Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tilboðsdagar Ferbox Zenith hurðir og hliðar Handklæðaofnar Hvítir og krómaðir Handlaugar IFÖ-IDO-Sphinx Einnar handar tæki Neve - Feliu - Kludi Mora-Grohe Hitastillitæki Huber - Mora - Grohe WC Ifö - Ido Macro Heilir klefar Macro Rúnnaðar hurðir Ferbox - Adria Sturtuhorn Hert gler - segullokun Hurðir, stærðir 70-112 cm Tilboð frá kr. 17.666 Hliðar, stærðir 68-90 cm Tilboð frá kr. 9.692 Hæð 76.5-120-181 Breidd 60 cm Tilboð frá kr. 11.750 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 12.557 Handl.tæki frá kr. 6.628 Eldhústæki frá kr. 6.036 Rúnnaðir eða hornopnun 72x92, 82x82, 82x92, 92x92 Rúnnaðir Tilboð frá kr. 56.482 Hornopnun Tilboð frá kr. 45.893 M. hurð að framan 82x82, 92x92 Tilboð frá kr. 49.031 Hert gler - segullokun Stillanleg stærð 70-80 cm Tilboð frá kr. 18.774 80-90 cm Tilboð frá kr. 19.596 Á vegg - tilboð frá kr. 4.446 Í borði - tilboð frá kr. 8.359 Hert gler - segullokun 70x90, 80x80, 80x90, 90x90 Tilboð frá kr. 36.755 Rúnnaðir botnar m. svuntu Tilboð frá 15.127 • WC IFÖ án setu frá kr. 19.752 • WC setur frá kr.1.527 til 7.563 • WC IDO gólfstútur með setu kr. 24.929 Ármúla 21 - sími 533 2020 Einnig tilboð á öðrum klefum og hreinlætis- tækjum. • Baðkör frá kr. 10.973 • Sturtubotnar frá kr. 4.385 • Stálvaskar frá kr. 4.777 Opið laugard. kl. 10-16 Tilboð gildir til og með 1. desember fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Ef flú framvísar kortinu tíu sinnum á tímabilinu 20.nóv. til 23.des. áttu tíu „m i›a“ í pottinum á fiorláksmessu. EGILL Helgason, umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Silfur Egils á Skjá einum, vegur harkalega að Flugmálastjórn í pistli á heimasíðu sinni. Þar segir hann „ómerkilegar talnabrellur“ hafa átt sér stað, og á þar við ósamræmi milli talna um fjölda farþega er fóru um Reykjavík- urflugvöll árið 2000 samkvæmt upp- lýsingum í bæklingi Flugmálastjórn- ar annars vegar og fjölda farþega um flugvöllinn það sem af er þessu ári og komu fram á heimasíðu Flugmála- stjórnar Íslands í gær, hins vegar. Á vefsíðu Flugmálastjórnar kom fram og Egill vitnar til að „farþegum um Reykjavíkurflugvöll hefur fækk- að um rúmlega 33 þúsund það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin er um 19,2% að meðaltali yfir árið.“ Egill bendir á að séu þetta réttar tölur gefi bækling- urinn áðurnefndi, sem kom út í til- efni kosningar meðal Reykvíkinga á staðsetningu flugvallarins í vor, rangar upplýsingar, en þar segir að farþegar um flugvöllinn hafi verið 440 þúsund á síðasta ári. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir skýringuna á þessu ósamræmi felast í röngu orðalagi í fréttinni á vefsíð- unni. „Í greininni er ég í raun ekki að fjalla um alla farþega sem fara um flugvöllinn eins og þar sagði, það er að segja bæði komu- og brottfararf- arþega og millilandafarþega, heldur er sá fjöldi lagður saman og deilt í með tveimur.“ Heimir Már segir þessa deilingaraðferð notaða þegar verið sé að skoða heildarfarþega- fjölda á öllum flugvöllum landsins, en aðferðin sé hins vegar ekki notuð þegar um einn flugvöll er að ræða. Þá skoði menn einfaldlega alla far- þega sem um flugvöllinn fari. Að gerðri þessari leiðréttingu seg- ir Heimir Már að talan verði ekki um 33 þúsund heldur tvöfaldist og rétt tala yfir fækkun á fjölda farþega um Reykjavíkurflugvöll fyrstu tíu mán- uði ársins miðað við sama tíma í fyrra sé því 67.072. Á fyrstu tíu mán- uðum ársins 2000 fóru 349.653 far- þegar um flugvöllinn en í ár eru þeir 282.581. „Hvor aðferðein sem er not- uð kemur út að fækkun farþega um Reykjavíkurflugvöll fyrstu tíu mán- uði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra er 19,2%.“ Fréttin á vefsíðu Flugmálastjórn- ar hefur nú verið leiðrétt. Minni aukning í flugi en spáð hafði verið Heimir Már segir ástæður þess- arar fækkunar á farþegum milli ára margþættar. „Á seinni hluta síðasta árs versnaði afkoma flugfélaganna sem varð til þess að fargjöld hækk- uðu og einnig varð samkeppnin milli flugfélaganna minni eftir að Íslands- flug dró verulega úr flugi innan- lands. Þá var mikið um að vera í Reykjavík á síðasta ári í tengslum við menningarborgina. Einnig spilar almennt efnahagsástand inn í þessa mynd. Ef tölur eru skoðaðar aftur í tímann sést að þau ár sem eru efna- hagslægðir fækkar farþegum í flugi. Síðan nær þetta sér á strik aftur þegar betur árar.“ Í tíðræddum bæklingi Flugmála- stjórnar kemur fram að miðað við spá um 3% aukningu á ári verði fjöldi farþega um Reykjavíkurflugvöll 750 þúsund árið 2020. „Þegar bækling- urinn var gerður snemma á þessu ári voru menn ennþá það bjartsýnir að þeir töldu að búast mætti við 3% aukningu að jafnaði í innanlands- fluginu. En miðað við þær forsendur sem við höfum núna og verið er að vinna með fyrir samgönguáætlun sem er til ársins 2014, er reiknað með að aukningin verði að jafnaði á því tímabili 0,5% á ári og engin næstu tvö árin.“ Tölur um farþega- fjölda á heima- síðu leiðréttar SVARTASTA skammdegið liggur nú yfir landinu þar sem hver dag- ur er styttri þeim sem á undan er genginn. Góð leið til að lýsa upp lífið og tilveruna þegar sólarljóss- ins nýtur lítið við er að klæða sig í bjarta og fallega liti sem minna á sumarið sem kemur jú alltaf að vetri loknum. Morgunblaðið/Ásdís Hugsað til sumars Flugmálastjórn gagnrýnd fyrir „talnabrellur“ SÍÐARI hluta ársins 2001 gegnir Ís- land formennsku í Schengensam- starfinu á vettvangi ráðherra og háttsettra embættismanna. Af því tilefni hefur Ísland boðað til mál- þings í dag, föstudaginn 23. nóvem- ber, kl. 9, á Grand Hótel í Reykjavík, undir yfirskriftinni „Towards En- hanced Police Cooperation“ sem út- leggst á íslensku „í átt til bættrar lögreglusamvinnu“. Til málþingsins er boðið fulltrúum aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og þeirra ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Einnig munu sitja málþingið fulltrú- ar framkvæmdastjórnar ESB, ráð- herraráðs ESB og Europol. Gert er ráð fyrir að um 80 manns sæki mál- þingið. Markmið málþingsins er að fara yfir stöðu lögreglusamvinnu í Evrópu í breyttu umhverfi, leggja mat á árangur lögreglusamvinnu í Evrópu og hvort þau markmið sem sett voru með margvíslegum aðgerð- um til að auka slíka samvinnu hafi náðst. Jafnframt verður horft til framtíð- ar í þessu sambandi og metið hvort nýlegir atburðir t.d. hryðjuverk og skipulagðar óeirðir á alþjóðlegum fundum, svo og einstakar tegundir afbrota, kalli á nýjar og breyttar starfsaðferðir. Sérstaklega verður vikið að svæðisbundnu lögreglusam- starfi, t.d. á milli Norðurlandanna. Fyrirlesarar á málþinginu eru fræði- menn, háttsettir embættismenn og menn sem vinna í daglegum störfum sínum við alþjóðlega lögreglusam- vinnu. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra setur mál- þingið, en stjórnandi þess verður Gunnar Snorri Gunnarsson sendi- herra Íslands í Brussel. Málþing um bætta lögreglu- samvinnu KARLMANNI og konu var sleppt úr haldi lögreglunnar í Kópavogi á miðvikudag en þau voru handtekin á þriðjudagskvöld eftir að maðurinn hafði ekið á bíl á gatnamótum Lista- brautar og Kringlumýrarbrautar en síðan stungið af. Ökumaður bílsins sem hann ók á veitti bíl þeirra eftirför og óskaði jafnframt eftir aðstoð lögreglu. Fólkið var handtekið í vesturbæ Kópavogs stuttu síðar og voru þau þá bæði ölvuð. Lögreglan yfirheyrði fólkið þegar áfengisvíman hafði runnið af því. Reyndi að stinga af eftir árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.