Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BERT og aðdá- endurnir er eftir Sören Olsson og Anders Jacobs- son. Jón Daníels- son íslenskaði. Í kynningu segir m.a.: „Víst er enn von. Aldrei fyrr hef- ur Bert átt svo marga aðdáendur – á öllum aldri og af öllum gerðum! Patricía, Dóra, Lovísa og fleiri og fleiri, meira að segja ein 35 ára gömul kerling. Bert er orðinn 16 ára og það er komið vor.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 228 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 2.480 kr. Unglingar HLIÐARGÖTUR er sjötta ljóðabók Jónasar Þorbjarn- arsonar. Í fréttatilkynn- ingu segir m.a. „Ljóð Jónasar hafa verið fáguð og lágtóna. Hér kveður við nýjan tón, ljóðin heim- spekilegri og einkennast af leit að einhvers konar staðfestu í óhöndl- anlegum tímanum.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 60 bls. Jón Ásgeir í Aðaldal hannaði kápu. Verð: 2.480 kr. Ljóð JÓLIN okkar er eft- ir Brian Pilkington og Jóhannes úr Kötlum. Í kynningu segir m.a.: „Þegar jólin nálgast fara alls konar skrýtnar ver- ur á kreik. Jóla- sveinarnir arka til byggða og lauma gjöfum og góðgæti í skó þægra barna. Brian Pilkington bregður nýju ljósi á fjöl- skyldu jólasveinanna og íslenska jóla- siði í máli og myndum við hlið sígildra jólakvæða Jóhannesar úr Kötlum.“ Ensk útgáfa bókarinnar ber titilinn The Yule Lads. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 26 bls., prentuð í Danmörku. Verð beggja útgáfanna er er 1.990 kr. Börn Í BÓKINNI Á Ís- landsmiðum ár- ið um kring greina 55 skip- stjórar frá veið- unum og segja skoðun sína. Bókin er skráð af Eiríki St. Eiríkssyni blaðamanni. Í bókinni eru viðtöl við 55 íslenska skipstjóra úr öllum landshlutum og endurspegla þau það sem gerist til sjós árið um kring og greina frá flestum veiðiaðferðum. Viðtölin birt- ust áður í Fiskifréttum. Í kynningu segir m.a.: „Íslensk útgerð er ótrúlega fjölbreytt og lif- andi atvinnugrein. Héðan eru gerð út rúmlega 2.400 skip og bátar lengri en sex metrar, þau minnstu eru litlar trillur og þau stærstu eru fljótandi tækniundur. Íslenskir skip- stjórar draga dám af fjölbreytninni sem einkennir skipaflotann og út- gerðarhættina og flestir eiga það sammerkt að liggja ekki á skoð- unum sínum.“ Útgefandi er Skerpla ehf. Bókin er 200 bls. Verð: 3.980 kr. Viðtöl RENÉ Descartes (1596-1629) var og er skemmtilegur heimspekingur. Hann slær ekki um sig með hugtök- unum og þykist ekki vita meira en hann veit. Raunar telur hann sig ekki hafa fulla vissu fyrir mörgu. „Cogito ergo sum“ er fleygasta hugmyndin hans: „Ég hugsa þessvegna er ég“. Ég get af heilum hug mælt með lærdómsritinu Hugleiðingar um frumspeki eftir franska heimspeking- inn Descartes með metnaðarfullum inngangi Þorsteins Gylfasonar og þýðingu. Verkið er ekki aðeins varða á heiðum vestrænnar hugsunar held- ur einnig ljómandi viti þeirra sem hætta sér út á rúmsjó mannshugans. Það er eitthvað svo heillandi við texta Descartes. Ólíkt flestöllum öðr- um heimspekingum fyrr og síðar skrifar hann í fyrstu persónu: „Í dag létti ég því af mér öllum áhyggjum, tryggi mér ákjósanlegt næði, er einn og út af fyrir mig og hyggst snúa mér að því að rífa til grunna allar fyrri skoðanir mínar, í fyllstu alvöru og án þess að hika.“ (bls 133). Ef ég man árið rétt, þá lærði ég Descartes á námskeiðinu Nýaldar- heimspeki hjá Þorsteini Gylfasyni árið 1983. Sökum kennsluaðferðar Þorsteins; að miðla hug- myndum Descartes á sanngjarnan hátt eða eins og hann var og er, varð ég um skeið kart- esískur í hugsun. Það felst m.a. í því að efast um skynjun sína á heim- inum, líkamanum og sjálfum sér. Hugsa: Get- ur það verið að í höfði mínu sé lítill púki sem gæti þess að brengla hverja og einustu skynjun mína? Það er ekki hægt að útiloka það og ef svo er, hvað er þá áreiðanlegt? Cogito ergo sum. Verkefni Descartes í hugleiðingun- um er hvorki meira né minna en að færa sönnur á tilveru Guðs og grein- armun sálar og líkama. Descartes gerir heiðarlega og áhrifamikla til- raun til þessa, ásamt því að leggja grunninn að nýjum vísindum. Hann ann rökunum og kemur það m.a. fram í því að hann sendi handritið sérstak- lega til þeirra sem hann taldi að gætu gert alvarlegar athugasemdir við rök- semdafærsluna. Þorsteinn Gylfason heiðrar Des- cartes með því að gera sömu kröfur til sín, bæði hvað varðar þýð- inguna og innganginn. Hann hafði þolinmæði gagnvart þýðingunni og gafst ekki upp gagn- vart því erfiðasta í texta Descartes. Hugleiðingar Des- cartes er byltingarrit sem klauf heimsmynd- ina á Vesturlöndum í tvennt, nánar tiltekið í sál og líkama eða anda og efni. Öld tvíhyggj- unnar gekk í garð og enn eimir eftir af henni í hugum fólks. Viðfangsefni hans og „þessar rök- færslur hafa verið eitt eftirlætisvið- fangsefni heimspekinga alla tíð síð- an,“ skrifar Vilhjálmur Árnason ritstjóri verksins (bls. 240). Merki Descartes er að vera skýr og greinilegur. „Hugleiðingarnar eru fullar af dæmum um afmörkun skýrra og greinilegra hugmynda; hugmyndanna um hugann og um vax- molann ...“ skrifar Þorsteinn (bls. 92), og leggur fram enn eina kröfuna um skýrleika og skrifar. „Það virðist vera ástæða til að líta nánar á hvað Des- cartes átti við með því að kalla þessar hugmyndir skýrar og greinilegar.“ (bls. 92-93). Í ljós kemur meðal annars í þeirri rannsókn að skýr hugmynd í huga Descartes geti verið ógreinileg. „Eftir þessu er skýr hugumynd ekki greini- leg nema hún sé fyllilega aðgreind frá öllum öðrum hugmyndum.“ (bls. 94). Dæmi um skýra og greinilega hug- mynd sem Descartes var ánægður með er frumsetningin: „Ég hugsa, þess vegna er ég til.“ (bls. 94). Des- cartes skynjaði skýrt og greinilega að til þess að hugsa þurfi hann að vera til. „En nú vaknar mikill vandi,“ skrif- ar Þorsteinn og segir frá hinum víð- fræga „vítahring Descartes“ sem væntanlegir lesendur munu hafa ánægju af að fræðast um. Viðfangsefnin í Innganginum og Hugleiðingunum eru ekki smávaxin, dæmi: „Hyggjum nú að hugmyndinni um Guð sem alfullkomna veru.“ (bls. 101). „En hvað nú um hug án líkama? Getum við ímyndað okkur hugsun sem enginn líkamlegur höfundur er að?“ (bls. 99). Ég get haldið áfram, en vona að það sé orðið bæði skýrt og greinilegt að Hugleiðingarnar eru nauðsynlegar til skilnings á vestrænni hugsun. Þær eru jafnframt skemmtilegar og „með Descartes og honum einum segjum við að nýöldin hefjist í heimspeki.“ (bls. 22). Hún er liðin, samt er Des- cartes hér enn. Ég hugsa, þess vegna er ég til BÆKUR Heimspeki René Descartes í þýðingu Þorsteins Gylfasonar sem einnig ritar inngang. HÍB. 2001. 250 bls. HUGLEIÐINGAR UM FRUMSPEKI Gunnar Hersveinn Þorsteinn Gylfason SÓLIN er sprungin er fyrsta skáldsaga Sveinbjörns Baldvinsson- ar, en hann er enginn nýgræðingur á ritvellinum. Hann hefur gefið út 6 ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Einnig hefur hann skrifað barnabæk- ur, leikrit og kvikmyndahandrit. Aðalpersóna sögunnar, Jón Fisher, elst upp á móteli, skammt frá smá- bænum Hillside í Kaliforníu. Hann á fatlaðan eldri bróður, Tim að nafni. Faðir þeirra, Jack, rekur mótelið og stendur auk þess í vafasömum við- skiptum. Móðir drengjanna, Anna, var íslensk, hún kynntist Jack þegar hann gegndi herþjónustu á Vestfjörð- um árið 1956. Þau giftu sig og fluttu til Kaliforníu gegn vilja fjölskyldu hennar. Það leiddi til þess að sam- bandið rofnaði milli fjölskyldnanna. Árið 1963 lenti Anna í bílslysi og lést, drengirnir voru einnig í bílnum, Tim skaddaðist og varð þroskaheftur en Jón slapp með skrámur. Hann ber að- eins ör eftir slysið en verri eru þó hin andlegu ör sem móðurmissirinn hefur í för með sér. Það hallar undan fæti fjár- hagslega hjá föðurnum og hann leitar huggunar í flöskunni. Atburðarásin fer af stað þegar Jón les bréf sem er stílað til móður hans, löngu látinnar. Vegna sambandsleysis hefur fjölskylda Önnu ekki hugmynd um afdrif hennar. Bréfið er frá deyjandi ömmu Jóns og í því kemur fram að Anna sé erfingi jarðar fyrir vestan sem stéttarfélag vill gjarnan kaupa fyrir álitlega upphæð. Jón Fisher fer nú til Íslands til að ganga frá sölu jarðar- innar, það virðist bara vera formsat- riði að taka við greiðslunni og laga að- eins fjárhag fjölskyldunnar. En á Íslandi taka málin óvænta stefnu, Jón verður ástfanginn af Rúnu, ungri myndlistarkonu, og hættir við að selja jörðina og lætur sig dreyma um nýtt líf á jörð móður sinnar. Samband feðganna hefur verið stirt lengi en það versnar verulega þeg- ar Jón kemur aftur tómhentur með óljósar skýringar á því hvers vegna ekkert varð af jarðarsölunni. Þessum átökum lýkur með nokkurs konar upp- gjöri Jóns við föður sinn. Með aldri og þroska sér Jón í gegn- um sjálfsblekkingu og lygavef Jacks. Fjár- málaóreiða hans leiddi á sínum tíma til heift- arlegs ósættis hans og Önnu. Hún rauk á dyr og ók út í buskann með synina tvo á bremsulausum bíl sem Jack ætlaði að vera búinn að gera við fyrir löngu. Í bræði ásakar Jón föður sinn fyrir að vera valdur að dauða Önnu sem hann ber af sér. Sólin er sprungin er vel skrifuð saga, stíllinn er agaður og fremur knappur enda er atburðarásin fremur hröð og sagan spennandi. Á köflum bregður fyrir fallegum ljóðrænum stíl með hnyttnum líkingum. Í stuttu máli er handbragðið gott, höfundur nostr- ar af kunnáttu við ýmis smáatriði sem mynda saman sterka heild. Persónu- sköpun er sæmileg, Tim er eftir- minnileg persóna og konur sögunnar, þótt aukapersónur séu, virðast heil- steyptari. Það á við um Lucy Kanner og Rúnu en það breytir engu um að þær eru fórnarlömb tilfinningalega „bæklaðs“ karlmanns, aðalpersón- unnar Jóns Fishers. Eins og áður hef- ur komið fram á hann mjög erfitt með mannleg samskipti og sama gildir um föðurinn Jack sem er þó mun ógeð- felldari persóna en Jón. Samúðin er með Jóni enda hefur hann átt vægast sagt erfiða bernsku. Og þá er komið að kjarna sögunnar, hún sýnir hvern- ig syndir feðranna koma niður á börn- unum og hvernig ein ógæfa leiðir til annarrar. Þegar horft er til þess að Sólin er sprungin er óvenjulega vel skrifuð bók veldur það nokkrum von- brigðum að hún skuli ekki skilja meira eftir að lestri loknum en raun ber vitni. Það er eins og söguna skorti sálfræðilega dýpt til að ná að verða nógu trúverðug. Samt sem áður er Sólin mjög læsileg saga og hún sýnir viðbrögð manneskjunnar í aðstæðum sem hún ræður ekki við hjálparlaust. Fastur í neti fortíðar BÆKUR Skáldsaga Sveinbjörn I. Baldvinsson. 215 bls. Mál og menning 2001. SÓLIN ER SPRUNGIN Sveinbjörn I. Baldvinsson Guðbjörn Sigurmundsson ÞAÐ er algengt að höfundar láti nútímabörn yfirgefa hversdagslega tilveru og hverfa á vit ævintýra, ann- aðhvort með því að fara aftur í tímann eða hverfa inn í ævintýraheim í gegn- um eitthvert hlið sem þau hafa ekki séð áður. Í þessari sögu er Lísa þátttakandi í lífsgæðakapphlaupi foreldranna og verður að sætta sig við að lítill tími er aflögu fyrir hana og litla bróður. Einn morguninn verður smáslys við morg- unverðarborðið og snýst allt á verri veg. Þó Lísa, sem venjulega er kölluð Dúkku-Lísa, sé bara átta ára er hún hugrökk og ákveður að strjúka að heiman. Hún lendir inn á götu sem hún vissi ekki að væri til og það er ekki sökum að spyrja að ævintýrin láta ekki á sér standa. Í Þarnæstu- götu eru nefnilega galdrar á ferðinni og hún þarf grípa til sinna ráða til að bjarga vesalings gamla fólkinu út úr dvalaheimilinu þar sem allir eiga að liggja í dvala. Hún kynnist alls kyns skemmtilegu fólki svo sem Herði með harmónikkuna sem verður strax banda- maður hennar. Stebba steliþjófur selur pysslur sem eru auðvitað miklu bragðbetri en venjuleg- ar pylsur enda með karamellubragði og of- an á þær eru settar blá- berjasulta, síróp og súkkulaðisósa. Fjóla hressir við skáldið sitt hann Gosa sem er aðal vísnahöfundur bókarinnar. Óborganleg er líka Bergþóra (gamla) boltakelling sem er rosalega flink í boltaleik. En auðvitað leynast líka hættur í Þarnæstugötu eins og vera ber í æv- intýri. Galdrakarlinn er staðráðinn í að svæfa alla í götunni með því að byrla þeim dvalasúpu. Lísu og vinum hennar tekst að koma í veg fyrir þessi ósköp og þegar ævintýrinu lýkur kemur Lísa heim og allt er orðið gott. Pabbi og mamma geta nú hlegið að vandamálum morg- unsins og ætla að taka sér frí og gera eitthvað skemmtilegt. Eitt lítið atriði finnst mér hefði betur mátt fara í prentuninni. Í öllu bundna málinu sem er skáletrað er nærri enginn munur á b og h. Eflaust er þetta svo í fyrirfram staðlaðri leturgerðinni en ég er hrædd um að yngri lesendur geti átt erfitt með að átta sig á þessum örmjóa mun á tveimur stöfum. Sagan um Dúkku-Lísu og fólkið í Þarnæstugötu er ævintýri skrifað inn í hversdagslíf venjulegra barna, skemmtileg saga og spennandi sem öll börn geta haft gaman af. Heimurinn hinum megin BÆKUR Barnabók Guðmundur Ólafsson. Teikningar: Halldór Baldursson. Vaka Helgafell, 2001. 154 s. LÍSA OG GALDRAKARLINN Í ÞARNÆSTUGÖTU Guðmundur Ólafsson Sigrún Klara Hannesdóttir Í LEIT að tímanum er fyrsta skáldsaga Bergljótar Arnalds. Í kynningu segir m.a.: „Á sjálfum af- mælisdeginum ferðast aðal- persónan, Viktor, í gegnum verald- arsöguna. Á leiðinni kemst hann í kynni við margar þekkt- ar persónur eins og Napóleon og Ses- ar. Hann þarf að berjast við kúreka og sjóræningja, og ekki batnar ástandið er hann lendir á tímum risaeðlanna.“ Útgefandi er Virago. Bókin er 200 bls. Verð: 2.480 kr. TSATSIKI og Mútta er eftir sænska rithöfund- inn Moni Nilsson- Brännström í þýð- ingu Friðriks Erl- ingssonar. Í kynningu seg- ir: „Tsatsiki hefur aldrei hitt pabba sinn en hann er kolkrabbaveiðimaður í Grikklandi. Hann veit ekki einu sinni að Tsatsiki er til því hann býr hjá henni Múttu sinni í Stokkhólmi sem spilar á bassa í hljómsveitinni Mútta og málaliðarnir. Tsatsiki er að byrja í skóla og eftir fyrsta árið er hann orðinn margs vísari um tilveruna. Hann er óhræddur við að segja það sem honum finnst og framkvæma það sem honum dettur í hug. Mútta hans er ekki eins og aðrar mömmur en með henni og öllum vin- um sínum tekst Tsatsiki á við lífið og lendir í hverju ævintýrinu á fætur öðru.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er 124 bls. Prentun: Oddi hf. Verð: 1.980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.