Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kristján Davíðsson Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg14-16 í dag kl. 10-18, á morgun kl. 10-17 og á sunnudag kl. 12-17. Seld verða um 80 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Þá verða seld um 30 ný verk eftir jafnmarga listamenn. Það er gert í samvinnu við Ungfrú Ísland.is og Rauða krossinn, en listamennirnir hafa gefið verkin til styrktar Rauðakrosshúsinu, sem er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20 Á HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL TALIBANAR hafa meinað kon- um á yfirráðasvæðum sínum að læra en sums staðar streittust þær við. Tvær systur í miðborg Kabúl kenndu í fimm ár tugum stúlkna á laun í herbergi þar sem tvöföld gluggatjöld voru höfð fyr- ir glugganum. En hávaðinn mátti ekki vera of mikill, kliður barna- raddanna gat komið upp um allt ef hann heyrðist út á götu þar sem hinir grimmu siðalögreglu- menn talibana voru á ferli. Þegar börnin urðu áköf og há- vaðinn keyrði úr hófi dró kenn- arinn upp mjóan staf, umvafinn svörtu einangrunarlímbandi en með hvítan enda, hann minnti á töfrastaf. Hún veifaði honum, skammaði börnin og sagði að tal- ibanar gætu heyrt í þeim. Þannig lauk þeim skóladegi. „Ég þjáist þegar ég sé stúlku sem ekki fær neina menntun,“ segir önnur systranna, Jamila. „Enginn skóli var til fyrir stúlk- ur og við hugsuðum með okkur: Í framtíðinni verða þær mæður.“ Kennslubækurnar voru gamlar og keyptar á sölutorgum, skóla- taflan var búin til úr tvöföldum krossviði, platan máluð svört og hún negld á vegginn. Krítin var amerísk, „mestu gæðin“, segja kennararnir. Jamila er 48 ára gömul og ekkja og systir hennar, Najia, er 37 ára, einhleyp. Þær vildu ekki að ættarnöfnin yrðu birt, svo skömmu eftir brottför talibana voru þær enn hræddar um að einhver gæti ákveðið að hefna sín á þeim. „Þegar einhver barði að dyrum hamaðist hjartað í brjósti okkar, ég varð náföl vegna þess að við höfðum heyrt að talibanar berðu fólk til óbóta með stöfum og bút- um úr rafmagnsköplum,“ segir Jamala. Fimm ára til tvítugs Systurnar höfðu enga fyrir- vinnu og tóku því lágt gjald, um þrjátíu krónur á mánuði, af hverjum nemanda en höfðu ekki brjóst í sér til að neita þeim sem gátu ekki borgað. Fyrstu nem- endurnir voru sjö börn nágranna og ein 13 ára frænka systranna en skjólstæðingunum fjölgaði hratt er orðrómur barst út um starfið. Nemendurnir voru þegar mest var alls um 170 og á aldr- inum fimm ára til tvítugs. Stúlkurnar voru mun fleiri og sátu öðrum megin í stofunni, drengirnir hinum megin. Nem- endur komu einn og einn í senn til að vekja ekki athygli talibana en stundum voru kennslustund- irnar hjá hverjum aldurshóp ör- stuttar, fóru niður í tíu mínútur vegna þess að rýma þurfti fyrir næsta hóp. „Heimavinnan var mikil hjá þeim,“ segir Jamila. Eftir níu mánaða starf fréttu talibanar að stúlkur væru í skól- anum og heimtuðu að honum yrði lokað. Jamila fór á fund hverfisleiðtogans og tókst að sannfæra hann um að útlending- ar stæðu ekki á bak við kennsl- una fyrir stúlkurnar og hún þyrfti að hafa tekjur til að geta lifað. Hann sendi tvo fulltrúa sína til að fylgjast með kennslu- stund. Þess var gætt að aðeins væru drengir í nemendahópnum þann daginn og talibanar veittu leyfið. Fljótlega fóru stúlkurnar að mæta aftur en með mikilli leynd. Allmargir skólar af þessu tagi voru reknir í laumi í borginni en ekki var um nein skipulögð neð- anjarðarsamtök að ræða. Það sem stjórnendurnir áttu sameig- inlegt var viljinn til að láta ekki kúga sig. Los Angeles Times/Carolyn Cole Marium, sem er 7 ára, les upphátt við töfluna, en með henni á myndinni er kennarinn Jamila. Leynilegt skóla- hald í Kabúlborg Tvær systur kenndu stúlkum í fimm ár þrátt fyrir blátt bann talibana við skólagöngu þeirra Kabúl. The Los Angeles Times. Kennarinn Jamila í Kabúl. ’ Ég þjáist þegarég sé stúlku sem ekki fær neina menntun ‘ JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, staðfesti í gær að breskir hermenn tækju þátt í leitinni að hryðjuverkamanninum Osama bin Laden og fylgismönnum hans í Afg- anistan. Hingað til hafa bresk stjórnvöld ekki viljað tjá sig um það. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu tilkynntu á miðvikudag að bandaríski sjóherinn myndi stöðva grunsamleg skip und- an ströndum Pakistans til að leita að bin Laden og öðrum liðsmönnum al- Qaeda-hreyfingarinnar. Peter Pace, varaformaður banda- ríska herráðsins, sagði að enn hefði ekki verið farið um borð í nein skip, en ef grunur vaknaði um að bin Laden eða samverkamenn hans hefðu reynt að flýja sjóleiðis frá Afganistan yrði það gert. Sérstakar gætur verða hafðar á höfnum í Pak- istan, einkum höfninni í Karachi, þar sem bin Laden er talinn eiga marga stuðningsmenn. Ný njósnavél tekin í notkun Þá hefur Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, staðfest að Bandaríkjaher hafi tekið nýja mannlausa hátækninjósnavél í notkun við leitina að Osama bin Laden. Um er að ræða langdræga flugvél af gerðinni Global Hawk, sem flýgur á um 560 km hraða á klukkustund og getur náð 65.000 feta hæð. Rumsfeld sagði að vélin væri enn á þróunarstigi og hefði aldrei áður verið beitt við raunverulegar að- stæður. Bin Ladens leitað í skipum London, Washington. AFP, AP, The Washington Post. DÓMARI á Filippseyjum gaf í gær út handtökutilskipun á hendur Nur Misuari, héraðsstjóra og meintum forprakka blóðugrar uppreisnar á Joloeyju, syðst í Filippseyjaklasan- um. Malasísk yfirvöld neituðu því að Misuari hefði flúið til Sabah í Malas- íu. Misuari var ennfremur ákærður fyrir uppreisn og á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi. Þúsundir filippseyskra hermanna héldu áfram leit að Misuari í gær, og Gloria Arroyo, forseti landsins, full- vissaði umheiminn um að uppreisnin væri staðbundið vandamál. Stjórn- arherinn varpaði sprengjum á meinta felustaði stuðningsmanna Misuaris, og sagði talsmaður hers- ins að teknar hefðu verið fimm búðir skæruliða. Alls hafa yfir hundrað manns fall- ið í átökum á eynni undanfarna fjóra daga. Þau brutust út þegar menn Misuaris gerðu árás á herstöð á Joloeyju, og segir Edilberto Adan hershöfðingi að síðan hafi að minnsta kosti 100 uppreisnarmenn verið felldir. Fjórir stjórnarher- menn og sjö óbreyttir borgarar hafi fallið. Auk stuðningsmanna Misuar- is hafi um eitt hundrað félagar í Abu Sayyaf, öfgasamtökum múslima er halda tveim Bandaríkjamönnum og einum Filippseyingi í gíslingu, tekið þátt í árásinni. Filippseysk stjórnvöld segja að Misuari hafi gefið fyrirmæli um árásina sl. mánudag til þess að reyna að koma í veg fyrir að kosn- ingar fari fram í héraðinu á mánu- daginn eins og fyrirhugað er. Mis- uari hefur sagt að þær kosningar séu ekki í samræmi við friðarsamn- ing frá árinu 1996 milli stjórnvalda og Þjóðfrelsisfylkingar hans þar eð hann var ekki hafður með í ráðum þegar kosningarnar voru skipulagð- ar. !"#$% & '##(($)*+,                    !        "       # $%&        ' (( )*+,-                          +##. !     " # $       Yfir hundrað manns fallnir á Filippseyjum Zamboanga á Filippseyjum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.