Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 32
MENNTUN 32 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S TARFSMENNTAVERÐLAUN voru veitt í gær, en starfsmenntun er ein af undirstöðum framþróunar í íslensku atvinnulífi, þar sem hún byggir upp hæfni og þekkingu ein- staklinga. Framþróun starfsmenntunar á Ís- landi á að greiða fyrir verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna til að mæta nýjum kröfum og breyttum að- stæðum markaðarins. Starfsmenntaráð og MENNT standa að verðlaununum og hlutu Leikskólar Reykjavíkur þau í flokki fyrirtækja, Menntaskólinn í Kópavogi í flokki fræðsluaðila og Jón Torfi Jónasson, prófessor í Háskóla Íslands, í opnum flokki. Sá flokkur tekur til rannsókn- araðila, meistara, einstaklinga og annarra sem eru að vinna framúrskarandi störf á sviði starfsmenntamála. Verðlaunin eiga að vera verðlaunahöfum hvatning til áframhaldandi starfa og öðrum til fyrirmyndar á sviði starfsmenntamála. Páll Pétursson félagsmálaráðherra af- henti starfsmenntaverðlaunin 2001, en dómnefnd verð- launanna var skipuð Sigþrúði Guðmundsdóttur, fram- kvæmdastjóra starfsmannasviðs Landsvirkjunar, Ingvari Kristinssyni framkvæmdastjóra Hugvits, Jóhannesi Ein- arssyni skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði, Halldóri Frímannssyni, deildarstjóra Vátryggingafélags Íslands, og Þórunni Sveinbjörnsdóttur, fræðslustjóra hjá Eflingu. Starfsmenntaverðlaun/ Þrír fengu verðlaun Starfsmenntaráðs og MENNTAR fyrir framúrskarandi árangur. Gunnar Hersveinn kynnti sér rök dómnefndar og gildi verðlaunanna fyrir vinningshafa. Öflugt starfsnám er t.d. rekið í Menntaskólanum í Kópavogi og hjá Leikskólum Reykjavíkur. Undanhaldi starfs- menntunar lokið  Bóknám stundað þrátt fyrir brennandi áhuga á verknámi  Að finna að hann þróist í starfi, öðlist öryggi og viðurkenningu MENNTASKÓLINN íKópavogi hlaut starfs-menntaverðlaunin í flokki fræðsluaðila fyrir Hótel- og matvælaskólann og Ferða- málaskólann. Hótel- og matvæla- skólinn í Kópavogi Árið 1996 var formlega tekið í notkun verknámshús fyrir matvælagreinar í nýrri við- byggingu við Menntaskólann í Kópavogi. Við þessa breytingu fluttu í skólann bakaraiðn og kjötiðn sem fram að þeim tíma höfðu verið kenndar í Iðnskól- anum í Reykjavík og fram- reiðsla og matreiðsla sem kenndar höfðu verið í Hótel- og veitingaskóla Íslands. Í skólanum er um sérhæfða aðstöðu að ræða til kennslu í þessum greinum. „Er aðstaða með því besta sem gerist í heiminum og hefur kennsluaðstaðan fengið einróma lof íslenskra sem erlendra fagmanna,“ segir í röksemdum fyrir útnefningunni. Með tilkomu þessarar glæsilegu aðstöðu í Hótel- og matvælaskólanum hafa deildarstjórar og kennarar skólans með dyggum stuðningi stjórnenda unnið mikið og óeigingjarnt starf við gerð námsefnis sem hæfir þeirri kennslu sem fram fer. Er hér um að ræða allt grunnkennslu- efni til kennslu í verklegum deildum skólans sem hefur leitt til þess að nemendur svo og meistarar í atvinnulífi hafa átt möguleika á því að nálgast efnið á íslensku. Þar sem mikið er um að einstaklingar, sem eiga við leshömlun að stríða, sæki í iðnnám þá hefur mikið kapp verið lagt á að þessir einstak- lingar eigi möguleika á því að nálg- ast námsefni á hljóðsnældum. Hefur Blindrabókasafn Íslands verið skól- anum innan handar við uppsetningu á þessum hljóðsnældum. Ferðamálaskólinn í Kópavogi Ferðamálaskólinn í Kópavogi er staðsettur innan Menntaskólans í Kópavogi. Skólinn hóf starfsemi sína árið 1987 og var þá fyrst boðið upp á námskeið á sviði ferðamála innan Menntaskólans í Kópavogi. Frá 1987 hefur fjölbreytni námsframboðsins aukist jafnt og þétt og skólinn hefur nú þróast yfir í sjálfstæða einingu innan MK, Ferðamálaskólann í Kópavogi. Starfstengt ferðamálanám er nýjung á sviði fræðslu í ferðaþjónustu á Íslandi og markar spor í samstarfi atvinnulífs og náms á sviði þessarar atvinnugreinar. Ferðamálaskólinn býður upp á námsleiðir fyrir einstaklinga eldri en tvítuga, sem lokið hafa stúdentsprófi eða hafa sambærilegt nám eða starfsreynslu að baki. Stefna skólans er að bjóða upp á hagnýtt fag- nám á sviði ferðamála sem er byggt upp í nánu samstarfi við atvinnulífið. Námsframboð skól- ans miðar að því að þjálfa og búa nemendur undir alhliða störf í ferðaþjónustu. Skólann sækja einstaklingar sem nú þegar starfa í ferðaþjónustu, einstaklingar sem hyggja á starf í ferðaþjónustu og fólk sem ætl- ar í frekara nám á þessu sviði. Það er stefna skólan að sinna jafnt þörfum ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni og er því fylgt eftir með sívaxandi framboði í fjarnámi. Menntasíðan spurði Hildi Jónsdóttur for- stöðumann hvernig hefði gengið að festa Ferða- málaskólann í sessi. „Nám í tengslum við ferða- fræði á sér ekki langa hefð á Íslandi þó svo að ferðaþjónusta sé nú orðin önnur stærsta út- flutningsgrein landsins og skapi beint og óbeint 7–10.000 störf á landsvísu,“ segir hún. Í byrjun árs 2000 var námið gert starfstengt með það fyrir augum að ná góðum tengslum milli fyrirtækja í greininni og skólans. Fyr- irtæki í ferðaþjónustu tóku vel í þessa breyt- ingu og töldu þetta verða gagnlegt skref fyrir atvinnugreinina. Námið var byggt upp fyrst og fremst með hagnýtingu í huga og það að út- skrifa nemendur sem gætu ráðið sig í vinnu strax að námi loknu. Námið er 3 bóklegar annir og 3 mánuðir í starfi hjá ferðaþjónustufyr- irtæki. „Það er skemmst frá því að segja að starfs- þjálfunin sem nemendur fá skiptir afar miklu máli,“ segir Hildur, „með því að vinna og læra innan fyrirtækja gefst nemanda líka tækifæri til að sanna sig og að mynda tengsl við önnur fyrirtæki í greininni. Það er því lykilatriði að ferðaþjónustufyrirtækin í víðu samhengi taki við nemum og séu tilbúin að leiðbeina þeim og styrkja.“ Skólinn leggur ríka áherslu á að kennarar skólans séu í nánum tengslum við atvinnulífið. Fjölmargir nemendur stunda nám við skól- ann í fjarnámi og hafa þeir búsetu víða um land og erlendis. „Aðsókn er góð að skólanum og námið er í sí- felldri þróun og endurskoðun,“ segir Hildur. Hildur Jónsdóttir Menntaskólinn í Kópavogi Í FLOKKI fyrirtækja hlutuLeikskólar Reykjavíkur verð-laun og tók Anna Her- mannsdóttir, deildarstjóri starfsþróunardeildar Leikskóla Reykjavíkur, við starfsmennta- verðlaununum. Leikskólar Reykjavíkur hafa um langt árabil staðið að markvissri símenntun starfsmanna sinna með sérstakri og eftirtektarverðri áherslu á ófaglærða starfsmenn. „Upphaf þessarar markvissu fræðslu má rekja rúmlega tvo ára- tugi aftur í tímann og er nú þann- ig háttað að ófaglærður starfs- maður getur átt kost á allt að 255 stunda námi,“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir útnefningunni. „Allan þennan tíma hefur mark- visst verið unnið að uppbyggingu námsins og starfsfólk ávallt hvatt til náms. Þetta hefur leitt til auk- innar ánægju starfsmanna og nú á síðustu árum hafa Leikskólar Reykjavíkur beitt sér fyrir að- gengi þessa ófaglærða fólks til að afla sér leikskólakennaramennt- unar bæði með aðfararnámi og diploma-námi auk þess sem und- irbúningur að 2 ára starfsmenntabraut í fjölbrautakerfinu er nú á lokastigi. “ Einnig kemur fram að svo umfangsmikil símenntun ófaglærðs starfsfólks sé ekki al- geng í íslensku at- vinnulífi, og fá Leik- skólar Reykjavíkur hrós fyrir merkilegt brautryðjendastarf í menntun þessa fólks. Á sama tíma hefur einnig verið vel séð fyrir símenntun ann- arra starfsmanna og um langt árabil verið starfandi fræðsludeild sem annast hefur skipulagingu símenntunar allra starfsmanna Leikskóla Reykjavík- ur. Árlega er gefinn út námsvísir sem byggist á markvissri fræðslu- greiningu sem unnin er úr upplýs- ingum úr árlegum starfsviðtölum, viðhorfskönnunum meðal starfs- manna, sérstökum óskum í starfs- mannahópum og frá og með næsta ári mun hver og einn starfsmaður eiga sér sína símenntunar- áætlun. „Allt þetta sýnir ríkan skilning stjórn- enda og starfsmanna Leikskóla Reykjavík- ur á mikilvægi sí- menntunar, skilning sem í dag er einkenni vel rekinna stofnana og fyrirtækja. Fyrir framsýni og braut- ryðjendastarf í sí- menntun starfsmanna hljóta Leikskólar Reykjavíkur Starfs- menntaverðlaunin 2001.“ Menntasíðan spurði Önnu hvert væri lokamarkmiðið í viðleitninni sem felst í símenntun ófaglærðs starfsfólks? „Starfsmannahópur Leikskóla Reykjavíkur samanstendur af leik- skólakennurum, öðrum háskóla- menntuðum starfsmönnum og starfsmönnum á fagmenntunar sem hafa áhuga á að vinna við uppeldistörf,“ segir hún. „Starfs- menn án fagmenntunar eru marg- ir og stór hluti þeirra er stöðugt að auka þekkingu og hæfni í starf- inu, jafnhliða því að sækja sér þekkingu með þátttöku á skil- greindum námskeiðum sem skipu- lögð eru til að efla þeirra grunn- og símenntun.“ Anna segir að lokamarkmiðin séu eftirfarandi: Að efla þekkingu, hæfni, og starfsánægju í starfinu, að starfsmaður finni að hann þró- ist í starfi, öðlist öryggi og fái við- urkenningu fyrir starf sitt, að starfsmenn líti á Leikskóla Reykjavíkur sem framtíð- arvinnustað og öðlist þekkingu og öryggi til þess að nýta sér hin fjölmörgu námstilboð sem í boði eru. „Leikskólar Reykjavíkur gegna mikilvægu hlutverki á sviði upp- eldis og menntunar yngri barna og það er fagmennska starfs- manna sem er lykill að vel unnu starfi,“ segir hún. „Áhugi, þekking og hæfni um 1.700 starfsmanna er grunnforsenda þess að stofnunin geti þjónað hlutverki sínu í nútíð og framtíð.“ Anna Hermannsdóttir Leikskólar Reykjavíkur JÓN Torfi Jónasson hlaut starfs-menntaverðlaunin í opnum flokki,en undanfarna áratugi hefur starfsmenntun verið eitt helsta viðfangs- efni hans. Jón Torfi hefur skrifað fjöl- margar greinar um þetta efni og haldið ótal opinber erindi þar, gert grein fyrir rannsóknum sínum og leitast við að skýra niðurstöður sínar. Hann hefur einnig dregið af þeim ályktanir sem hann telur að eigi erindi við stjórn- málamenn og ábyrgðarmenn bæði í at- vinnulífinu og í skólakerfinu. Í rökum fyrir útnefningu Jóns Torfa er m.a. nefnt að hann gerði spá um þró- un íslenskra menntamála á 25 ára tíma- bili, frá 1985-2010, sem gefin var út 1990 og fjallaði um flestalla þætti íslenska menntakerfisins. Hann beindi einnig athygli sinni að starfsmenntun, eðli hennar og stöðu í ís- lenska skólakerfinu. Í kjölfar spár sinnar skrifaði hann talsvert um starfsmenntun og sá málaflokkur hefur verið eitt meg- inviðfangsefni hans síðan. Greina má skrif Jóns Torfa um starfs- menntun í fjóra meginþætti. 1. Þróun starfsmenntunar á Íslandi. Vöxtur starfsmenntunar (eða öllu heldur undanhald hennar) á Íslandi hefur verið ráðgáta sem Jón Torfi hefur glímt við um langt skeið. Hann hefur rakið þróun framhaldsskólamenntunar á Íslandi, og nefnir fyrstu grein sína sem er beinlínis um þetta efni „Þróun framhaldsskólans: frá starfsmenntun til almenns bók- náms“. Þar kemur fyrst fram sér- kennileg mótsögn í þróun menntunar á Íslandi, að því er virðist. Hún er sú að starfsmenntun virðist eiga fjölmarga bakhjarla í atvinnu- og menntakerfi en nær samt ekki að halda fótfestu sinni. Um þetta efni hefur hann síðan fjallað í nokkrum greinum bæði innlendum og erlendum. Aftur glímir Jón Torfi við þetta efni í grein sinni „Þjóðsögur úr skólakerfinu“ þar sem teflt er fram and- stæðum sjónarmiðum um stöðu starfs- menntunar. 2. Hlutur starfsmenntunar í hugum nemenda í framhaldsskólum. Meginvett- vangur starfsmenntunar á Íslandi var lengi vel framhaldsskólinn. Þess vegna hefur Jón Torfi reynt að varpa ljósi á stöðu starfsmenntunar í tveimur ítarleg- um rannsóknum á námsferli og afstöðu framhaldsskólanemenda. Á grundvelli fyrri rannsóknarinnar fjallaði Jón Torfi sérstaklega um flutning nemenda á milli bóknáms og starfsnáms og benti þar m.a. á að fæstir nemendur virtust lenda í alvarlegum blindgötum og flutningur á milli starfsnáms og bóknáms er e.t.v. minni en búast mátti við. Í síðari rann- sókninni kemur skýrt fram hve mikinn áhuga margir nemendur hafa á verkleg- um greinum en sækja engu að síður í al- menna bóknámið. Þessar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst hve erfitt er fyrir marga nemendur að velja á milli almenns bóknáms og starfsnáms. Rann- Jón Torfi Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.