum væri samkeppnin hörð milli verzlana, var jafnan samvinna og gott samstarf með Sláturfélaginu og flestum kaup- mönnum og kusu þeir jafnan í stjórn samtaka sinna menn úr hópi verzl- unarstjóra SS-búðanna. Þannig starfaði Jón Eyjólfsson í áratugi með kaupmönnum og naut mikilla vin- sælda innan þeirra raða. Undirritaður var í ársbyrjun 1957, aðeins 29 ára gamall, ráðinn forstjóri SS af stjórninni undir forustu þess mæta manns Péturs Ottesen, alþing- ismanns, sem var stjórnarformaður SS árin 1948–1968. Þegar ég tók við starfinu á svo ungum aldri reyndist mér það mikil gæfa, að þá voru enn starfandi hjá fyrirtækinu nokkrir af þeim afburða verzlunarmönnum, sem nefndir voru hér að framan ásamt mörgum fleiri góðum mönn- um, sem bætzt höfðu í hópinn. Þar var fremstur meðal jafninga í hópi verzlunarstjóranna Jón Eyjólfsson. Ég á því láni að fagna að hafa unnið með mjög mörgum afburða mönnum, en með traustari, heiðarlegri og sam- viskusamari manni en Jóni Eyjólfs- syni hef ég ekki starfað. Þegar Jón Eyjólfsson lauk ævi- starfi sínu hjá SS á miðjum níunda áratugnum, var öllum ljóst í hve mik- illi þakkarskuld eigendur félagsins stóðu við þann aldna öðling. Þessi þakkarskuld varð aldrei greidd, en það vildi fyrirtækið, sem þá var undir forustu Gísla Andéssonar, bónda á Hálsi í Kjós, leitast við að gera með því að ákveðið var, að fyrirtækið greiddi Jón Eyjólfssyni og honum til heiðurs nokkurn viðbótarlífeyri við lág eftirlaun til æviloka, eins og hann átti margfalt skilið. Það voru Jóni Eyjólfssyni og mörgum öðrum mikil vonbrigði, þeg- ar eftirmenn okkar í störfum tóku þá heimskulegu ákvörðun fyrir þrettán árum að loka öllum SS-búðunum og láta frá Sláturfélaginu húseignir þeirra, sem hann hafði átt svo drjúg- an þátt í að byggja upp. Markaðs- hlutdeild SS-búðanna í matvæla- dreifingu í smásölu á höfuðborgar- svæðinu var þá orðin tuttugu og fimm af hundraði og margra millj- arða virði, ef áfram hefði verið rétt á haldið. Með þessu sleit hins vegar fyrirtækið þeim persónulegu tengsl- um, sem það og verzlunarmenn þess höfðu beint við neytendurna. Þessi tengsl hafa þó haldist á öðrum vett- vangi m.a. með því, að Jóhannes, sem tekið hafði við sem yfirverslunar- stjóri SS af föður sínum, stofnaði Bónus-verslanirnar til hagsbóta fyrir neytendur, eins og frægt er orðið, eftir að ákvörðunin um lokun SS- búðanna var tekin og Jóhannes lát- inn hætta störfum hjá SS. Skömmu eftir starfslok Jóns Eyj- ólfssonar sem yfirverslunarstjóra SS, fór að bera á heilsubresti hans. Hefur hann síðan átt við mikil veik- indi að stríða og annaðist Kristín, eiginkona hans, hann af ást og ein- stakri umhyggju mörg fyrstu árin, en síðan dvaldist hann lengst af í hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ þar sem hann lést um miðjan dag 17. þessa mánaðar. Við Gyða og samstarfs- menn á fyrri árum þökkum frábært samstarf og vináttu við hinn látna heiðursmann og vottum Kristínu, eiginkonu hans, og allri fjölskyldunni innilega samúð. Jón H. Bergs. JÓN ELÍAS EYJÓLFSSON ✝ Gunnar SölviSigurðsson fæddist á Hvamms- tanga 5. apríl 1934. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 14. nóvember. Foreldr- ar hans voru Sigurð- ur Emil Jónsson, f. 27.5. 1912, d. 3.12. 1972, og Björnlaug Marta Albertsdóttir, f. 11.3. 1906, d. 24.2. 1986. Systur Gunn- ars eru 1) Björg, gift Stefáni Þórhallssyni og eiga þau tvö börn. 2) Helena Svanlaug, gift Ragnari Árnasyni og eiga þau þrjú börn. Árið 1957 kvæntist Gunnar Bryndísi Maggý Sigurðardóttur, f. 28.12. 1939. Börn þeirra eru: Sigurður Ingi; Valgerður Marta, gift Benedikt Emil Jóhannssyni. Börn þeirra eru a) Eva Björk, hennar sonur er Bjarki Karel Krist- jánsson, b) Gunnar Örn, c) Lilja Rut. Gunnar Sölvi og Bryndís Maggý slitu samvistum 1990. Sambýliskona Gunnars síðustu ár- in var Guðrún Kjartansdóttir, f. 10.5. 1938. Gunnar bjó á Hvammstanga fram til 1972. Þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Síð- ustu níu árin bjó hann í Akrakoti í Innri-Akraneshreppi. Gunnar vann sem bílstjóri lengst af ævinni, fyrst hjá KVH og síðar hjá Einari J. Skúlasyni og svo ýmsum verktökum. Útför Gunnars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Gunni. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst mér þegar ég var lítil en þú, stóri bróðir, hafð- ir mig oft með þér í leik og starfi. Þitt veikindastríð var orðið nógu langt, en samt er ég að farast úr eigingirni. Þú áttir að mínu mati að fá að minnsta kosti tíu góð ár í við- bót með okkur svo við gætum hist oftar og farið saman í fleiri ferðir, öll systkinin (og Glætufélagarnir). Ég bið um styrk fyrir Guðrúnu sambýliskonu þína og fjölskyldu alla. Minningin um elskulegan bróður lifir. Þín systir, Helena Svanlaug. GUNNAR SÖLVI SIGURÐSSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.