Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 29 KÓRTÓNLEIKAR í Háteigskirkju sunnudaginn 25. nóvember kl. 20.00. Kór Háteigskirkju ásamt kammersveit. Einsöngvarar: Gyða Björgvinsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hjálmar P. Pétursson Stjórnandi: Douglas A. Brotchie Efnisskrá: Bach: Kirkjukantata nr. 61 Gunnar Reynir Sveinsson: Gloria Mozart: Ave verum corpus Vivaldi: Magnificat Aðgangur 1.000 kr. Fjölskyldutilboð og afslættir JACK McConnell, menntamálaráð- herra Skotlands, var í gær kjörinn forsætisráðherra landsins, sá þriðji á þremur árum. McConnell er rúmlega fertugur að aldri og leiðtogi Verkamannaflokks- ins í Skotlandi. Var hann kjörinn með 70 atkvæðum en John Swinney, frambjóðandi Skoska þjóðarflokks- ins, fékk 34. Fyrir hálfum mánuði sagði Henry McLeish af sér sem for- sætisráðherra vegna hneykslis, sem snerist um opinber framlög til rekst- urs skrifstofu hans. Komið var á ríkisstjórn og þingi í Skotlandi árið 1999 í samræmi við þá stefnu Tonys Blairs, forsætisráð- herra Bretlands, að auka sjálfstæði landshlutanna Skotlands og Wales. Donald Dewar, sem fyrstur gegndi embætti forsætisráðherra í Skot- landi, lést í október í fyrra. Nýr forsætisráð- herra í Skotlandi Edinborg. AFP. NOREGUR, þriðja mesta olíu- framleiðsluríkið, ætlar að draga úr framleiðslu sinni um 100.000 til 200.000 olíuföt á dag. Kom þetta fram hjá Einari Steensnæs, olíumálaráðherra landsins, í gær og fór þá olíu- verðið óðara í rúma 20 dollara fatið. Áður höfðu aðildarríki OPEC, Samtaka olíuútflutn- ingsríkja, og Mexíkó tilkynnt minni framleiðslu og fram- kvæmdastjóri OPEC, Ali Rodr- iguez, sagðist í gær vera bjart- sýnn á, að Rússar drægju einnig úr sinni framleiðslu. Menem í for- setaframboð CARLOS Menem, fyrrverandi forseti Argentínu, tilkynnti í fyrradag, að hann ætlaði að bjóða sig fram í for- setakosning- unum í land- inu árið 2003. Lýsti hann þessu yfir sama dag og hann losnaði úr stofufang- elsi en hann hafði verið í því síðan í júlí vegna ásakana um, að hann tengdist vopna- söluhneyksli. Nú hefur hann eða fyrrverandi ráðgjafi hans verið sýknaður af því. Var það vegna skorts á sönnunum en málið snerist um sölu á vopnum til Panama 1991 og til Venes- úela 1995. Frumbyggjar beðnir afsökunar JÓHANNES Páll páfi II hefur beðið frumbyggja í Ástralíu og annars staðar í Eyjaálfu afsök- unar á því „skammarlega órétt- læti“, sem kaþólska kirkjan sýndi þeim á árum áður.Nefndi hann sérstaklega „stolnu kyn- slóðina“, sem svo er kölluð, börn, sem tekin voru með valdi af foreldrum sínum. Voru þau um 30.000 og tilgangurinn sagður sá að veita þeim betra uppeldi og menntun en þau gætu fengið hjá foreldrunum. STUTT Norðmenn draga úr olíuvinnslu Carlos Menem JACK Straw, utanrík- isráðherra Bretlands, segir í blaðagrein, sem birtist í gær, að tíma- bært sé að Bretar taki til endurskoðunar hug- tök á borð við „sjálf- stæði“ og „fullveldi“. Straw segir í grein í breska dagblaðinu In- dependent að reynslan, sem draga megi af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september og eftirmála þeirra sé sú, að þjóðir séu mun sterkari þegar þær eigi samstarf við aðra en í þeim tilfellum, sem þær standa einar. „Nánari samvinna við vini okkar og næstu nágranna í Evr- ópu er því bráðnauðsynleg trygging ekki aðeins á sviði efnahagsmála heldur og á vettvangi öryggismála.“ Straw heldur því fram að Bretar hafi haft veruleg áhrif á viðbrögð Bandaríkjamanna við fjöldamorðun- um 11. september og það hafi þeir getað gert vegna þess að „rödd bresku þjóðarinnar hljómi hátt og snjallt á vettvangi Evrópusam- bandsins“. Síðan segir breski utan- ríkisráðherrann: „Evr- ópusambandið ógnar hvorki sjálfstæði okk- ar, fullveldi né sér- stöðu. Í nútímanum, þar sem hagsmunir ríkja fara í síauknum mæli saman, er það mun frekar svo, að Evrópusambandið reynist besta trygging- in fyrir því að rödd okkar heyrist.“ Indpendent greindi og frá því í gær að Tony Blair, forsætis- ráðherra, myndi í dag flytja ræðu þar sem vænta mætti þess að svipaður tónn yrði sleginn og í grein Straw. Líta mætti á ræðu hans og grein utanrík- isráðherrans sem lið í viðleitni bresku ríkisstjórnarinnar til að búa í haginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópska myntsam- bandinu en Bretar taka ekki upp evru um áramót. Blair og undirsátar hans séu þeirrar hyggju að hryðju- verkin vestra og viðbrögð við þeim geti vegið þungt á metunum í glím- unni við andstæðinga frekari Evr- ópusamruna. Endurskoða þarf „fullveldi“ og „sjálfstæði“ Tony Blair og menn hans undirbúa nýja „Evrópusókn“ Jack Straw ÆTLA mætti, að þegar efnahagslíf heimsins rambar á barmi kreppu, eins og nú, væri verðstríð á olíu- markaðnum einmitt það sem til þyrfti til að draga Bandaríkin, Evr- ópu og Japan upp úr djúpri efna- hagslægð. Hagfræðingar áætla að hvað stærstu iðnríkin varðar jafngildi sú 12 dollara lækkun, er orðið hefur á olíufatinu síðan 11. september, um 250 milljarða dollara skattalækkun. Og þar eð vextir eru nú þeir lægstu í 40 ár telja bjartsýnismenn að sam- spil auðfengis fjár og ódýrrar olíu geti leitt til nýrrar uppsveiflu og mestu gósentíðar á Vesturlöndum. En lækkandi olíuverð eykur líka hættuna á efnahagsöngþveiti í þeim heimshlutum þar sem Bandaríkja- menn hafa leitað eftir aðstoð í her- för sinni gegn hryðjuverka- starfsemi. Ef Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) tekst ekki að sannfæra þau olíu- útflutningsríki, sem standa utan samtakanna, um að draga úr fram- leiðslu, gæti frekari lækkun olíu- verðs grafið undan stöðugleika á Persaflóasvæðinu. Eftir að hafa skotist yfir 31 doll- ara fatið rétt eftir hryðjuverkin 11. september hrundi olíuverð í tæpa 17 dollara á mánudaginn í kjölfar þeirrar yfirlýsingar OPEC í síðustu viku að dregið yrði úr framleiðslu um 1,5 milljónir fata á dag einungis ef samkeppnisaðilar legðu sitt af mörkum með því að minnka fram- boð sitt um hálfa milljón fata á dag á heimsmarkaði. Verðið hækkaði í rúmlega 18 dollara á þriðjudaginn þegar fregnir bárust um að Rússar, Mexíkóar og Norðmenn hafi fengið bakþanka og kunni að samþykkja að draga úr framleiðslu til að hækka verðið. Jafnvel í Bandaríkjunum er snörp olíuverðslækkun vafasamur ávinn- ingur. Þótt bíleigendur kunni að fagna því að geta fyllt tankinn fyrir minna fé gætu bandarísk olíu- fyrirtæki lent í því að borunarkostn- aður yrði óyfirstíganlegur ef verðið fer niður í um tíu dollara á fatið. „Ef Rússar og hinir ákveða ekki að fylgja í kjölfar OPEC og minnka birgðir mun verðið halda áfram að lækka og þeir sem fyrstir finna fyr- ir því verða norður-amerískir fram- leiðendur,“ sagði Ali Rodriguez, framkvæmdastjóri OPEC. „Óbærileg staða“ Sumir olíumálaskýrendur létu sér detta í hug að svona áhyggjur af bandarískum olíufjárfestingum hafi m.a. legið að baki ákvörðun Georges W. Bush forseta í síðustu viku að auka olíuvarabirgðirnar með því að bæta við 100 þúsund föt- um á dag. Aðgerðum Bandaríkja- manna var vel tekið í Sádí-Arabíu og öðrum framleiðsluríkjum sem kærkominni aukningu á eftirspurn er kunni að hækka verðið og auka verðstöðugleika á heimsmark- aðinum. Rodriguez kvaðst telja að sam- keppnisaðilar OPEC myndu fljót- lega samþykkja að vinna með sam- tökunum, í ljósi þess að olíuverð hafi lækkað um nærri 20% bara í síðustu viku. „Ég held að framleið- endur, hvort sem þeir eru í OPEC eða ekki, geti ekki leyft verðinu að halda áfram að lækka vegna þess að það er að koma upp staða sem er óbærileg,“ sagði hann. Þessi rokgirni á olíuheimsmark- aðnum sýnir vel þá erfiðleika sem OPEC á við að etja þegar ákvarða þarf birgðastöðu til þess að verðið haldist innan æskilegra marka, sem eru 22 til 28 dollarar á fatið. Sumir sérfræðingar telja mörkin of há, í ljósi efnahagssamdráttarins í heim- inum. Einar Steensnæs, olíu- málaráðherra Noregs, segir að verðið sem OPEC telji æskilegt sé „einfaldlega ekki raunhæft í núver- andi efnahagsástandi“. Lágt olíuverð kostar sitt Brussel. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.