Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 35 Vert að skoða möguleika Ólafur Hjálmarsson, hljóðverk- fræðingur hjá Línuhönnun, ræddi í kjölfarið þá möguleika sem hann hafði athugað með að rúma starf- semi sinfóníuhljómsveitar og óperustarfsemi í stórum tónleika- sal hússins. Taldi hann slíkt vel gerlegt, og væri lykillinn að því m.a. stillanleg sviðsmynd og gryfju. Nauðsynlegt yrði að leggja áherslu á fullkominn tæknibúnað í slíkri framkvæmd og ítrekaði Ólafur að vert væri að skoða þá möguleika sem fyrir hendi væru áður en ráðist yrði í svo afdrifaríka ákvörðun að byggja tónlistarhús, sem ekki rúmaði óperustarfsemi. „Því hvaða líkur eru á því að byggt verði annað slíkt hús fyrir óperu- starfsemi í nánustu framtíð,“ sagði Ólafur og taldi þær litlar. Síðasti frummælandi þingsins, Jóann Smári Sævarsson, óperu- söngvari og listrænn stjórnandi Norðuróps, ræddi samskipti Ís- lensku óperunnar og annarra óp- eruflytjenda í landinu. Benti hann á að hópar og stofnanir á borð við Óperustúdíó Austurlands, Leik- hússkór Norðurlands, Norðuróp og Sinfóníuhljómsveit Íslands gegndu allir ákveðnu hlutverki við að sinna ólíkum formum og stílum ópera og væri gott samstarf við Ís- lensku óperuna því mikilvægt. Fjölmörg sjónarmið Að loknu hléi fóru fram mál- efnalegar umræður meðal gesta málþingsins og mátti greina af þeim ólíku sjónarmiðum sem þar komu fram að vandlega ber að skoða hin ólíkustu álitamál varð- andi fyrirkomulag og smíði veg- legs tónlistarhúss á Íslandi. Í um- ræðum tóku m.a. til máls fulltrúar Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Borgarleikhúss og ýmissa geira listalífsins. Finnur F. Hannesson kom með áhugavert innlegg, þegar hann lýsti reynslu sinni af hljómsveit- arstjórn í húsi sem byggðist á samnýtingu ólíkrar listastarfsemi og ráðstefnuhalds í Svíþjóð. Sagði hann slíku samstarfi ávallt fylgja ákveðinn skerfur af málamiðlun- um og framsali á listrænu frelsi. Ráðlagði hann stjórn Íslensku óp- erunnar að greina markmið sín og stefnu skýrt með hliðsjón af slík- um forsendum. Þorkell Helgason, stjórnarformaður Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, lét í ljós áhyggjur sínar í garð umræðunnar um að Óperan kæmi að byggingu hins fyrirhugaða tónlistarhúss. Sagði hann óttast, í ljósi þess hversu langan tíma hefði tekið að koma byggingarmálunum á skrið, að slík umbylting umræðunnar myndi leiða til þess að framkvæmdir frestuðust mjög, jafnvel um fjölda ára. Í eftirfarandi umræðum komu fram ýmis sjónarhorn á þrjú ofan- greind sjónarmið. Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður og leik- stjóri,sagði að hér væri á ferðinni umræða sem yrði að eiga sér stað og ekki mætti loka dyrunum of snemma í svo mikivægu máli. Yrði sú umræða ekki síst að fara fram milli listamanna og stjórnvalda og lýsti Kolbrún sig reiðubúna til þátttöku í henni. Guðjón Pedersen gerði lítið úr sambýlisvanda lista- starfsemi í ljósi reynslu sinnar sem leikhússtjóri Borgarleikhúss, og ítrekaði þá möguleika að Óper- an kæmi til samstarfs við annað stóru leikhúsanna, Sigfríður Björnsdóttir, forstöðumaður Ís- lenskrar tónverkamið- stöðvar, varaði við að rekstri svo umfangs- mikillar miðstöðvar gæti haft í för með sér fastakostnað sem drægi á möguleikum Óperunnar til áhættusamra og nýskapandi verkefna. Einnig var í umræðum bent á að forsendur í hótelrekstri og tónlistaraðstöðu hefðu ger- breyst og væri því hvort eð er ástæða til að fara vel ofan í kjölinn á byggingaráformum. Var bent á að Salurinn í Kópavogi þjónaði nú vel hlutverki kammertónleikasal- ar og væri slík aðstaða í nýju tón- listarhúsi e.t.v. óþörf. fið og lmars- Lands- darson, y á Ís- í for- lífs og Þor- eg fyr- il með- sam- nna við þeirra á mik- rfsemi við Ís- n verði í raun amída“ sturinn mark- már og uga að ði í til að ndur. ttu er- beint Hélt ðingur maður ggingu numið- ferlið húss á rög að ægi fyr- rmetra hljóm- myndi hótel- annars æri að hönnun 003 og Sagði ð væri brýnt a á að u fyrir ar yrði æðu. r- á m gær m um yrir- var r var ð/RAX sku óp- nnar. Markaðurinn er og verður örsmár heida@mbl.is BARÁTTA gegn eiturlyfjasmygli, skipu-lögðum ólöglegum innflutningi á fólki,mannsali, hryðjuverkum og peningaföls-un eru á meðal helstu verkefna Europol, löggæslustofnunar aðildarríkja Evrópusambands- ins. Manfred Seitner stjórnar þeirri deild Europol sem fer með samvinnu við svokölluð þriðju ríki, þ.e. ríki sem eru utan Evrópusambandsins. Hann er staddur hér á landi til að viðræðna við embætti rík- islögreglustjóra um samstarfssamning Europol og Íslands sem undirritaður var í sumar og til að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum. Hann mun einnig flytja erindi á málþingi dómsmálaráðuneyt- isins um bætta lögreglusamvinnu sem haldið er á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Seitner segir engan vafa leika á því að umsvif al- þjóðlegra skipulagðra glæpasamtaka fari vaxandi. „Europol gaf nýlega út skýrslu um stöðu skipu- lagðrar glæpastarfsemi í Evrópu sem byggð var á gögnum frá lögregluyfirvöldum í löndum Evrópu- sambandsins. Í hverju einasta landi var talið að slík glæpastarfsemi væri vaxandi vandamál.“ Um áramótin taka ellefu aðildarríki ESB upp nýjan gjaldmiðil, þ.e. evru. Europol hefur talsverð- ar áhyggjur af því að glæpamenn muni reyna að falsa evru-seðlana, enda hafi fæstir íbúar landanna séð þá áður. Því hugsi glæpamenn sér líklega gott til glóðarinnar. Sorglegt og alvarlegt vandamál Seitner nefnir einnig að smygl á fólki sem vill komast til Vestur-Evrópu til að vinna færist sífellt í vöxt. Hið sama megi segja um smygl á konum sem þvingaðar eru í vændi. „Þetta er sorglegt og alvar- legt vandamál sem verður ekki leyst með öðrum hætti en alþjóðlegri samvinnu lögreglu.“ Skipulögð glæpastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og hún fer fram þar sem ágóða er að vænta. Í Evr- ópu er mesta ágóðans að vænta í vesturhluta álf- unnar og glæpamenn sækja því þangað. „Og þeir virða engin landamæri, því þeir þurfa þess ekki. Það sem við erum að búa til í Evrópusambandinu er eitt stórt opið svæði þar sem í raun eru engar tak- markanir á ferðum venjulegra borgara frekar en á ferðum glæpamanna,“ segir Seitner. Þegar starfsemi glæpasamtaka teygja sig yfir landamæri hlýtur lögreglan að þurfa að bregðast við því með því að auka alþjóðlega samvinnu. Þann- ig fáist betri þekking á starfsemi glæpasamtak- anna, rannsóknir verða markvissari og auðveldara verði að fylgjast með ferðum glæpamannanna. Aðspurður um hvort e.k. Evrópulögregla muni leysa lögregluembætti aðildarríkja ESB af hólmi segist Seitner ekki sjá það fyrir sér eða að þróun verði í þá átt næstu árin. Lögreglumál séu og verði áfram á ábyrgð aðildarríkjanna. Margt sem gerir samskiptin erfið Seitner segir að hlutverk Europol sé að greiða fyrir samvinnu milli lögregluembætta í löndum Evrópusambandsins og víðar og draga eftir mætti úr erfiðleikum í samskiptum þeirra á milli. Nær- tækasta vandamálið sé líklega tungumálaörðug- leikar en einnig geti mismunandi skipulag lögregl- unnar gert samvinnu erfiða. „Ísland hefur til dæmis ýmis samskipti við Portúgal. Hvað gerist ef Íslend- ingar þurfa að ræða við portúgölsku lögregluna? Það eru um 18 stjórnsýslueiningar innan portú- gölsku lögreglunnar sem tengjast baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og í hvern á að hringja? Og jafnvel þó þú náir í réttan aðila er ekkert víst að hann tali annað en portúgölsku,“ segir Seitner. Hann var spurður hvort Schengen-samstarfið hafi gert baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi erf- iðari eins og stundum hefði verið haldið fram. „Það tel ég alls ekki og raunar þvert á móti. Það skiptir engu hvers konar viðbúnaður er á landa- mærum, það er ómögulegt að koma í veg fyrir að glæpamenn ferðist á milli landa. Hin gamla hug- mynd um löggæslu, þar sem hvert land, hérað eða borg hugðist gæta laganna upp á eigin spýtur er úr- elt. Alþjóðavæðingin á alveg eins við um glæpi og annað. Það er blekking að halda að hægt sé að stöðva alþjóðlega glæpastarfsemi með því að herða landamæraeftirlit. Það verður að beita öðrum ráð- um. Eitt þeirra er alþjóðleg samvinna lögregluemb- ætta og hana verður að efla,“ segir Seitner. Hér kemur Europol að gagni. Hugmyndin er sú að sem flest aðildarríki samtakanna hafi fulltrúa hjá stofnuninni. Vanti lögregluna á Íslandi t.a.m. upplýsingar frá portúgölsku lögreglunni geti fulltrúi Íslands hjá Europol einfaldlega rætt við starfsbróður sinn frá Portúgal og þeir unnið að því að koma á samskiptum. Miklar breytingar í Austur-Evrópu Seitner átti langan feril að baki innan dönsku lög- reglunnar þegar hann tók við stjórn dönsku leyni- þjónustunnar árið 1996. Ári síðar var hann skipaður yfirmaður alþjóðalögreglusveita Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu og hefur frá árinu 1999 starfað hjá Europol. Meðal helstu verkefna Seitner nú er að koma á samvinnu við þau lönd Austur-Evrópu sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Seitner segir þetta fremur flókið verkefni, m.a. sökum þess að innan ESB er mikil áhersla lögð á að vernda þær upplýsingar sem lögregla hefur yfir að ráða. Í lönd- um Austur-Evrópu séu reglur um slíkt sjaldnast til. „Það væri til lítils fyrir okkur að gæta vel að alls- konar gögnum ef hægt er að nálgast þau hjá sam- starfslöndum okkar í Austur-Evrópu.“ Verið sé að vinna að samkomulagi við þessi lönd um vinnulag í þessum efnum og gengur sú vinna vel. Seitner segir að frá því hann hóf störf hjá Europol árið 1999 hafi orðið gríðarmiklar breytingar til batnaðar hjá þess- um löndum. Öll hafi þau verið að breyta löggjöf sinni til samræmis við löggjöf í Evrópusambandi, auðvitað ekki eingöngu til þess að geta átt sam- vinnu við Europol, heldur sökum þess að þau hyggja á inngöngu í ESB. Aukið streymi heróíns í kjölfar átakanna í Afganistan Seitner segir að enginn vafi leiki á því að stríðið í Afganistan hafi komið af stað auknum innflutningi á heróíni til Vestur-Evrópu. Um leið hafi verð hríð- lækkað. Seitner segir að jafnt talibanar sem liðs- menn Norðurbandalagsins hafi aukið útflutning sinn. Tilgangur beggja sé að græða en Bandaríkja- menn telji að talibanar vilji með þessu einnig stuðla að upplausn í Vestur-Evrópu. „En ef eiturlyfjasal- arnir hafa átt miklar birgðir af heróíni er líklegt að þeir hafi viljað losa sig við þær eins fljótt og auðið var þegar Bandaríkjamenn hófu hernað í Afganist- an,“ segir Seitner. Þessi starfsemi er afar vel skipulögð, að hans sögn. Helstu smyglleiðirnar liggja í gegnum Rúss- land og fyrrverandi sovétlýðveldin og þaðan í gegn- um Austur-Evrópu. Eiturlyfin eru ýmist flutt með vörubílum eða lestum og borist hafa fregnir af því að komið hafi verið upp vöruhúsum í Rússlandi þar sem fíkniefnin eru geymd áður en þeim er dreift til Vestur-Evrópu. Seitner segir að fyrir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september hafi menn ekki fyllilega gert sér grein fyrir því hversu umfangsmikil tengsl eru á milli skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka- samtaka. Unnið sé að því af fullum krafti, jafnt hjá Bandaríkjamönnum, Rússum og hjá Europol, að leggja mat á hvernig ágóði af glæpastarfsemi nýtist hryðjuverkamönnum. Hann minnir á að í fjölda landa, þ.m.t. mörgum innan ESB, sé búið að leggja hald á gríðarlegar fjárhæðir sem taldar eru tengj- ast skipulögðum glæpasamtökum og hryðjuverka- mönnum. Baráttan gegn hryðjuverkamönnum sé nú efst á baugi hjá Europol eins og víðar. Skipulögð glæpastarf- semi alþjóðleg í eðli sínu Skipulögð glæpastarfsemi er sífellt að aukast í Evrópu, segir Manfred Seitner hjá Europol í samtali við Rúnar Pálmason. Til að bregðast við þessu hljóta lögregluemb- ætti að leggja aukna áherslu á alþjóðlega samvinnu. Morgunblaðið/Sverrir Manfred Seitner er yfirmaður þeirrar deildar Europol sem fer með samskipti við ríki sem eru ekki í Evrópusambandinu. runarp@mbl.is HARALDUR Johannessen ríkis- lögreglustjóri segir að erfitt sé að átta sig á því hvort erlend glæpa- samtök teygi í auknum mæli anga sína til Íslands. Eftir því sem sam- vinna Íslands við erlendar lög- reglustofnanir eins og Europol og Interpol hefur aukist hafi Íslend- ingar í auknum mæli orðið varir við alþjóðlega glæpastarfsemi. „Það má segja að á síðustu árum höfum við upplýst afbrot sem ekki voru upplýst hér áður fyrr, eins og peningaþvætti, fjársvik sem tengj- Íslands af því þeir halda að við séum ekki á varðbergi, sem er al- rangt.“ Haraldur bendir á að glæpa- starfsemi sé alþjóðavædd og snúist m.a. um fíkniefnasmygl, vændi og vopnasölu sem tengist hryðju- verkasamtökum eins og dæmin sanna. Lögreglan á Íslandi leggi nú aukna áherslu á að upplýsa stærri og umfangsmeiri afbrot s.s. stór- felld fíkniefnasmygl, peninga- þvætti, umfangsmikil fjársvik og brot sem beinast gegn bankakerf- inu eða að efnahagslífi landsins. „Lögreglan á kannski ekki að vera að beina kröftum sínum að verkefnum sem hægt er að leysa með öðrum úrræðum. Kannski er kominn tími til þess að huga að því í fullri alvöru að forgangsraða verk- efnum lögreglu frekar með tilliti til alvöru afbrotanna,“ segir Harald- ur. Þá þurfi jafnvel að hætta að telja ákveðin brot refsiverð. Hann vill þó ekki nefna ákveðna brota- flokka en tekur þó skýrt fram að hann eigi ekki við fíkniefnabrot. ast alþjóðlegum glæpahringum og fíkniefnamál sem teygja anga sína víða,“ segir Haraldur. Það sé ekki þar með sagt að afbrotin hafi auk- ist þó sú sé sennilega raunin. Haraldur segir að Íslendingar verði eins og aðrar þjóðir fyrir barðinu á flestöllum þáttum alþjóð- legrar glæpastarfsemi, þó í minna mæli en víðast hvar annars staðar. Þetta sé nýtt fyrir Íslendinga sem hingað til hafi talið sig standa utan við þennan heim. „Kannski koma alþjóðlegir afbrotamenn einnig til Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri Verða í auknum mæli varir við alþjóðlega glæpastarfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.