Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERFINGJAR Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Reykjavíkur um að Samtök um kvennaathvarf verði borin út úr hús- næði í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hvenær útburðarbeiðnin verður tekin fyrir í héraðsdómi en áður höfðu erfingjarnir beðið um að húsnæðið yrði rýmt fyrir 15. nóv- ember sl. Þar sem það var ekki gert var beiðnin lögð fram. Falli málið samtökunum í óhag verða þau á göt- unni því þau fá ekki húsnæði, sem þau hafa nýlega keypt, afhent fyrr en 1. júní á næsta ári. Hæstiréttur féllst á forkaupsrétt erfingjanna að húsnæðinu með dómi í lok september sl. og sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Samtök um kvennaathvarf keyptu húsnæðið af St. Jósefssystrum fyrir rúmu ári en eftir það kom í ljós for- kaupsréttur erfingja Einars heitins, sem ekki hafði verið þinglýst en rétturinn kom fram á afsali þegar húsið var selt St. Jósefssystrum í janúar árið 1981. Höfðuðu erfingjar Einars þá mál til að fá forkaupsrétt- inn viðurkenndan. Um æskuheimili barna Einars er að ræða og hugðist ein dætra hans, Auður, og hennar maður, Árni B. Erlingsson, endur- gera húsið og flytja þar inn um ára- mótin, með samþykki annarra erf- ingja. Í yfirlýsingu sem Auður og Árni sendu Morgunblaðinu í gær, og birt er á öðrum stað í blaðinu, rekja þau sína hlið á málinu og gagnrýna m.a. stjórn Kvennaathvarfsins. Leggja þau m.a. fram þá spurningu hvort stjórn Kvennaathvarfsins ætli „enn að ota samtökunum í kostnaðarsöm málaferli til þess eins að geta setið sem hústökufólk í húsinu í nokkrar vikur“. Héraðsdómur viðurkenndi for- kaupsrétt erfingjanna ekki og var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt dómi Hæstaréttar þurftu St. Jósefssystur að selja erf- ingjum Einars húsið á sama verði og Kvennaathvarfið keypti á. Það verð var rúmum 4 milljónum undir mati dómkvaddra matsmanna og var mis- munurinn hugsaður sem góðgjörð- arstyrkur til athvarfsins. „Kom okkur í opna skjöldu“ Í málsskjölum í Hæstarétti kemur m.a. fram að erfingjarnir séu tilbú- inir til að að veita samtökunum „sanngjarnan frest“ til að finna sér nýtt húsnæði, falli dómur þeim í vil. Eftir dóm Hæstaréttar fóru Sam- tök um kvennaathvarf þegar að leita að nýju húsnæði. Hinn 1. nóvember sl. voru fest kaup á húsnæði í miðbæ Reykjavíkur, sem þótti hentugt. Jóna Sigurlín Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, segir í samtali við Morgunblaðið að beiðni erfingjanna um útburð hafi komið sér í opna skjöldu. Hún hafi ekki átt von að beiðnin kæmi fram og samtökin fengju þann tíma sem þyrfti til að komast í nýtt húsnæði. Hún segir það verulegt áhyggjuefni ef athvarfið verði húsnæðislaust fyr- ir jól. Að meðaltali voru 3 konur og 3 börn í athvarfinu á hverjum degi á síðasta ári. Að hennar sögn hefur ásókn í Kvennaathvarfið aukist verulega og hefur þetta ár slegið öll met í nærri tveggja áratuga sögu at- hvarfsins. Allt árið í fyrra voru 350 komur skjólstæðinga athvarfsins skráðar en það sem af er þessu ári eru komurnar orðnar 450, og einn mánuður eftir. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Kvennaathvarfsins í málinu, segir að vonast hafi verið til að hægt yrði að ná samkomulagi um að sam- tökin fengju inni í húsinu með sína starfsemi þar til að annað húsnæði fengist. Krafa sé hins vegar gerð um að samtökin yfirgefi húsið strax. „Það vakti athygli að þegar systk- inin voru að biðja um afsal fyrir eigninni frá klausturreglunni þá var beðið um að það yrði stílað á hluta- félag, sem hefur þann tilgang skráð- an að standa í útgerð og fiskvinnslu, rekstri og útleigu fasteigna, lána- starfsemi, viðskiptum með verðbréf og eignaumsýslu. Samkvæmt þessu átti að fara að reka einhverja at- vinnustarfsemi í húsinu,“ segir Jón Steinar. Deilt um hús sem Samtök um kvennaathvarf keyptu af St. Jósefssystrum Beiðni fyrir héraðsdómi um að samtökin verði borin út  Yfirlýsing/49 FRAMTÍÐ sýningarsafns og hlut- verk Náttúrufræðistofnunar Ís- lands var umræðuefni Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á ársfundi stofnunarinnar í gær. Setti hann fram ýmsar hugmyndir um framtíðarstaðsetningu nátt- úruminjasafns, svo sem Laugardal, Örfirisey, Fossvogsdal, Elliðaárdal eða Perluna. „Spyrja má hvort koma mætti sýningum náttúruminjasafns fyrir fyrst um sinn í tönkunum í Perl- unni. Flestir sýningargripanna geymast best í gluggalausu hús- næði, þar sem unnt er að stýra hita og raka. Skipa mætti safninu í deildir á tanka. Þátttaka Reykja- víkurborgar er mikilvæg vegna þessa safns og sýni hún ekki áhuga á aðild að því má enn spyrja hvort unnt sé að hugsa sér Nátt- úruminjasafn Íslands með deildir eða sérsöfn í samvinnu við áhuga- sama aðila víða um land. Hugmyndir eru um að Sjóminja- safni Íslands verði dreift um byggð- ir landsins – á hið sama við um nátt- úruminjasafn? Mætti kjarni þess til dæmis verða í Sandgerði?“ spurði ráðherrann. Náttúruminjasafn Ís- lands á að verða eitt af þremur höf- uðsöfnum landsins ásamt Þjóð- minjasafninu og Listasafninu. Leitað að framtíðarhúsnæði Siv Friðleifsdóttir gerði húsnæð- ismál Náttúrufræðistofnunar að umræðuefni í ávarpi sínu og sagði nefnd nú vinna tillögur um framtíð- arstaðsetningu og skyldi hún ljúka störfum uppúr áramótum. Fundurinn fór fram á Hótel Örk í Hveragerði og var fundarsalurinn prýddur uppstoppuðum dýrum úr safni stofnunarinnar. Mátti þar líta hluta af erlenda dýrasafninu sem ekki hefur verið sýnt frá því á sjö- unda áratugnum þegar safnið var til húsa hjá Landsbókasafninu við Hverfisgötu. Ársfund stofnunarinnar sitja starfsmenn í Reykjavík og Ak- ureyri og starfsmenn náttúrustofa víða um land, auk gesta. Í gær var á fundinum rætt um skráningu, verndargildi og flokkun á nátt- úrunni og áhrif skógræktar á líf- ríki, auk þess sem Jón Gunnar Ott- ósson forstjóri flutti skýrslu um starfið. Fundinum lýkur í dag með vinnufundi starfsmanna stofnunar- innar og umhverfisráðuneytis. Morgunblaðið/Golli Milli 50 og 60 starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og ýmsir gestir sitja ársfundinn sem lýkur í dag. Náttúruminjar sýndar í tönk- um Perlunnar? Björn Bjarnason menntamálaráðherra ræddi umframtíð sýningarsafns Náttúrufræðistofnunar. ÚRSKURÐARNEFND um upplýs- ingamál hefur synjað Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanni um að- gang að fjárlagatillögum löreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002, á grundvelli upplýsingalaga. Staðfestir nefndin þar með ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Telur nefndin m.a. að með því að veita upplýsingar um fjárlagatillögur lög- reglustjórans áður en frumvarp til fjárlaga ársins 2002 hefur verið af- greitt frá Alþingi gætu þær hugsan- lega ekki náð tilætluðum árangri. Forsaga málsins er sú að Jóhanna Sigurðardóttir fór fram á í byrjun október að fá aðgang að fjárlagatil- lögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002 sem sendar voru dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vegna undirbúnings að gerð frumvarps til fjárlaga fyrir það ár. Ráðuneytið synjaði þeirri beiðni og byggði á ákvæði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sem er svo hljóðandi: „Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almanna- hagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um […] fyrirhug- aðar ráðstafanir eða próf á vegum rík- is eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýð- ingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“ Jóhanna kærði þessar niðurstöður til úrskurðarnefndar upplýsingamála og segir m.a. í kæru sinni: „Mikilvægt er, að frá því að fjárlagafrumvarp er lagt fram á Alþingi og þar til það er endanlega afgreitt hafi þeir sem um það fjalla sem besta yfirsýn og upp- lýsingar um hvað eina sem liggur að baki þeim tillögum sem stjórnvöld setja fram. Þegar fjárþörf einstakra stofnana er metin er nauðsynlegt og eðlilegt að fyrir liggi hvað viðkomandi stofnun sjálf telur fjárþörfina mikla.“ Úrskurðarnefnd upplýsingamála tekur undir rökstuðning dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og segir m.a.: „Sé almenningi veittur ótak- markaður aðgangur að fjárlagatillög- um einstakra stofnana og fyrirtækja, meðan frumvarp til fjárlaga er til meðferðar á Alþingi, er því hugsan- legt að ráðstafanir, sem fram koma í fjárlögum eða þar er gert ráð fyrir, næðu ekki tilætluðum árangri “ Er þarna vísað til 4. töluliðar 6. gr. upp- lýsingalaga. Aðgangur heimill eftir afgreiðslu Alþingis Þá segir í niðurstöðum nefndarinn- ar: „Þegar leyst er úr því álitaefni, hvort veita beri aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga með tilliti til almannahagsmuna, leikast á tvö andstæð sjónarmið. Annars vegar er um að ræða rétt almennings til að fylgjast með því sem stjórnvöld haf- ast að, og hins vegar möguleika stjórnvalda til að halda upplýsingum leyndum í þágu mikil-vægra al- mannahagsmuna. Úrskurðarnefnd lítur svo á að tekið sé tillit til beggja þessara sjónarmiða með því að stjórn- völd eigi þess kost að synja almenn- ingi um aðgang að öllum þeim gögn- um sem tekin hafa verið saman við undirbúning að gerð fjárlaga og hafa að geyma hugmyndir og ráðagerðir einstakra stjórnvalda um ráðstafanir í ríkisfjármálum, meðan frumvarp til fjárlaga er til meðferðar á Alþingi og þar til lögin hafa verið samþykkt. Eft- ir það eigi aðgangur að slíkum gögn- um alla jafna að vera heimill …“ Undir úrskurðinn rita Eiríkur Tómasson, formaður nefndarinnar, Elín Hirst og Valtýr Sigurðsson. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál Synjar um að- gang að fjár- lagatillögum GENGI íslensku krónunnar styrktist lítillega í gær þegar gengisvísitalan fór í 149,85 eftir að hafa náð enn einu sögulegu hámarkinu á miðvikudag. Lækkun vísitölunnar nam 0,1% en frá mánaðarmótum hefur vísitalan hækkað um 3,15%. Gengi bandarísks dollars var seinnipartinn í gær 109,65. Hækkun hans nemur ríflega 4,7% frá sl. mánaðamótum og 29,4% frá áramótum. Krónan styrk- ist lítillega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.