Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 33 Höfum opnað nýtt kaffihús í Galleri Sautján, Laugavegi 91 Fríir kaffidrykkir í dag Opnun á listasýningu Kator (Katýar Hafsteinsd.) sem sýnir fantasíuhúsgögn og -listmuni Opið frá 11 -18 Kaffitár, Laugavegi Í GÆRKVÖLD var tilkynnt hvaða tíu ritverk hlytu tilnefningar til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Að venju voru tilnefndar fimm bækur úr flokki fræðirita og bóka almenns efn- is og fimm bækur úr flokki fagurbók- mennta. Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, útgefandi er Bjartur. Höf- undur Íslands eftir Hallgrím Helga- son, útgefandi er Mál og menning. Ljóðtímaleit eftir Sigurð Pálsson, út- gefandi er JPV útgáfa. Sólskinsrútan er sein í kvöld eftir Sigfús Bjart- marsson, útgefandi er Bjartur. Yfir Ebrofljótið eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur, útgefandi er Mál og menning. Eftirtaldar bækur í flokki fræði- rita eru tilnefndar: Björg, ævisaga Bjargar C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, útgefandi er JPV útgáfa. Höfundar Njálu eftir Jón Karl Helgason, útgefandi er Mál og menning. Íslenskar eldstöðvar eftir Ara Trausta Guðmundsson, út- gefandi er Vaka-Helgafell. Konan í köflótta stólnum eftir Þórunni Stef- ánsdóttur, útgefandi er JPV útgáfa. Uppgjör við umheiminn eftir Val Ingimundarson, útgefandi er Vaka-Helgafell. Sama leið var farin við valið í ár og í fyrra. Fenginn var einn valinkunn- ur úrskurðaraðili fyrir hvorn flokk. Leynd hvíldi yfir nöfnum úrskurðar- aðilanna allt þar til daginn fyrir til- nefninguna en þeir voru: Jón Ólafs- son, forstöðumaður Hugvísinda- stofnunar, sem tilnefndi bækur í flokki fræðirita og bóka almenns efn- is, og Torfi H. Tulinius, dósent í frönsku, sem tilnefndi bækur í flokki fagurbókmennta. Það eru bókaútgefendur sem leggja fram bækur til tilnefningar. Að þessu sinni voru 72 bækur lagðar fram. Í flokki fræðibóka, handbóka og bóka almenns efnis voru lögð fram 25 verk en 47 bækur í flokki fagur- bókmennta, þar af 10 barnabækur, 6 ljóðabækur og 4 smásagnasöfn. Þriggja manna lokadómnefnd tek- ur nú við og velur eina bók úr hvorum fimm bóka flokki. Forseti Íslands af- hendir verðlaunin og hann skipar formann lokadómnefndar. Hann hef- ur þegar skipað Þorstein Gunnars- son, arkitekt og leikara. Með Þor- steini í nefndinni verða þeir Jón Ólafsson og Torfi H. Tulinius. Und- anfarin ár hefur verðlaunaafhend- ingin farið fram á Bessastöðum. Yf- irleitt er tilkynnt um hverjir hafi hlotið verðlaunin nálægt mánaða- mótunum janúar–febrúar. Morgunblaðið/Kristinn Höfundar þeirra bókmenntaverka sem tilnefnd hafa verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna HUGTAKIÐ „hamraborgir“ er samkvæmt skilgreiningu góðkunn- ingja míns tónlist sem honum finnst ofnotuð í þeim mæli, að hún verður nánast óbærileg áheyrnar. Að mínu mati hafa íslensk- ir einsöngvarar verið ótrúlega hræddir við að fara út fyrir þröng- an ramma hamraborg- anna þegar þeir hljóð- rita íslenska tónlist. Sem er synd og skömm því mikið af ágætum ís- lenskum einsöngslög- um heyrist nánast aldrei. Á sama tíma gera hamraborgirnar manni lífið leitt. Gæti það verið að sumar þessar „íslensku söng- perlur“ séu ekki þau meistaraverk að þau þoli slíka of- notkun? Gæti verið að svona skoð- anir séu „tabú“ og jafnist á við land- ráð? Geisladiskurinn Áfram, þar sem þeir Þorgeir J. Andrésson og Jónas Ingimundarson flytja íslensk ein- söngslög og fjórar Wagneraríur, er ekki alveg laus við verstu hamra- borgirnar. Valið á Draumalandinu, Minningu, Bikarnum, Mánaskini, Kveðju o.fl. er mjög fyrirsjáanlegt. Og Hamraborgin sjálf er þarna líka, enda er Þorgeir tenórsöngvari og vill eins og aðrir kollegar hans tak- ast á við þetta mikla tenóralag. Því miður tekst honum það ekki alls kostar frekar en öðrum sem fetað hafa í fótspor stórsöngvarans Ein- ars Kristjánssonar. En sem betur fer má á diskinum heyra sjaldheyrðari verk eins og tvö ágæt lög Emils Thoroddsen, Kveðja og Sáuð þið hana systur mína og Til Unu eftir Sigfús Halldórsson. Og enn einu sinni kemur Karl O. Run- ólfsson á óvart með hinum sérkenni- lega Hirðingja, vel uppbyggðu lagi með glæsilegri píanórödd þar sem Jónas Ingimundarson fer á kostum. Er ekki tími til kominn að helga þessu vanrækta tónskáldi eins og einn geisladisk með sönglögum? Þessu er hér með komið á framfæri til Þorgeirs J. Andréssonar og koll- ega hans í söngvarastétt. Skömm er frá því að segja að tón- skáldið og organleikarinn Ingibjörg K. Sigurðardóttir (1909–1998) er mér algerlega ókunn. Hún á hér lítið og hnyttið lag sem heitir Vinsamleg tilmæli og ef marka má það er hér á ferðinni ágætur laga- smiður sem áhugavert væri að kynnast. Disk- inum lýkur – mjög óvænt – á fjórum atrið- um úr Wagneróperum sem Þorgeir gerir prýðileg skil (sérstak- lega In fernem land úr Lohengrin) enda starf- aði hann við Wagn- erhátíðina í Bayreuth um skeið. En mikið er píanóútdrátturinn föl- litur samanborið við hljómsveit Wagners og þar hjálpar vandvirkni Jónasar Ingimundar- sonar lítið. Þorgeir J. Andrés- son hefur þróttmikla og karlmann- lega tenórrödd sem hann beitir áreynslulítið, tónmyndunin er jafn- an örugg og skilningur á efni söng- texta greinilegur í túlkun hans. Tón- listin er hér í góðum höndum. Jónas Ingimundarson er einn af nestorum íslenskra píanómeðleikara og er traustur meðreiðarsveinn, eins og hans er von og vísa. Hljóðritun Halldórs Víkingsson- ar, sem gerð var í Salnum í Kópa- vogi, er góð og jafnvægið milli sön- varans og píanóleikarans er ákjósanlegt. Ekki bara hamraborgir TÓNLIST Geislaplötur Íslensk einsöngslög: Árni Thorsteinsson: Áfram, Fögur sem forðum og Vorgyðjan kemur. Karl O. Runólfsson: Í fjarlægð og Hirðinginn. Markús Kristjánsson: Minn- ing. Emil Thoroddsen: Smalastúlkan, Sáuð þið hana systur mína, Til skýsins og Kveðja. Ingi T. Lárusson: Heyr, lát mig líf- ið finna. Eyþór Stefánsson: Bikarinn og Mánaskin. Sigfús Einarsson: Drauma- landið. Þórarinn Guðmundsson: Kveðja. Ingibjörg K. Sigurðardóttir: Vinsamleg til- mæli. Sigfús Halldórsson: Í dag og Til Unu. Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Sprett- ur. Sigvaldi Kaldalóns: Hamraborgin. Sig- urður Þórðarson: Sjá dagar koma. Óp- eruaríur: Richard Wagner: Atmest du nicht mit mir, In fernem Land og Höchtes Vertraun úr Lohengrin, Willst jenes Tags úr Hollendingnum fljúgandi. Söngur: Þor- geir J. Andrésson (tenór). Píanóleikur: Jónas Ingimundarson. Heildarlengd: 72:50 mín. Útgefandi: Fermata. ÁFRAM Þorgeir J. Andrésson Valdemar Pálsson Álftagerð- isbræður – Skagfirskir söngvasveinar hefur Björn Jóhann Björnsson skráð. Í kynningu segir m.a.: „Í bókinni um Álftagerðisbræður er sagt frá lífsglöðum bræðrum sem fyrst sungu saman fjórir við jarðarför föð- ur síns, öðluðust hylli sveitunga sinna og urðu svo landsþekktir skemmtikraftar. Allt frá blautu barnsbeini hefur líf þeirra snúist um söng enda spretta þeir úr frjó- um jarðvegi skagfirskrar söngmenn- ingar. Bókin geymir ógleymanlegar frásagnir af líflegu bernskuheimili þeirra í Álftagerði þar sem fjöldi lit- ríkra einstaklinga kemur við sögu, söngferill þeirra er rakinn, sagt frá samvinnu þeirra og Karlakórsins Heimis og fylgst með þeim á tón- leikaferð.“ Útgefandi er Forlagið. Bókin er 336 bls., prentuð í Odda. Kápu- hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Verð: 4.690 kr. Lífshlaup ÞESSI litla en snotra bók geymir tólf þætti. Suma má með réttu kalla „esseyjur“. Aðrir eru ræður fluttar við hátíðleg tækifæri. Níu þættir hafa áður birst í bókum, blöðum og tíma- ritum. Ekki eru allir þeirra ársettir, en af þeim, sem ártal hafa, er sá elsti frá árinu 1980, en sá yngsti frá þessu ári. Fyrsta ritgerðin, Af þráðarlegg og reiptöglum, er einkar hugljúf umfjöll- un um „alþýðulist“. Þá kemur skemmtileg endurminningarfrásögn, Á leið í lundinn helga. Þar segir frá stuttri sveitadvöl og strokferð í Þrastalund. Hér er náttúrlega mjög mikill kúltúr. Kringum Vínarferð Jóns Pálssonar frá Hlíð er allkúnstug frásögn af ferðalagi þessa sérkenni- lega manns og birt er bréf frá Jóni til föður Björns. Eiginlega er þessi rit- gerð eins konar söguleg leiðrétting. Þá kemur hér stuttur kafli úr hinu mikla rit- verki Björns, Íslenskri myndlist. Þar bregður höfundur undir sig „fræðifætinum“ og verður öllu þungbrýnni en hann á vanda til. Ræðurnar eru tvær. Önnur ber titilinn Tannfé Háskóla Íslands og var hún flutt á 75 ára afmæli Háskóla Ís- lands. En við það tæki- færi var starfsmönnum Háskólans gefin ljós- prentun af mynd Kjar- vals, Eldur orðsins, sem Háskólinn fékk í „tannfé“ á sínum tíma. Hin ræðan var flutt á hátíðarsamkomu í Þjóðleikhús- inu á hálfrar aldar afmæli Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Báðar þess- ar ræður eru listasmíð. Steinharpa skáldsins er smágrein um bautastein- inn á leiði Sigurðar Breiðfjörðs. Það er yngsta ritsmíðin í þessu safni, sam- in eða a.m.k. birt á þessu ári. Þrjár áð- ur óbirtar greinar, eða hugvekjur kannski, finnst mér með því lakara í bókinni. En hún endar á bráðsmell- inni frásögu af sér- kennilegum Íslendingi, sem innlyksa varð í Kaupmannahöfn fyrir langa löngu. Að vísu er ekki langt síðan þessi sama grein birtist í bók eftir Björn, svo að kannski var ekki þörf á að birta hana aftur hér. En hún skemmir þó ekki fyrir. Haustlauf heitir bók- in. Hvernig ber að skilja titilinn? Eru þetta síð- ustu laufin, sem falla af laufríku tré þessa fagurvirka aldna höfundar áður en vetur leggst yfir? Hvort sem það eru skilaboð höfundar eða ekki eru lauf þessi fögur eins og haustlaufið er vant að vera. Hér eru nokkrar glitrandi perlur, sem sýna stílleikni fagurkerans. Ekki er um að fást þó að einstaka blað sé svolítið visnara en annað. Sigurjón Björnsson Úr greinasyrpum Björns Th. Björnssonar BÆKUR Ritgerðir Björn Th. Björnsson. Mál og menning, Reykjavík, 2001, 120 bls. HAUSTLAUF Björn Th. Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.