Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÓKNARNEFND Selfosskirkju hélt hjónunum Karli Eiríkssyni kirkjuverði og Guðfinnu Sig- urdórsdóttur kaffisamsæti í safn- aðarheimili Selfosskirkju sunnu- daginn 11. nóvember. Karl hefur starfað við flestöll þau störf sem að kirkjunni snúa frá upphafi starfs í Selfosskirkju, en þar var fyrsta messan haldin 30. ágúst 1953. Karl var þá búinn að starfa nokkuð lengur að undirbúningi og var einn af 26 stofnendum Kirkju- kórs Selfoss sem var stofnaður 19. mars 1946 og var í stjórn hans, þá sem ritari. Hann söng með kórn- um í hartnær fimmtíu ár og var þar ötull í félagsmálum. Hann átti sæti í sóknarnefnd Selfosskirkju frá upphafi fram á mitt ár 1997 og sá um fjármál bæði kirkju og kórs meirihluta starfstíma síns. Karl tók 1978 við starfi kirkju- varðar, sem þá var hlutastarf, og gegndi því starfi einn til 1995 að ráðinn var kirkjuvörður í fullt starf, enda starfsemin orðin all- viðamikil bæði við kirkju og garð. Hann starfaði áfram fram yfir aldamótin og því ekki hægt að segja annað en að hér sé um óvenju langan og farsælan starfs- feril að ræða. Í fréttatilkynningu sem sókn- arnefndin gaf út af þessu tilefni segir meðal annars: „Eflaust geta fáir, ef nokkrir, söfnuðir státað af því að hafa haft slíkan gæða- starfsmann við sína kirkju í hálfa öld. Það var því mikil ánægja fyr- ir samstarfsmenn í Selfosskirkju að koma saman með þeim hjónum í safnaðarheimilinu þar sem Kven- félag Selfosskirkju sá um glæsi- legar kaffiveitingar og kirkjukór- inn söng nokkur lög þeim til heiðurs og félagar minntust fyrri tíma með nokkrum orðum.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjónin Guðfinna Sigurdórsdóttir og Karl Eiríksson kirkjuvörður ásamt séra Gunnari Björnssyni, Eysteini Ó. Jónassyni, formanni sóknarnefnd- ar, og Glúmi Gylfasyni, organista Selfosskirkju. Selfoss Kirkju- verði þökkuð áratuga störf BLÓMUM skrýddur matsalur Garðyrkjuskól- ans skreyttur af nemend- um bauð gesti velkomna til að vera við undirritun samnings milli Garð- yrkjuskólans og Land- græðslu ríkisins. Skólameistari Garð- yrkjuskólans Sveinn Að- alsteinsson bauð gesti velkomna og þá sérstak- lega landbúnaðarráð- herra Guðna Ágústsson, þar sem báðar stofnan- irnar heyra undir hans ráðuneyti. Samningurinn hljóðar upp á sam- eiginlega fjármögnun einnar dokt- orsnemastöðu á sviði plöntulíf- fræðirannsókna. Sveinn sagði starfssvið stofnananna tengt og vonaðist til að samstarfið yxi og dafnaði á komandi tímum. Sameig- inlegt markmið væri að byggja upp mannauð því stofnun væri lítils virði ef ekki nyti við hins góða starfsfólks. Hann þakkaði starfs- fólki beggja stofnana skemmtilegt og gott starf. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að ástæða væri til að fagna þessum tímamótum, þegar kíkja ætti undir pilsfald móður náttúru til að auka skilning okkar og þekkingu. Hann sagði að starfs- fólk beggja stofnana hefði unnið að undirbúningi þessa verkefnis, auk þess sem það ynni náið að endur- menntun. Gæfa hverrar stofnunar væri vel menntað starfsfólk. Landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson fagnaði eflingu skóla og stofnana. Hann sagði margt hafa áhrif á íslenskan landbúnað og ekk- ert væri mikilvægara en að efla þekkingu. Hér í Garðyrkjuskólan- um væru menn að gera tilraunir og ná árangri sem skilaði neytendum miklu. Að loknum ávörpum skrifuðu þeir nafnar Aðalsteinsson og Run- ólfsson undir samninginn og veit- ingar voru fram bornar. Hveragerði Sveinn Aðalsteinsson og Sveinn Runólfs- son undirrita samninginn. Samningur Garð- yrkuskólans og Landgræðslu ríkisins Morgunblaðið/Margrét UNDANFARNAR vikur hefur verið unnið að lagningu hita- veitu til nýrra notenda hér í hreppnum og er heita vatnið leitt frá Flúðum þar sem gnægð er af heitu vatni. Um er að ræða 22 notendur, þ.e. nokkra bæi sem ekki hafa haft hitaveitu áð- ur, svokallaða austurbæi frá Galtafelli að Hólakoti. Hitaveitulögnin er lögð um væntanlega sumarhúsabyggð sem hefur verið skipulögð í landi jarðarinnar Götu og var nýlega keypt af Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi og fleirum. Um er að ræða 9,5 km langa lögn í einangruðum járnrörum og Pex-heimtaugum. Verkið hefur gengið fremur vel og vonast Hannibal Kjartansson veitu- stjóri eftir að því verði lokið innan nokkurra vikna. Unnið er í kapp við veturinn, eins og hann orðar það. Það er fyrirtækið Gröfutækni ehf. á Flúð- um sem annast verkið. Auk starfs- manna fyrirtækisins eru 2-4 menn Miklar veitu- framkvæmdir Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson sem annast málmsuðu undir verk- stjórn Finns Níelssonar verktaka. Þegar þessum framkvæmdum er lokið njóta 98% íbúa Hrunamanna- hrepps hitaveitu. Þá verður einnig leitt kalt vatn frá stórum vatnstanki á Flúðum til fjölda notenda og allt til syðstu bæja sveit- arinnar um 13 km leið. Margir fá af- not af því vatni nú fyrir áramót en lok- ið verður við að leggja þessa umfangsmiklu kaldavatnslögn næsta vor. Kenna íslenskum börn- um teiknimyndagerð Hvolsvöllur TVEIR Danir, þau Sanne Linde- kilde og Lars Olsson Kristensen, hafa dvalið á Íslandi í nokkrar vik- ur og kennt íslenskum börnum að vinna teiknimyndir. Þau koma frá skóla i Viborg sem kallast „Anima- tions Værkstedet“ en bæði búa þau í Skive á Jótlandi. Fréttaritara Morgunblaðsins lék forvitni á að vita hvers vegna þau væru á Íslandi og hvaða skóla þau hefðu heimsótt. „Við komum hing- að fyrir þremur vikum og höfum nú verið eina viku í Hólmavík og eina viku í Árnesi. Nú erum við hér í Hvolsskóla en förum síðan til Hofs- óss,“ sagði Lars sem var mjög nið- ursokkinn við hljóðsetningu mynd- ar sem nokkrar stúlkur í Hvols- skóla höfðu gert. „Þetta er svona „Scary movie“ sögðu stelpurnar. „Myndin fjallar um konu sem á heima uppi á fjalli. Hún er ein heima þegar draugur- inn kemur. Hún hleypur út og verð- ur fyrir bíl.“ Stelpurnar kváðu teiknimynda- gerðina mjög skemmtilega, en þetta væri mikil handavinna, þetta væru svona klippimyndir. Um ástæðu komu þeirra Sanne til Íslands sagði Lars að skólinn vildi reyna að fara sem oftast í skóla og kenna grunnskólabörnum teiknimyndagerð. „Þessi skóli sem við vinnum hjá er sá eini á Norð- urlöndunum sem kennir þessi fræði. Í honum geta menn lært að gera klippimyndir, teiknimyndir, brúðumyndir og einnig þrívíddar- myndir í tölvum. Í fyrra fórum við til Færeyja og núna erum við á Ís- landi. Við höfum getað þetta því skólinn hefur fengið styrki frá ýms- um aðilum s.s. Norðurlandaráði, Norræna húsinu og einnig frá sveitarfélaginu Viborg og fleiri að- ilum.“ Þau voru spurð að því hvernig væri að vinna með íslenskum börn- um. „Það er mjög gaman. Dönsk og íslensk börn eru að mörgu leyti lík en að einu leyti er gjörólíkt að vinna með íslenskum börnum, þau eru svo miklu lágværari, í það minnsta þau sem við höfum kynnst.“ Lars sagði að skemmtileg- ast væri að vinna með börnum á aldrinum 11 til 12 ára. Þau væru óheft og skemmtilega skapandi. Oftast ynnu þau með einn bekk í einu en í Hvolsskóla ynnu þau með hóp nemenda úr 7.–10. bekk. Tækjabúnaðurinn sem notaður er við teiknimyndagerðina er mik- ill, samanstendur af fullkomnum tölvubúnaði, myndavél, teikniborð- um og fleiru og kostar yfir eina milljón íslenskra króna. Aðstoðarskólastjóri Hvolsskóla, Halldóra Magnúsdóttir, hvað ómet- anlegt að fá svona fagfólk til að koma í skólann og kenna nemend- um hluti sem þau hefðu enga mögu- leika til að kenna og að þetta yrði nemendunum vafalaust skemmti- leg og eftirminnileg reynsla. Í lokin fengju öll börnin svo eintak af myndunum sem gerðar yrðu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Sanne og Lars vinna við hljóðsetningu teiknimyndar ásamt nemendum. Hluti hópsins í Hvolsskóla sem gerði draugamyndina. Frá vinstri Svan- dís, Kimberley, Helga Kristín og Telma. 1. vinningur G. Anna Benediktsdóttir Hamrahlíð 10, 690 Vopnafjörður 2. vinningur Nína Jónsdóttir Hömrum 2, 765 Djúpivogur 3. vinningur Margrét Thorsteinsson Garðatorgi 7, 210 Garðabær 4. vinningur Bára Kjartansdóttir Iðufelli 8, 111 Reykjavík 5. vinningur Hjörtur Herbertsson Skarðshlíð 13d, 603 Akureyri Vinningshafar í krossgátu Blindravinnustofunnar. Dregið var 14. nóvember 2001 6. vinningur Harpa Jónsdóttir Ránargötu 21, 600 Akureyri 7. vinningur Elín Björg Jóhannsdóttir Tungusíðu 5, 603 Akureyri 8. Vinningur Ingibjörg B. Árnadóttir Víkurási 4, 110 Reykjavík 9. vinningur Sunna Karen Jónsdóttir Einholti, 755 Stöðvafjörður 10. vinningur Soffía Pétursdóttir Klapparstíg 14, 260 Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.