Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag, Mánafoss og Freri fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus fór í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 13 bók- band, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Bingó kl. 13. 30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 13 spil- að í sal og glerlist. Litlu jólin verða fimmtudag- inn 6. des. jólahlaðborð. Sr. Kristín Pálsdóttir flytur jólahugvekju, Björk Jónsdóttir syngur við undirleik Svönu Vík- ingsdóttur. Tvær ungar stúlkur leika á þverflautu, Bjarki Már Elísson, 11 ára, les jóla- sögu. Fagnaðurinn hefst kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Skráning í síma 568-5052 fyrir 5. des. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566-8060 kl. 8– 16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. 29. nóv. Spilað í Holtsbúð kl. 13.30 föstud. 30. nóv. Dansað í kjallaranum í Kirkjuhvoli kl. 11. Félag eldri borgara, Garðabæ, jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstudaginn 7. des. Húsið opnað kl. 19. Tryggvi Þorsteinsson leikur á flygil, hugvekja sr. Hans Markús Hafsteinsson, Kór eldri borgara Garða- bæjar syngur undir stjón Kristínar Pétursdóttur, fjöldasöngur, Sighvatur Sveinsson, skemmtir og leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Miðapantanir og upplýsingar í s. 565- 7826 eða 895-7826 Arn- dís og á skrifstofu félags- ins, Kirkjuhvoli, s. 565- 6627, fyrir þriðjud. 27. nóv. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu kl. 11.30, myndlist kl. 13, brids kl. 13:30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og mat- ur í hádegi. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, mið- vikudaginn 5. desember nk. Skemmtunin hefst kl. 20. Ýmsir skemmtikraft- ar, hugvekja, kaffi og meðlæti. Silfurlínan er opin á mánud- og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spilasalur opinn, í veitingabúð súpa og sal- atbar í hádeginu, kl. 15 kaffitími, myndlistarsýn- ing Bryndísar Björns- dóttur stendur yfir. Upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári Gullsmára 13. Glerlistarhópur kl. 10. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára kl. 14. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handavinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 14 kemur í heimsókn Steinunn Jóhannesdóttir rit- höfundur og fræðir um ferðir Guðríðar Sím- onardóttur (Tyrkja- Gudda) á framandi slóð- um. Allir velkomnir. Veislukaffi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal við lagaval Halldóru, vöfflur með rjóma í kaffi- tímanum. Jólafagnaður verður fimmtudaginn 6. des. Húsið opnað kl. 17:30. Ragnar Páll Ein- arsson leikur á hljóm- borð. Jólahlaðborð, kaffi og eftirréttur. Kór leik- skólans Núps syngur jólalög undir stjórn Kristínar Þórisdóttur. Kvartett spilar kamm- ertónlist. Gyða Valtýs- dóttir, Ingrid Karls- dóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Anna Hugadóttir. Danssýning frá Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru. Gospel systur í Reykjavík syngja undir stjórn Mar- grétar J. Pálmadóttur. Undirleikari Agnar Már Magnússon. Fjölda- söngur. Hugvekja, séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Mánud. 26. nóvember verður far- ið í Háskólabíó á mynd- ina Mávahlátur. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13:30. (Sýningin hefst kl. 14.) Uppl. og skráning í s. 562-7077. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postu- lín, kl. 12.30 postulín. Fótsnyrting og hár- snyrting, kl. 13:30 bingó, spilaðar verða 8–10 um- ferðir. Góðir vinningar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 10 boccia. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaað- gerðir, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Aðventu- og jólafagn- aður verður 6. desember. Jólahlaðborð, ýmislegt til skemmtunar. Skrán- ing í síma 561-0300. Háteigskirkja aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13– 15. Söngur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysi – kakóbar, Að- alstræti 2. (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Norðurbrún 1 og Furu- gerði 1. Farið verður í Háskólabíó að sjá mynd- ina „Mávahlátur“ kl. 14 mánud. 26. nóv., rútuferð frá Norðurbrún kl. 13 og Furugerði kl. 13.10. Þátttaka tilkynnist í s. 568-6960, Norðurbrún og s. 553-6040, Furðu- gerði, fyrir 23. nóv. Hrafnista Reykjavík, basar verður laugardag- inn 24. nóvember kl. 1317 og mánud. 26. nóv. kl. 10–16. Til sölu og sýn- is verður handavinna heimilisfólksins. Ætt- ingjabandið, ættingja- og vinasamband heim- ilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík, stendur fyrir sölu á súkkulaði og vöffl- um á laugardag í sam- komusalnum Helgafelli. Allir velkomnir. Í dag er föstudagur 23. nóvember, 327. dagur ársins 2001. Klemens- messa. Orð dagsins: Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverð- astir allra manna. (I. Kor. 15, 19.) LÁRÉTT: 1 þrjót, 4 hestum, 7 blóma, 8 ávítur, 9 lyfti- duft, 11 loftgat, 13 krana, 14 náðhús, 15 grastorfa, 17 kappsöm, 20 snák, 22 fullgerður, 23 ísstykki, 24 sveiflufjöldi, 25 illi. LÓÐRÉTT: 1 fljót, 2 ákveð, 3 mold- arsvæði, 4 kinda, 5 skalli, 6 mólendið, 10 gufa, 12 keyra, 13 ósoðin, 15 gekk til þurrðar, 16 undirokað, 18 köggla, 19 birgðir, 20 segi, 21 grannur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 Þýskaland, 8 undar, 9 náðar, 10 arg, 11 dónar, 13 arðan, 15 lasts, 18 eisan, 21 tíð, 22 krani, 23 lotan, 24 fangaráði. Lóðrétt: 2 ýldan, 3 kórar, 4 langa, 5 næðið, 6 hund, 7 Frón, 12 alt, 14 rói, 15 lykt, 16 skata, 17 sting, 18 eðlur, 19 sótið, 20 núna. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Í VELVAKANDA þriðju- daginn 20. nóvember birtist bréf frá Eddu Gísladóttur undir fyrirsögninni „Slæm framkoma“. Þar sagði Edda frá því að strætis- vagnabílstjóri hefði hent barnabarni hennar, ellefu ára stúlku, út úr strætis- vagni, þannig að hún meiddi sig á fæti. Strætó bs. harmar að þetta mál hafi komið upp og hefur verið í sambandi við for- eldra stúlkunnar frá því at- vikið varð. Reyndar ber sögu stúlkunnar og stræt- isvagnabílstjórans ekki saman að öllu leyti. Þegar stúlkan var á leið út úr vagninum á Lækjar- torgi bað hún um skipti- miða þar sem hún hafði gleymt að biðja um hann þegar hún greiddi fargjald- ið. Vagnstjórinn neitaði henni um skiptimiðann, eins og starfsreglur vagn- stjóra segja til um, en skiptimiða á aðeins að af- henda við greiðslu far- gjalds. Einnig lét hann skína í að stúlkan hlyti að vera orðin 12 ára og því ætti hún að borga unglinga- gjald. Þetta var að sjálf- sögðu ekki rétt og harmar Strætó bs. að stúlkan hafi verið vænd um að greiða of lágt fargjald. Vagnstjórinn segir að stúlkan hafi þá yfirgefið vagninn þegjandi og hljóða- laust. Máli sínu til stuðn- ings hefur vagnstjórinn bent á konu sem kom í vagninn á Lækjartorgi og hefur hún staðfest frásögn hans. Stúlkan ber því aftur á móti við að vagnstjórinn hafi þrifið í hana, hent henni út og lokað dyrunum þannig að fóturinn klemmdist, auk þess sem séð hafi á öðrum hand- leggnum. Foreldrar stúlkunnar höfðu strax sama dag sam- band við forráðamenn Strætó bs., varðstjóra á Hlemmi og framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Þeim þótti leiðinlegt að heyra þessa sögu og báðust vel- virðingar á atvikinu og þeim óþægindum sem það hafði í för með sér. Undir- ritaður, sem er deildar- stjóri farþegaþjónustu, hitti fjölskyldu stúlkunnar eftir að hafa rætt við vagn- stjórann, sem er miður sín vegna atburðarins og telur sig hafðan fyrir rangri sök. Að nokkrum dögum liðn- um hafði Strætó bs. sam- band við föðurinn til að ræða hvernig væri hægt að leiða málið til lykta. Hann sagði þá að hann hygðist fara með málið til lögreglu til að fá álit óháðs aðila og taldi Strætó bs. sömuleiðis að best væri fyrir báða aðila að málið yrði rannsakað, þar sem hlutaðeigandi að- ilum bæri ekki saman. Ekk- ert hefur heyrst frá fjöl- skyldu stúlkunnar síðan. Strætó bs. leggur áherslu á að samskipti far- þega og vagnstjóra séu ætíð með besta móti og þykir mjög leiðinlegt að til þessa atviks hafi komið. Starfsmenn Strætó bs. hafa frá því foreldrar stúlkunnar komu fyrst að máli við þá reynt að finna farsæla lausn á þessu leiðindaatviki og undrast því mjög að amma stúlkunnar hafi ákveðið að fara þá leið að skrifa um þetta í Velvakanda. Strætó bs. þætti vænt um að stúlkan og fjölskylda hennar gætu séð sér fært um að setjast í sátt og sam- lyndi niður með undirrituð- um og vagnstjóranum sem í hlut á til að reyna að finna niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við. Með bestu kveðju, Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri farþegaþjónustu. Tapað/fundið Eyrnalokkur týndist STÓR eyrnalokkur týndist líklega á leiðinni frá Calipsó í Bankastræti að 10–11 í Austurstræti eða að Lækj- argötu. Finnandi vinsam- lega hafi samband við Jónu í síma 554-5054. Fundar- laun. Lyklar týndust BÍLLYKLAR og húslykar týndust líklega 18.–20. nóv. á horninu á Lindargötu og Klapparstíg (fyrir framan Lindargötu 12–14). Skilvís finnandi hafi samband við Vigni í síma 899-2769. Nokia í tauhylki týndist NOKIA 6210 í svörtu tau- hylki týndist síðdegis fimmtudaginn 15. nóv., sennilega á horni Hverfis- götu og Ingólfsstræti (ná- lægt Óperunni). Skilvís finnandi hringi í síma 569- 4406 eða 553-5683. Nokia 7710 týndist NOKIA 7710-sími og öku- skírteini týndist sunnu- dagsmorguninn 17. nóvem- ber sl. í miðbænum. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 861-6803 eða 557- 2288. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Náum í sam- einingu farsælli lausn Víkverji skrifar... FÉLAG bifreiðaeigenda berstgegn háu benzínverði hér á landi og er það vel. Víkverja finnst að félag- ið mætti skera upp herör gegn því bruðli, sem viðgengst við hönnun og byggingu benzínstöðva olíufélaganna, sem þurfa auðvitað að ná kostnaðin- um til baka í álagningunni. Það er varla reist svo ómerkileg benzínstöð í Reykjavík, að hún sé ekki hönnuð af arkitektum í bak og fyrir og líti út eins og hún eigi að þjóna umferð á fjölfarinni þýzkri hraðbraut. Þetta á jafnvel við um sjálfsafgreiðslustöðvar eins og þá á Snorrabrautinni. Víða í borgum annars staðar í Evrópu sér Víkverji litlar benzínstöðvar, sumar hverjar ekki annað en innskot í hús- vegg, þar sem hægt er að stanza og fylla á bílinn í skyndi. Þetta hlýtur að vera mun ódýrara fyrirkomulag og gera olíufélögunum kleift að stilla álagningu í hóf. x x x VÍKVERJI drekkur pilsner frem-ur en gos og er nokkuð stórtæk- ur pilsnerneytandi. Hann fylgist því vel með pilsnerverðinu í hillum stór- markaðanna. Það kemur honum sí- fellt á óvart hversu sveiflukennt verð- ið er. Í verzlunum á borð við Nýkaup, þar sem Víkverji verzlar mikið, getur hálfs lítra dós af t.d. Tuborg-pilsner kostað allt frá 79 og upp í 109 krónur. Yfirleitt er ein pilsnertegund á lægra verði en aðrar, en það er mjög breyti- legt eftir vikum hvaða tegund það er. Víkverji skilur hvorki upp né niður í þessari verðlagningu, en svo mikið er víst að hann heldur ekki tryggð við neitt eitt pilsnervörumerki af þessum sökum – kannski er það ætlunin. Í síð- ustu viku mátti svo sjá í pilsnerhill- unni í Nýkaupum hálfs lítra dós af Egils pilsner á 79 krónur en þriðj- ungs lítra flösku af sama vökva á 99 krónur. Í öðru tilfellinu var lítraverð- ið m.ö.o. 158 krónur, en í hinu 297. Þá fyrst hætti Víkverji alveg að skilja og hann getur ekki séð af hverju menn ættu að kaupa minna af pilsner fyrir meiri peninga. x x x GREINILEGT er að kjarabaráttatónlistarkennara nýtur víða samúðar. Sú samúð hlýtur hins vegar að fara dvínandi ef uppákomum á borð við þá, sem verkfallsvörður tón- listarkennara stóð fyrir í Dalvíkur- skóla, fer fjölgandi. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því hvernig verk- fallsvörðurinn hefði ruðzt inn á sam- komu, sem var haldin í tilefni af degi íslenzkrar tungu, og bannað allan tón- listarflutning, að því er virðist á þeim forsendum að grunur gæti leikið á að í hópi nemenda, sem hugðust flytja frumsamið tónverk á potta og pönn- ur, gæti leynzt tónlistarnemandi! Verkfallsvörðurinn tók þá „ákvörð- un“ að þarna yrði „engin tónlist flutt, ekkert hljóðfæri snert, auk þess sem ekki mætti syngja“, samkvæmt frá- sögn skólastjóra Dalvíkurskóla í blaðinu. x x x VÍKVERJA finnst það nú reyndargeta borið vott um talsvert hug- rekki að segja Svarfdælingum að þeir megi ekki syngja á degi íslenzkrar tungu og furðar sig á því að mann- inum skuli ekki bara hafa verið hent út. En líklega hefur verkfallsvörður- inn einfaldlega verið búinn að tapa sér í hita og taugastríði langs verk- falls og gengið lengra en hann hefði gert að vel íhuguðu máli. Víkverja hefði nú fundizt eðlilegt að tónlistar- kennarar bæðust afsökunar á þessu atviki, en í samtali Morgunblaðsins við stjórnarmann í Félagi tónlistar- kennara kemur fram að hann sér ekk- ert athugavert við þessa framkomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.