Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 49 ✝ Sigríður Jónas-dóttir fæddist á Lindargötu 8, Reykjavík, 18. sept- ember 1916. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jónas P. Magnússon, bók- bindari í Reykjavík, og Guðbjörg Gísla- dóttir frá Viðborði á Mýrum. Sigríður var elst sjö systkina. Þau eru Hólmfríður, Jón, d. 1918, Karl, Birgir, Ragnar, d. 1958, og Páll. Sigríður giftist árið 1936 Guð- laugi Bjarnasyni húsgagnabólstr- ara, f. 15.10. 1910, d. 22.2. 1963. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru Jónas Páll, f. 27.1. 1939, og Bragi Munan, f. 27.9. 1940. Árið 1945 hóf Sigríð- ur búskap á Nýbýla- vegi 40 í Kópavogi með Ágústi Kjart- anssyni verkamanni, f. 30.8. 1911, d. 27.11. 1995. Synir þeirra eru Hilmar, f. 21.7. 1942, Leó Svan- ur, f. 6.9. 1945, og Ágúst Örvar, f. 20.8. 1951. Árið 1965 fluttist Sigríður til Reykja- víkur og bjó þar alla tíð og stund- aði ýmis störf. Síðastliðin tvö ár dvaldi hún á Grund. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við kveðjum ömmu okkar, sem er borin til grafar í dag, með miklum söknuði. Amma mín, þegar við vorum lítil og áttum heima í Skerjafirðinum vorum við svo heppin að þú bjóst þá hjá okkur. Þú varst alltaf tilbúin að segja okkur sögur eða sýna okkur eitthvað sniðugt og þegar mamma og pabbi fóru eitthvað þá þurftum við ekki að hafa áhyggjur því þú varst hjá okkur. Þegar við fluttum til Ólafsfjarðar þá varstu svo langt í burtu frá okkur en þú vílaðir ekki fyrir þér að koma að heimsækja okkur norður þegar þú gast. Svo þegar við þurftum að fara í skóla í bænum þá fengum við að dvelja hjá þér langtímum saman og við höfðum það svo gott hjá þér og þú hafðir mikla ánægju af því að hafa okkur hjá þér. Þú varst alltaf að prufa einhverja nýja grænmetisrétti sem voru svo góðir og maður lærði mikið af því að borða jurtafæði. Svo þegar kom að vítamínum og hollustu varstu á heimavelli og hafðir gaman af því að fræða mann um það. Þú valdir aðeins það besta og ferskasta þegar kom að matarinnkaupum og fylgdist vel með dagsetningum. Þú varst svo dugleg í höndunum, alltaf að sauma heilu kjól- ana og pilsin og heklaðir og prjónaðir af mikilli list, og það voru ófá skiptin sem við systurnar fengum að fara í fataskápinn og máta heilu dressin þín og skartið og héldum tískusýningar sem vöktu mikla kátínu hjá þér. Þú varst líka mikið fyrir tónlist og spil- aðir mikið á píanóið þitt, hugljúfar melódíur. Og í seinni tíð þegar við þurftum að koma í bæinn og versla á Laugaveg- inum þá áttirðu heima í miðbænum og þá var alltaf gott að koma við hjá þér í kaffi og spjall. Já, það var alltaf gaman að koma til þín, amma mín. Svo góð og hlýleg eins og þú varst, alltaf tilbúin að hlusta á vandamál okkar og gleðjast með okkur þegar vel gekk. Guð geymi þig, elsku amma mín, og varðveiti. Minningin lifir. Dagný, Dalrós, Bjarni, Jónas og Sigríður Agnes. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá en þá er fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má. (Bj. Thor.) Látin er systir mín nýlega orðin 85 ára. Í mínum huga Sigga systir. Ég hugsa til baka og minnist okkar ungu ára. Sigga alltaf stóra systir, skjól mitt og skjöldur. Þó var aðeins ár á milli okkar. Sigga var mikill náms- og lestrarhestur, alltaf efst í sínum bekk í barnaskóla. Síðar í Kvennaskóla Reykjavíkur fékk hún viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Hún las alla tíð mikið, alveg fram á seinustu ár. Systir mín lærði ung að leika á orgel, fyrst hjá Bjargeyju Pálsdóttur á Skólavörðustíg og síðar hjá Hönnu Guðjónsdóttur, kunnum píanóleik- ara. Systir mín bjó að því alla ævi sem hún hafði lært. Seinna eignaðist hún píanó. Seinustu árin átti hún hljóm- borð. Alltaf voru nóturnar hennar við höndina og gripið í að spila alveg þar til hún vistaðist á Grund vegna heilsubrests fyrir u.þ.b. tveimur ár- um. Systir mín giftist ung og eign- aðist fimm syni. Allir eru bræðurnir sérstaklega vandaðir menn og dreng- ir góðir. Þeir eru kvæntir góðum kon- um og eiga efnileg vel menntuð börn sem hafa stofnað fjölskyldu nema næstelsti bróðirinn sem hefur átt við heilsuleysi að stríða frá unga aldri. Þessi stóra fjölskylda er mjög sam- heldin. Miðbæjarstúlkan flutti í Kópavoginn og var það erfitt á þeim árum og oft þröngt í búi en dreng- irnir uxu úr grasi. Tímarnir breyttust og konur fóru að vinna úti og aftur lá leiðin í miðbæinn. Systir mín var við- kvæm, hreinskilin og stolt og ekki allra. En hún var vinur sem hægt var að treysta. Hún kunni ekki að sýnast. Að leiðarlokum, hvíldu í friði elsku systir. Seinna munum við sitja saman eins og forðum, þú að spila, ég að syngja. Í hjarta mínu býr söknuður og þakklæti fyrir svo ótalmargt sem við áttum sameiginlegt frá okkar löngu liðnu ungu dögum. Guð geymi þig í ljósinu. Ég hef vorfugls vængi borið vængjum lyft á mér ég finn eitt sinn kemur aftur vorið upp ég svíf í himininn. Og þótt augun tárum fyllist upp ég vængjum lyfti þá aftur mun ég, ég þó villist æskugleði horfna sjá. (Höf. ók.) Ykkur frændum mínum og fjöl- skyldum ykkar sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið ykkur bless- unar á ókomnum árum. Hólmfríður Jónasdóttir. SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing Auðar Ein- arsdóttur, dóttur Einars heitins Sigurðssonar útgerðarmanns, og eiginmanns hennar, Árna B. Erl- ingssonar, sem höfðu fengið sam- þykki systkina Auðar um að flytja inn í húsnæðið sem Kvennaat- hvarfið keypti af St. Jósepssystr- um. Fyrirsögn er blaðsins en milli- fyrirsagnir eru þeirra: Brigðir St. Jósepssystra Málavextir eru þeir að í nóv- ember í fyrra keypti Kvennaat- hvarfið hús miðsvæðis í borginni af St. Jósepssystrum, sem fluttust af landi brott skömmu síðar. Hús- ið höfðu systurnar keypt af erf- ingjum Einars Sigurðssonar út- gerðarmanns fyrir u.þ.b. tveimur áratugum, með þeirri kvöð að þeir síðarnefndu ættu forkaupsrétt að húseigninni yrði hún seld aftur. Þetta ákvæði kaupsamnings og þinglýsts afsals brutu St. Jóseps- systur þegar þær seldu Kvenna- athvarfinu húsið. Nokkrum dög- um eftir undirritun kaupsamnings Kvennaathvarfsins og St. Jóseps- systra komust forkaupsréttarhaf- ar á snoðir um samninginn og kröfðust réttar síns, þ.e.a.s. að forkaupsréttarákvæði þinglýsts afsals yrði virt, nýlegur kaup- samningur ógiltur og erfingjar Einars Sigurðssonar fengju húsið keypt. Mörgum til mikillar furðu sneru St. Jósepssystur og Kvennaat- hvarfið bökum saman og tilkynntu að þau myndu reyna í sameiningu að verjast kröfum erfingjanna. Á þessum tímapunkti er ljóst að tjón hefði orðið hverfandi ef gengið hefði verið að sanngjörnum kröfum stefnenda. Stjórn Kvennaathvarfs- ins valdi aðra leið, sennilega sam- kvæmt ráðleggingu lögmanns síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Þóknanlegur kaupandi Þegar umleitanir erfingja Einars Sigurðssonar, um að fá forkaups- réttinn viðurkenndan, báru engan árangur stefndu þeir St. Jóseps- systrum til að standa við gefið lof- orð og Kvennaathvarfinu til að þola ógildingu nýgerðs kaupsamn- ings um áðurnefnt hús. Vörn stefndu byggðist annars vegar á að um gleymsku forsvarsmanns St. Jósepssystra hefði verið að ræða, ekki hefðu komið fram upplýsingar um forkaupsréttinn á veðbókar- vottorði auk þess sem kaupandinn, þ.e. Kvennaathvarfið, væri þeim sérstaklega þóknanlegur! Samt sem áður viðurkenndi forsvars- maður St. Jósepssystra að hafa haft gamla afsalið undir höndum. Hins vegar héldu forsvarsmenn Kvennaathvarfsins því fram að þeim hefði verið ókunnugt um þetta samningsatriði milli erfingja Einars Sigurðssonar og St. Jós- epssystra, auk þess sem þeim yrði bakað óverðskuldað tjón ef kaup- samningur þeirra yrði ógiltur. Stefnendur töldu einfaldlega að St. Jósepssystrum bæri að standa við samning um forkaupsrétt og ef Kvennaathvarfið yrði fyrir tjóni af þeim sökum bæru St. Jósepssyst- ur, og eftir atvikum fasteignasala sú er um söluna sá, skaðabóta- ábyrgð. Um þátt fasteignasalans Fyrir héraðsdómi báru nokkrir menn vitni, þ.ám. þeir Sverrir Kristinsson og Guðmundur Sigur- jónsson frá fasteignasölunni Eignamiðluninni. Sverrir greindi frá því að hann teldi víst að við gerð kaupsamnings milli St. Jós- epssystra og Kvennaathvarfsins hefði legið fyrir eldra afsal Ein- arsbarna til St. Jósepssystra, þar sem forkaupsréttar væri getið. Að öðru leyti var framburður Sverris með þeim ólíkindum að eftir að hann yfirgaf vitnastúku bað lög- maður Kvennaathvarfsins um að litið yrði fram hjá vitnisburði hans. Hitt vitnið frá fasteignasölunni, Guðmundur Sigurjónsson, sem flestir þekkja fyrir skarpskyggni við skákborðið og ótrúlegt minni, enda einn af fáum stórmeisturum skáklistarinnar í heiminum, sagðist sjálfur hafa útbúið kaupsamning- inn milli St. Jósepssystra og Kvennaathvarfsins en ekki muna hvort umrætt afsal hefði legið fyr- ir. Má þó nærri geta hvort hann hefur ekki reynt að átta sig á hlut- unum þegar málið kom upp nokkr- um dögum eftir að hann gerði um- ræddan samning. Kvennaathvarfið hefur starfsemi í húsinu Forkaupsréttarhafar höfðuðu þegar mál til staðfestingar kaup- rétti sínum er þeir fréttu af sölunni til Kvennaathvarfsins, aðeins nokkrum dögum eftir gerð samn- ingsins. Þeir kröfðust lögbanns á afhendingu hússins til Kvennaat- hvarfsins, sem ekki fékkst staðfest. Kvennaathvarfið hóf síðan starf- semi í húsinu meðan málaferlin stóðu yfir, þrátt fyrir að lögmanni þeirra, Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, hljóti að hafa verið það ljóst frá upphafi að til þess gæti komið að málið tapaðist. Verður þetta að teljast vafasöm ráðstöfun, bæði vegna vandræða við að flytja starfsemi snögglega úr húsi þar sem varla var búið að koma henni almennilega fyrir og ekki síður vegna óþæginda sem næstu íbúar kynnu að verða fyrir ef þeir ynnu málið. Er þetta reynd- ar komið á daginn. Dómur Hæstaréttar Eftir að hafa tapað málinu í und- irrétti unnu erfingjar Einars Sig- urðssonar málið í Hæstarétti. Var þar reyndar sett sérstaklega ofan í við fasteignasöluna fyrir óvönduð vinnubrögð. St. Jósepssystur voru dæmdar til að selja og afsala stefn- endum húsinu. Töfðu nú systurnar málið í nokkrar vikur en eftir að stefnendur höfðu greitt húsið og fengið afsal fyrir því eru þeir í vandræðum með að fá Kvennaat- hvarfið til þess að flytja út. Nú eru liðnir meira en tveir mánuðir frá dómi Hæstaréttar og ekkert fararsnið sést enn á Kvennaathvarfinu. Það situr því sem fastast í húsi sem það á ekkert í, í fullkominni óþökk eigendanna. Þeir hafa því ekki annað úrræði en að höfða útburðarmál, væntanlega á kostnað Kvennaathvarfsins. Hvað vakir fyrir stjórn Kvennaathvarfsins? Nú hefur frést að Kvennaat- hvarfið hafi keypt annað hús, sem það fær ekki afhent fyrr en eftir hálft ár. Stefnir stjórn Kvenna- athvarfsins að því að sitja sem fastast á húsinu þangað til? Eins og staðan er nú eftir dóm Hæsta- réttar, og eftir að stefnendur hafa greitt húsið að fullu, er ljóst að Kvennaathvarfið er að baka fólki óverðskuldað tjón, fólki sem sam- kvæmt dómi Hæstaréttar hafði all- an rétt til hússins, barðist gegn því að Kvennaathvarfið flytti í húsið og hefur rekið málið allan tímann með það í huga að fá húsið sem fyrst aftur. Getur stjórn Kvennaathvarfsins réttlætt þvílíkan yfirgang? Ætlar stjórn Kvennaathvarfsins enn að ota samtökunum í kostnaðarsöm málaferli til þess eins að geta setið sem hústökufólk í húsinu í nokkrar vikur?“ Húsið selt með for- kaupsréttarákvæði Yfirlýsing Auðar Einarsdóttur og Árna B. Erlingssonar ÞRÍR karlmenn á tvítugs- og þrí- tugsaldri voru í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær dæmdir í fimmtán, tutt- ugu og þriggja mánaða fangelsi hver fyrir ýmis brot, m.a. fyrir innbrot í fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík á þessu ári þar sem þeir stálu tölvum, símum, geislaspilurum og fleiri hlut- um fyrir samtals að verðmæti rúm- lega ellefu milljónir króna. Mennirn- ir játuðu allir fyrir dómi brot sín og hafa munirnir sem þeir stálu flestir komist til skila. Í dómnum kemur fram að þeir tveir sem hlutu þyngri dómana hafi í félagi átt aðild að fleiri innbrotum en hinn þriðji sem hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm. Af fimmtán mánaða fangelsisvistinni eru tólf mánuðir skilorðsbundnir og af 20 mánaða fangelsisvistinni eru 17 mánuðir skil- orðsbundnir. Sá sem hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm fær refsingu frestað í 2 ár frá birtingu dómsins og fellur hún niður haldi hann almennt skilorð á þeim tíma. Dæmdir fyrir að stela hlutum að verð- mæti 11 millj. kr MIKILL hiti og reykur myndaðist í stöðvarhúsi Vatnsfellsvirkjunar, við suðurenda Þórisvatns, um hádegis- bil í gær þegar verið var að prufu- keyra aðra vél virkjunarinnar sem setja átti í fulla keyrslu á mánudag. Um tíu manns voru í húsinu þegar atvikið átti sér stað en engan þeirra sakaði. Að sögn Björns A. Harðar- sonar, staðarverkfræðings hjá Landsvirkjun, varð bilun í stýrikerfi vélarinnar sem olli því að bremsurn- ar voru á þegar vélin var prufukeyrð. „Þetta eru stórir og miklir bremsuborðar sem spændust upp og mikill reykur og hiti skapaðist út af þessu,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. „Stöðvar- húsið fylltist af reyk og menn urðu að slökkva á öllu og yfirgefa húsið á meðan á þessu stóð,“ sagði hann enn- fremur. Kveðst hann ekki á þessari stundu geta metið fjárhagslegt tjón vegna þessa en ljóst sé að fresta þurfi því að „vélin fari í fulla fram- leiðslu“. Fyrirhugað var, áður en bil- unin varð, að það yrði á mánudag. Að sögn Björns er verið að kanna skemmdirnar en mikið sót er yfir öllu í stöðvarhúsinu. Stöðvarhúsið fylltist af reyk Vélarbilun í Vatnsfellsvirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.