Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að þarf ekki mikla visku og analýtíska hæfileika til að greina þann vanda sem Samfylkingin á við að etja. Samfylkinguna vantar fylgi. Svona einföld er skilgreiningin á vanda þessa flokks. Það er að stinga höfðinu í sand- inn að tala gáfulega um að „raun- verulegt fylgi“ Samfylking- arinnar sé hjá öðrum flokkum. Raunverulegt fylgi flokks er bara það fylgi sem hann nýtur. Sam- fylkingin hefur ekkert annað fylgi en það sem hún fær í skoð- anakönnunum og kosningum. Það er heimskulegt jákvæði að tala um að mikið af fylgi Samfylking- arinnar sé hjá Sjálfstæð- isflokknum. Sjálfstæðisflokk- urinn á sjálfur allt sitt fylgi, og þarf enga hjálp í þeim efnum. Það er því óþarfi að menn séu að spandera analýtískum hæfileikum sínum í að leita að „raunverulegu fylgi“ Samfylking- arinnar. Það liggur ljóst fyrir hvert þetta fylgi er – og að það er afskaplega lítið. Neyðarlega lítið miðað við öllu stóru orðin. Það þarf að lyfta höfðinu upp úr landsfundarsandinum og spyrja heiðarlega: Hvers vegna vantar Samfylkinguna fylgi? Mesta hættan, sem þessi flokk- ur stendur frammi fyrir, er að hann festist í vitund kjósenda sem flokkurinn sem vantar fylgi. Ef kjósendur fá þessa ímynd um flokkinn, þá eru öll sund lokuð. Og því miður virðist allt benda til að þetta sé að verða sú ímynd sem Samfylkingin hefur. Flokk- urinn sem vantar fylgi. (Ef fram heldur sem horfir verður þetta beinlínis að skilgreiningaratriði um flokkinn – svona eins og það að hann sé jafnaðarmannaflokk- ur). Og hver vill eyða atkvæði sínu á flokk sem fær aldrei nóg fylgi? Þannig er Samfylkingin við það að lenda í – ef hún er þá ekki þeg- ar lent í – vítahring, sem erfitt getur orðið að brjótast út úr, og ekki einu sinni hinn allra besti landsfundur getur bjargað nokkru, því að þeir sem myndu svo gjarnan vilja kjósa alvöru krataflokk eru komnir með í koll- inn þá mynd af Samfylkingunni að hún sé máttvana flokkur, við það að veslast upp af fylgisskorti. Því er það, að Samfylkingin á um tvo kosti að velja. Annars vegar að hætta öllum stórflokks- draumum og verða bara aftur litli ljúfi Alþýðuflokkurinn – alvöru krataflokkur, þótt lítill sé. Hins vegar á Samfylkingin þann kost að sparka duglega í afturendann á sér, reka upp alvöru stríðsöskur og gefa Sjálfstæðisflokknum vel á kjaftinn. Fyrri kosturinn er að því leyti betri, að það þarf ekki að breyta neinu að ráði (nafnbreyting myndi í sjálfu sér duga) til þess að gera hann að veruleika. Seinni kosturinn hefur aftur á móti þann stóra galla að til þess að geta orð- ið eitthvað annað en rindilslegur kjaftaskur þarf Samfylkingin næringu – fylgi. Já, en hvar, en hvar? Hvar get- ur Samfylkingin fundið sína lífs- nauðsynlegu næringu áður en allt verður um seinan og hún verður sjálfkrafa að settlegum Alþýðu- flokki á elliheimilinu Fjórflokka- kerfið? Eina von Samfylkingarinnar er sú, að hún nái að gæða sér á þeim hópi kjósenda sem kallast óvirkir kratar. Já, svona eins og óvirkir alkar, nema það sem freistar óvirku kratanna er draumurinn um Frjálslynda krataflokkinn (þennan eina sanna), en þeir ótt- ast að hinn höfugi keimur og gullni litur Samfylkingarinnar sé tálsýn sem í raun og veru leiði til glötunar. Því leita óvirku kratarnir ann- að. Margir gerast lausa- fylgismenn – kjósa bara þann sem lofar mestu í það og það skiptið. Aðrir ganga í lið með hinn raunverulegu stjórnarand- stöðu – Steingrími J. og VG, ein- faldlega til að veita Sjálfstæð- isflokknum mótspyrnu. Enn aðrir segja eins og Snæfríður: Heldur þann versta en þann næstbesta, og kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Enda getur maður svo sem log- ið því að sér að Sjálfstæðisflokk- urinn sé hálfgerður krataflokkur. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alvöru krataflokkur. Hann er öllu heldur aristókrataflokkur – það er að segja, stórflokkur með arf- bundna fámennisstjórn (óligarkí). Þeir sjálfstæðisflokksmenn sem ekki tilheyra aristókratíunni sem stjórnar flokknum (og landinu) verða einfaldlega að setjast á eig- in sannfæringu og hlýða – því þeir vita að öllu skiptir fyrir flokkinn að ekki líti út fyrir að menn séu ósammála. En hvernig getur Samfylkingin þá náð í þessa óvirku krata? Það er milljónaspurningin sem enginn veit svarið við. En það verður að finna svar við henni strax – ann- ars er Samfylkingin búin að vera, og enginn leikaraskapur getur haldið lofti í blöðrunni. Ókei, það er alltaf fyrsta skref- ið í að yfirstíga vanda að við- urkenna að maður eigi við hann að etja. Það er komið. Næsta skref er að viðurkenna að maður þurfi hjálp við að leysa vandann. Samfylkingin þarf á hjálp að halda. Hún getur þetta ekki ein. Hver getur komið til hjálpar? Maður þarf ekki lengi að líta í kringum sig til að sjá, að kröftug- asti krataflokkur í heiminum núna er breski Verkamanna- flokkurinn. Samfylkingin er of langt leidd til að vera með stæri- læti. Taka upp símann og hringja: 00 44 8705 900 200 – að- alskrifstofa Verkamannaflokksins í London. Megum við koma á námskeið? Og úr því verið er að etja Sam- fylkingunni út í erfiðar játningar er best að bæta einni við – og kannski þeirri sem mestu skiptir: Samfylkinguna vantar formann. Fátt er eins gott meðal fyrir flokk, sem er að missa rænuna vegna fylgisskorts, og að fá al- vöru formann. Aftur er Verka- mannaflokkurinn lýsandi dæmi; formaður hans er athyglisverð- asti og hæfasti stjórnmálamaður samtímans. Taka upp símann aftur og hringja í númerið í London: Er Tony við? Er Tony við? Það þarf að lyfta höfðinu upp úr landsfundarsandinum og spyrja heiðarlega: Hvers vegna vantar Samfylkinguna fylgi? VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÉG VAR að lesa við- brögð fulltrúa stjórn- málaflokkanna við landsfundi Samfylking- arinnar í Fréttablaðinu í morgun, þriðjudag. Viðbrögð Steingríms J. formanns Vinstri grænna og Árna R. Árnasonar í Sjálfstæð- isflokki voru heldur betur ólundarleg með- an Guðjón Arnar þing- flokksformaður Frjáls- lynda flokksins og Kristinn H. Gunnars- son voru málefnalegir í afstöðu sinni. Mér þyk- ir vænt um mat þeirra af því það er rétt og sérstaklega virði ég jákvæða umfjöllun Kristins um Samfylkinguna en orð hans undir- strika hvernig fundurinn birtist þjóð- inni og þá staðreynd að landsfund- urinn var sterkur, að Samfylkingin er sameinuð og einhuga. Flokkur með afdráttarlausa stefnu Eftirvænting og ánægja var í fasi þeirra sem streymdu til setningarhá- tíðar og sú góða stemmning hélst all- an fundinn. Því hefur verið fleygt að Samfylkingin hafi ýtt óþægilegri um- ræðu til hliðar og lagt upp úr ásýnd. Því fer fjarri. Fyrir lágu drög að stjórnmálaályktun sem tók á öllum þáttum í stefnu flokksins. Auk þess voru settar fram ályktanir og tillögur um lagabreytingar. Eftirtekt vakti hve fundarseta var stöðug og áhugi manna á málefnum mikill. Það skorti ekkert á öflug skoðanaskipti og fjöl- menni var við atkvæðagreiðslu um málin. Öllum var ljóst hvernig þessi flokkur ætlaði að vinna. Að hafa góð skoðanaskipti, gefa málum viðunandi umfjöllun, komast að niðurstöðu og una henni. Sú niðurstaða er stefna flokksins og það er ekki dauðasynd að vera annarrar skoð- unar en flokkurinn í einstökum málum. Þessi flokkur ætlar ekki að beygja neinn undir flokksaga. Lýðræðisleg vinnubrögð verður hans aðalsmerki. Er alltaf leitað að átökum? Tvö mál hafa verið nefnd sem dæmi um átök sem Samfylkingin hafi ekki treyst sér til að leiða til lykta. Af- staða til aðildarum- sóknar og nafn flokks- ins. Samfylkingin var upphaflega vinnuheiti sameiginlegs framboðs. Mörgum er nú farið að þykja vænt um þetta nafn meðan öðr- um þykir sem formleg ákvörðun um framtíðarnafn hafi ekki verið tekin og að skírskotun skorti í nafnið. Eðlileg sjónarmið sem sett voru í farveg og munu fá formlega afgreiðslu. Á föstu- dagskvöld sátu á annað hundrað manns í málstofu og ræddu Evrópu- mál. Frá ýmsum sjónarhornum, með og á móti. Málefnalega og af áhuga. Alþjóðaritari danskra jafnaðar- manna var gestur okkar. Hann sagði það áhrifaríkt að fjöldi flokksmanna sæti seint á föstudagskvöldi og ræddi kosti og galla Evrópusambandsaðild- ar af slíkum áhuga en jafnframt yf- irvegun. Evrópuúttektin, skýrsla sem forystan lét vinna í kjölfar fund- araðar um málið, fylgdi fundargögn- um landsfundar. Þeir sem höfðu tekið þátt í þeirri vinnu voru tilbúnir að taka afstöðu. Aðrir vildu eðlilega kynna sér skýrsluna. Að sjálfsögðu gefur flokkur eins og okkar flokks- fólkinu tækifæri til að fjalla um úttekt sem fyrir liggur og mynda sér skoð- un. Þannig verður afstaða flokksins afdráttarlaus og lýðræðisleg. Sterkar rætur en ný hugsun Stóra fréttin að loknum landsfundi er að sameining jafnaðarmanna lukk- aðist. Hugmyndin um að ná öllum vinstri mönnum saman var greinilega ekki raunhæf með tilliti til framvindu mála. Of mikið skilur á milli þeirra sem lögðu upp í verkefnið með nýja hugsun að leiðarljósi og hinna sem skoruðust undan á lokasprettinum. Þeir sem sátu landsfundinn okkar vita að sameining jafnaðarmanna er orðin staðreynd. Skoðanamunur eða ágreiningur um einstök mál skipaðist ekki eftir gömlum flokkslínum. Við erum jafnaðarmenn heyrðist úr öll- um áttum ekki síður hjá þeim sem ekki vildu hrófla við nafninu. Já, okkur jafnaðarmönnum líður vel. Óbilgjarnar árásir andstæðinga og endalaus áróður um innri ágrein- ing, óljósa stefnu og skort á stuðningi við formann flokksins eru að engu orðnar. Jafnaðarmenn hafa sýnt að þeir standa með sterkar rætur í þeirri fortíð flokka sinna sem byggð- ist á jafnrétti félagshyggju og kven- frelsi, að þeir þora að stokka upp og horfa til nýrrar framtíðar þar sem þeir ætla að verða virkir þátttakend- ur. Þessi flokkur er í fínu lagi. Samfylkingin er sterkur flokkur Rannveig Guðmundsdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Stjórnmál Stóra fréttin að loknum landsfundi er, segir Rannveig Guðmundsdóttir, að sameining jafnaðar- manna lukkaðist. ÞAÐ er ekki alltaf tekið út með sældinni að eldast, þótt sumum finnist efri fullorðinsár vera harla góður tími ævinnar. Líklega finnst þó fleirum eins og „skáldinu Tómasi“, að þeir „nenna einskis að njóta og nefna það viljaþrek“. En það þýð- ir, m.ö.o., að við erum hætt að gera eitthvað sem við þurfum hugs- anlega að skammast okkar fyrir, eða hvað? Nú er það svo að fleiri og fleiri ná þessum eft- irsóknarverða syndum skerta aldri, en sá böggull fylgir því skammrifi, að í stað syndanna sækja á okkur ýmsir kvillar, sem við þurf- um að leita til almannatrygginga- kerfisins, lækna sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva til að láta lagfæra, stundum með aðgerðum og stundum með lyfjum. Þá missa sum okkar sem náum þessum syndum skerta aldri hæfni til að uppfylla eigin þarfir, and- legar sem líkamlegar. Við þurfum umönnun og við ætlumst til að sú umönnun sé veitt af velferðar- kerfinu, sem flest okkar hafa lagt meira eða minna af mörkum til um ævina með sköttunum okkar. Til- mæli okkar eru aðeins að við fáum notið framlags okkar til samneysl- unnar meðan við vorum aflögufær, svo að við þurfum ekki að fyllast sektarkennd, þegar við neyðumst til að að sækja um endurgreiðslu á hluta af framlagi okkar, líkt og þegar við í æsku gengum aðeins of hratt um gleðinnar dyr. Sérstaklega þegar af- brot okkur eru þau ein að hafa lifað of lengi. Uppúr miðju hvers árs upphefst með land- stjórnarmönnum harmagrátur sem heit- ir fjárlagagerð. Hæstu raddirnar í grátkórnum skipa fjármálaráðherra og formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, en öf- ugt við aðra kóra held- ur kórstjórinn, þjóð- þekkt sálmaskáld, sig til hlés. Kórinn syngur sama sálminn ár eftir ár og innihaldið í fagnaðarboðskapn- um er að þjóðin sé of eyðslusöm og nú þurfi að spara. Þá komum við að sektarkenndinni. Hverjar eru eyðsluklærnar? Þeir eru alltaf hinir sömu, námsmenn, sjúklingar, öryrkj- ar og gamalmenni. Velferðin er að sliga þjóðina. Því verður að hagræða og spara í velferðarkerfinu. Höf. tel- ur sig vera sæmilega kunnugan í heilbrigðiskerfinu, bæði sem starfs- maður og neytandi. Hann fullyrðir að sú starfsemi sem þar er rekin sé góð, svo langt sem hún nær, en það er eitthvað að því hún fer árlega hundr- uð milljóna framúr áætlun. Aðal- ástæður eru tvær. Fjárþörfin er van- áætluð og áherslurnar eru ekki réttar. Við áætlanagerð þarf að reikna með nýjum lyfjum og nýjum lækningaaðferðum, sem af ástæðum sem ekki verða ræddar hér eru oftast dýrari en þær sem fyrir eru. Þá verð- ur að gera ráð fyrir launabreyting- um. Skoðum svo áherslurnar. Það liggur í hlutarins eðli að þær eiga að stjórnast af þörfum. Hverra þarfir eru brýnastar? Um það má vissulega deila, en fæstir munu þó mótmæla því að það er brýnna að hlynna að öldruðum og sjúkum en að fjölga starfsliði og byggja utanum skrif- stofubákn heilbrigðisþjónustunnar, sem þenst út í öfugu hlutfalli við virknina. Aldraðir hafa sýnt stjórnmála- mönnum takmarkalitla þolinmæði á tímum góðæris, en þeir hafa skákað í því skjóli að aldraðir hafa ekki verk- fallsrétt og eru sjúklega flokkshollir. En deigt járn má brýna svo bíti og þegar farið er að ræða það í alvöru, að auk þess að borga meira og meira fyrir lyfin sín skuli þeir greiða að- gangseyri að heilbrigðisstofnunum landsins, er tímabært að skoða þann kost að aldraðir stofni eigin stjórn- málaflokk. Aldraðir og heilbrigðiskerfið Árni Björnsson Aldraðir Tilmæli okkar eru að- eins þau, segir Árni Björnsson, að við fáum notið framlags okkar til samneyslunnar meðan við vorum aflögufær. Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.