Morgunblaðið - 06.12.2001, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 57
MIKIÐ lifandis ósköp erum við Ís-
lendingar farnir að byrja snemma
á jólaundirbúningnum. Verslanir
eru farnar að taka upp jólaskrautið
um miðjan október og jafnvel
skreyta utanhúss með nýfelldum
jólatrjám. Ég bíð bara eftir að jó-
laumræðan hefjist strax að lokinni
verslunarmanna-
helgi. Við sem höld-
um á penna hjá
Blómi vikunnar meg-
um alls ekki vera eft-
irbátar annarra og
tökum því þátt í
dansinum í kringum
jólatréð.
Já, dansinum í
kringum jólatréð, vel
á minnst. Mín kyn-
slóð gekk í kringum
jólatréð og söng:
Göngum við í kring-
um einiberjarunn.
Mín kynslóð las líka
ævintýri H.C. Ander-
sen á bernskuárun-
um og bæði hló og
grét yfir sögum hans. Ein hugljúf-
asta sagan fannst mér ætíð vera
sagan um litlu stúlkuna og eldspýt-
urnar, ég klökknaði í hvert skipti,
sem ég las hana. Eitt af undrunum,
sem litla stúlkan sá, þegar hún
kveikti á eldspýtunum sínum, var
fagurlega skreytt jólatré. Ég man
að ég hugsaði einhvern tímann:
„Skyldi tréð hennar hafa verið eins
fallegt og tréð okkar er?“
Hvað sem því líður er næsta víst
að jólatré er skreytt á flestum
heimilum og okkur finnst það alveg
sjálfsagt. En siðurinn sá er ekki
nema um aldargamall hérlendis og
hann lærðum við af Dönum. Danir
eru þó alls ekki upphafsmenn að
skreytta jólatrénu í húsum inni,
siðurinn er langt að kominn, jafn-
vel frá Austurlöndum nær. Ítalir
skreyttu jólatré á 16. öld og Sviss-
lendingar gerðu það um svipað
leyti. Þaðan barst leikurinn norður
á bóginn til Þjóðverja, sem
skreyttu trén á fjölbreyttan hátt.
Tré sem reist voru á torgum bæja
báru oft ýmislegt góðgæti, sem
gefið var fátækum á jóladag, en
það var um 1800 sem Þjóðverjar
fóru að hafa ljós á jólatrjám innan-
húss og um 1820 er siðurinn kom-
inn til Jótlands.
Dönsku kaupmennirnir voru
okkur svo fyrirmyndin og fyrst í
stað voru jólatré Íslendinga heima-
gerð, á tréstaur voru festir nokkrir
kransar af láréttum spýtum, sem
síðan voru vafðar með mosa eða
lyngi eða jafnvel
pappír. Og svo var
það jólaskrautið.
Þegar ég man fyrst
eftir jólatré var það
gervitré, reyndar
ekki heimasmíðað,
en eitt helsta skraut-
ið auk mislitra kúlna
voru kramarhúsin,
bréfpokar, fléttaðir
úr mislitum pappír,
og gjarnan sælgætis-
moli ofan í.
Nú eru lifandi,
réttara afhöggvin,
jólatré algengust en
þá er vandinn sá að
tréð haldi barrinu yf-
ir jólin. Auðvitað má
kaupa barrheldnar tegundir, svo
sem stafafuru eða þin, sem er oft-
ast innfluttur, en mörgum finnst
rauðgreni eina rétta jólatréð.
Best er að geyma tréð á köldum
stað, gjarnan úti, þar til það er
skreytt. Margir setja tréð í jólabað,
eða jólasturtu, áður en það fer inn í
stofu. Það er þó ekki nóg, til að tréð
haldi barrinu þarf það að ná í vatn.
Því þarf að saga 1–2 cm neðan af
trénu og tálga gjarnan vandlega
3–4 cm af berki utan af. Við erum
búin að prófa marga jólatrésfætur,
en nú erum við búin að finna
óbrigðulan. Við eigum 50 l dökk-
græna plastfötu, sem við nær fyll-
um af sandi og skorðum svo tréð
vel í og fyllum loks af vatni. Þá þarf
ekki að skríða undir tréð oft á dag
og rembast við að hella vatni í alltof
lítinn fót og hafa síðan hrúgur af
nálum undir trénu síðustu daga
jóla.
Þetta verður síðasta greinin sem
birtist af Blómi vikunnar þetta ár-
ið, það er hefð fyrir vetrarhvíld
þáttarins. Eins er hefð fyrir að
birta lista yfir greinar ársins. Við
óskum lesendum gleðilegra jóla.
Hittumst með vorinu.
Ungt blágreni – er þetta framtíðar jólatré?
JÓLA-JÓLA
JÓLATRÉ –
JÓLALISTI
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
Greinar sem birst hafa á árinu
nr dags titill höfundur
451 10.4. Páskaliljur Sigríður Hjartar
452 4.5. Dvergliljur – Crocus Sigríður Hjartar
453 12.5. Dvergliljur (crocus – annað vers) Sigríður Hjartar
454 2.6. Alaskaösp – Populus trichocarpa Guðríður Helgad.
455 21.6. Algjör kálhaus Sigríður Hjartar
456 4.7. Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) Guðríður Helgad.
457 12.7. Gullregn – Labrunum Guðríður Helgad.
458 21.7. Klifurplöntur – vafningsjurtir Sigríður Hjartar
459 2.8. Askur (Fraxinus excelsior) Sigríður Hjartar
460 8.8. Klifurplöntur – vafningsjurtir Sigríður Hjartar
461 1.9. Álmur – Ulmus glabra Guðríður Helgad.
462 18.9. Einir Sigríður Hjartar
463 12.10. Ilmreynir – Sorbus aucuparia Guðríður Helgad.
464 7.11. Íslenskar trjátegundir? Sigríður Hjartar
465 24.11 Námsferð Garðyrkjuskólans til Hollands Guðríður Helgad.
466 6.12. Jóla-jóla, jólatré – jólalisti Sigríður Hjartar
466. þáttur
FRÉTTIR BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 27. nóvember mættu
22 pör í Mitchell-tvímenninginn og
urðu úrslit þessi í N/S:
Jón Pálmason – Ólafur Ingimundars. 252
Sigríður Pálsd. – Eyvindur Valdimarss. 251
Jóhanna Gunnlaugsd. – Garðar Sigurðss.244
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 272
Gróa Guðnad. – Sigríður Karvelsd. 243
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 242
Sl. föstudag mættu einnig 22 pör
og þá urðu úrslit þessi í N/S:
Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 250
Lárus Hermannss. – Sigurður Karlss. 241
Jóhanna Gunnlaugsd. – Garðar Sigurðss.232
Hæsta skor í A/V:
Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 284
Anna Jónsd. – Sigurrós Sigurðard. 264
Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 234
Meðalskor báða dagana var 216.
Bridsfélagið
Muninn Sandgerði
Miðvikudaginn 28. nóvember
byrjaði tveggja kvölda board-a-
match sveitakeppni hjá bridsfélag-
inu Muninn úr Sandgerði. Alls eru 6
sveitir skráðar í keppninni, og er
spilað með monrad-fyrirkomulagi 2
14 spila leikir á kvöldi. Dregið var í
fyrstu umferð, og síðan raðast sveitir
saman eftir stöðu, þ.e. tvær efstu
spila saman, svo 3. og 4. sætið o.s.frv.
Í efsta sæti er sveit Karls G. Karls-
sonar með 36 stig en auk hans-
spiluðu Gísli Torfason, Guðjón Svav-
ar Jensen, Jóhannes Sigurðsson og
Birkir Jónsson.
Önnur úrslit urðu sem hér segir :
Sveit Lilju Guðjónsdóttur 29
Sveit Trausta Þórðarsonar 28
En stutt er í næstu sveitir sem eru
með 26, 25 og 24 stig.
Áhorfendur eru velkomnir og
munið að það er alltaf heitt kaffi á
könnunni.
stretch-
gallabuxur
Kringlunni, sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
3 skálmalengdir
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 1821268 M.A.*
Landsst. 6001120619 VIII
I.O.O.F. 11 1821268½ Bk.
Kl. 20 Ljósvaka, umsjón Hjálp-
arflokksins, Kåre Morken talar.
Veitingar og happdrætti. Föstu-
dag kl. 20 bænastund.
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20.00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Ræðumaður Vörður Traustason.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is .
Aðaldeild KFUM
Holtavegi 28
Fundur í kvöld kl. 20:00.
Dr. Árni Árnason læknir —
Rannsóknir á alvarlegum
heilasjúkdómi.
Efni: Dr. Leifur D. Þorsteinsson.
Upphafsorð: Sigurgeir Gíslason.
Hugleiðing: Sr. Ingólfur Guð-
mundsson.
Allir karlmenn velkomnir.
Ráðherrafundur
ÖSE í Búkarest
RÁÐHERRAFUNDUR Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu,
ÖSE, var haldinn í Búkarest, 3.–4.
desember 2001 og var meginefni
fundarins barátta gegn hryðju-
verkastarfsemi.
Á fundinum samþykktu ráðherrar
aðildarríkjanna 55 sérstaka yfirlýs-
ingu og aðgerðaáætlun til að
stemma stigu við hryðjuverkum og
skipulagðri glæpastarfsemi. Að-
gerðaáætlunin gerir ráð fyrir nánu
samstarfi og samráði ÖSE við Sam-
einuðu þjóðirnar, Atlantshafsbanda-
lagið, Evrópusambandið og Evrópu-
ráðið.
Þórður Ægir Óskarsson, fasta-
fulltrui Íslands hjá ÖSE, sat fund-
inn fyrir hönd utanríkisráðherra.
Fastafulltrúi lýsti yfir ánægju með
samþykkt aðgerðaáætlunar ÖSE
gegn hryðjuverkastarfsemi, en með
henni væri lagður grunnur að efl-
ingu starfs ÖSE gegn hryðjuverk-
um og skipulagðri glæpastarfsemi,
ekki síst fíkniefnasmygli og mansali.
Þá áréttaði fastafulltrúi Íslands
mikilvægi starfsemi ÖSE á sviði
mannréttinda, átakavarna og efling-
ar lýðræðis. Með margþættu fram-
lagi á ofangreindum sviðum, ekki
síst með starfi sendinefnda á vett-
vangi, gegndi ÖSE þýðingarmiklu
hlutverki við að tryggja stöðugleika
og festa lýðræði í sessi í aðildarríkj-
unum.
Loks lagði fastafulltrúi sérstaka
áherslu á eflingu starfa ÖSE í bar-
áttunni gegn mansali og kynlífs-
þrælkun. Einnig þyrfti ÖSE að
gæta í ríkara mæli að mannrétt-
indum barna, ekki síst á átakasvæð-
um í aðildarríkjunum.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
Ísrael, var sérstakur gestur ráð-
herrafundarins.
Tourette
með opið hús
TOURETTE-samtökin á Íslandi
hafa opið hús fyrir foreldra barna
með Tourette-heilkenni í kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í Hátúni
10b, 9. hæð.
Þessi opnu hús eru mánaðarlega,
fyrsta fimmtudag hvers mánaðar,
segir í fréttatilkynningu.
Jólatrés-
ferðir í
desember
JÓLASVEINN.is og Hópferðabíl-
ar Vestfjarðaleiðar hafa tekið upp
samvinnu með ferðir þar sem farið
er í Skorradal og jafnvel aðra
staði. Farið er með rútum Vest-
fjarðaleiðar en í skóginum taka
jólasveinar á móti hópnum, syngja
og sprella. Fjölskyldan getur valið
sér jólatré saman og borgar fyrir
það eftir stærð. Ekki er skilyrði að
ná sér í jólatré en þeir sem það
gera geta notið aðstoðar starfs-
manns Skógræktarfélagsins, sem
ferðirnar eru í samstarfi við. Auk
þessa eru möguleikar á annars
konar ferðum, m.a. jólasveinaferð-
um í næsta nágrenni höfuðborg-
arinnar, t.d. í Heiðmörk.
Vestfjarðaleið er rótgróið rútu-
fyrirtæki sem sér um hópferðir
hvert sem er á landinu og allar
rútur eru búnar öryggisbeltum.
Nánari upplýsingar er að fá hjá
Vestfjarðaleið og einnig má skoða
heimasíðu jólasveinsins, jola-
sveinn.is, segir í frétt frá jóla-
sveinn.is og Hópferðabílum Vest-
fjarðaleiðar.
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Ný stjórn kjörin
AÐALFUNDUR félags Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi var haldinn fyrir
skömmu. Fráfarandi formaður flutti
skýrslu um störf félagsins sem síðan
var rædd. Reikningar félagsins fyrir
árin 1999 og 2000 voru samþykktir
samhljóða.
Í stjórn voru eftirfarandi kjörnir:
Formaður: Kristín Jónasdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Meðstjórnendur: Anna Ólafsdóttir
blaðafulltrúi, Hannes B. Hjálmars-
son markaðsstjóri, Ingibjörg Ás-
geirsdóttir námsgagnastjóri og Val-
ur Ingimundarson lektor.
Varastjórn: Haukur Ólafsson sendi-
fulltrúi, Jóhann R. Benediktsson
sýslumaður og Margrét Heinreks-
dóttir framkvæmdastjóri. Endur-
skoðendur: Björn L. Halldórsson
lögfræðingur og Gunnar Helgason
hæstaréttarlögmaður.
Spáðu í
framtíðina –
nýtt spil
ÚT eru komin Íslensku spádómsspil-
in. Útgefandi spilanna er Ingunn
ehf.
Spilin verða til að byrja með í sölu
hjá Esso, bókabúðum Máls og menn-
ingar og versluninni Hjá Magna,
segir í fréttatilkynningu.