Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP til fjáraukalaga fyrir árið 2001 var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 35 þingmenn úr stjórnarflokkunum sögðu já, 19 þing- menn stjórnarandstöðuflokka greiddu ekki atkvæði og 9 þingmenn voru fjarstaddir. Til mótmæla kom af hálfu þing- manna stjórnarandstöðunnar, þriðja daginn í röð, vegna þeirrar leyndar sem þeir segja yfir kostnaði í lið fjár- aukalaganna upp á 300 millj. kr. vegna útboðs- og einkavæðingar- verkefna. Töldu sumir þingmenn ekki forsendur til þess að afgreiða frumvarpið frá Al- þingi án þess að umræddar upplýs- ingar lægu fyrir sundurliðaðar, eins og um hefði verið beðið. Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaga- nefnd, gerði það að tillögu sinni að þriðju og síðustu umræðu um fjárlög ársins 2002, sem verður á morgun, föstudag, yrði frestað fram yfir helgi þar sem starfsáætlun þingsins væru nú þegar komin úr skorðum og til- lögur ríkisstjórnarinnar um niður- skurð og endurskoðun frumvarpsins væru allt og seint fram konar. Varð ekki orðið við þeirri beiðni þing- mannsins, en Ólafur Örn Haraldsson (B) formaður fjárlaganefndar, hvatti nefndarmenn til að sýna samstarfs- vilja og þoka málum þannig áfram að tækist að afgreiða málið með um- ræðu á föstudag og væntanlega þá atkvæðagreiðslu á laugardag. Í atkvæðagreiðslunni spannst talsverð umræða undir þeim lið í fjáraukalögum þar sem gert er ráð fyrir heimild til handa Rafmagns- veitum ríkisins að taka lán allt að 780 milljónum kr., þar af 300 milljónir ætlaðar til kaupa á Rafveitu Sauð- árkróks og 480 milljónir til þess að standa undir hallarekstri fyrirtækis- ins vegna „óarðbærra rekstrarein- inga“ eins og það er orðað í skýr- ingum fjárlaganefndar. Jón Bjarnason og Árni Steinar Jó- hannsson, þing- menn Vinstri grænna, lögðu til breytingartillögu ásamt Guðjóni A. Kristjánssyni, Frjálslynda flokknum, þar sem lagt er til að hafnað verði að gefa Rarik heim- ild til að kaupa Rafveitu Sauðár- króks og að veita þeim lán til þeirra kaupa. „Sveitarfélagið Skagafjörður á í miklum fjárhagsvanda eins og mörg önnur sveitarfélög á landsbyggð- inni,“ segir í breytingartillögu þre- menninganna. „Þennan greiðslu- vanda sveitarfélaganna á að leysa með aðgerðum á landsvísu heild- stætt. Sveitarfélögin á suðvestur- horni landsins, þangað sem „góðær- ið“ kom, keppast nú við að efla orkufyrirtæki sín og nýta styrk þeirra til sóknar í nýsköpun atvinnu- lífs. Á meðan sjá sveitarfélögin á landsbyggðinni hvert af öðru sér ekki fært annað en að selja þessi fjöregg sín til að létta til bráðbirgða á greiðsluvandanum. Lagt er til að ríkið komi að því að leysa fjárhags- vanda Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem hluta af heildarlausn á landsvísu en ekki með því að afhenda Rarik peninga til að kaupa af þeim Rafveit- una og rýra þar með möguleika Skagfirðinga til að sækja fram á eig- in forsendum í orkubúskap.“ Athygli vakti að einn stjórnar- þingmaður, Vilhjálmur Egilsson, Sjálfstæðisflokki, kvaðst styðja til- löguna og þrjú flokkssystkin hans, þau Guðjón Guðmundsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Einar K. Guðfinns- son sátu öll hjá við afgreiðslu hennar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var nokkuð tekist á um mál- ið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins á fundi hans í hádeginu í gær. Vilhjálmur gerði grein fyrir at- kvæði sínu og sagði ótækt að beita Rafmagnsveitum ríkisins með þeim hætti sem hér væri gert og þannig væri verið að taka þátt í þeim deilum sem hafi verið meðal Skagfirðinga um þetta mál. „Þessi þátttaka mun viðhalda því ósætti og þeirri úlfúð sem verið hefur meðal Skagfirðinga um mörg ókomin ár og það verður ekki til hjálpar Skagfirðingum,“ sagði Vilhjálmur. Valgerður Sverrisdóttir (B) iðnað- ar- og viðskiptaráðherra sá þá einnig ástæðu til að gera grein fyrir at- kvæði sínu. Sagði hún að með því að veita Rarik þessa lánsheimild væri verið að aðstoða sveitarfélag við það að taka á sínum fjárhagserfiðleikum og hægt væri að sýna fram á að Ra- rik hafi burði til þess að greiða lánið, þegar af því hefur verið létt, vonandi með nýjum lögum næsta vor, skyld- um varðandi óarðbærar einingar í raforkugeiranum. Samfylkingin styður sjálfs- ákvörðunarrétt sveitarfélaga Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, benti þá á að Sveitar- félagið Skagafjörður hafi samþykkt að selja Rafveituna og náð samning- um við Rarik í því skyni. „Við þing- menn Samfylkingarinnar virðum og styðjum sjálfsákvörðunarrétt sveit- arfélaga,“ sagði hann. Breytingartillagan var þó felld með 45 atkvæðum gegn 9, en fjórir greiddu ekki atkvæði. Þingið samþykk- ir fjáraukalögin Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Það eru miklar annir á Alþingi þessa dagana. Hér má sjá Steingrím J. Sigfússon, formann VG, í ræðustól, en í baksýn eru Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, og Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. MEIRIHLUTI fjárlaganefndar mun í dag leggja fram tillögur sínar um lækkun útgjalda fyrir þriðju umræðu um frumvarp til fjárlaga 2002 sem verður á Alþingi á morg- un. Fjárlaganefnd fundaði í gær- kvöldi um breytingartillögurnar við fjárlagafrumvarpið og afgreiddi frumvarpið á ellefta tímanum fyrir sitt leyti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hljóma tillögur meirihlutans, sem m.a. eru byggðar á niðurskurðartillögum einstakra ráðuneyta, upp á niðurskurð frá áð- ur áætluðum útgjöldum upp á 2,2 milljarða kr. Til viðbótar kemur tekjuauki upp á einn milljarð sem áætlað er að felist í bandormi þeim sem lagður var fram á Alþingi á sér- stökum útbýtingarfundi í gærkvöld og ætti hagnaður á fjárlögum fyrir utan sölu ríkiseigna því að nema ríf- lega þremur milljörðum króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að tillögur meirihluta fjárlaganefnd- ar feli í sér niðurskurð á fram- kvæmdaliðum en einnig í rekstri hins opinbera. Þannig er gert ráð fyrir að 200 milljónir falli niður af fjárheimild forsætisráðuneytisins til byggingar ráðuneyta á stjórnar- ráðsreit og heimildir til fram- kvæmda Alþingis vegna viðhalds- framkvæmda í Alþingishúsinu og tengingar við nýjan þjónustuskála lækki um 83 milljónir. Aukinheldur mun vera gert ráð fyrir að skera niður um ríflega fimmtíu milljónir vegna uppbyggingar á vegum vest- norræna ráðsins í Kaupmannahöfn. Ekki verður haldið áfram með byggingu Náttúrufræðihúss í Vatnsmýri á næsta ári, skv. tillög- unum, og skornar eru niður þær 200 milljónir sem ætlaðar höfðu verið til þeirra framkvæmda. Heimildir Morgunblaðsins herma að talsvert minna verði greitt vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs á næsta ári en gert var ráð fyrir, eða um 800 milljónum minna en það sem samþykkt var við 2. umræðu um fjárlögin. Nokkrum opinberum stofnunum mun vera gert að skera verulega niður í rekstri sínum, þeirra á meðal Byggðastofnun og Vegagerðinni, en fjárheimildir til hvorrar stofnunar verða skornar niður um ríflega eitt hundrað milljónir króna. Í heilbrigðismálum verður skorið niður frá fjárlögum um 500 millj- ónir, aðallega vegna breytinga á þátttöku ríkisins í lyfjakostnaði og hækkunar á komugjöldum til sér- fræðinga, skv. heimildum Morgun- blaðsins. Í frumvarpi um ráðstafanir í rík- isfjármálum (bandorminum svo- nefnda) sem útbýtt var á Alþingi síðdegis eru lagðar til ýmsar breyt- ingar á lögbundnum útgjöldum og tekjum ríkisins, sem eiga að sam- anlögðu að leita til 1.008 milljóna kr. betri afkomu ríkissjóðs á næsta ári. Lagt er m.a. til að bifreiðagjald sem lagt er á allar bifreiðar sem skráðar eru hér á landi hækki um 10% 1. janúar næstkomandi. Á hækkunin að skila 260 milljónum kr. í auknum tekjum í ríkissjóð á næsta ári. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að bifreiðagjald var hækkað síðast í desember 1998 en hækkun neysluverðsvísitölunnar frá þeim tíma er 18,8%. Vopnaleitargjald hækkað úr 125 í 300 krónur Lagt er til að vopnaleitargjald sem innheimt er til að standa straum af kostnaði við vopnaleit á flugvöllum verði hækkað úr 125 krónum í 300 krónur á hvern full- orðinn farþega sem ferðast frá Ís- landi til annarra landa og úr 65 kr. í 150 kr. á hvert barn. Áætlað er að hækkunin skili Flugmálastjórn 70 milljónum kr. í auknum tekjum, sem verja á til að standa straum af aukn- um kostnaði við vopnaleit í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Í frumvarpinu er einnig gerð til- laga um hækkun veiðieftirlitsgjalds um 131 krónu á hvert þorskígildis- tonn, eða úr 462 kr. í 593 kr. Áætlað er að hækkunin skili 50 milljónum kr. í auknum tekjum í ríkissjóð á næsta ári en í greinargerð segir að gjaldtakan sé miðuð við að tekjur af því standi að fullu undir kostnaði við veiðieftirlit. Gjaldtaka á sjúkrahótelum Sótt er um sérstaka heimild til að innheimta gjald fyrir dvöl fólks á sjúkraheimilum (sjúkrahótelum) og er gert ráð fyrir að sú gjaldtaka skili 10 milljónum kr. á næsta ári. Er lagt til að lögum um heilbrigð- isþjónustu verði breytt þannig að sjúkraheimili af þessu tagi falli ekki undir skilgreiningu á sjúkrahúsi. „Hefðbundin sjúkrahúsmeðferð fer ekki fram á sjúkrahótelum, en þeir sem þar dvelja eru til meðferðar eða rannsóknar á sjúkrahúsi eða ann- arri heilbrigðisstofnun. Því verður að telja óeðlilegt að skilgreina sjúkrahótel sem sjúkrahús. Rekstur sjúkrahótela er að mestu kostaður af hinu opinbera og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Eðlilegt þykir þó að unnt sé að innheimta hóflegt gjald fyrir dvöl sjúklings á sjúkra- hóteli, svo sem vegna fæðiskostn- aðar, og er gert ráð fyrir að það verði ákveðið í þjónustusamningi,“ segir í skýringum frumvarpsins um þessa tillögu. Útgjöld ríkisins verða lækkuð um 134 milljónir kr. á næsta ári með breytingum á sóknargjöldum og kirkjugarðsgjöldum. Er annars veg- ar lagt til að lögum um sóknargjöld o.fl. verði breytt þannig að gjald sem ríkissjóður greiðir á hvern ein- stakling verði óbreytt á næsta ári frá yfirstandandi ári eða 556 kr. á mánuði. Hefur það í för með sér að framlag ríkisins hækkar um 64 milljónir á milli ára í stað 165 að óbreyttum lögum. Þá er á sama hátt lagt til að lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu verði breytt þannig að gjald sem ríkissjóður greiðir á hvern einstakling nemi sömu upphæð á næsta ári og í ár og verða útgjöld ríkisins því 33 millj. kr. lægri fyrir vikið. Bent er á í greinargerð að skv. gildandi lögum hækka þessi gjöld ár hvert miðað við breytingu á meðaltekjustofni einstaklinga. Þar sem gjaldið hafi mörg undanfarin ár hækkað að fullu sem nemur breytingum á tekju- skattstofni hafi það hækkað umfram almennar verðlagshækkanir til ann- arra rekstrarverkefna sem fjár- mögnuð eru úr ríkissjóði. Því er lagt til að fjárhæðin sem ríkið greiðir á hvern einstakling verði óbreytt milli ára en bent er á að heildarframlagið hækkar þó sem nemur áætlaðri fjölgun einstaklinga milli ára. Í frumvarpinu er einnig sótt um lagaheimild til hækkunar innritun- argjalda og efnisgjalda sem inn- heimt eru af nemendum í fram- haldsskólum og háskólum, eins og gert hefur verið ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Lagt er til að há- marksgjald sem innheimt er við inn- ritun í framhaldsskóla hækki úr 6.000 kr. í 8.500 kr. og heimilt verði að láta hvern nemanda endurgreiða allt að 50.000 kr. í stað 25.000 kr. vegna efnis sem skóli lætur honum í té. Þá er lagt til að heimilt verði að hækka skráningargjald á hvern nemanda við Háskóla Íslands, Há- skólann á Akureyri og Kennarahá- skóla Íslands úr 25.000 krónum í 32.500 krónur. Loks er gert ráð fyrir að á næsta ári renni 378 milljónir kr. af sér- stökum eignarskatti sem lagður er á til þess að standa straum af kostn- aði við endurbætur á húsakosti menningarstofnana (Þjóðarbók- hlöðuskattinum) beint í ríkissjóð. Tillögur um lækkun ríkisútgjalda og ráðstafanir í ríkisfjármálum á Alþingi Afgangur verði á ríkissjóði upp á þrjá milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.