Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hafðu barnið öruggt í bílnum CHICCO SHUTTLE  Fyrir börn frá fæðingu til 18 kg.  Hægt að snúa í báðar áttir.  Hallastilling og fótaskemill.  Uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi samkvæmt ESB staðlinum ECE-R 44-03.  KYNNINGARTILBOÐ Í BABYSAM. Verð áður 18.900 kr. Verð nú 14.900 kr.* Gjafaaskja með Chicco baðvörum fylgir með Chicco kerrum og bílstólum fram að jólum.* barnabílstólar Hvar sem barn er að finnaSkeifunni 8, sími 568 2200 *Meðan birgðir endast VERKTAKI á vegum varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli er að rífa til grunna fjarskiptamiðstöð- ina sem stóð norðan við ratsjár- stöðina Rockville á Miðnesheiði. Fjarskiptamiðstöðin hefur ekki verið notuð í nokkur ár en hún var í um 1.700 fermetra, ramm- byggðu steinsteyptu húsi. Fyrirtækið Hringrás annast niðurrif hússins og að fjarlægja það af staðnum ásamt alls konar leiðslum sem lágu í jörðu á svæð- inu. Til verksins eru notaðar stórvirkar vinnuvélar enda húsið vel byggt og mikið járnbundið. Öllu steinefni er ekið til Sand- gerðis þar sem það er notað í uppfyllingu í höfninni. Gengið verður frá landinu þannig að það verði svipað og áður en húsið var byggt. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar til að rífa niður rammgert hús fjarskiptamiðstöðvarinnar á Miðnesheiði. Hernaðarmannvirki notað í uppfyllingu Sandgerði BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hvetur samningsaðila í kjaradeilu tónlistarkennara að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa deiluna. Kristján Gunnarsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar, vill að Reykjanesbær afturkalli samn- ingsumboð sitt til launanefndar sveitarfélaga. Bæjarstjórnarfundurinn sem haldinn var fyrr í vikunni var einn sá fjölmennasti í manna minnum því tónlistarkennarar fjölmenntu á áheyrendabekkina þegar málið var á dagskrá. Allir skrifuðu undir Allir bæjarfulltrúar stóðu að ályktun sem Svandís Valdimars- dóttir, varabæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, flutti en hún er svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar harmar stöðu kjaraviðræðna tónlistarskólakenn- ara og annarra stétta sem er ósam- ið við og launanefndar sveitarfélag- anna. Ekkert virðist hafa þokast í átt til samkomulags á þeim tíma sem viðræður hafa staðið og nú eru liðnar liðlega fjórar vikur, þar sem tónlistarkennsla og starfsemi henni tengd hefur legið niðri. Viðurkennt er að tónlistarnám hefur ekki ein- ungis menningarlegt gildi fyrir samfélagið í heild, heldur hefur það einnig og ekki síður mikilvægt forvarnargildi fyrir börn og ung- linga. Það er því að okkar mati mikil áhætta fólgin í því að draga samningagerð á langinn. Við hvetj- um því samningsaðila til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa deiluna.“ Værum búnir að leysa málið Þess má geta að Reykjanesbær á aðild að kjaradeilunni en hefur falið launanefnd sveitarfélaga samningsumboð sitt. Við umræður um tillöguna ítrekaði Kristján Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar, þá skoðun sem hann hefur áður lýst að Reykjanes- bær ætti að afturkalla samnings- umboð það sem afhent var launa- nefnd sveitarfélaga. Kristján segir í samtali við Morgunblaðið að verkalýðsfélögin á svæðinu hefðu lengi samið beint við samninganefnd bæjarins. Það hafi gengið vel. Kjör bæjarstarfs- manna hafi til dæmis yfirleitt verið heldur betri í Keflavík en annars staðar á landinu og vinnufriður ríkt. „Meirihlutinn var varaður við af- leiðingum þess að afhenda launa- nefnd sveitarfélaga allsherjar um- boð, þar sem það myndi leiða til ósættis við starfsfólkið,“ segir Kristján og telur að það hafi komið á daginn. Vísar hann til verkfalls tónlistarkennara í því efni, kjara- deilu við félagsráðgjafa og fleiri stéttir. „Við værum fyrir löngu búnir að leysa þessi mál ef samn- ingsumboðið hefði verið hér heima,“ segir Kristján. Bæjarstjórn harmar stöðu kjara- viðræðna tónlistarkennara Bæjarfulltrúi vill afturkalla samningsumboð Reykjanesbær NEMENDUR í Reykjanesbæ og raunar á Suðurnesjum almennt stóðu sig betur á samræmdu próf- unum í fjórða og sjöunda bekk en undanfarin ár. Þau komust yfir meðaltal í stærðfærði í fjórða bekk. Hins vegar er mikill munur á ár- angri þeirra í stærðfræði og ís- lensku og munar í sumum tilvikum upp undir einum heilum í einkunn hjá sömu börnunum. Samkvæmt upplýsingum Eiríks Hermannssonar, fræðslustjóra Reykjanesbæjar, náðu flestir grunnskólar bæjarins betri árangri í samræmdu prófunum en á síðasta ári. Bestu einkunnirnar náðust sem fyrr í Heiðarskóla, í fjórða bekk, en munurinn var minni en oft áður vegna þess að nemendur Myllu- bakkaskóla hækkuðu sig mjög frá síðasta ári. Meðaleinkunn var til dæmis hærri í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla en Heiðarskóla. Hins vegar varð lakari árangur í Njarðvíkurskóla en oft áður og seg- ist Eiríkur ekki hafa skýringar á því. Fræðslustjórinn segir að meðal- einkunnir í stærðfræði séu í flestum tilvikum yfir landsmeðaltali. Góður árangur hafi náðst í stærðfræði- kennslunni og telur hann að það sé meðal annars að þakka skipulögðu starfi skólanna á því sviði. Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, tekur fram að nemendahópar geti verið nokkuð mismunandi samsettir, þegar hann er spurður um skýringar á mun betri árangri í samræmdu prófun- um í Myllubakkaskóla en í fyrra. En krakkarnir hafi staðið sig vel núna og segist hann líka vera með vandaðan kennarahóp sem unnið hafi vel saman og með foreldrum. Lakari í íslensku Athygli vekur að einkunnir í ís- lensku eru mun slakari en í stærð- fræði í skólunum í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Meðaleinkunnir í flestum skólunum eru talsvert undir meðallagi. Í sumum tilvikum munar einum heilum á meðaleinkunnum í stærðfræði og íslensku, eins og til dæmis hjá börnunum í fjórða bekk Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Segir Eiríkur að þetta mynstur hafi sést áður. Greinilegt sé að ekki hafi tekist að fylgja íslenskunni eft- ir með sama hætti og stærðfræðinni þótt unnið hafi verið skipulega að því undanfarin tvö ár. Segir hann greinilegt að það taki lengri tíma. Skóla- og fræðslusvið Reykjanes- bæjar hefur fengið Námsmatsstofn- un til þess að rýna í niðurstöður samræmdu prófanna, til þess að reyna að finna skýringar þessa mis- ræmis í einkunnum. Eins hvort ein- staka nemendur hafi verið að bæta sig í sjöunda bekk frá því þeir tóku samræmdu prófin í fjórða bekk eða hvort þeir standi í stað. Segir Eirík- ur að farið verði yfir niðurstöður þessarar rýni með skólastjórum og deildarstjórum á fundi í janúarmán- uði. Vilhjálmur Ketilsson segist ekki heldur hafa skýringar á því að Suð- urnesjamenn fái einna lökustu ein- kunnirnar í íslensku yfir landið. Spurður hvort það geti stafað af bandarískum áhrifum vegna ná- lægðar varnarliðsins segir Vilhjálm- ur að það sé langsótt skýring. Bandarísk áhrif hafi verið miklu meiri fyrir nokkrum áratugum þeg- ar mikill fjöldi Bandaríkjamanna hafi búið í Keflavík og mörg hundr- uð bandarísk börn verið þar. Þó sé hugsanlegt að það hafi haft þau áhrif að foreldrar barna, sem nú eru í grunnskóla, hafi ekki eins góða kunnáttu í íslensku og lands- menn að meðaltali. Hann segir einnig hugsanlegt að eitthvað sé að kennslunni og þurfi að gera átak í því efni. Segir hann að það starf, sem unnið hefur verið að í skólunum í Reykjanesbæ und- anfarin tvö ár til að hækka einkunn- ir í íslensku, skili sér greinilega á lengri tíma en vonast var til. Almennt betri einkunnir í stærðfræði á samræmdum prófum Munar einum heilum í stærðfræði og íslensku Reykjanesbær LÖGREGLAN gerði um 150 lítra af gambra upptæka í heimahúsi í Sand- gerði um hádegisbil í fyrradag, einn- ig 10 lítra af sterku áfengi og brugg- tæki. Málið er í rannsókn, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík. Fundu 150 lítra af gambra Sandgerði ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.