Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.11.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2001 43 ✝ Lárus Hjalti Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. janúar 1981. Hann lést af slysförum 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Dröfn Lárusdótt- ir, f. 5. ágúst 1954, og Ásmundur Einars- son, f. 11. október 1956. Foreldrar Drafnar eru Auður Einarsdóttir, f. 18. mars 1928, og Lárus Jónasson, f. 5. desem- ber 1933. Foreldrar Ásmundar eru Unnur Ásmunds- dóttir, f. 31. maí 1933, og Einar Valdimarsson, f. 11. ágúst 1933. Unnusta Lárusar Hjalta er Hildur Brynjólfsdóttir, f. 25. október 1980. Foreldrar hennar eru Sig- rún Víglundsdóttir, f. 6. nóvember 1960, og Brynjólfur Jóns- son, f. 22. ágúst 1957. Lárus Hjalti ólst upp í Reykjavík og gekk í Árbæjarskóla til 10 ára aldurs en síðan í Húsaskóla í Grafarvogi. Hann stundaði nám í grunndeild rafiðna í Iðnskólanum í Reykjavík og vann með námi hjá Heim- ilistækjum hf. Hann var radíóskáti og tók virkan þátt í starfsemi Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Útför Lárusar Hjalta fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Maður missir margt en á alltaf minningar. Minningarnar fleyta manni áfram í lífinu. Fljúgðu, fljúgðu litli vængur. Fljúgðu, þar sem englar syngja. Fljúgðu burt, það er rétti tíminn. Farðu nú, finndu ljósið. (Fly e. Celine Dion.) Hildur Brynjólfsdóttir. Elsku Lalli, síðastliðinn föstudag lagðir þú upp í ferð með félögum þínum í Hjálparsveit skáta í Garða- bæ með bros á vör, spenntur að tak- ast á við þau verkefni sem fram- undan voru, að æfa ykkur í að takast á við íslenska náttúru í sinni glæfralegustu og köldustu mynd. En engan grunaði að þú yrðir óvænt kallaður frá okkur í þá ferð sem að- eins einu sinni er farin. Og á þann stað sem við öll eigum eftir að hitt- ast á seinna. Í mínum huga er enginn vafi að þú varst kallaður svo skyndilega frá okkur vegna verkefna sem þurfti að leysa með bros á vör og af þeim áhuga og elju sem þú hafðir til að bera. Nei venjulegur maður fær ekki skilið hvers vegna ungur og fallegur maður sem á svo margt eftir að gera hér á jörðu er hrifinn á brott til himna og við sitjum eftir með minn- ingarnar einar sem gera þó það sem hægt er að gera fyrir innantóm hjörtu okkar sem eftir sitjum, því minningarnar um bros þitt og hlát- ur, þína ótæmandi manngæsku og þörf fyrir að hjálpa þeim sem bágt áttu eða minna máttu sín á eftir að ylja okkur um ókomin ár. Kæri vinur og frændi, í mínum huga varst þú nokkurs konar litli bróðir minn. Tilfinningarnar og eft- irvæntingin sem bærðust með mér ellefu ára gömlum fyrir réttu tutt- ugu og einu ári, þegar eldri bróðir minn og unnusta hans áttu von á barni og í framhaldi af því þegar þú varst kominn í heiminn, bærast kannski frekar á milli bræðra en frænda svo sem afbrýðisemi og óbil- andi trú á að ég væri sá sem væri langbest til þess fallinn að ala þig upp og siða. Elsku vinur, þessar tilfinningar mínar gera það að verkum að mér hefur aldrei verið betur ljóst að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Elsku Ási, Dröfn, Hildur og fjöl- skylda mín öll, leið okkar liggur um dimman dal þar sem við verðum að takast í hendur og feta okkur með guði í átt að þeirri skímu sem við mynni dalsins verður að sálarljósi sem við getum yljað okkur við. Og verðum að reyna að fylla það stóra skarð sem þú skilur eftir, með hlýj- um minningum um þig. En ár og eilífð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað, þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég, og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. Þinn frændi, Einar Rúnar. Elsku Lárus minn, enn eitt skarð er hoggið svo nærri mér á svo stutt- um tíma, ungur maður í blóma lífs- ins horfinn á braut, hvernig á maður að sætta sig við þetta. Ég kom inn í fjölskylduna þína þegar þú varst bara þriggja ára snáði, krúttlegur og fjörugur, og ofsalega er ég heppin að hafa fengið að fylgjast með þér vaxa og dafna, en þó allt of stutt, tuttugu ár eru ekki langur tími því þú áttir eftir að gera svo margt, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Við verðum að trúa því að þér sé ætlað annað hlut- verk á stað þar sem við munum öll hittast síðar. Allar þær góðu minn- ingar sem ég á um þig verða vel geymdar, elsku kallinn minn, far þú í friði og Guð blessi þig. Elsku Ási, Dröfn, Hildur og aðrir ástvinir, missir okkar er mikill og bið ég algóðan Guð að gefa okkur styrk á þessari stundu. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Emma. Elsku Lalli frændi, nú ert þú far- inn frá okkur svo allt allt of fljótt og við eigum svo erfitt með að sætta okkur við það því þú varst bara 20 ára en við trúum því að Guð hafi þurft að fá stóran góðan og dugleg- an strák til að hjálpa sér á himn- inum. Við erum svo heppnar að eiga margar yndislegar minningar sem verða geymdar í hjörtum okkar, þú varst okkur svo góður elsku Lalli og fyrir það viljum við þakka og þann tíma sem við áttum með þér þó svo að hann hafi verið allt of stuttur. Guð veri með þér elsku Lalli. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þínar frænkur, Berglind Ósk og Guðrún Ósk. Kveðja frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg Við hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg viljum senda fjölskyldu Lárusar Hjalta og félögum okkar í Hjálparsveit skáta Garðabæ innileg- ar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Svo vinirnir hverfa! Vér vitum ei það nær vegirnir skiljast í heim, því stöndum vér hugsandi, er helið ber að og horfum í alvíðan geim. Nú megum við harmandi horfa eftir þér, sem horfinn ert burtu af grund. Þú horfinn og dáinn – hve aumlegt það er – á æskunnar fegurstu stund. Þú áttir að vaxa að þreki og þrótt og þroskast þín andlegu blóm. Vér bjuggumst síst við því, að skilja svo skjótt, – ei skaparans þekkjum við dóm. Þig bróðir þinn kveður með kærleika nú vér kveðjum þig hryggir í lund. Þá brautina sömu, sem borinn ert þú vér berumst að lítilli stund. (Þ. G.) Slysavarnafélagið Landsbjörg, Jón Gunnarsson formaður. Kveðja frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ Æfingaferðir til fjalla eru mikil- vægur hluti af þjálfun íslenskra björgunarsveita en það var hinn af- drifaríka dag 17. nóvember síðast- liðinn að 17 manna hópur frá Hjálp- arsveit skáta Garðabæ var við æfingar á jökli. Æfingasvæðið var hefðbundið, Gígjökull, falljökull sem rennur úr Eyjafjallajökli. Í hópnum voru jafnframt nýliðar sem nutu leiðsagnar og reynslu þaulreyndra björgunar- og fjallamanna. Slys gera sjaldan boð á undan sér, og það var á jöklinum sem félagi okkar Lárus Hjalti Ásmundsson, ungur maður í blóma lífsins, var svo skyndilega hrifinn af braut úr þessu lífi. Hvers vegna? er spurning sem við félagar hans höfum spurt okkur ítrekað nú á síðustu dögum. En þeirri spurningu er ekki í mannlegu valdi að svara. Lárus Hjalti var í hópi þess unga fólks sem miklar vonir voru bundn- ar við í starfi Hjálparsveitarinnar í Garðabæ. Hann tilheyrði hópi nýliða sem í febrúar átti að ljúka 18 mán- aða þjálfunartímabili og hafði Lárus lokið öllum helstu námskeiðum með láði. Það fór ekki framhjá neinum að starfið í hjálparsveitinni átti hug hans allan. Þá skipti ekki máli hvort um var að ræða tímafrekar æfingar, námskeið eða fjáraflanir. Ávallt var Lárus fullur áhuga og viðmót hans hið sama, glaðlegt og jákvætt. Þeg- ar kom að meðhöndlun fjarskipta- tækja í hjálparsveitinni var Lárus Hjalti á heimavelli enda hafði fimm ára starf hans með radíóskátum svo sannarlega skilað árangri. Áhugi hans á skyndihjálp leyndi sér heldur ekki og hafði hann uppi mikil áform um áframhaldandi menntun á því sviði að afloknu nýliðatímabilinu. Aldrei fyrr í 32 ára sögu Hjálpar- sveitar skáta Garðabæ hafa félagar sveitarinnar staðið frammi fyrir svo miklu áfalli. En sveitin mun standa þétt saman sem ein heild á þessari erfiðu stundu og minnast góðs drengs og félaga sem nú hefur verið Guði falinn. Minningarnar munu í framtíðinni verða okkur mikilsverð- ur styrkur og hvatning til áfram- haldandi starfa. Hugur okkar hjálp- arsveitarmanna í Garðabæ er í dag allur hjá fjölskyldu Lárusar Hjalta, unnustu og vinum sem misst hafa svo mikið. Þeim vottum við okkar dýpstu samúð og hluttekningu, Guð gefi þeim styrk á þessari sorgar- stund. Minning um góðan dreng og félaga mun lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Fyrir hönd Hjálparsveitar skáta Garðabæ, Karl Rúnar Þórsson. Þegar mér bárust þær skelfilegu fréttir að Lárus okkar í tennisdeild- inni hjá Fjölni hefði látist af slysför- um á björgunarsveitaræfingu var sem straumur færi um mig og upp komu myndir úr minningunni hver af annarri á ógnarhraða. Eitt augnablik er sem tíminn standi í stað og sú hugsun ein kemst að: Nei ekki Lárus. Eftir þessa afneitun leiða hugurinn og tilfinningarnar mann að góðu verkunum hans og ánægjulegu samverustundunum í kringum tennisinn í Grafarvoginum. Þegar hugsað er til baka má segja að hjálparstarf Lárusar hafi þegar hafist þegar hann var barn að aldri, slík var hjálpsemi hans og vilji til að leggja öðrum lið. Þær voru ófáar stundirnar sem hann lagði á sig í þágu tennisdeildarinnar, hvort sem um var að ræða aðstoð við þjálfun, fjáraflanir eða varðandi útivellina. Oftar en ekki var hann búinn að framkvæma það sem aðrir voru rétt farnir að hugsa. Hugmyndaflug hans og geta til að finna lausnir á ýmsum vandamálum voru í raun undraverð miðað við ungan aldur hans. Finna varð lausn- ir á mörgum málum er varðaði úti- vellina í Dalhúsum. Hann var fljótur að sjá samhengi flókinna þátta. Við sem unnum með honum í tennis- deildinni vissum að það sem hann gerði fyrir deildina var ekki það eina sem hann vann við. Hjálpsemi hans og dugnaði deildum við með öðrum og þá ekki síst foreldrum hans, sem hann dáði og virti. Við minnumst hins sanna hjálp- arsveitarmanns með hlýhug og inni- legu þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir. Foreldrum, ættingjum, unnustu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd tennisdeildar Ungmennafélagsins Fjölnis, Ólafur Oddsson. Ég kynntist Lárusi sem nemanda mínum í tennis fyrir 7 árum síðan. Hann höfðaði fljótt til mín vegna þess hversu hjálpsamur hann var – sérstaklega fyrir mig þar sem ég kunni litla íslensku og var með stór- an hóp af krökkum að þjálfa. Hann tók að sér að „þýða“ fyrir hina krakkana og það gekk vel.Við urð- um fljótt ágætis vinir á miðviku- dags- og sunnudagsæfingum upp í Fjölnishúsi og hann var allt í öllu sem laut að tennis. Einu sinni ætlaði tennisdeildin að fara í fjársöfnun og þá var það Lárus, aðeins 16 ára, sem fór í ákveðið fyrirtæki og út- vegaði þannig þvottaefni sem deild- in gat selt til að safna fé. Lárus fór í stjórn tennisdeildar Fjölnis ári síðar (örugglega yngsti stjórnarmeðlimur Fjölnis) og vann sem „fram- kvæmdastjóri“ tennissýningar í af- mælishófi Ungmennafélagsins Fjölnis. Lárus var mikil fram- kvæmdamanneskja og var ólatur við að gera hlutina. Hann vann sem að- stoðartennisþjálfari í 2 ár og einn dag sagði ég við hann að gaman væri að fá „strandarbolta“ fyrir yngstu krakkana til að efla sam- hæfileika þeirra. Ekki vissi ég að svona boltar væru til á Íslandi en daginn eftir mætti Lárus með 15 strandarbolta sem hann hafði fengið gefins hjá útibúi Íslandsbanka á Höfða. Hann var einnig sérstaklega góður með yngri krökkunum. Þegar margra tveggja vikna sumarnám- skeiðanna okkar lauk var það Lárus sem hafði verið uppáhaldskennari flestra vegna persónuleika hans sem aldrei gleymist. Lárus minn, ég mun sakna þín. Raj Bonifacius. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við vottum aðstandendum og vin- um sem eiga um sárt að binda okkar dýpstu samúð. Lárusi þökkum við fyrir alla úti- leikina og góðu stundirnar í gamla daga. Félagarnir úr götunni, Guðrún, Þórey, Bergdís og Sigfús. Blessaður vertu Lalli minn, nú skilst mér að þú sért kominn á betri stað og, ef mér skjátlast ekki, búinn að finna þér tölvu og farinn að leika þér eins og þú varst duglegur við. Eftir að hjálparsveitin kom inn í líf þitt fann maður að þú varst kominn í félagsskap þar sem þú skemmtir þér vel. Við eigum margar góðar minningar um okkar samverustund- ir þar sem þú varst oftar en ekki hrókur alls fagnaðar, oftast í mjög góðu skapi og gast alltaf fengið mann til að hlæja (við skulum ekk- ert vera að minnast á ákveðna sum- arbústaðaferð, söngur var í það minnsta ekki þín sérgrein), en hvað sem því líður skemmtum við okkur alltaf vel öll fjögur. Við værum til dæmis ekki saman núna ef ekki hefðu til komið þú og Hildur og munum við alltaf minnast þess í hjarta okkar. Vertu sæll kæri vinur, þú varst alltaf til staðar ef þörf var á og alltaf fyrstur til að rétta fram hjálparhönd en fyrst og fremst varstu einn allra besti vinur okkar. Ási og Dröfn, við vottum ykkur okkar dýpstu og innilegustu samúð og viljum að þið vitið að við erum alltaf bara símtal í burtu. Hildur okkar, þú varst ljósið í lífi Lalla og það má víst með sanni segja að án þín hefði Lalli varla verið nema hálf- ur maður, því eftir að hann kynntist þér varð mikil breyting í fasi hans þar sem hann varð lífsglaðari með degi hverjum sem þið voruð saman. Haltu fast í minningarnar sem þið eigið tvö saman því að þær verða aldrei nokkurn tímann metnar til fjár né teknar frá þér. Gakktu með Guð í hjarta þér, horfðu fram á veginn. Þá mun gæfan fylgja þér, líka hinum megin. Þínir vinir, Halldór og Hulda. Komdu sæll elsku Lárus. Okkur langaði til að kveðja þig þó svo að við hefðum ekki þekkt þig mikið en það var einna helst Halldór Fannar sem náði að kynnast einni af þínum bestu hliðum þegar hann fór með ykkur Hildi, Dóra og Huldu í keilu. Í hvert einasta skipti sem við hittum þig varstu í góðu skapi, skapi sem smitaði út frá sér. Við vitum að í dag ertu kominn á betri stað og að þér líður vel. Þetta eru ekki endalokin, við vit- um að þegar við kveðjum þennan heim munt þú bíða eftir okkur og taka á móti okkur. Elsku Hildur, Dröfn og Ásmund- ur, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð og við biðjum með ykkur. Þetta eru erfiðir tímar en tíminn mun lækna sárin. Valgerður, Halldór Fann- ar, Kristján Ragnar, Þór- ólfur Sveinbjörn, Ágúst Páll og Erling Óskar. Lalli er farinn heim. Ekkert okkar hefði trúað því að óreyndu að einn okkar yngstu fé- laga kveddi þennan heim fyrstur. Lalli, sem hafði mikinn áhuga á loft- netum, talstöðvum og öðru sem að fjarskiptum sneri, gekk mjög ungur að árum til liðs við félagið. Lalli var sannur skáti, ávallt viðbúinn, hjálp- samur og greiðvikinn. Hann var einn þeirra sem alltaf voru boðnir og búnir að koma til að aðstoða og vera með. Þau eru ófá viðvikin sem hann var með okkur í og áður en hann fékk bílprófið vílaði hann ekki fyrir sér að taka strætó ofan úr Grafarvogi niður á Snorrabraut til að vera með okkur á mánudags- kvöldum. Svo kynntist hann Hildi og oftar en ekki kom hún með Lalla á Snorrabrautina. Það var fróðlegt að fylgjast með þeim takast á við líf- ið saman, þau bættu hvort annað upp og úr varð afskaplega samstillt par. Að leiðarlokum þökkum við Lalla fyrir samveruna og vottum Hildi unnustu hans, foreldrum, öðrum að- standendum og vinum hans okkar dýpstu samúð. Skátasystkin í skáta- félaginu Radíóskátum. LÁRUS HJALTI ÁSMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Lárus Hjalta Ásmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.