Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 53 sat hest óaðfinnanlega. Eftir að Herjólfur og Gréta fluttu suður til Reykjavíkur í Nóatúnið, vegna veikinda Grétu, var þar oft gestkvæmt og gleðin og gestrisnin áfram í fyrirrúmi. Á námsárum mín- um var sérstaklega notalegt að heim- sækja þau um helgar og þiggja pönnukökur og lögg í glasi. Herjólfur vann öll sín ár í Reykja- vík hjá Símanum uppi á Jöfra eins og hann kallaði það. Það fór ekki á milli mála að þar líkaði honum vel að vinna og þá ekki síst með skólafólkinu á sumrin. Á efri árum flutti Herjólfur í Ból- staðarhlíðina í notalega íbúð þar sem þjóðmál voru rædd og lausnir á þeim fundnar. Hann fylgdist vel með frétt- um, ekki síst þingfréttum og má segja að hin síðari ár hafi hann verið sem besti þingfréttamaður. Herjólf- ur ræddi mál af rökfestu og þekkingu og hafði ævinlega skoðun á málefn- inu. Einhverju sinni vorum við að ræða um menntun, sem hann taldi að væri leið til framfara og nýrra tæki- færa í þjóðfélaginu, og sagði hann þá að væri hann ungur maður í dag þá héldi hann að skemmtilegast væri að læra ensku. Greiðasemi og höfðingsskapur ein- kenndi Herjólf og hafa börn mín ekki farið varhluta af því. Herjólfur tók aldrei bílpróf þótt hann væri af- bragðs bílstjóri enda vanur traktorn- um úr sveitinni. Því kom fyrir að ég æki honum milli staða og ævinlega var það margfalt endurgoldið. Dans- ari var hann góður og eftirsóttur af dömunum og lýsa þau ummæli hans undir lokin því vel er hann sagði að nú væri svo komið fyrir sér að hann héldi að hann gæti ekki dansað leng- ur vegna mæði. Herjólf hefur rennt í grun að hverju stefndi þar sem hann var m.a. búinn að ganga frá hefð- bundnum jólagjöfum til dætra minna sem voru boðaðar í heimsókn í byrj- un nóvember, fyrr en venja var. Við Sveinn sonur hans sátum við rúm hans á Landspítalanum og ræddum þjóðmálin örstuttu áður en kallið kom en þannig hefði hann ein- mitt viljað hafa það. Við fjölskyldan í Barmahlíðinni vottum Grétu, Sveini og fjölskyldunni allri samúðarkveðj- ur. Bessi Gíslason. Dyrabjöllu er hringt og eftir stutta stund heyrist mjúka röddin hans Herjólfs frænda í dyrasímanum. Við systurnar erum boðnar velkomnar og eftir lyftuferð upp á 3ju hæð tekur hann á móti okkur nýrakaður, ilm- andi og alltaf jafn smart í tauinu, sannkallað glæsimenni. Súkkulaði- rúsínur, snakk og fleira var alltaf til í skápnum hjá honum, var mjög mik- ilvægt að allir fengju nóg. Heimsins mál voru rædd yfir kókglasi og Herj- ólfur hafði ótrúlega skemmtilegar skoðanir á lífinu og tilverunni enda búin að lifa tímana tvenna. Vakti hann mig oft til umhugsunar um hin ýmsu málefni. Það var alltaf jafngott að koma til frænda og ég man hvað mér þótti hann merkilegur maður þegar ég hitti hann fyrst, þá bara lítil stelpa. Hann talaði alltaf við mig eins og jafningja þó á milli okkar væru tæp 70 ár og fylgdist grannt með námi og starfi okkar systkinanna. Hitti ég Herjólf fyrir nokkrum vikum og fann þá að hans tími var að koma en hann var sáttur við allt og alla. Ég er ánægð að hafa fengið að kynnast þessum merkismanni og fyrir hönd okkar systra þakka ég honum nota- legar samverustundir. Margrét Bessadóttir. Við andlát Herjólfs Sveinssonar, fyrrum bónda í Hofstaðaseli, hrann- ast upp minningar liðinna tíma. 5 ára var ég fyrst sendur í sveit til Herjólfs og Grétu móðursystur minnar. Það var kvíðinn snáði, sem sat í Norður- leiðarútunni vorið 1957, á leið í óviss- una. Herjólfur var sjálfur mættur á vegamótin við Vatnsleysu, til að taka á móti mér, þegar rútan kom, og urð- um við samferða fram í Sel. Svo vel líkaði mér vistin, að þess var beðið með spenningi að komast í sveitina árin á eftir – allt til þess að Herjólfur og Gréta hættu búskap og fluttust til Reykjavíkur 1966. Bærinn í Seli var gamall torfbær, snyrtilegur og hreinn. Ekkert raf- magn var þar, þegar ég kom fyrst og aðeins kalt rennandi vatn. Lítið var því um þægindin, en andinn, sem þarna ríkti, var góður. Herjólfur var mjög natinn í allri umgengni við skepnur og búskapurinn átti vel við hann. Hann var samt lítið fyrir tæknivæðingu, því öll árin, sem hann bjó í Seli voru kýrnar handmjólkað- ar, enda var Herjólfur afburða mjaltamaður. 1966 flytja Herjólfur og Gréta til Reykjavíkur og kaupa íbúð við Nóa- tún. Um það leyti verður Herjólfur fyrir því áfalli, að Gréta veikist og hefur hún dvalið langdvölum á sjúkrastofnunum síðan. Herjólfur var þá farinn að vinna hjá Landssím- anum, var gerður þar að lyftara- manni, þótt aldrei hafi hann tekið bíl- próf. Hann var farsæll í þessu starfi enda maður varkár. Herjólfur átti sér áhugamál. Það voru hestar. Nokkra flutti hann með sér til Reykjavíkur, er hann brá búi. Kærastir voru honum hestar frá Seli og Svaðastöðum, og flesta, ef ekki alla, sína reiðhesta, tamdi hann sjálf- ur. Hann sat hest manna best og aldrei sást hann á lötu eða lágreistu. Herjólfur tók föður minn með sér í hestamennskuna, og veit ég að þeir áttu saman margar gleðistundir í hesthúsunum, svo ekki sé talað um ferðirnar, sem ég ók þeim mágum norður í Laufskálarétt. Ég og fjöl- skylda mín eigum einnig góðar minn- ingar með Herjólfi úr hesthúsunum, og veit ég um marga fleiri, sem það geta sagt. Herjólfur fluttist úr Nóatúninu fyrir um 10 árum og keypti sér íbúð í sambýli aldraðra við Bólstaðarhlíð. Þar eignaðist hann marga kunningja, sem oft sátu á bekk úti fyrir og ræddu þjóðmálin. Herjólfur fylgdist vel með öllu og hafði sína skoðun. Hann skipti engu, þótt menn væru ekki sammála. Við sjáum á bak góðum vini og fé- laga. Elsku Gréta, Sveinn, Olla, Magga og Soffía; innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur. Ólafur M. Óskarsson. Ég var rétt sjö ára þegar ég fór í sveitina, í Hofstaðasel, til Herjólfs og Grétu móðursystur minnar. Óli bróð- ir hafði þá um nokkurra ára skeið dvalið hjá þeim sumarlangt. Var far- inn í sveitina um sauðburð og kom aftur heim til Reykjavíkur eftir haustréttir. Ég man að ég var ekki yfir mig hrifinn að fara, vildi helst vera heima og spila fótbolta og leika mér með vinum mínum í Reykjavík. Ekki batnaði það þegar ég kom í Sel í fyrsta sinn og rölti inn dimm göngin í átt til baðstofu. Hafði á orði að hér væri bæði kalt og dimmt og mold- arlykt. Löngu seinna, þegar ég var kominn til vits og ára, varð mér ljóst hversu þessi fjögur sumur sem ég dvaldi hjá Herjólfi og Grétu hafa gef- ið mér mikið. Hofstaðasel, þar sem Herjólfur hóf eigin búskap árið 1941, er einstaklega vel í sveit sett, stór og góð jörð með landnytjar til fjalls og niður að Héraðsvötnum. Frábært út- sýni er frá Seli út eftir Skagafirði, þar sem Drangey setur sterkan svip á sjónarsviðið, og fram eftir sveitinni vestan Héraðsvatna. Sólarlag á Skagafirði um Jónsmessu lætur eng- an ósnortinn, jafnvel ekki strákpeyja eins og mig á þeim tíma. Hofstaðasel í þá daga var fimm bursta torfbær með viðbyggingu sem geymdi svefnherbergi þeirra hjóna og eldhús. Öll útihús voru að auki byggð með torfhleðslu. Ég náði þannig í skottið á því tímabili þar sem gamlir búskaparhættir voru að víkja fyrir nýjum. Margt er greypt í minn- ingar úr sveitinni og þegar hugurinn reikar til þess tíma er eins og seið- andi angan úr sveitinni komi fyrir vit manns. Það var ómetanlegt að fá að kynnast bústörfum eins og þau þekktust í Seli. Í sveitinni eru menn framsóknar- menn var mér sagt. Tíminn var keyptur í Seli, en þó kom Ísafold með mjólkurbílnum eitt sumarið man ég. Herjólfur var trúr sinni skoðun og fylgdi Ólafi vini sínum Jóhannessyni að málum. Eins og nauðsyn ber til í sveitum var vaknað snemma hvern morgun. Um hádegisbil er tekin hvíld og þá tók Herjólfur með sér Tímann og lagðist upp í rúm. Oftar en ekki lagðist ég við hlið hans og las í bók eða gægðist í málgagnið. Skondið fannst mér að Tíminn smá seig á lofti og fyrr en varði var Herj- ólfur sofnaður og með blaðið yfir andlitinu. Herjólfur og Gréta brugðu búi árið 1966 og fluttu til Reykjavíkur. Þau seldu Sel og ég veit að það hefur glatt Herjólf að sjá þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á jörðinni. Herj- ólfur sagði oft að það væri sóun að láta sér leiðast. „Það er ekkert líf ef manni leiðist og mér líður vel þar sem ég er hverju sinni.“ Aldrei sagði hann beinum orðum að hann saknaði Skagafjarðar, en ótal sinnum fór hann þangað, m.a. oftsinnis í Lauf- skálaréttina með pabba og Óla bróð- ur. Herjólfur hafði yndi af hestum og stundaði hestamennsku fram undir áttrætt. Herjólfur varð níræður í sumar. Boðið var til veislu og Herjólfur opn- aði stóra koníaksflösku sem hann fékk í fimmtugsafmælisgjöf árið 1961. Hann skenkti af örlæti eins og hans var siður. Ekkert skorið við nögl. 90 ár er hár aldur, en fáum gat dottið í hug að þar færi svo gamall maður. „Það er ekkert að mér nema ellin,“ sagði Herjólfur og átti þá við að hjarta- og æðakerfið voru farin að bila. Sjón og heyrn voru með ólík- indum í góðu lagi og minnið óskert. Herjólfur var svo sannarlega með á nótunum og hafði gaman af að skiptast á skoðunum um menn og málefni. Því miður missti Gréta heilsu skömmu eftir að þau Herjólfur fluttu til borgarinnar. Hefur hún dvalið á sjúkrastofnunum, nú á Grund þar sem hún nýtur góðrar umönnunar. Herjólfur bjó einn um langt árabil. Síðasta áratuginn bjó hann í Bólstað- arhlíðinni í Reykjavík þar sem Óskar faðir minn býr einnig. Ég veit að pabbi saknar vinar síns og vill þakka fyrir góð kynni í um 50 ár. Herjólfur var einstaklega barn- góður maður og fór létt með að vinna hugi barna. Peyjarnir mínir voru hændir að honum og þótti gaman að koma í heimsókn. Herjólfur bauð ætíð upp á veitingar og ekki gleymdi hann smáfólkinu. Appelsín eða kók, smákökur og súkkulaðirúsínur, stundum líka harðfisk. Herjólfur var heilsteyptur og vel gerður maður. Það var gott að fá að njóta samvista við slíka persónu sem lifað hafði tímanna tvenna, en hafði þá eiginleika til að bera að eflast við mótlæti og vera sáttur við lífið. Fjöl- skylda mín er þakklát fyrir að hafa átt samleið með Herjólfi í fjölda ára. Blessuð sé minning hans. Rúnar Óskarsson. Í dag er til moldar borinn góður drengur og vinur okkar fjölskyldunn- ar, Herjólfur Sveinsson, níræður að aldri. Þótt það séu ekki sorgartíðindi að níræður maður kveðji þennan heim erum við samt aldrei tilbúin að mæta manninum með ljáinn. Dauð- inn minnir okkur svo óþyrmilega á að þetta eru endalokin og við munum ekki fá að njóta samverustunda með viðkomandi framar. Mest verður þó sorgin fyrir eiginkonu Herjólfs, Mar- gréti Ólafsdóttur, sem nú á um sárt að binda eftir svo langa sambúð. Það er líka mikill söknuður hjá syni þeirra hjóna, Sveini, og Ólöfu konu hans að ógleymdum sonardætrun- um, sem hann dýrkaði, og má með sanni segja að hann hafi verið ein- stakur afi. Við kynntumst Herjólfi fyrst þeg- ar sonur þeirra hjóna, Sveinn, tengd- ist fjölskyldu okkar. Herjólfur var einstakur öðlingsmaður og þar að auki bar hann með sér mikinn glæsi- leik. Allt hans fas einkenndist af snyrtimennsku og glaðværð og hafði hann sérstaklega hlýtt viðmót. Bón- góður var hann með afbrigðum og má fullyrða að allt sem hann gerði fyrir aðra var gert með glöðu geði. Ekki má gleyma því að hann var hrókur alls fagnaðar og áhuginn ótæmandi á mönnum og málefnum og skrafhreifinn mjög. Þau tóku vel á móti fólki þau Margrét og Herjólfur í íbúð sinni í Nóatúninu og síðan Ból- staðarhlíðinni, heimili þeirra var öll- um opið og ekki skorti veitingarnar því slíkur var myndarskapurinn. Hjá þeim Margréti og Herjólfi var hver einasti hlutur á sínum stað, allt í röð og reglu, og sást aldrei á neinu. Stærsta áhugamál Herjólfs var án efa hestamennskan, það var hans líf og yndi. Hans bestu stundir voru þegar hann þeysti um sveitir Skaga- fjarðar á vökrum gæðingi. Við sendum Margréti, Sveini, Ólöfu, Möggu, Soffíu og öðrum að- stendendum samúðarkveðjur. Bestu kveðjur og þakkir fyrir allt Ingibjörg Einarsdóttir og fjölskylda. Herjólfur Sveinsson var Fljóta- maður að uppruna, fluttist ungur upp í Skagafjörð að Ásgeirsbrekku í Við- víkursveit og vann þar um skeið að búi foreldra sinna. Hann var elstur í stórum systkinahópi, bráðgjör og snemma vel verki farinn. Hann kvæntist Margréti Ólafsdóttur frá Læk, næsta bæ við Ásgeirsbrekku. Þau hjón bjuggu síðar góðu búi í Hof- staðaseli í sömu sveit uns þau fluttust til Reykjavíkur. Herjólfur lauk þar ævi sinni kominn á tíræðisaldur. Viðvíkursveitarmenn, þeir sem nú eru teknir að fullorðnast, minnast Herjólfs sem eins af fremstu bænd- um sveitarinnar, manns sem þeir mátu mikils öllum stundum og án undantekningar. Vinsældir hans má einfaldlega rekja til þess að hann var að öllu leyti vel gerður maður. Hann var meðalmaður á hæð og samsvar- aði sér vel. Eldsnöggur var hann í hreyfingum og hraustmenni sem gekk að hverju verki af einurð og dugnaði. Samt var hann maður með- alhófsins og gæddur slíkri skaphöfn að fólk laðaðist að honum. Í sem skemmstu máli myndi ég kenna þennan fornvin minn við óbifanlega skynsemi, fágætt öfgaleysi, glaðsinni og jafnaðargeð. Samvistir við slíka mannkosti teljast til forréttinda. En nú er ég líklega kominn feti lengra í þessari mannlýsingu en Herjólfi hefði sjálfum líkað. Að lokum vil ég fyrir hönd gamalla sveitunga Herjólfs Sveinssonar votta honum þakkir og virðingu fyrir góða samfylgd og jafnframt senda nán- ustu ættingjum hans samúðarkveðj- ur. Haraldur Bessason. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur systur að hafa kynnst honum Herjólfi. Við höfum ekki verið nema 6 og 7 ára þegar fjölskyldan kynntist honum í hesthúsinu í Smálöndum. Hann og Óskar mágur hans voru þar með hesta á sama tíma og við. Síðan eru liðin rúm fimmtán ár. Manni hlýnar um hjartarætur þegar maður rifjar upp stundirnar sem við áttum með honum Herjólfi. Það voru ófáir reiðtúarnir sem við fórum saman í og oft var ferðinni heitið upp í Víðidal og þar fengum við okkur heitt kakó í félagsheimilinu. Ég minnist þess ekki að það hafi nokkurntíma legið illa á Herjólfi, hann var alltaf í góðu skapi. Herj- ólfur var afskaplega góður við okkur systur og vildi allt fyrir okkur gera, hann t.d. lánaði mér Kolskegg hest- inn sinn í mína fyrstu keppni. Ég minnist þess eftir að við fluttum til ömmu í Laugardalinn. Þá gekk ég heim til Herjólfs í Bólstaðahlíðina og við fórum saman í strætó upp í hest- hús. Þegar ég kom til hans var hann alltaf búinn að smyrja ógrynni af brauði með eggjum og hann sá til þess að ég væri alls ekki svöng þegar við legðum af stað. Herjólfur hafði mikið vit á hestum enda búinn að rækta þá í mörg ár, Kolskeggur var einmitt úr hans ræktun, alveg ein- staklega fallegur hestur og mikill gæðingur. Það hefur alltaf verið hefð í okkar fjölskyldu að fá álit Herjólfs á þeim folum sem hafa verið keyptir og hin síðari ár hefur hann alltaf komið upp í hesthús á vorin og skoðað hest- ana og sagt sitt álit á þeim. Maður mátti alltaf treysta því sem hann sagði um þá, og við höfum lært heil- mikið af honum í gegnum tíðina. Herjólfur bar mikla virðingu fyrir hestunum sínum og það var aðdáun- arvert að sjá hvað hestarnir hans voru alltaf vel hirtir og með fallega fléttað fax. Herjólfur þekkti óskap- lega mikið af hestamönnum og það var alltaf svo gaman að hlusta á hann segja sögur af þeim. Eftir að við fluttum í annað hest- hús og Herjólfur hætti í hesta- mennskunni hefur hann alltaf fylgst með okkur systrum bæði í keppnum og tamningum, svo og bróður okkar eftir að hann fæddist. Hann var alltaf duglegur að spyrja um hann og hafði einstaklega gaman af að fylgjast með hvað hann var áhugasamur í hest- húsinu miðað við ungan aldur. Við syskinin kveðjum Herjólf okk- ar með söknuði og þökkum fyrir allar stundirnar með honum. Megi Guð blessa minningu hans. Við sendum ættingjum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Kristín Halla, Gunnhildur og Haukur Þór. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ' (                   4 -     /   !    5 #      )        .    66. *, "#  #,   3  & ) "$2 ,            54, + %,+ % !)2  ) %'! 8  "" ) %'!    -  # "      $, /, *, "#              %"1%'  "$$2 ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.