Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LÍFEYRISSKULDBINDINGAR ríkissjóðs jukust um rúma 68 millj- arða kr. á árunum 1997-2000 eða um 72%. Ríkisendurskoðun bendir á þetta í nýútkominni skýrslu um end- urskoðun ríkisreiknings ársins 2000. Stofnunin vekur sérstaka athygli á stöðugri aukningu skulda ríkisins, sem námu um 413 milljörðum kr. í lok síðastliðins árs. Ríkisendurskoðun segir hækkun lífeyrisskuldbindinga vega þungt í stöðugri aukningu skulda ríkisins, sem eigi einkum ræt- ur að rekja til kjarasamninga þar sem samið var um að fella yfirvinnu- og aukagreiðslur inn í dagvinnulaun. Líf- eyrisskuldbindingar ríkissjóðs námu samtals 163 milljörðum um síðastliðin áramót. Í skýrslu sinni lýsir Ríkis- endurskoðun áhyggjum af því að þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði und- anfarin ár hafi skuldir ríkissjóðs hald- ið áfram að vaxa. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi notað hluta þess svig- rúms sem betri afkoma hafi skapað til að greiða niður skuldir hafi það ekki nægt til að vega upp á móti mikilli hækkun lífeyrisskuldbindinga. ,,Gríðarleg hækkun varð á lífeyr- isskuldbindingum á árinu 1998, aðal- lega vegna breytinga á launakerfi rík- isins sem fólu í sér að fastar aukagreiðslur af ýmsu tagi voru felld- ar inn í föst mánaðarlaun. Reglur um lífeyrisgreiðslur meirihluta ríkis- starfsmanna kveða á um að lífeyrir skuli reiknast sem ákveðið hlutfall fastra launa og því hafði þessi breyt- ing víðtækar afleiðingar fyrir skulda- stöðu ríkissjóðs þar sem lífeyris- skuldbindingar hækkuðu um 30,2 [milljarða króna] á milli ára eða nær- fellt 32%. Til samanburðar má geta þess að launagjöld ríkisins hækkuðu á sama tíma um 9,4 [milljarða króna] sem svarar til 23,2% hækkunar frá árinu áður. Breytingar á kjarasamn- ingum ríkisstarfsmanna fólu því í sér nálægt 40 [milljarða króna] áhrif á ríkisfjármálin á árinu 1998,“ segir í skýrslunni. Einnig kemur fram að langtímaskuldir ríkissjóðs hafa hækkað um 91 milljarð kr. frá 1995 eða um 33%. Ríkisendurskoðun lýsir áhyggjum af skuldasöfnun ríkisins Lífeyrisskuldbind- ingar jukust um 68 milljarða á 3 árum  Dæmi um stofnanir/6 ÍSFÉLAG Vestmannaeyja hf. hefur tekið í notkun nýja og fullkomna vinnslulínu til pökkunar og fryst- ingar á uppsjávarfiski. Í gær land- aði Gullberg VE um 280 tonnum af vænni síld, sem veiddist í Héraðs- flóa. Var síldin ýmist flökuð eða heilfryst og unnin í nýju vinnslulín- unni. Framleiðslulínan er smíðuð af Skaganum á Akranesi, vogir eru frá Marel og frystiskápar koma frá Ítalíu. Áætlað er að afkastageta vinnslulínunnar verði um 350 tonn á sólarhring, þegar búið verður að fínstilla búnaðinn. Mikilli sjálf- virkni er beitt, m.a. sér sjálfvirkur búnaður um að fylla og tæma frysti- skápana. Tæpt ár er liðið síðan frystihús Ísfélagsins eyðilagðist í eldsvoða. Morgunblaðið/Sigurgeir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra skoðaði nýju vinnslulínuna. F.v.: Hörður Óskarsson fjármálastjóri, Kristinn Sigurðsson, Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri og sjávarútvegsráðherra. Fullkomin vinnslulína í notkun hjá Ísfélaginu LÖGREGLAN á Akureyri handtók í gærmorgun lettneskan ríkisborgara sem grunaður er um aðild að tveim- ur morðum í Lettlandi. Handtakan fór fram á Dalvík og var gerð að ósk alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Þangað barst beiðni í fyrrakvöld frá skrifstofu alþjóðalögreglunnar Int- erpol í Riga, höfuðborg Lettlands, um að handtaka manninn, væri hann á landinu. Ríkislögreglustjóri bíður frekari upplýsinga um málavexti en í gögn- unum sem bárust frá Lettlandi kem- ur fram að annað morðið var framið í ágúst síðastliðnum. Sá sem var myrtur mun hafa verið skotinn þeg- ar hann kom að manninum við inn- brot og lést hann nokkru síðar af sárum sínum. Ekki er vitað með vissu hvenær hitt morðið var framið en lík manns, sem hafði horfið nokkru áður, fannst grafið í skóg- lendi. Að sögn Þóris Oddssonar vararík- islögreglustjóra var farið fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum í gærkvöldi en dómari tók sér frest til morguns til að kveða upp úrskurð. Lögreglumenn frá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra fluttu manninn til Reykjavíkur í gær og var hann yfirheyrður fram á kvöld með aðstoð túlks. Maðurinn, sem er fæddur árið 1976, hafði tilskilin atvinnu- og dval- arleyfi og vann hjá fiskvinnslufyr- irtæki á Dalvík. Hann mun hafa dvalið fremur stutt hér á landi. Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lettnesk lögregluyfirvöld hefðu haft upplýsingar um að mað- urinn væri hugsanlega staddur hér á landi. Í framhaldinu hefði verið beð- ið um að hann yrði handtekinn enda hefði verið gefin út handtökuskipun á hendur manninum í Lettlandi. Smári segir að miðað við þær upp- lýsingar sem liggja fyrir um mann- inn sé ljóst að hann sé hættulegur. Lettnesk yfirvöld hafa þegar lýst því yfir að farið verði fram á að mað- urinn verði framseldur. Smári segir reyndar ekki víst að til framsals þurfi að koma. Reynist rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um ofangreind afbrot hefur hann brotið gegn lögum um útlendinga. Þar með sé kominn grundvöllur fyr- ir því að vísa honum einfaldlega úr landi. Lettneskur karlmaður handtekinn á Dalvík eftir að beiðni barst frá Interpol Grunaður um aðild að morðum í Lettlandi EIN umtalaðasta neðanjarðarrokk- sveit síðustu ára, hin kanadíska God- speed you black emperor!, er vænt- anleg til landsins á næsta ári til hljómleikahalds. Íslenska sveitin Sigur Rós hitaði upp fyrir Godspeed í fyrra en sveitirnar þykja um margt leika áþekka tónlist. Tónleikarnir verða 13. marz og er það Hljómalind sem hefur veg og vanda af þessum viðburði. Vinsæl neð- anjarðarsveit til Íslands  Fremsta/59 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti óformlegan fund með Grétari Þorsteinssyni, forseta Alþýðusam- bands Íslands, og Gylfa Arnbjörns- syni, framkvæmdastjóra ASÍ, í húsa- kynnum stjórnarráðsins í gær og var þar farið yfir þróun og stöðu efna- hagsmála. Grétar Þorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að for- ysta ASÍ hefði haft frumkvæði að fundinum. „Við lítum svo á að þessi fundur hafi verið úrslitatilraun okkar til að láta á það reyna hvort stjórnvöld væru til í að taka á verðbólgunni og orsökum hennar með afdráttarlaus- um hætti,“ sagði Grétar. „Við teljum að verðbólgan sé á það alvarlegu stigi að það verði að freista þess að ná henni niður á sem skemmstum tíma.“ Grétar sagði að tilgangur fundarins hefði ekki síst verið sá að tala beint og milliliðalaust við ráðherra. „Við vilj- um fá það á hreint hvort stjórnvöld eiga samleið með okkur í þessum mál- um eða ekki.“ Grétar sagði að forysta ASÍ byggist við að heyra mjög fljót- lega frá forsætisráðherra. „Við bú- umst við afdráttarlausum svörum mjög fljótlega,“ sagði hann. Fundur for- sætisráð- herra með forystu ASÍ ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN á Fáskrúðsfirði hef- ur til rannsóknar árekstur hafrann- sóknaskipsins Drafnar og trillubáts- ins Narfa SU 68 sem varð á miðunum út af Breiðdalsvík síðdegis í gær. Engin slys urðu á mönnum og skemmdir á bátum ekki miklar. Skipstjóri Drafnar vildi ekki tjá sig um atvikið í gær en að sögn Gunnsteins Þrastarsonar, skipstjóra Narfa, reyndi hann ásamt skips- félaga sínum að bakka undan skip- inu. „Það dugði ekki til, en það hefði getað farið verr ef við hefðum ekki sett í bakkgírinn,“ sagði Gunnsteinn. Árekstur út af Breiðdalsvík LÖGREGLUMAÐUR í Keflavík sýndi snarræði í gærkvöld þegar hann kom í veg fyrir að fiskiskipið Stokksey ÁR 40 slitnaði frá bryggju og ræki upp í fjöru við Njarðvík- urhöfn. Skipið var slitið frá að aft- anverðu og vantaði lítið upp á að það losnaði að framan. Mjög hvasst var þegar lögreglan kom að skipinu og mikið vatnsveður. Lögreglumaðurinn, Hörður Ósk- arsson, komst um borð í skipið og naut síðan aðstoðar félaga síns og hafnarvarðar við að koma land- festum frá Stokksey yfir í annað skip sem var bundið í höfninni. Hörður sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki telja að um mikið af- rek hefði verið að ræða, menn væru bara að vinna vinnuna sína. Eigendum skipsins var þegar gert viðvart og kom flokkur manna snarlega á staðinn og kom böndum á skipið auk þess sem hafnarverðir aðgættu festingar á öðrum skipum í höfninni. Sýndi snar- ræði í Njarð- víkurhöfn Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Hörður Óskarsson og Ibsen Angantýsson hafnarvörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.