Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Moulin Rouge Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Söng- og dans- amynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn athygl- isverðasti kvikmyndagerðarmaður samtím- ans sem sættir sig ekki við neinar málamiðl- anir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. Smárabíó, Regnboginn. Requiem for a Dream/ Sálumessa draums Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Darren Aro- nofsky. Aðalleikendur: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connelly. Áhrifaríkasta mynd ársins til þessa. Aronofsky galdrar fram frá- bært samspil mynda og tóna um leið og hann segir átakanlega sögu með frábærum leikurum. Sambíóin. The Others Spænsk/frönsk/bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Alejandro Amenábar. Nicole Kid- man, Fionula Flanagan, Christopher Eccle- ston, Alakina Mann, Eric Sykes. Meistara- lega gerð hrollvekja sem þarf á engum milljóndalabrellum að halda, en styðst við einfalt, magnað handrit, styrkan leik, kvik- myndatöku og leikstjórn. Umgerðin afskekkt- ur herragarður, persónurnar dularfullar, efnið pottþétt, gamaldags draugasaga með nýju, snjöllu ívafi. Háskólabíó, Sambíóin. Italiensk for begyndere / Ítalska fyrir byrjendur Dönsk. 2001. Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig. Aðalleikendur: Anders W. Berthel- sen, Anette Stövebæk, Ann Eleonora Jörg- ensen. Ný kvikmynd unnin eftir Dogme 95 forskriftinni, frá dönsku leikstýrunni Scherfig. Frábær saga, rómantísk og alvöruþrungin í senn, sem framreidd er af dönskum úrvals- leikurum. Regnboginn. Monsoon Wedding/Storma- samt brúðkaup Indversk/bandarísk. 2001. Leikstjóri: Mira Nair. Aðalleikendur: Naseenruddin Shah, Vijay Raaz. Angurvær og ljóðræn mynd sem öll gerist í kringum brúðkaup einkadótturinn- ar í miðstéttarfjölskyldu í Delhi. Falleg og fyndin mynd þar sem misnotkun bregður skugga á gleðina. Laugarásbíó. Shadow of the Vampire/ Skuggi vampírunnar Bandarísk. 2000. Leikstjóri: E. Elias Mer- hinge. Aðalleikendur: John Malkovich, Wil- lem Dafoe, Udo Kier. Bráðsnjöll, hrollvekj- andi og fyndinn útúrsnúningur á klassíkinni Nosferatu eftir Murnau. Var Max Schreck raunveruleg blóðsuga? Sambíóin. Brauð og túlípanar /Pane e Tulipani Ítölsk. 2000. Leikstjóri: Silvio Soldini. Aðal- leikendur: Lisia Maglietta, Bruno Ganz. Líf ítalskrar húsmóður tekur stakkaskiptum þeg- ar hún stendur uppi ein í Feneyjum. Fyndin og hjartnæm mynd með dásamlegri aðalleik- onu.  Háskólabíó Elling Noregur. 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nor- din, Pia Jacobsen. Norsk mynd um tvo létt- geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir að- alpersónunum.  Háskólabíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik- stjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur náð sterkum tökum á kvikmynda- legum frásagnarmáta. Frammistaða Mar- grétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær.  Háskólabíó, Sambíóin. Og mamma þín líka/Y Tu Mama Tambien Mexíkósk. Leikstjórn og handrit: Alfonso Cuarón. Aðalleikendur: Maribel Verdú, Diego Luna. Kröftug kvikmynd mexíkóska leikstjór- ans Alfonso Cuarón, sem vann tilverðskuld- aðra verðlauna á Feneyjahátíðinni fyrir stór- merkilegt handrit.  Regnboginn. America’s Sweethearts / Ást- sælu turtildúfurnar Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joe Roth. Hand- rit: Billy Crystal. Aðalleikendur: Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones. Bráð- skemmtileg ádeila á ímyndamótun og fjöl- miðlasýki í Hollywood-bransanum, skrifuð og leikstýrt af mönnum sem vita hvað þeir eru að tala um. Frábærum leikurum er raðað af kostgæfni allt niður í smæstu hlutverk.  Laugarásbíó, Stjörnubíó. American Pie 2 Bandarísk. 2001. Leikstjóri J.B. Rodgers. Handrit: Adam Herz. Aðalleikendur: Jason Biggs, Shannon Elizabeth, Chris Klein. Beint framhald á kynórum menntaskólanema er fyrri myndinni sleppir. Græskulaus aula- og neðanmittisfyndni flutt af sama, góða ung- leikaragenginu.  Sambíóin. Angel Eyes/Vökul augu Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Luis Mandoki. Aðalleikendur: Jennifer Lopez, Jim Caviezel, Sonia Braga. Hér er ekki á ferðinni spennu- mynd, heldur dramatísk sálarlífsstúdía, þar sem harður veruleiki glæpaborgarinnar Chi- cago liggur í bakgrunni. Jennifer Lopez á sterkan leik.  Sambíóin. Bridget Jones Diary Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharom Maguire. Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broadbent. Sagan um ástamál Bridget verð- ur að hæfilega fyndinni, rómantískri gam- anmynd. Zellweger gerir margt gott í titilhlut- verkinu.  Háskólabíó. Joy Ride Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Dahl. Handrit: Clay Tarver. Aðalleikendur: Steve Zahn, Paul Walker, Leele Sobieski. Spennu- mynd um þrjá félaga á ferðalagi. Ágætir leik- arar, frekar metnaðarlaus, en virkar þó sem spennumynd.  Regnboginn. Pétur og kötturinn Brandur Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam- insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd. Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru við- kunnanlegir og uppátektarsamir.  Smárabíó, Laugarásbíó. Rugrats in Paris Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist, Paul Demyer. Handrit: J. David Stem. Ísl. leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdótt- ir, Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en fullfyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit að mömmu handa vini sínum.  Sambíóin, Háskólabíó. Yamakasi Frönsk. 2001. Aðalleikendur: Charles Per- riere, Laurent Piemontesi. Ungir, franskir slæpingjar og húsaklifrarar gerast innbrots- þjófar til bjargar mannslífi. Lágkúra að und- anskildum vel útfærðum áhættu- og átakaat- riðum. Regnboginn. Lucky Numbers Bresk. 2001. Leikstjórn: Nora Ephron. Hand- rit: Adam Resnick. Aðalleikendur: John Tra- volta, Lisa Kudrow. Svört grínmynd sem gengur ekki upp; lélegir brandarar, morð og græðgi. Travolta og Kudrow skiljanlega ekki nógu skemmtileg. Háskólabíó. Evil Woman Bandarísk. 2001. Aðalleikarar: Amanda Peet, Steve Zahn, Jason Biggs, Jack Black. Lapþunn aulamynd um þrjá bjálfa og kven- skratta. Af myndinni að dæma stefna aula- brandarabankar í gjaldþrot.  Stjörnubíó. The Musketeer Bandarísk. Leikstjórn: Peter Hyams. Aðalleik- endur: Justin Chambers, Tim, Roth, Stephen Rea, Catherine Deneuve. Þessi enn ein út- gáfan af sögunni um Skytturnar þrjár eftir Dumas er flöt, fyrirsjáanleg og hreinlega leið- inleg. Ágætis leikarar fá engu áorkað.  Laugarásbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Requiem for a Dream þykir „áhrifa- ríkasta mynd ársins til þessa,“ að mati kvikmyndagagnrýnenda Morgunblaðsins. – Oddný Kristín Guðmundsdótt- ir? „Já.“ – Þú ert aðalleikkonan í Gæsa- partíi? „Já.“ – Og leikur gæsina Freyju? „Já.“ – Ég heiti Hildur Loftsdóttir og er að hringja í þig frá Morgun- blaðinu. Má ég taka viðtal við þig? „Ja, ég er nú að vinna verkefni hér í skólanum.“ – Í hvað skóla ertu? „Ég er að læra viðskiptafræði á Bifröst. Jú, jú, þú getur alveg tekið viðtalið.“ – Flott. Ertu farin að kvíða frum- sýningunni í kvöld? „Svolítið, en hlakka líka til.“ – Ertu leikkona, hvernig er það? „Nei, ég er ekki leikkona. Við er- um allar ólærðar sem leikum í myndinni. Ég hef einu sinni tekið þátt í uppsetningu hjá áhugaleik- félaginu heima í sveitinni. Það var eina reynslan sem ég hafði. Ég er frá Hvanneyri en hinar eru allar úr Borgarnesi eða frá Akranesi.“ – En hvernig kom þetta til? „Það var hringt í mig og margar aðrar stelpur og konur hér á svæð- inu, og við vorum beðnar um að koma á fund því það átti að fara að taka upp mynd. Við héldum að það væri verið að leita að aukaleikurum í eitt lítið hópatriði og við þyrftum ekki að segja neitt, en svo kom allt annað í ljós.“ – Og leikstjórinn Böðvar Bjarki Pétursson valdi þig í aðalhlutverk- ið? „Já,“ svarar Oddný og hlær. – Hvernig fannst þér það? „Ég varð rosalega hissa á þessu og er það ennþá,“ segir hún, enn hlæjandi. Svakalegt ævintýri – Hvenær var myndin tekin upp? „Hún var tekin upp í júlí, á einni viku.“ – Var þetta skemmtilegt? „Já, rosalega gaman. Þegar mað- ur hefur aldrei komið nálægt kvik- myndagerð þá er svakalegt ævin- týri að sjá hvernig bíómynd verður til.“ – Og ekki verra að vera í aðal- hlutverkinu um leið... „Nei. Það var mjög skrýtið.“ – Þú hefur aldrei efast um frammistöðu þína? „Jú, jú. Ég er ennþá taugaveikl- uð yfir því. Maður bara gerði sitt besta og þeir hjálpuðu manni í gegnum myndina og þetta var mjög gaman.“ – Þú leikur á móti einum lærðum leikara. „Já, Magnús Jónsson leikur bróð- ur hennar Freyju sem ég leik, og hann var eini atvinnuleikarinn í myndinni. Það var gaman að leika á móti honum, og reyndar öllum hin- um stelpunum líka en þrjár þeirra voru einnig í mjög stórum hlut- verkum.“ – Þekktust þið stelpurnar eitt- hvað fyrir? „Ég kannaðist við þær allar. Við vorum sextán og flestar stelpurnar þekktust á einn eða annan hátt. En núna er ég búin að kynnast þeim mjög vel og við ætlum að halda hópinn. Við tölum alltaf saman og ætlum að hittast reglulega og halda partí.“ Svolítið gróft gæsapartí – Finnst þér sagan vera góð? „Já, og mér finnst mjög gaman að einhverjum hafi dottið í hug að gera mynd um gæsapartí. Þetta verður fróðlegt fyrir aðra að sjá.“ – Finnst þér persónurnar vera raunverulegar? „Já, ég held að þetta verði rosa- lega raunverulegt, því við vorum látnar læra texta, en stór hluti af þessu er bara spuni. Þannig að með spunanum verður það mjög eðlilegt. Eða ég held það.“ – Er þá smá Oddný Kristín í Freyju? „Nei, þetta er ekki ég sem ég er að leika. Það voru ýmsir hlutir sem maður gat sótt í sjálfan sig, en maður var að leika aðra manneskju, svo þetta er ekki ég.“ – Lýsir myndin dæmigerðu ís- lensku gæsapartíi vel? „Ja, það eiga nú áreiðanlega eftir að vera skiptar skoðanir á því, en ég held það. Þetta er svolítið gróft gæsapartí, en íslenskar stelpur geta verið svo- lítið grófar. Og það er svaka mikið stuð, eins- og er í íslenskum kvennapartíum og ég held að þetta sé góð lýsing á því.“ – Ertu nokkuð orðin afhuga gæ- sapartíum eftir þessa reynslu? „Það er spurning... Annars var ég að segja við stelpurnar að ef ég gifti mig einhvern tímann þá yrðu þær að gjöra svo vel að gæsa mig. Það var svo mikið fjör hjá okkur. Það verður áreiðanlega líka rosa- lega gaman hjá okkur í frumsýning- arpartíinu í kvöld.“ – Góða skemmtun! „Takk.“ Rosalega raunverulegt Geðveikt stuð í Gæsapartíi. Bróðir Freyju er ekki alveg sáttur við veisluhöldin. Magn- ús og Oddný Kristín. Oddný Kristín og Berglind Bára Bjarna- dóttir í hlutverkum sínum. Ýmsilegt gengur á í ís- lenskum gæsapartíum og nú fær lýðurinn inn- sýn í það. Hildur Lofts- dóttir hringdi í Freyju sem er rækilega gæsuð. hilo@mbl.is Kvikmyndin Gæsapartí frumsýndi i rtí fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.