Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 47 ✝ Jensína Óskars-dóttir fæddist á Hellissandi 17. júlí 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétrún Þórar- insdóttir húsmóðir frá Saxhóli, f. 6.7. 1891, d. 12.9. 1961, og Óskar Gíslason, f. 25.6. 1889, d. 12.12. 1977, bóndi og sjó- maður á Hellu í Beruvík á Snæfells- nesi. Systkini Jensínu eru: Júlíus, látinn, Þórarinn Jens, Guðríður Fjóla, Gísli Ágúst, látinn, Björg Jósefína, látin, óskírður drengur, Kristín Lilja, Jóhanna Laufey, kvæntur Elínborgu Gísladóttur. Dætur þeirra eru Guðrún Jenný, f. 16.7. 1966, gift Sigurði Sveini Guð- mundssyni, þau eiga tvær dætur, Þórheiði Elínu og Hugrúnu Ýri; Valborg Harpa, f. 18.12. 1973, í sambúð með Pétri Sigurðssyni og eiga þau einn son, Sigurð Alex. 2) Minnie, f. 13.5. 1946, kennari á Ak- ureyri, gift Sigmundi Þórissyni. Synir þeirra eru: Freyr Gauti, f. 17.1. 1972, í sambúð með Sigurlínu Þóru Héðinsdóttur; Eggert Högni, f. 21.2. 1974, í sambúð með Sólrúnu Óladóttur og eiga þau einn son, Tómas Frey; og Þórir Svavar, f. 6.3. 1979, í sambúð með Höllu Hrund Skúladóttur. Jensína var húsmóðir og verka- kona á Hellissandi þar til þau hjón fluttu til Reykjavíkur árið 1971. Á meðan hún bjó á Hellissandi lét hún félagsmál til sín taka og starfaði með kvenfélaginu, ungmenna- félaginu og leikfélaginu á staðnum. Útför Jensínu fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Skarphéðinn Þórar- inn, látinn, Sigurbjörg Unnur, Guðmundur Ingólfur, Jósefína Arndís, Kristinn Guð- bjartur, Sigurvin Reynar. Hinn 1. janúar 1944 giftist Jensína Eggerti Eggertssyni vélstjóra frá Jaðri á Hellissandi, f. 16.2. 1912, d. 18.2. 1986. Foreldrar hans voru Sigríður Þor- varðardóttir, f. 25.4. 1882, d. 25.6. 1957, og Eggert Eggertsson, f. 2.10. 1876, d. 9.7. 1957. Systkini Eggerts voru: Þórunn og Þorvarð- ur, bæði látin. Börn Jensínu og Eggerts eru: 1) Sigurður Eggert, f. 22.7. 1942, vélvirki í Reykjavík, Í dag verður til moldar borin amma okkar Jensína Óskarsdóttir á 86. aldursári. Hún hefur því svo sannarlega lifað tímana tvenna. Amma ólst upp í litlu koti undir Snæfellsjökli í stórum systkinahópi og þurfti snemma að taka til hend- inni, sem raunar þótti sjálfsagt í þá daga. Stundum sagði hún okkur sögur úr bernsku sinni og þeim aðstæðum sem hún bjó við í uppvextinum. Óhætt er að segja að þær aðstæður hafi verið óblíðar. Hún giftist síðan afa okkar Egg- erti og bjó með honum á Hellissandi til ársins 1971 að þau fluttu til Reykjavíkur og þaðan munum við bræður eftir þeim. Best munum við þó heimsóknir þeirra til okkar á Ak- ureyri á hverju sumri á meðan afi lifði. Þau voru ekki fyrr komin úr rút- unni en að við höfðum eignast nýja sokka, vettlinga og húfu sem amma hafði prjónað. ,,Passið ykkur nú að týna þessu ekki strax“ hljómaði eins og bergmál frá síðasta sumri og ekki vanþörf á því alltaf vorum við vett- lingalausir að vori. Síðan hófst spilamennskan sem stóð með smá hléum á meðan á heim- sókn þeirra stóð. Við lærðum spil með undarlegum nöfnum; marías, kasínu, manna o.fl. Þessi spil var ekki hægt að spila við vinina. Afi var alltaf reiðubúinn að fara með okkur að veiða og var hans sárt saknað þegar hann lést árið 1986. Amma hélt áfram að koma norður á hverju sumri og stöku jól líka. Þá vildi hún gjarnan taka til hendinni því verklaus gat hún aldrei verið og satt að segja munum við ekki eftir henni öðruvísi en með einhverja handavinnu. Amma var hinn mesti dugnaðar- forkur hvort sem um var að ræða eldamennsku, bakstur eða sauma- skap. Hún hafði alla sína ævi unnið mikið og kunni aðgerðarleysi illa. Seinustu árin þegar heilsan fór að bila las hún mikið, einkum hafði hún gaman af ýmiss konar þjóðlegum fróðleik, þá helst frá bernskuslóðun- um á Snæfellsnesi eða Breiðafjarð- areyjum. Hún var ákaflega minnug og gat sagt nákvæmlega frá því sem hún las jafnt og atvikum úr bernsku sinni, búskaparháttum, húsaskipan og fleira. Það var þessari vinnusömu sjálf- stæðu konu erfið raun að finna heils- una þverra og geta ekki lengur að öllu leyti bjargað sér sjálf. Við bræður áttum hauk í horni þar sem amma var. Í mörg ár vorum við mikið á ferðinni í tengslum við íþróttaiðkun okkar og þá var gott að eiga hana að í Reykjavík. Frá ömmu fórum við ævinlega vel saddir og með aura í vasanum fyrir bíó. Hún fylgd- ist alltaf vel með okkur, hringdi og vildi vita hvað við hefðum fyrir stafni og vildi veg okkar sem mestan og bestan. Fyrir alla hennar umhyggju- semi viljum við þakka. Nú þegar amma okkar hefur kvatt þennan heim eftir langa og annasama ævi óskum við henni blessunar og góðrar hvíldar. Gauti, Eggert og Þórir. Amma okkar Jensína er látin eftir stutta sjúkrahúslegu. Það er erfitt að koma orðum að lítilli kveðju því okk- ur systur langar að segja svo margt. Samt er eins og við sitjum hér í hálf- gerðu tómarúmi því það er svo ein- kennilegt að kveðja einhvern sem átt hefur sér eins fastan sess í tilveru okkar og hún amma. Amma var mikil hagleikskona og útsjónarsöm með afbrigðum. Það virtist líka allt leika í höndum hennar hvort sem það var matseld, blóma- rækt, prjóna- eða saumaskapur. Þau voru líka mörg jólin sem við systur státuðum af sérhönnuðum glæsiflík- um eftir ömmu. Seinna þegar við urð- um eldri og vorum farnar að hafa skoðanir á hvað við vildum sneið amma og mældi og viti menn; flík varð til. Amma var ósérhlífin og vinnusöm og ósjaldan veitti hún vinum og vandamönnum hjálp ef þörf var á. Eftir að hún og afi fluttu suður vann hún við að prjóna lopapeysur sem voru hver annarri fallegri. Síðar þegar áhugi okkar systra kviknaði á hannyrðum var hún sú þolinmóðasta og hjálpfúsasta að leið- beina okkur og ekki amalegt að hafa hana sér við hlið. Enda mestöll kunn- átta okkar frá henni komin. Nú síðustu níu ár hafa barna- barnabörnin verið að koma eitt af öðru og nutu þau svo sannarlega góðs af hagleik ömmu löngu eins og þau eldri kölluðu hana. Hún var alltaf að hugsa um að krílunum sínum væri hlýtt og töfraði hún fram peysur, sokka og vettlinga eins og hendi væri veifað. Barnabörnin og barnabarnabörin voru henni hugleikin og fylgdist hún grannt með okkur og börnum okkar enda ættrækin kona. Hún hvatti okk- ur áfram með ráðum og dáð. Amma var dugleg að segja okkur frá sínum yngri árum og þá sérstak- lega uppvexti sínum fyrst í Beruvík þar sem hún ásamt ört vaxandi systkinahópi ólst upp og síðar á Hell- issandi. Í raun var ótrúlegt hve minn- ug hún var og hafsjór af fróðleik. Það var til að mynda mjög gaman að fara með henni suður fyrir Snæfellsjökul þar sem hún þekkti vel staðhætti og vissi nánast nafn á hverri þúfu. Hjá okkur sitja eftir minningar um góða konu, sögur og orðtök sem við munum láta ganga áfram til okkar barna. Við þökkum ömmu okkar samfylgdina og biðjum algóðan Guð að vernda hana og geyma. Blessuð sé minning hennar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guðrún Jenný og fjölskylda, Harpa og fjölskylda. Jenna frænka hefur gengið síðasta spölinn. Minningin um Jennu er góð og falleg, svo fín og virðuleg, alltaf í upphlut á mannamótum eða á Hellis- sandi, við í tjaldi úti í garði, því hús- fyllir var á Hvammi, hún í eldhúsinu að seðja fjöldann. Sætasta minningin er um fallega kjólinn sem Jenna heklaði á mig fyrir tæpum fjörutíu árum. Hún endurtók síðan verkið tæpum þrjátíu árum síðar á dóttur mína. Jenna var mér og mínum alltaf góð, svolítið eins og ská-amma. Ætli það hafi ekki kviknað örlítil móðurtil- finning þegar hún var á þrettánda ári, elsta dóttir ömmu og afa, og hugsaði um pabba nýfæddan vegna veikinda ömmu. Blessuð sé minning Jennu frænku. Megi hún hvíla í friði. Sigríður Guðmundsdóttir. JENSÍNA ÓSKARSDÓTTIR ?3+A:+ ?3:+A+.,,?+ &!$  1  * (BC * '"2 $  )0 ,0  2     3   (    -          *    ! 4   5      6!!  "1  1  *   1 $ 9  % '  '=   1 $ 31()     1 $ # % #& '    (()$((() 7   .        . /    0  ,/,     0               -;+,:!+? ,6 .,,:+ -2D & @E 2  )$   .     0  , 2 ,8   98    8    )9 :  8  %"259) $ ! &5%"2 $ 31=* 1  9)%"2 $ 56 31=9)%"2  <& '5  & $ 5%"2  $ $ $ %"2 $   +  $)''() 7   .     .   /   0  ,/,     0                   *; !:.+?3%+ + * "    1 31 5$    + *) 2   9*) 2     53  $ * *) 2   13   $ (()$((() + /  0  ,/,     0     #            ?3:+3?+ 3:+ + # 1B/ $  -    $  31'  * #     31'41 $ 3   $ 3 1 2  *)1   $     (()$((( 2   .     .    / ,   ,/,  ,&            0             3 +3 5+ !+? ,6 + 9& "B/ % ' ' )$   .   #             )    $  - ; ,8   ! =*8+=   3 $  ! &3 $ $ +# 1+3 $  * 9)23 $  3 $5! & $ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.