Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLAKENNARAR og foreldrar barna í tónlist- arnámi í Mosfellsbæ fjölmenntu á miðvikudag á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar til að afhenda mót- mæli þar sem lausn langvinns verkfalls tónlistarkennara virðist ekki í sjónmáli. Margir ungir tón- listarnemendur tóku þátt í mót- mælunum og komu með hljóðfæri sín sem legið hafa óhreyfð um fjögurra vikna skeið enda er enga leiðsögn að fá. Tónlistarskólakennurum hafa í heild borist á þriðja þúsund und- irskriftir, sem safnað hefur verið þeim til stuðnings í yfirstandandi kjarabaráttu. Nú er rúmur mánuður liðinn frá því að tónlistarskólakennarar fóru í verkfall. Aðgerðarleysi mótmælt Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarkennarar og foreldrar barna í tónlistarnámi afhenda mótmæli í Mosfellsbæ. NEFND forsætisráðuneytisins um opinbera eftirlitsstarfsemi sem í lok árs 1999 fékk það verk- efni að skoða fyrirkomulag mat- vælaeftirlits hér á landi hefur skilað niðurstöðum sínum. Það er meginniðurstaða nefndarinnar að núverandi fyrirkomulag matvæla- eftirlits sé óviðunandi og að eft- irlitið samræmist ekki kröfum sem gera verður um skilvirka og hagkvæma stjórnsýslu til að tryggja mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar. Þetta kom fram í svari Davíðs Oddssonar (D) forsætisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannes- dóttur (S). Forsætisráðherra sagði tillögu nefndarinnar þá að sameina stjórnsýslueftirlit með matvælum innan eins ráðuneytis og einnar matvælaeftirlitsstofnunar sem undir það ráðuneyti myndi falla. Með því móti yrði brugðist við þeim göllum sem á núverandi kerfi væru. Hann sagði þessar til- lögur hafa verið til meðferðar í ríkisstjórninni. Þar hefðu þær mikinn stuðning, enda þótt ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um undir hvaða ráðu- neyti matvælastofa mundi heyra. Þó hefðu sjónir manna beinst að sjávarútvegsráðuneytinu. Um leið væri ljóst að fara þyrfti fram upp- stokkun innan ráðuneyta í tilefni af samræmingu og tilflutningi af þessu tagi. Breytingar á lögum kynntar strax eftir áramótin Kvaðst hann vonast til þess að ríkisstjórnin mundi ljúka þessum verkefnum sínum fyrir áramót og kynna breytingar á lögum sem gera þyrfti um leið og þing kæmi saman eftir áramótahlé. Sigríður Jóhannesdóttir fagn- aði því að málið væri komið á þennan rekspöl hér á landi, enda hefði beinlínis verið hvatt til þess að þetta skref yrði stigið í svo- nefndri Hvítri bók Evrópubanda- lagsins fyrir nokkrum árum. „Ég held að það skipti gríð- arlega miklu máli fyrir markaðs- setningu íslenskra afurða í fram- tíðinni að þessi mál verði í lagi hjá okkur þannig að það veki traust að þær vörur sem við erum að flytja út hafi sætt íslensku mat- vælaeftirliti. Ég held að það muni skipta miklu máli fyrir okkur í framtíðinni og meira máli á er- lendum mörkuðum en það hefur gert hingað til,“ sagði Sigríður. Núverandi fyrirkomulag matvælaeftirlits hér á landi talið ófullnægjandi Líklegt að allt eftirlit fari undir sjávarútvegsráðuneyti LÆKNAFÉLAG Íslands, Lækna- félag Reykjavíkur, Sérfræðingafélag ísl. lækna og Félag íslenskra heim- ilislækna lýsa sig mótfallin lagafrum- varpi um breytingu á lögum um heil- brigðisþjónustu og almannatryggingar sem fjallar m.a. um forgangsröðun og hvar veita skuli heilbrigðisþjónustu. Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram í síðasta mánuði og er það nú til umfjöllunar í heilbrigðisnefnd. „Orðalag frumvarpsins um alræð- isvald ráðherra til að ákveða for- gangsröðun með óskilgreindum nauð- synlegum ráðstöfunum gengur gegn markmiðum samkeppnislaga, stang- ast á við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar og ákvæði og markmið EES- samningsins um frjáls viðskipti,“ seg- ir í lokakafla umsagnar læknafélaganna. Engar nýjar valdheimildir fyrir ráðherra í frumvarpinu Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að lög- fræðingar hafi tjáð félagsmönnum að engar nýjar valdheimildir ráðherra til handa sé að finna í frumvarpinu. Sé ljóst að tilgangurinn með flutningi frumvarpsins sé ekki lagabætur held- ur það að Alþingi samþykki þau póli- tísku markmið sem þar séu sett fram. Lagabætur myndu hins vegar felast í heildarendurskoðun á lögum um heil- brigðisþjónustu. Segir Sigurbjörn læknafélögin einnig telja mörg rök fyrir þeirri skoðun að komist stefna heilbrigðis- ráðherra í framkvæmd geti hún leitt til minni skilvirkni, lakari þjónustu, lengri biðlista og þar með lakari nýt- ingar opinbers fjár. Það geti varla verið markmið ríkisstjórnarinnar og aukin miðstýring geti varla verið markmið hennar. Í umsögn sinni segja félögin einnig að óljóst sé með hvaða hætti hagkvæmnis- og gæða- sjónarmið eigi að ráða við ákvarðana- töku um forgangsröðun verkefna í heilbrigðisþjónustu. Í frumvarpinu um breytingu á lög- um um heilbrigðisþjónustu er gert ráð fyrir að heilbrigðisráðherra marki stefnu um forgangsröðun í heilbrigð- isþjónustu, honum sé heimilt að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að framfylgja þeirri stefnu, stuðla að aukinni hagkvæmni og tryggja gæði. Þá er gert ráð fyrir að ráðherra skipi samninganefnd sem semji við sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðsluþátttöku almannatrygg- inga vegna heilbrigðisþjónustu. Læknafélögin segja að svo virðist sem fela eigi ráðherra nýjar og meiri valdaheimildir en hann hafi og séu ekki í frumvarpinu tilgreind dæmi um í hverju hinar nauðsynlegu ráðstafan- ir gætu verið fólgnar. „Í lýðræðis- þjóðfélagi verða ráðherra ekki veittar opnar og ótakmarkaðar heimildir,“ segir í umsögn læknafélaganna. Þá segir að ekki sé að finna leiðbeiningar um hvað felist í „stefnu um forgangs- röðun verkefna“ en verði það sett í lög sé nauðsynlegt að merking þeirra orða verði skilgreind í þeim sömu lög- um. Tryggingastofnun verði áfram viðsemjandi Læknafélögin leggja áherslu á að Tryggingastofnun ríkisins verði áfram viðsemjandi sjálfstætt starf- andi lækna um sjúkratryggingar og benda á að kostnaðargreining sé með því móti vel tryggð og að glatast hafi yfirsýn um ferliverk við að flytja þau úr umsjá stofnunarinnar. Í lok athugasemda sinna leggja læknafélögin áherslu á eftirfarandi: Að aukin ríkisafskipti hvort sem er í heilbrigðisþjónustu eða á öðrum vettvangi séu ekki í takt við nú- tímann, að þjónusta sjálfstætt starf- andi lækna standi þjónustu sjúkra- húsa fyllilega á sporði hvað varði faglegar kröfur og gæði, að kostnaður sjúkrahúsa vegna ferliverka sé dulinn og óvíst hvernig fjármunir sem ætl- aðir eru til þeirra nýtast og að auka þurfi fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu fremur en að draga úr henni meðal annars til að tryggja áhuga ungra lækna á að hverfa heim eftir nám er- lendis. Sigurbjörn Sveinsson segir að efni fyrirhugaðra lagabreytinga sé mjög víðfeðmt og komi margs konar hags- munir og sjónarmið til álita og athug- unar við meðferð málsins á Alþingi. Þurfi því að ætla því tíma og leggja vinnu í að skoða umsögn læknafélag- anna sem sýni breiða samstöðu í þess- ari sameiginlegu umsögn. Samtök lækna gagnrýna hugmyndir um breytingar á heilbrigðislögum Lýsa sig mótfallin lagafrumvarpinu STÖÐUGILDUM í útibúum Lands- bankans á landsbyggðinni hefur fækkað um 130 á undanförnum 10 ár- um og á sama tíma hefur stöðugildum fækkað um 200 á höfuðborgarsvæð- inu. Landsbankinn hefur á undan- förnum misserum verið að breyta rekstri útibúa til að koma til móts við breytt búsetumynstur, tækniþróum sem orðið hefur í þjónustu banka- stofnana á síðustu árum og þörfum markaðarins á hverjum stað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Nú síðast ákvað stjórn bankans að minnka opnunartíma útibúa á Norð- urlandi eystra og Austurlandi, auk þess að sameina afgeiðslur bankans á Stokkseyri og Eyrarbakka við útibú bankans á Selfossi og bjóða þess í stað afmarkaða þjónustu, sem einkum er ætlað að koma til móts við eldri borg- ara, einu sinni í viku á hvorum stað. Afgreiðslur bankans á Raufarhöfn og Kópaskeri verða framvegis opnar tvisvar í viku frá 12.30 til 16, en voru opnar alla virka daga á sama tíma, og útibú bankans á Vopnafirði og Seyð- isfirði, sem hafa verið opin frá 9.15 til 16, nema í hádeginu, verða framvegis opin frá 12.30 til 16 á virkum dögum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur útbú- um fækkað á síðustu árum. Útibúið í Bankastræti var sameinað aðalbanka í janúar 1997, útibúið við Suðurlands- braut var sameinað Múlaútibúi í apríl 2000, útibúið í Tollvörugeymslu var sameinað Austurbæjarútibúinu í júní sama ár og útibúið við Miklubraut var sameinað Háaleitisútibúi í nóvember 2000. Þetta sama ár seldi bankinn að auki 5 afgreiðslustaði á landsbyggð- inni, útibúin í Vík og á Kirkjubæjar- klaustri voru seld Búnaðarbankanum í apríl og útibúin á Patreksfirði, Bíldu- dal og Króksfjarðarnesi voru seld Ey- rasparisjóði í nóvember. Tækniþróun síðustu ára breytt þjónustu bankans Björn Líndal, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Landsbankans, segir að orsakir breytinga í rekstri útbúanna megi fyrst og fremst rekja til þess að bankinn hafi rekið of mörg útibú á liðnum árum og þá sér í lagi í Reykjavík. Fyrir fáum árum voru t.d. fjögur útibú í miðbænum en nú er að- eins afgreiðsla í bankanum á Lauga- vegi 77 og í aðalbankanum í Austur- stræti. „Á móti kemur hins vegar að bankinn er með hraðbanka víðs vegar á Laugaveginum, niðri í Lækjargötu og í Austurstræti, sem er lítið dæmi um það hvernig menn sinna viðskipt- um sínum öðruvísi en áður,“ segir Björn. Tækniþróun síðustu ára hefur breytt þjónustunni talsvert og gert viðskiptavinum kleift að sinna flestum viðskiptum með sjálfvirkum hætti. Björn segir að tala viðskiptavina bankans nálgist 25.000 sem skráðir eru notendur Einkabanka á Netinu. Þá hefur bankinn boðið fyrirtækjum þjónustu sem kallast Boðlína, þar sem hægt er að framkvæma ákveðnar að- gerðir og fá yfirlit í gegnum símalínu. Björn segir ljóst að sú þjónusta muni færast yfir á Netið og verði þá eflaust ekki minna notuð en nú er. Auk þess nota viðskiptavinir Þjón- ustuver bankans talsvert, þar á meðal eldra fólk, og kortanotkun hefur auk- ist þannig að fólk þarf ekki lengur að koma í banka til að sinna viðskiptum af því tagi, segir Björn. Hann segir að þrátt fyrir þessar breytingar muni útibúin áfram gegna lykilhlutverki í þjónustu bankans en hlutverk þeirra muni óhjákvæmilega breytast. Hagræðing í rekstri útibúa Landsbankans Stöðugildum fækkað um 330 á tíu árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.