Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMÁL Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss hafa verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið, ekki síst vegna þess að áætluð rekstraraf- koma ársins er nei- kvæð um 500 m.kr. sem eru 2,5% frávik frá fjárheimildum. Málflutningur hefur stundum verið með þeim hætti að ætla má að rekstrarkostn- aður spítalans sé mjög hár í saman- burði við sambærileg sjúkrahús í öðrum löndum. Einnig að sameining fyrr- um Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur hafi kostað meira en áætlað var og að hagræðing vegna sameiningarinnar skili sér seint og illa. Þessum málflutningi er ég al- farið ósammála og vil í þessari grein varpa ljósi á rekstur spít- alans og þá hagræðingu sem verið er að ná fram. Einkarekstur þar sem það á við Óvissa er talsverð í ytra um- hverfi spítalans. Spítalinn býr enn við fastar fjárveitingar þrátt fyrir að nágrannalönd okkar hafi á síð- ustu árum breytt fjármögnun sjúkrahúsa sinna þannig að verk- efni og fjárveitingar haldast í hendur. Landspítali hefur und- irbúið aðlögun alþjóðlegra fjár- mögnunarkerfa að íslenskum að- stæðum og hvetur stjórnvöld til að fara að dæmi nágranna- þjóðanna og tengja fjárveitingar við fram- leiðslu. Þá er pólítísk- ur ágreiningur um hvaða þjónusta ætti að vera í einkarekstri og hvað ætti að vera innan reksturs spítal- ans. Í kerfi fastra fjárveitinga, sem þar að auki eru mjög naumar, mun spítal- inn forgangsraða verkefnum sínum og draga úr þjónustu á þeim sviðum sem helst geta verið utan spítalans. Einkarekstur á ágætlega við suma þætti heilbrigðisþjónustunnar en aðrir eiga betur heima undir regn- hlíf spítalans. Þar á ég sérstaklega við verkefni þar sem stofnkostn- aður í þekkingu starfsmanna eða tækjabúnaði er verulegur og þegar verkefnin eru mikilvæg vegna kennsluhlutverks spítalans. Þjónustan Rekstrarkostnaður spítalans er um 20 milljarðar á ári. Á föstu verðlagi, og miðað við útkomuspá ársins, hefur rekstrarkostnaður aukist um 0,7% frá fyrra ári. Á sama tíma er kostnaður við sam- einingu í hámarki, þ.e. vegna bið- launa, vegna sameiningar á upp- lýsingakerfum og vegna fram- kvæmda en fjárlög gerðu ekki ráð fyrir neinni hækkun. Starfsemis- tölur sýna að sjúklingum fjölgar á sólarhringsdeildum, bráðamót- tökum og dag- og göngudeildum. Legudögum hefur fækkað með styttingu í meðallegutíma, valað- gerðum hefur fækkað en dýrum bráðaaðgerðum, s.s. brjóstholsað- gerðum, hefur fjölgað. Áætlaður rekstrarhalli ársins er að stórum hluta tilkominn vegna óhagstæðrar gengis- og verð- lagsþróunar. Áætluð hækkun rekstrarvara á spítalanum er rúm 9% en í fjárlögum var gert ráð fyr- ir 4%, sem skýrir um 300 m.kr. af rekstrarhalla ársins. Nauðsynlegt er að þessi mismunur verði leið- réttur því óeðlilegt er að spítalinn dragi saman í þjónustu vegna þró- unar á verðlagi og gengi. Hagstæður samanburður Algengt er að sjá þá staðhæf- ingu í erlendum fræðigreinum að um milljón manns þurfi til að borgi sig að reka hátækniheilbrigðis- þjónustu eins og veitt er á Land- spítala. Samkvæmt því ætti rekstrarkostnaður spítalans að vera hærri en á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis því fastur kostnaður vegur þyngra og kostn- aður við að viðhalda nauðsynlegri sérþekkingu starfsmanna er hærri þegar viðskiptavinahópurinn er lít- ill. Staðreyndir sýna hið gagn- stæða. Á Landspítala er unnið ötullega að kostnaðargreiningu á starfsem- inni og flokkun hennar samkvæmt alþjóðlegum mælingarkerfum. Á þessu ári hefur rekstur kvenna- sviðs spítalans verið samkvæmt al- þjóðlegu kerfi og um næstu ára- mót bætast skurðlækningasviðin við. Því getum við nú borið saman kostnað einstakra verkefna við sambærileg verkefni erlendis. Þessi samanburður er hagstæður Landspítala án þess að árangur af þjónustunni sé lakari sem sýnir frábæran árangur starfsmanna spítalans. Sameiningin skilar hagræðingu Sameiningarferlið hófst fyrir rúmu ári og mun standa í rúmt ár til viðbótar. Stjórnsýsla spítalans var sameinuð á síðasta ári, bók- hald var sameinað um síðustu ára- mót og sameining sérgreina hófst fyrr á þessu ári. Stjórnunarstöðum fækkaði í kjölfarið. Til þess að sem minnst röskun verði á þjónustu við sjúklinga þarf að undirbúa samein- ingu vel, laga þarf húsnæði og upplýsingakerfi að hinni samein- uðu sérgrein og stoðþjónusta þarf að vera til staðar. Kostnaður við sameininguna er talsverður eins og fyrr segir, t.d. þarf að greiða biðlaun og fjárfesta þarf í upplýs- ingakerfum sem mörg hver voru orðin gömul og erfitt að laga að þörfum spítalans. Fjárhagsleg hagræðing skilar sér í kjölfarið, aðallega vegna fækkunar stjórn- enda og lækkunar á föstum kostn- aði. En mikilvægasta hagræðingin er bætt þjónusta við sjúklinga þegar sérþekkingin er sameinuð. Rekstrarformi deilda innan spít- alans hefur verið breytt í nokkrum veigamiklum þáttum. Rannsóknar- stofnun og Blóðbanki vinna nú samkvæmt gjaldskrá þar sem tekjur standa undir útgjöldum. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við stjórnendur öldrunar- sviðs og endurhæfingarsviðs spít- alans og unnið er að undirbúningi að þjónustusamningum við fleiri rekstrareiningar þar sem þjónust- an er skilgreind og verðlögð og sett eru markmið í starfseminni. Slíkt rekstrarform eykur sjálf- stæði deilda innan spítalans. Þá hefur þjónusta verið sett í útboð s.s. ræstingarþjónusta á ákveðnum einingum og apótek spítalans er rekið sem hlutafélag. Kostnaður við sameiningu Þótt hagræðing af sameining- unni sé enn lítið farin að skila sér eru framlög til spítalans lækkuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Því hefur kostnaður við sameiningu stærsta fyrirtækis landsins ekki verið viðurkenndur, hvorki í fjár- lögum þessa árs né næsta, sem er áreiðanlega einsdæmi þegar fyr- irtæki af þessari stærð og umfangi eru sameinuð. Spítalinn getur ekki aukið tekjur sínar því þær eru bundnar með lögum og reglugerð- um. Því verður að grípa til nið- urskurðar á þjónustu á næsta ári standi fjárlagafrumvarpið óbreytt. Því skora ég á stjórnvöld að leggja nauðsynlegt fjármagn til samein- ingarinnar á næsta ári. Hagstæður samanburður fyrir háskólasjúkrahúsið Anna Lilja Gunnarsdóttir Heilsuþjónusta Kostnaður við samein- ingu stærsta fyrirtækis landsins, segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, hefur ekki verið viður- kenndur. Höfundur er framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Í UMRÆÐU að undanförnu hefur hugtakið samlags- hlutafélög skotið nokkuð upp kollinum. Svo virðist sem áhugi manna á félagaform- inu hér á landi sé að glæðast og hafa er- lendir sem innlendir aðilar litið til þess í auknum mæli, m.a. í því augnamiði að nýta skattlagningu þess. Í Danmörku hefur verið komist þannig að orði að samlags- hlutafélög sameini það besta úr báðum heimum, skipulagið og reglusetn- inguna frá hlutafélögum en skatt- lagninguna frá sameignarfélögum. Kostir samlagshlutafélaga í ná- grannalöndum okkar, Danmörku og Noregi, sem og í Bandaríkj- unum, teljast því aðallega vera skattaleg meðferð félaganna. Sam- lagshlutafélög eru þar skattlögð eins og sameignarfélög og eru því ekki sjálfstæðir skattaðilar, heldur er hagnaður og tap félaganna skattlagt hjá eigendum þeirra. Tap samlagshlutafélaga kemur því til frádráttar öðrum tekjum eig- endanna og þar af leiðandi er minni fjárhagsleg áhætta fyrir samlagshluthafana fólgin í því að stofna samlagshlutafélag en hluta- félag. Því verður fjármögnun þeirra greiðari en fjármögnun t.d. hlutafélaga. Á sama hátt er hagn- aður skattlagður hjá eigendunum og því er aðild að samlagshluta- félögum fýsilegur kostur fyrir þá sem ekki eru skattskyldir, s.s. líf- eyrissjóði. Séu eigendur samlags- hlutafélaga erlendir aðilar er hagnaður samlagshlutafélaga skattlagður hjá viðkomandi eig- endum og má í vissum tilfellum lækka skattgreiðslur þeirra vegna tvískött- unarsamninga eða mismunandi ákvæða skattalaga í heimaríki samlagshlutafélags og heimaríki eigenda þess. Óljós réttarstaða Ákvæði um skatt- lagningu samlags- hlutafélaga voru í lög- um um tekju- og eignarskatt allt til ársins 1971 og voru þau þá skattlögð líkt og hlutafélög. Hins vegar var þá gerð sú breyting að samlagshlutafélög voru felld úr upptalningu laganna á þeim félögum sem greiða skulu tekju- og eignarskatt. Eftir það hefur skattaleg staða félaganna verið mjög óljós og er þar að öllum líkindum komin skýringin á því hvers vegna slíkt félag hefur aldr- ei verið stofnað hér á landi – en það er ekki fýsilegur kostur að stofna félag sem óvissa er um hvernig verður skattlagt. Alvarleg tilraun til að stofna samlagshlutafélag var gerð hér á landi árið 2000 og var af því tilefni leitað eftir áliti embættis ríkis- skattstjóra á skattlagningu félag- anna. Embættið komst í stuttu máli að þeirri niðurstöðu að sam- lagshlutafélög væru enn sjálfstæð- ir skattaðilar, þrátt fyrir laga- breytinguna. Í viðtali við Morg- unblaðið hinn 4. nóvember sl. kom fram í máli Baldurs Guðlaugsson- ar, ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu, að hann væri sama sinnis. Skattlagning samlagshlutafélaga Ég er ekki sammála því að um skattlagningu samlagshlutafélaga fari með ofangreindum hætti. Í svokölluðu Bergnessmáli, H. 1993:2011, var komist að þeirri niðurstöðu að samlagsfélög væru sjálfstæðir skattaðilar. Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar var eftir- farandi ákvæði sett í 2. mgr. 2. gr. laga um tekju- og eignarskatt: „Samlagsfélög með ótakmarkaðri ábyrgð minnst eins félagsaðila geta ekki verið sjálfstæðir skatt- aðilar.“ Í firmalögum eru samlags- hlutafélög flokkuð sem ein tegund samlagsfélaga, en þau skipta sam- lagsfélögum annars vegar í almenn samlagsfélög og hins vegar sam- lagshlutafélög. Í greinargerð með 134. gr. einkahlutafélagalaga segir orðrétt: „Samlagshlutafélag er ein tegund samlagsfélaga …“ Að þessu virtu verður að telja það ótvíræða niðurstöðu löggjafans að flokka samlagshlutafélög sem eina tegund samlagsfélaga. Það er að sjálfsögðu flokkun löggjafans á fé- lögunum sem telur þegar reglur um skattlagningu þeirra eru ákvarðaðar. Þar sem samlags- hlutafélög eru ein tegund samlags- félaga tekur því áðurnefnd regla 2. mgr. 2. gr. laga um tekju- og eign- arskatt til samlagshlutafélaga sem og annarra samlagsfélaga. Í stuttu máli; löggjafinn flokkar samlags- hlutafélög sem eina tegund sam- lagsfélaga, samlagsfélög eru ekki sjálfstæðir skattaðilar heldur hvíl- ir skattskyldan á eigendum félag- anna og því gildir sama regla um samlagshlutafélög. Tekju- og eignarskattur Fyrir Alþingi hefur nú verið lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingar á m.a. lögum um tekju- og eignarskatt. Ef frumvarpið verður óbreytt að lögum munu samlags- hlutafélög verða skattlögð með sama hætti og hlutafélög og einka- hlutafélög. Ég tel óskynsamlegt að samþykkja lagafrumvarpið óbreytt og leggja þar með sjálfstæða skattskyldu á samlagshlutafélög. Rökin fyrir því eru að með breyt- ingunum tapa samlagshlutafélög allri sérstöðu gagnvart einkahluta- félögum og verður nánast um sama félagaformið að ræða, eini munurinn verður að innan sam- lagshlutafélaga eru einn eða fleiri félagsmenn sem bera ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þess. Vegna þessarar persónulegu ábyrgðar verður að telja að enginn muni velja samlagshlutafélaga- formið fram yfir einkahlutafélög og er því verið að tryggja áfram- haldandi notkunarleysi samlags- hlutafélaga hér á landi með laga- frumvarpinu. Á það skal bent að í Danmörku hafa samlagshlutafélög fylgt skattlagningarreglum sam- eignarfélaga án vandræða og erfitt að sjá hvers vegna slíkt fyrir- komulag geti ekki einnig gengið á Íslandi. Það er ástæða til að skora á alþingismenn að breyta frum- varpinu á þann hátt að skýrt verði tekið fram að samlagshlutafélög séu ekki sjálfstæðir skattaðilar, eða a.m.k. að sömu reglur gildi um skattlagningu þeirra og samlags- félaga. Við það myndu sérstaða og kostir samlagshlutafélaga fram yf- ir önnur félagaform fá að njóta sín og frelsi í íslensku viðskiptalífi yrði þar með aukið til muna. Skattlagning samlagshlutafélaga Grímur Sigurðsson Skattar Það er ástæða til að skora á alþingismenn að breyta frumvarpinu á þann hátt, segir Grímur Sigurðsson, að samlags- hlutafélög séu ekki sjálfstæðir skattaðilar. Höfundur er laganemi og höfundur skýrslu um réttarstöðu samlags- hlutafélaga. Mikið úrval af brjóstahöldurum verð frá kr. 700 Mömmubrjósta- haldarar kr. 1900 Úrval af náttfatnaði fyrir börn og fullorðna Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Byggir upp og nærir NAGLANÆRING G læ si le g a r g ja fa vö ru r Skál kr. 8.350 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.