Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í SJÓNVARPSVIÐTALI í kvöld- fréttum RÚV 19. nóvember varð for- stjóra Atlants- skipa tíðrætt um ólöglegar aðgerð- ir Sjómanna- félags Reykjavík- ur í Njarðvík sama dag og lauk því með að benda á að ekki væri hægt að búa við reglur villta vest- ursins á íslensk- um vinnumark- aði. Bragð er að þá barnið finnur! Deilumál Sjómannafélagsins og orsök þeirra eru í stuttu máli þessi: Hollenski fáninn er ekki hentifáni. Stéttarfélög hollenskra farmanna hafa hins vegar orðið að láta undan kröfum útgerðarmanna og stjórn- valda og gangast inn á fyrirkomulag svonefndrar aukaskipaskrár í heima- landi sínu. Þessi ráðstöfun hefur ger- eytt hollenskum sjómannafélögum. Þegar tillögur um íslenska skipaskrá fyrir nokkrum árum var á dagskrá sá Sjómannafélag Reykjavíkur þessa þróun fyrir vegna dæmanna annars staðar frá. Íslensk aukaskipaskrá hefði gereytt íslenskum hásetum í farmennsku eins og í Hollandi. Hins vegar tókst samtökum hollenskra skipstjórnarmanna að bjarga sér fyr- ir horn og tryggja sjálfum sér bæri- legt viðbit í starfi. Nú eru hásetar í hollenskri útgerð frá löndum þriðja heimsins, fátækir menn sem ekki geta krafist sambærilegra launa og Vesturlandabúar. Þeir fá grunnlaun sem miðast við 435 Bandaríkjadali á mánuði, sem eru „eitthvert baráttu- mál Sjómannafélagsins“. Ofan á þetta bætist síðan einhver yfirvinna. Um borð í hentifánaskipi fengju þessir sömu menn launatryggingu að upphæð 1.250 Bandaríkjadalir á mánuði, með innifalinni yfirvinnu allt að 103 tímum á mánuði. Íslenskt útgerðarfyrirtæki er fyr- irtæki sem gerir út skip á sinn eigin kostnað, hvort sem skipið er leigt eða í eigu þess. Stefán Kjærnested hvorki rekur né á eigið skip. Hann af- hendir hollenskri útgerð flutninga varnarliðsins, en það er bundið í milliríkjasamningi landanna að þess- ir flutningar skuli vera í höndum ís- lenskrar útgerðar. Fullyrðing Stef- áns um að einhverjir bandarískir dómstólar hafi fjallað um þessa hlið málsins er einfaldlega ósönn, og það er ljótt að skrökva, Stefán. Til að forða íslenskri farmanna- stétt frá gereyðingu af hollenskri gerð hefur Sjómannafélag Reykja- víkur kosið að berjast fyrir þeirri grundvallarreglu að líta beri á fastar áætlunarsiglingar fyrir íslenska aðila sem part af íslenskum vinnumarkaði. Á honum gildi síðan að sjálfsögðu reglur um íslenskt kaup og önnur kjör – ekki reglur villta vestursins. Þetta er það sem Stefán kallaði „eitt- hvert baráttumál Sjómannafélags- ins“. Öll íslensk skipafélög hafa sæst á þessa grundvallarreglu. Stefán Kjærnested hefur ekki gert það, enda er hann hvorki félagsmaður í samtökum íslenskra atvinnurekenda, SA, né Sambandi íslenskra kaup- skipaútgerða, SÍK. Það er spurning hvort Stefán Kjærnested hefði ekki bara kunnað ágætlega við sig í villta vestrinu. Við í Sjómannafélagi Reykjavíkur gerum það ekki. JÓNAS GARÐARSSON, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Stefán Kjærnested og villta vestrið Frá Jónasi Garðarssyni: Jónas Garðarsson BIRST hafa nokkrar greinar í Mbl. um fiskveiðistjórn sem vakið hafa athygli mína. Fyrst má nefna grein Kristins Péturssonar frá 12. októ- ber, s.l. „Smá annáll um þorsk og þorskseiði“ og svo greinar Jóns Sigurðssonar frá 23. sept. og 20. nóv. s.l. Mér líkar röksemdir Kristins vel, hann kemur skoðunum sínum vel fram, rökstyður þær og virðist hafa til að bera heilbrigða skynsemi en upp á það vantar mikið í málflutn- ingi kvótaeigenda, fiskifræðinga Hafró og ekki sýst sjávarútvegs- ráðherra sem ætti frekar að halla sér að dýralækningunum! Þegar ég sem ungur maður ákvað að leggja landbúnaðarstörf fyrir mig í stað þess að fara á sjó vissi ég ekkert um að ég væri þar með að afsala mér miklum auði og réttindum, enda var mönnum þá frjálst að róa til fiskjar svo fremi þeir hefðu bát. Sem sagt – allir áttu fiskinn í sjónum. Með kvótakerfinu var hins vegar allt í einu búið að loka fyrir þennan möguleika og ekki nóg með það – fáeinir útgerða- menn fengu í hendur eignarrétt á öllum óveidda fiskinum og þeir gátu keypt og selt hann að vild og grætt fúlgur fjár! Mér skilst að þessi út- hlutun hafi miðast við veiði skipa ákveðin ár. Nú er ég ekki vel að mér í reglum sem gilda á sjó – en ég hélt að frá alda öðli hefðu gilt og giltu enn lög sem segðu að veiddur fiskur væri eign bæði skips og sjó- manna. Það er því undrunarefni að sjómönnunum sem veiddu fiskinn á þessum árum ekki var úthlutað kvóta líka. Það hefði verið réttlát- ara – en þó finnst mér ég eiga jafn mikinn rétt til hans og aðrir Íslend- ingar og öfunda þá menn sem hafa Fiskveiðistjórn- arkerfi og kvóti Frá Ragnari Eiríkssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.