Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 53 fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is Ef flú notar Fríkorti› ver›ur nafni› flitt kannski dregi› út á fiorláksmessu. FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum af álftum á flugi og rjúpu í snjó eftir Jóhann Óla Hilmarsson, fugla- ljósmyndara og félaga í Fugla- verndarfélaginu. Kortin eru 12x17 cm að stærð og prentuð hjá Grafík. Hægt er að panta þau hjá fé- laginu með tölvupósti: fugla- vernd@fuglavernd.is, á heima- síðu félagsins: www.fuglavernd.is, með símbréfi, með því að leggja inn skilaboð á talhólf félagsins eða senda pöntun í pósthólf. Kortin eru einnig til sölu í afgreiðslu Náttúrufræði- stofnunar við Hlemm, þriðju hæð til vinstri. Kortin kosta 150 krón- ur með umslagi. Sum eldri kort félagsins eru fá- anleg, og eru þau seld á hag- stæðu verði. Afsláttur af stórum pöntunum á nýju kortunum, segir í fréttatilkynningu. Fuglaverndarfélag Íslands með nýtt kort ELSTA félagið innan Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga, Kristni- boðsfélag kvenna í Reykjavík, stend- ur á laugardaginn fyrir árlegum basar sínum. Hefst hann kl. 14 og verður í Kristniboðssalnum við Háa- leitisbraut 58. Boðinn verður til sölu margs kon- ar varningur sem konurnar hafa unnið sjálfar eða aflað til fjáröflunar, jólakort og jólagjafir. Einnig verða seldar kökur og efnt verður til skyndihappdrættis þar sem málverk og matarkörfur eru meðal vinninga. Kristniboðsfélag kvenna var stofnað árið 1904 og er formaður nú Kjellrun Langdal hjúkrunarfræð- ingur sem starfað hefur sem kristni- boði í Eþíópíu og Kenýju. SÍK á nú fulltrúa sína í þessum löndum og styrkir einnig útvarpskristniboð sem beint er til Kína. Kristniboðs- basar á laugardag MG-félag Íslands heldur fund 24. nóvember kl. 14, í kaffisal ÖBÍ Hátúni 10. Guðrún K. Þórs- dóttir, djákni Öryrkjabanda- lagsins, mætir á fundinn. Ólafur Stephensen og Vigdís Sif Hrafn- kelsdóttir segja frá norrænum fundi NRMG, 5.-7.október sl. MG-félag Íslands fer með for- mennsku í NRMG-ráðinu næstu tvö árin. NRMG er skamstöfun fyrir Norrænt MG-ráð. Kynnt verður danska bókin „Det myasteniske puslespil“, útg. MG-félag Danmerkur. MG-félag Íslands er félag fólks með sjúkdóminn Myasth- enia Gravis (vöðvaslensfár) og aðstandenda þeirra, segir í fréttatilkynningu. Fundur hjá MG- félagi Íslands ÁRLEGUR basar heimilisfólksins á Hrafnistu í Reykjavík verður hald- inn laugardaginn 24. nóvember kl. 13 – 17 og mánudaginn 26. nóvember kl. 10 – 16. Á basarnum verður til sölu og sýnis handavinna heimilisfólks- ins. Fær hver og einn andvirði þeirra muna sem hann hefur unnið. Ættingjabandið, ættingja og vina- samband heimilisfólks á Hrafnistu í Reykjavík, mun standa fyrir sölu á súkkulaði og vöfflum á laugardag í samkomusalnum Helgafelli, segir í fréttatilkynningu. Basar á Hrafnistu í Reykjavík OPINBER fundur undir yfirskrift- inni „Heimsvaldastríðið í Afganist- an, andspyrna vinnandi fólks á Ís- landi og uppbygging kommúnískrar hreyfingar“, verður haldinn laugar- daginn 24. nóvember kl. 16.15, í sal Félags bókagerðarmanna á Hverfis- götu 21, Reykjavík. Aðalræðumaður er Mary-Alice Waters frá Sósíalíska verkamanna- flokknum í Bandaríkjunum. Pall- borðsumræður með þátttakendum frá Svíþjóð, Bretlandi, Kanada og Ís- landi. Fundurinn er á vegum að- standenda vikublaðsins Militant og Ungra sósíalista. Fundur um stríðið í Afganistan Í SMÁRALIND hefur verið komið upp sýningarbás þar sem viðskipta- vinum Smáralindar gefst kostur á að kynna sér ævintýri Haraldar Arnar Ólafssonar og atlögu hans að hæsta tindi hverrar heimsálfu. Á básnum eru myndir og frásagnir af klifri hans á þá þrjá tinda sem hann hefur þegar náð, en þeir eru Denali (Mt. McKinley), hæsta fjall Norður-Ameríku, Elbrus, hæsta fjall Evrópu, og Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Myndir af klifri Haraldar Arnar í Smáralind LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi, laugardaginn 24. október, kl. 10. Framsögufólk: Eiríkur Jónsson, Grímur Hákonarson, Katrín Jakobs- dóttir, Ólafía Erla Svansdóttir og Sigurður Harðarson. Ráðstefna Sam- taka herstöðva- andstæðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.