Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERULEGAR líkur eru taldar á að samstarf verði haft við tölvurisann Microsoft og tæknifyrirtækið CISCO Systems í væntanlegum tæknihá- skóla hér á landi en eins og fram hef- ur komið í Morgunblaðinu standa yfir viðræður um samruna Margmiðlun- arskólans annars vegar, sem er í eigu Prenttæknistofnunar og Rafiðnaðar- skólans, og Tækniskóla Íslands hins vegar. Er markmiðið að byggja upp öflugan tækniháskóla. Að sögn Jóns Árna Rúnarssonar, skólastjóra Margmiðlunarskólans, stofnaði Rafiðnaðarskólinn sl. haust fræðslumiðstöð, CTEC á Íslandi, sem er aðili að CTEC-menntakerfi Microsoft og fékk miðstöðin vottun frá Microsoft sl. haust sem CTEC- tæknikennslusetur hér á landi. Gert er ráð fyrir að fræðslumiðstöðin muni renna inn í hinn nýja tækniháskóla. CTEC á Íslandi hefur einnig verið út- nefnt sem menntamiðstöð fyrir tæknibúnað frá CISCO System á Ís- landi en CISCO útnefnir aðeins eina fræðslumiðstöð í hverju landi. Jón Árni segir að slík óbein þátttaka Microsoft og CISCO System gæti orðið einn af hornsteinum nýs tækniháskóla. Í því fælist geysilega mikill stuðningur þar sem þessi fyr- irtæki útvegi m.a. allt námsefni og settu starfseminni ákveðna gæða- staðla. Námið leiðir til viðurkenndra al- þjóðlegra prófgráða, MCC og MCSD, sem veitir viðkomandi sams- konar rétt til að starfa í Bandaríkj- unum og innflytjendaleyfi, ,,græna- kortið“ svokallaða, sem bandarísk stjórnvöld gefa út. Jón sagði undirbúning kominn langt á veg og aðeins tæknilegum at- riðum ólokið. Unnið að samruna Tækniskólans og Margmiðlunarskólans Samstarf við Microsoft og CISCO SystemsÞORSTEINI Eggertssynivar í senn skemmt ogbrugðið er hann sá í vikunni fréttir af nýjum fararskjóta sem bandarískur uppfinn- ingamaður hefur hannað. Er það hlaupahjól fyrir einn og knúið rafmagni. Þor- steinn teiknaði árið 1996 hugmynd að svipuðu hjóli og hefur teikning hans ver- ið sýnd víða um heim á veg- um Alþjóðafélags uppfinn- ingamanna. Sýningin fór af stað árið 1997 og er því allt eins lík- legt að hugmynd eða teikn- ing Þorsteins sé eldri en Bandaríkjamannsins. Fannst Þorsteini í fljótu bragði sem hugmynd sín væri lifandi komin þegar hann sá fréttirnar af hjólinu bandaríska. „Ég tel mig ekki upp- finningamann eða hugvits- mann en ég hef gert mér það til dundurs að skella fram ýmsum hugmyndum á teikningum. Það er meira til gamans gert. Svo er það allt annað mál hvort þær eru gagnlegar eða ekki,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Nefndi hann sem dæmi að hann hefði einhvern tíma teiknað dollaraseðil með verðgildinu 9,99. Það væri nefnilega svo algengt að hlutir í stór- mörkuðum kostuðu 9,99 og slíkur seðill ætti að geta verið vel gjaldgengur. Auk þess að vera liðtækur teiknari hefur Þorsteinn samið dægurlagatexta og nægir þar að nefna texta eins og Gvendur á Eyrinni, Heim í Búðardal, Harðsnúna Hanna og fleiri. Breytir ekki lífi mínu verulega Þorsteinn segir að teikning sín af vélknúna hlaupa- hjólinu hafi verið sýnd á vegum Alþjóðasambands uppfinningamanna. Hún hafi farið á sýningar á veg- um samtakanna síðustu fjögur árin í Sviss, Þýska- landi, Hollandi, Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og Tyrklandi. „En það er greinilegt að fólk fær svipaðar hug- myndir,“ segir Þorsteinn og virðist ekki taka mjög nærri sér þótt einhver hafi kannski „stolið“ hugmynd- inni til að útfæra hjólið í verki. Hafði hann á orði að sér hefði verið bent á að ef framleiða ætti 40 þúsund hlaupahjól af bandarísku gerðinni á mánuði gæti hann kannski gert það gott með því að krefjast hlutdeildar í söluverði, 100 krónur á hjól gæti kannski verið nokk- uð gott! En á ekki að halda áfram á þessari braut? „Ég held auðvitað áfram að teikna og fá hugmyndir en það er ekki þar með sagt að ég láti þær breyta lífi mínu verulega. Ég hef til dæmis aldrei lært að aka bíl og býst ekki við að ég geri það þótt svona farartæki sé komið í umferð.“ Reuters Dean Kamen sýnir hér rafknúna hlaupahjólið. Var á undan með svipað hlaupahjól Teikning Þorsteins Eggertssonar að hlaupahjólinu góða. HÁLFFIMMTUGUR karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 35.000 krónur í sekt og jafnframt sviptur ökuréttindum í fjóra mán- uði fyrir að aka ölvaður. Vörn mannsins fólst í því að hann væri haldinn svonefndri candida sveppasýkingu sem við vissar aðstæður geti orsakað gerj- un í iðrum hans og valdið því að alkóhól myndast. Þegar maðurinn var stöðvaður mældist alkóhól- magn í blóði hans 0,84 prómill. Maðurinn bar að hann hefði að- eins drukkið lítinn bjór með mat skömmu áður en lögregla stöðvaði hann en sjúkdómurinn hefði vald- ið því að magnið mældist eins mik- ið og raun bar vitni. Umrætt kvöld hefði hann að auki borðað tvær roast-beef samlokur en nautakjöt væri ein af þeim fæðutegundum sem gætu valdið fyrrnefndri gerj- un, ekki síst ef kjötið væri ekki gegnsoðið. Misvísandi álit lækna Maðurinn aflaði álits Hallgríms Þ. Magnússonar læknis um áhrif fyrrgreindrar sveppasýkingar á líkamann. Í álitsgerðinni staðfesti Hallgrímur að í líkama þeirra sem haldnir eru sýkingunni geti mynd- ast alkóhól í meltingarvegi í kjöl- far matarneyslu. Þekkt væri að bjór og pilsner geti mælst í blóði þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki neytt áfengis í teljandi mæli. Ákæruvaldið leitaði á hinn bóginn eftir áliti Magnúsar Jóhannesson- ar prófessors á Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði sem sagði engar upplýsingar styðja þá til- gátu að áfengið sem mældist í blóði mannsins væri tilkomið vegna sveppasýkingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti skorta á að traustar vísindalegar rannsóknir lægju að baki áliti Hallgríms og byggði því ekki á því við dóminn. Í niðurstöðum dóms- ins segir að ákærði sé einn til frá- sagnar um áfengisneyslu sína. Þrátt fyrir að hann hafi talið sig vera haldinn sjúkdómi sem gæti valdið því að áfengismagn mæld- ist meira í líkama hans en sem svaraði áfengisneyslu, hafi hann samt sem áður drukkið bjór skömmu áður en hann hóf akstur. Þar með gerðist hann brotlegur við umferðarlög. Auk sektar og ökuleyfissviptingar þarf maður- inn að greiða allan málskostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjands síns, Hilmars Ingimund- arsonar hrl. 65.000 krónur. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari kvað upp dóminn en Sigríður Elsa Kjartansdóttir sótti málið fyrir hönd sýslumanns- ins í Kópavogi. Sagði að sveppa- sýking hefði valdið ölvuninni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ástu R. Jóhannesdóttur: „Í tilefni „svars“ lyfjahóps Sam- taka verslunarinnar til mín í Mbl. í gær, vegna innskota í útvarpsfrétt- um úr ræðu sem ég hélt í fyr- irspurnartíma á Alþingi 31. október sl., neyðist ég til að leiðrétta nokk- ur atriði í bréfi lyfjahópsins. Ég staðhæfði ekki í máli mínu að meira fé væri varið til markaðs- setningar en rannsókna. Ég sagði: Talið er að meiru fé sé varið til markaðssetningar en rannsókna. Ekkert er rangt við þá staðhæf- ingu, hún hefur komið víða fram, m.a. í DV 11. okt. sl. Staðhæfingum um umbunarkerfi og meintar mútuferðir vísa ég til föðurhúsanna. Ég sagði svo vitnað sé beint í ræðu mína: „Það er altal- að að hjá vissu lyfjafyrirtæki við- gangist ákveðið gulrótarkerfi fyrir lækna sem felst í því að þeim sem eru duglegir að sækja lyfjakynn- ingar þeirra sé umbunað … með hjólreiðaferð til Frakklands þetta árið en í fyrra var það lúxusferð til New York.“ Bæði formaður lyfja- hóps SV (í bréfinu) og formaður Læknafélags Íslands (Mbl. 6. og 7. nóv. sl.) staðfesta að þessi orðrómur sé réttur og ferðirnar hafi verið farnar og hvatakerfið notað. Þar er lyfjafyrirtækið meira að segja nafn- greint, sem er meira en ég gerði. Ég nefndi þessar ferðir víst „svo- kallaðar mútuferðir“, því þær ganga undir því nafni manna á meðal. Þetta eru boðsferðir lyfja- fyrirtækja til lækna, og án efa er tilgangurinn með boðsferðunum einhver, s.s. að koma vöru þeirra, lyfjunum, á framfæri. Það eru læknarnir sem velja hvaða lyf skal nota, ekki sjúklingarnir. Ferða- kostnaðurinn hlýtur að vera hluti af rekstri og kostnaði við markaðs- setningu lyfjafyrirtækjanna. Lyfja- fræðingur Tryggingastofnunar upp- lýsti á dögunum að vinsælasta bólgulyfið hér á landi sé fjórum sinnum dýrara en eldra sambæri- legt lyf. Hvers vegna ætli það sé? Hve mikið skyldi valið á því lyfi, frekar en því eldra, kosta skatt- greiðendur og sjúklinga meira í lyfjakostnaði? Ég tel að um þessi samskipti þurfi skýrari reglur eins og eru t.d. í Bandaríkjunum og Sví- þjóð. Þess vegna spurði ég heil- brigðisráðherra á Alþingi út í þau mál og hvort kannað hefði verið hvort boðsferðirnar hefðu áhrif á lyfjaverð og lyfjakostnað hins op- inbera. Umræðan er greinilega þörf ef marka má viðbrögðin frá lyfja- heildsalanum, sem er formaður lyfjahóps SV. Læknafélag Íslands hefur sett sér leiðbeiningar um samskipti lækna við þessa aðila og er það vel, en meira þarf til að mínu mati. Umræðan um þessi mál er mikil nú eins og sést í nýútkomnu Læknablaði og fagna ég því. Þau eru ekki aðeins til umræðu hér á landi heldur um allan heim og vísa ég til skrifa í erlendum fagritum og umfjöllunar Ríkisútvarpsins á dög- unum um áhyggjur sérfræðinga er- lendis af auknum lyfjakostnaði og áhrifum markaðssetningar lyfjafyr- irtækja á hann. Auk þess verða þessi mál til umfjöllunar á ráð- stefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar í Bonn nú í desember.“ Lyfjahópur á villigötum Athugasemd frá Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanni MANNVERND hefur sent erindi til Evrópusambandsins og segir í fréttatilkynningu frá samtökunum að það sé í raun hjálparbeiðni vegna óheillavænlegrar þróunar um lög- gjöf hér á landi. Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á almannatryggingalög- um, sem nú er til meðferðar í heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis, er sagt nýjasta dæmið um skerðingu á persónufrelsi sem verði lögfest. ,,Opinn aðgangur yfirvalda að sjúkraskrám sem þar er boðaður er ekki bara ónauðsynlegur heldur einnig brot á persónuverndartilskip- un Evrópusambandsins frá 1995. Varnaðarorð og hefðbundnar kvört- unarleiðir innanlands hafa ekki borið árangur og er því farin þessi leið, að leita hjálpar ESB,“ segir í tilkynn- ingu frá Mannvernd um erindið sem sent var framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins 30. nóvember. Mannvernd sendir ESB ,,hjálparbeiðni“ AFLÍFA varð hross eftir að hesta- kerra, sem jeppi dró, lenti á snjó- ruðningstæki sem hafði stöðvað í vegkanti á Suðurlandsvegi austan við Litlu kaffistofuna laust eftir kl. 18 í gærdag. Tildrög slyssins voru þau að snjóruðningstækinu og jeppa hafði verið lagt í vegkantinum til að að- stoða ökumann bifreiðar, sem hafði farið út af veginum. Ökumað- ur aðvífandi jeppa, með hesta- kerru í eftirdragi, náði ekki að stöðva heldur sveigði frá með þeim afleiðingum að hestakerran lenti á snjóruðningstækinu sem aftur hentist á jeppabifreiðina fyrir framan. Tveir hestar voru í kerr- unni og slasaðist annar þeirra það illa að lögreglumaður á vettvangi varð að aflífa hann. Loka varð veginum í um klukku- stund vegna slyssins. Hestur aflífaður eftir árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.