Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 57 DAGBÓK Útsölumarkaður á Langholtsvegi 130 Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00-18.00 Jólakorta- myndatökur Innifalið: Myndataka af börnum þínum og 40 jólakort. Verð kr. 8.000. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Ath. þetta! Gleraugnaumgjörð og gler fyrir vinnu, lestur og tölvu frá kr. 11.600 Ennfremur frábært verð á progressiv/margskiptugleri Laugavegi 36 Til sölu glæsilegur 62 fm sumarbústaður, byggður 2000, í landi Vatnsendahlíðar í Skorradal. Í húsinu eru 3 svefnher- bergi, baðherbergi og samliggjandi eldhús og stofa. 5 fm gestahús fylgir. U.þ.b. 90 fm verönd umhverfis húsið, að hluta yfirbyggð. Skógi vaxin lóð. Áhugasömum velkomið að kíkja við sunnudaginn 24. nóvember nk. frá kl. 13-16. Nánari upplýs- ingar hjá eiganda í síma 690 2510 og á mbl.is. Fasteignamiðlun Vesturlands — sími 431 4144 Skorradalur STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill einstaklings- hyggjumaður, en kannt þó vel að semja þig að samstarfi við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til samstarfs- manna þinna en réttlátt getur talist, því annars áttu á hættu að spilla verkinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú þarft að hafa vakandi auga á því hvernig verk þín koma öðrum fyrir sjónir. Það gerir þú með miklum kröfum til sjálfs þín, smekkvísi og aga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Rætur sumra mála geta legið langt í burtu. Þú skalt samt ekki unna þér hvíldar fyrr en þú veist hverjir það eru sem reyna að koma óorði á þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt orsakir deilu þinn- ar og vinar þíns séu aðrar en fram kemur á yfirborðinu. Sýndu skilning og þolinmæði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er ekki þitt hlutverk að hafa alla ánægða og þú átt að hrista af þér kröfur um slíkt. Sjáðu um sjálfan þig og láttu aðra um slíkt hið sama. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þolinmæði er lykilorð þitt í dag, hvort sem um er að ræða samskipti við vinnufélaga eða vandamenn. Vertu vinnusam- ur og umfram allt hreinskipt- inn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sér- staklega sem kosta einhver fjárútlát. Málið er að sinna aðeins raunverulegum þörf- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ringulreið á heimilinu setur allt á annan endann. Áður en þú ferð að æsa þig yfir hlut- unum skaltu íhuga að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þótt þér sé mikið í mun að koma skoðunum þínum á framfæri máttu ekki láta kappið leiða þig í gönur. Öllu skiptir að tala ljóst og skipu- lega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Farðu þér hægt í að dæma aðra. Kynntu þér menn og málefni áður en þú myndar þér skoðanir. Svaraðu bréf- um strax, hvort sem þér er það ljúft eða létt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt aðrir séu ekki á sama máli og þú er ástæðulaust að fara í fýlu. Reyndu heldur að vinna hina á þitt band með rökföstum málflutningi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt allt virðist á lygnum sjó, er hyggilegt að vera við öllu búinn, því ekkert er eins pirr- andi og atburðir, sem setja óvænt allt á annan endann. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 24. nóvember, verður áttræð Sigurbjörg Sigur- jónsdóttir, Garðarsbraut 55, Húsavík. Sigurbjörg verður heima á afmælisdag- inn og tekur á móti vinum og ættingjum frá kl. 16. LJÓÐABROT BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Hvað það verður, veit nú enginn. Vandi er um slíkt að spá. Eitt er víst, að alltaf verður ákaflega gaman þá. Jóhannes úr Kötlum 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. Be2 e6 7. h3 Bh5 8. O-O Rc6 9. Ra3 cxd4 10. Rb5 Hc8 11. Rfxd4 Bxe2 12. Dxe2 Rxd4 13. Rxd4 Be7 14. Hd1 a6 15. Rf3 De4 16. Dxe4 Rxe4 17. Be3 f6 18. Hd4 Rd6 19. He1 Kf7 20. Hf4 Ke8 21. Ha4 e5 22. Rd2 Hc6 23. Ha5 Kf7 24. Hc5 Hhc8 25. Hxc6 Hxc6 26. g4 g6 27. f3 f5 28. Kf1 h5 29. Ke2 Re8 30. Hd1 Rc7 31. Rb3 b6 32. a4 Ke6 33. gxf5+ gxf5 34. f4 Rd5 35. fxe5 Kxe5 36. Rd4 Hd6 37. Rf3+ Ke6 38. Rd4+ Kf6 39. Bf2 Rf4+ 40. Kf3 Rg6 41. He1 f4. Staðan kom upp í Evrópukeppni landsliða í Leon á Spáni. Hróksmað- urinn, Jan Votova (2.503), sýndi og sannaði að þótt hann sé í sam- nefndu taflfélagi þá geti hann fórnað hróki, en hann hafði hvítt gegn ísraelska stór- meistaranum Boris Avrukh (2.606). 42. Hxe7! Rxe7 42...Kxe7 var ekki heldur fýsilegt vegna 43. Rf5+ Ke6 44. Rxd6 og hvítur verður peði yfir. 43. Bh4+ Kf7 44. Bxe7 Hg6 45. Bh4 Hg1 46. Bf2 Hb1 47. b4 Ha1 48. Rc6 Hh1 49. h4 Hh3+ 50. Kxf4 Hxc3 51. Re5+ Ke6 52. Bxb6 Kd5 53. a5 Hb3 54. Bc5 Hb2 55. Rg6 Hg2 56. Kf5 Kc4 57. Rf4 Hg4 58. Be7 Hg7 59. Ke6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HVAR liggur sökin? Í þætti gærdagsins var tekið dæmi um þá skiljanlegu til- hneigingu spilara að ein- blína á síðustu ákvörðun þegar mistök eiga sér stað. Hér er annað dæmi frá Ís- landsmótinu í tvímenningi: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ DG862 ♥ D4 ♦ G10932 ♣3 Vestur Austur ♠ Á109 ♠ 543 ♥ ÁG109653 ♥ K8 ♦ 87 ♦ KD4 ♣7 ♣G10986 Suður ♠ K7 ♥ 72 ♦ Á65 ♣ÁKD542 Á sumum borðum vakti vestur á fjórum hjörtum í upphafi og það varð oft til þess að NS lentu í fimm laufum dobluðum: Vestur Norður Austur Suður 4 hjörtu Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Þetta var ein sagnröðin, en sumir dobluðu fjögur hjörtu og breyttu svo fjór- um spöðum makkers í fimm lauf. En sagnir eru ekki viðfangsefnið nú, heldur vörnin. Vestur kom út með hjartaás og spilaði aftur hjarta á kóng makk- ers. Austur átti slaginn og sá fyrir sér stórveislu. Hann spilaði laufgosa. Sagnhafi drap með ás og tók laufkóng. Spilaði svo spaðakóng. Vestur leit á sagnhafa og sá engin svipbrigði. Suður hafði sagt fimm lauf á hættunni, gegn andstæð- ingum sem voru utan hættu. Það var því ekki úti- lokað að hann væri með kólgu eins og blankan spaðakóng, tvo hunda í hjarta, ÁK í tígli og þéttan áttlit í laufi. Að minnsta kosti var ekki ljóst hver spaðalengd suðurs var og vestur ætlaði ekki að brenna inni með spaðaás – svo hann tók slaginn eftir nokkra umhugsun. Austur merkti þrílit í spaða og vestur sá að hann hafði tekið ranga ákvörð- un. Og spilaði tígli. Sagn- hafi drap drottningu aust- urs, spilaði spaða og henti tveimur tíglum niður. Fimm lauf fóru því „að- eins“ þrjá niður, sem gaf AV góða skor, en 1100 hefði verið mun betra. „Ég gaf víst slag,“ sagði vestur eftir spilið. „Minnst einn,“ svaraði austur. En svo kveikti vestur á perunni: „Þú áttir að spila spaða í þriðja slag og gefa mér talningu!“ „Það er rétt,“ viður- kenndi austur, „eða bara tígulkóng. En úr því sem komið var hefðir þú bjarg- að slag með því að spila hjarta eftir að hafa tekið á spaðaásinn, sem hefði gert mér kleift að henda spaða.“ Þessi síðasta athuga- semd leiðir hugann að öðru varnarstefi, sem Bob Hamman hefur fjallað um á prenti. Hamman setur niðurstöðu sína fram í eft- irfarandi heilræði: „Ekki fara á taugum þótt makker fari ekki beinu leiðina í vörninni – kannski er hans leið jafn góð.“ Við skulum taka upp þráðinn á þessum stað á morgun. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 95 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 23. nóv- ember, er níutíu og fimm ára Jensína Sveinsdóttir, Aust- urbrún 6, frá Gillastöðum í Reykhólasveit. Hún tekur á móti vinum og vandamönn- um í safnaðarsal Áskirkju v/ Vesturbrún laugardaginn 24. nóvember kl. 16.30. 75 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag, 27. nóv- ember, er 75 ára Sigurður Jóhann Stefánsson, bóndi frá Stærra-Árskógi, Ár- skógsströnd, nú til heimilis í Vanabyggð 7, Akureyri. Hann tekur á móti gestum laugardaginn 24. nóvember frá kl. 15 á Mímisbrunni, Mímisvegi 6, Dalvík. 50 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 26. nóv. nk. verður 50 ára Guðmundur Vignir Óskarsson, formað- ur og framkvæmdastjóri Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutninga- manna. Af því tilefni tekur hann á móti vinum, vanda- mönnum og samstarfsfólki laugardaginn 24. nóvember, frá kl. 18–20, í félagsheimili Þróttar í Laugardal. FRÉTTIR HAFIN er fjársöfnun fyrir nýju org- eli í Laugarneskirkju. Núverandi orgel kirkjunnar er frá árinu 1956, elsta orgel í sóknarkirkju í Reykja- vík. Það er orðið afar illa farið og að mati sérfræðinga er ekki talið ráð- legt að reyna á því frekari viðgerðir. Sóknarnefnd Laugarneskirkju hefur samið við Björgvin Tómasson orgelsmið úr Mosfellsbæ um smíði nýs orgels. Verða pípur og aðrir nýt- anlegir hlutir úr gamla orgelinu not- uð í nýja orgelið. Orgelið mun afhendast fullbúið í kirkjuna á aðventu 2001. Heildar- kostnaður verkefnisins er um 16 milljónir króna. Tónlistarlíf í Laug- arneskirkju hefur verið mikið í gegn- um árin. Verið er að bera út bréf til íbúa Laugarneshverfis þar sem leitað er eftir stuðningi sóknarbarna og ann- arra velviljaðra við orgelkaupin. Gíróseðlar munu liggja frammi í kirkjunni á aðventunni og eitthvað fram eftir næsta ári, segir í frétta- tilkynningu frá sóknarnefnd Laug- arneskirkju. Safnað fyrir orgeli í Laugarneskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.