Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 51 Félagi okkar Már Marelsson er borinn til moldar í dag eftir áralanga baráttu við banvænan sjúkdóm. Mávi ólst upp á Njarðargötunni og vann sitt ævistarf hjá Ölgerðinni. Hann var einfari í háttum og maður rakst sjaldan á hann á götu en Mávi MÁR MARELSSON ✝ Már Marelssonfæddist í Reykja- vík 20. desember 1944. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Marel Sigurðsson, f. 14.10. 1891, d. 26.5. 1946, og Eyrún Ei- ríksdóttir, f. 25.7. 1903, d. 10.3. 1962. Már var yngstur af sex systkinum. Hin eru: 1) Eiríkur Ósk- ar, f. 13.8. 1924, d. 16.6. 1994. 2) Soffía, f. 4.9. 1927, d. 1.7. 1994. 3) Guðrún, f. 5.2. 1930, d. 8.9. 1979, sonur Sigurður Már, f. 29.1. 1966. 4) Sigurður f. 5.11. 1931. 5) Sigurbjörg, f. 18.8. 1937. Már átti alla ævi heima á Njarð- argötu 43 í Reykjavík. Hann starf- aði hjá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar allan sinn starfsferil. Útför Más fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. sökkti sér niður í íþróttirnar og sótti flesta kappleiki og líka hjá yngri flokkunum. Strax í barnæsku varð Mávi illa fyrir barðinu á liðagigt og bar þess merki alla tíð. Hann lét samt ekki í minni pokann fyrir bæklun sinni og stund- aði knattspyrnu langt fram á unglingsárin af miklu harðfylgi. Og ekki nóg með það. Már hélt uppi starfi og rekstri íþróttafélags í hverfinu í tæpan áratug og var um- fang þess á köflum síst minna en yngri deilda stóru félaganna í borg- inni. Félagið hét upphaflega Stjarn- an en lengst af Sprettur og náði íþróttaveldi Máva yfir stærstan hluta af Skólavörðuholtinu frá Skóla- vörðustíg að Fjólugötu og Baróns- stíg. Krakkaskari lék sér í hverfinu á þessum árum og langt var að sækja æfingar hjá stóru félögunum. Bil þetta brúaði Mávi með því einu að vera til og vilja sparka bolta á hverj- um degi. Við strákarnir gengum að því vísu að einhvers staðar í hverfinu væri Mávi með hópinn sinn í bolta- leik: Í Hljómskálagarðinum, Vatns- mýrinni, Háskólatúninu, á Landspít- alalóðinni eða túnparti við Norska sendiráðið á Fjólugötunni. Mörkin voru strikuð út í grasinu og peysum fleygt á jörðina í stað markstanga. Stundum áttu liðsmenn fótum fjör að launa þegar húsvörður Háskólans eða umsjónarmaður Landspítalans birtist óvænt í miðjum kappleik. Seinna komst Mávi yfir einhvers konar markgrindur og setti niður í Vatnsmýrinni hvar nú er Norræna húsið og sjálfur völlurinn var strik- aður með sagi frá trésmiðju í ná- grenninu. En knattspyrnufélagið Sprettur lét ekki sitja við æfingar einar saman en keppti við önnur strákafélög í Norðurmýri, Grímsstaðaholti og Skerjafirði. Fyrir þessa stórviðburði útvegaði Mávi bláar og gular keppn- ispeysur í Sportvöruversluninni Hellas á Skólavörðustígnum. Jafn- framt suðaði hann í stærri strákum hverfisins sem voru komnir á skelli- nöðrualdurinn og nenntu ekki lengur á sparkæfingar að styrkja liðið. Mávi lofaði bæði kóki og prins pólói fyrir málann og líklega er það fyrsti vísir að atvinnumennsku í fótbolta á Ís- landi. Strákarnir á Skólavörðuholtinu eiga því Máva skuld að gjalda fyrir að halda úti heilu fótboltafélagi upp á eigin spýtur þegar á þurfti að halda. Víst er að margir okkar fengu þarna kærkomna útrás fyrir bæði bernsku- brek og unglingabólur. Fyrir þetta einstæða framtak vilja gamlir Sprettarar þakka í dag þegar leiðir okkar skilur í bili. Ástvinum Máva sendum við samúðarkveðjur. Hvíli okkar gamli vinur í friði. Lárus Berg og Ásgeir Hannes. ✝ Guðrún BerglindSigurjónsdóttir fæddist 19. júní 1932 í Vatnsholti í Flóa. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Herdís Jóns- dóttir, f. 8. júní 1900, d. 31. okt. 1989, og Sigurjón Gestsson, f. 25. apríl 1912, d. 20. maí 1961. Móðurfor- eldrar voru Guðrún Árnadóttir, f. 1866, d. 1939, og Jón Brynjólfsson, f. 1868, d. 1955. Þau voru bændur og bjuggu alla tíð í Flóa; fyrst í Kampholti, þá í Irpuholti og loks í Vatnsholti. Föðurforeldrar voru Helga Loftsdóttir, f. 1889, d. 1934, og Gestur Guðmundsson, f. 1884, d. 1952. Þau bjuggu fyrst á Stað- arbakka í Helgafellssveit en síðar í Reykjavík. Systkini Guðrúnar eru: Helga, f. 1936, hún býr Kópa- vogi; Guðrún Jóna, f. 1938, d. 1997, hún var einnig búsett í Kópavogi og Hermann f, 1941, hann býr á Selfossi. Eiginmaður Guðrúnar er Jón hennar er Ari Einarsson hljómlist- armaður, f. 25. janúar 1965. Þau eiga Ísar Kára f. 1994 og Ástrósu Birtu f. 1996. Árið 1942 fluttist Guðrún Berg- lind með foreldrum sínum og systkinum í Kópavog, þar sem var rekinn búskapur á stóru erfða- festulandi, Nýbýlavegi 12. Sam- hliða búskapnum stundaði faðir hennar akstur bifreiða, fyrst ók Sigurjón vörubíl en frá 1946 var hann leigubílstjóri á Hreyfli og einn af stofnendum þess fyrirtæk- is. Guðrún Berglind gekk í Mið- bæjarbarnaskólann og tók fulln- aðarpróf þaðan árið 1946. Landsprófi lauk hún frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1950 og Ljósmæðraprófi frá Ljósmæðra- skólanum 1952. Hún starfaði sem ljósmóðir með nokkrum hléum frá því að hún lauk prófi og þar til hún varð að láta af störfum sökum veikinda árið 1991. Síðast vann hún á fæðingardeild Landspítal- ans en áður hafði hún unnið við mæðraskoðun í Heilsuverndar- stöðinni og á Fæðingarheimilinu við Eiríksgötu. Þess utan starfaði hún sjálfstætt árum saman og tók á móti börnum í heimahúsum. Ár- ið 1954 reisti Guðrún Berglind, ásamt eiginmanni og móðursyst- ur, tvíbýlishús á landi foreldra sinna á Nýbýlavegi 12. Þar voru börnin alin upp en árið 1990 flutt- ust þau Jón að Sæbólsbraut 32 og áttu þar heima síðan. Útför Guðrúnar Berglindar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bogason rannsóknar- maður, f. 1923. Þau giftust 19. september 1953. Börn þeirra eru fimm: 1) Herdís kenn- ari, f. 28. febrúar 1954, eiginmaður hennar er Halldór Gunnarsson kerfisfor- ritari, f. 21. nóvember 1953. Þau eiga fjögur börn, Berglindi Björk, f. 1977, Svan- hildi Sif, f. 1985, Lovísu Láru f. 1987 og Gunnar f. 1988. 2) Sigurborg Inga kenn- ari, 10. janúar 1956. Eiginmaður hennar er Einar Hafsteinsson húsasmiður, f. 17. október 1957. Börn þeirra eru Auður Inga, f. 1987, Jón Ingi, f. 1988, og Hjörtur, f. 1995. 3) Bogi blikksmiður, f. 25. maí 1960. Eiginkona hans er Nar- umon Sawangjaitham, f. 14. júní 1960. Þau eiga Charin, f. 1979, Nimit f. 1981, og Jón f. 1994. 4) Sigurbjörg búfræðingur á Hvann- eyri, f. 1. júní 1963. Hún á Líf Steinunni, f. 1986, Jakob Elvar f. 1989 og Viktor Frey f. 1988. 5) Berglind hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1967. Sambýlismaður Hún amma mín tók á móti mér þegar ég kom í þennan heim og nú veit ég að hún mun einnig taka á móti mér þegar ég fer yfir í þann næsta. Ég þekkti Guðrúnu Berglindi að- eins í ömmuhlutverkinu og í því var hún framúrskarandi. Móðir mín hefði eflaust aldrei lokið Kennaraháskólan- um ef hennar hefði ekki notið við, því amma minnkaði við sig vinnu til þess að sjá um mig. Ég var nefnilega svo óþekk að ég tolldi hvorki hjá dag- mömmu né á leikskóla. Það var nota- legt að koma heim til ömmu og afa á morgnana og skríða upp í rúm hjá ömmu og skoða bók. Dótaskúffan í eldhúsinu var líka alltaf jafn spenn- andi og leyndardómar kjallarans þar sem afi var með sjávardýrasafnið sitt. Í minningunni er alltaf kleinuilmur um allt hús og amma að prjóna. Því miður hafa fæst barnabörnin fengið að kynnast Ömmu Dúnu eins og hún var áður en hún veiktist fyrir tíu árum síðan. Sú Amma Dúna var bústin og sælleg, full af orku og kímnigáfu. Eftir að hún veiktist varð hún aldrei nema skuggi af sjálfri sér, en oft komu gamlir taktar fram og þá þekkti maður aftur ömmuna sína. Ég veit að í hinum nýju heimkynnum sín- um er hún aftur orðin eins og hún á að sér að vera og vakir yfir okkur öllum. Elsku amma mín. Ég man þegar þú varst að reyna að kenna mér að prjóna, en það gekk nú ekki allt of vel. Ég man eftir mjúku, freknóttu hand- leggjum þínum sem var svo gott að knúsa. Ég man þegar þú fórst með mig að sjá myndina Síðasti bærinn í dalnum og við vorum báðar jafn- hræddar á eftir. Ég man þegar við vorum að baka kleinur saman, og mínar voru allar misheppnaðar. Ég man hvað við gátum rætt lengi saman um hvað okkur þóttu skordýr ógeðs- leg og þá sérstaklega köngulær. Ég man eftir þér amma mín og allar mín- ar minningar eru góðar. Berglind Björk Halldórsdóttir. Elsku amma okkar. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn, sitja við eldhúsborðið, spila á spil og fá kökur og gos. Takk fyrir alla vett- lingana og peysurnar sem þú prjón- aðir á okkur. Við söknum þín og vit- um að þú vilt ekki að við grátum en það er svolítið erfitt. Vertu sæl, amma Dúna. Við skulum passa afa fyrir þig. Svanhildur Sif, Lovísa Lára og Gunnar Már. Kær systir er látin eftir langt veik- indastríð. Þó að Guðrún Berglind næði ekki sjötugsaldri lifði hún tím- ana tvenna. Hún fæddist á kvenrétt- indadaginn, 19. júní, á bæ afa síns og ömmu austur í Flóa; lágreistum torfbæ, sem kúrði á bæjarhlaði og vissi út að Torfholtinu. Það stóð í mýri, sem ekki hafði enn verið ræst fram og þurrkuð og var fullt af blá- berjum á haustin. Þetta var um það bil sem miklar tækninýjngar voru að ganga í garð á bænum. Í stað hlóð- anna var komin splunkuný kolaelda- vél, svört og gljáandi og mikill kjör- gripur. Auðvitað þurfti að byggja nýtt eldhús yfir svo góðan grip enda var það gert skömmu síðar og einnig nýj- ar bæjardyr. Guðrún Berglind var fyrsta barn forelda sinna og jafnframt fyrsta barnabarnið. Hún var því meira en velkomin í heiminn þó að foreldrarnir hefðu ekki enn stofnað eigið heimili. Hún var skírð Guðrún í höfuðið á móðursystur sinni, sem hafði látist úr berklum tveimur árum áður. Berg- lindarnafnið valdi afi og mun hún vera fyrst kvenna hér á landi til að bera það nafn. Veit það þó ekki með vissu. Guðrún Berglind var ákaflega bráðgert barn. Hún var altalandi löngu fyrir tveggja ára afmælið sitt og læs og skrifandi fyrr og betur en flestir jafnaldranna. Fyrstu tíu æviár- in var hún ásamt foreldrum og systk- inum í sveitinni sinni í Flóanum og þar byrjaði hún í skóla. Skólinn var farskóli og haldinn á næsta bæ, í Kolsholtshelli, þar sem afasystir hennar bjó. Mjög kært var með þeim systkinunum, Jóni Brynjólfssyni í Vatnsholti og systur hans Mörtu í Helli eins og bærinn hennar var jafn- an nefndur. Guðrúnu þótt mjög gott og gaman í þessum litla og notalega skóla. Henni gekk vel að læra og kennarinn var ágætur. Viðbrigðin, þegar hún kom tíu ára gömul í Mið- bæjarskólann, voru því mikil enda sætti hún sig aldrei við þann skóla. Þar var allt svo ópersónulegt, verst var þó að það var sífellt verið að færa hana á milli bekkja. Þetta var þegar svokölluð röðun í bekki var nánast trúaratriði í stórum skólum. Tíu ára sveitabarnið mun víst hafa lent nokk- uð neðarlega við fyrstu röðun þó að íslenskukunnáttan væri svo sem best verður á kosið. En strax á fyrsta prófi stóð hún sig mjög vel og þá var ekki að sökum að spyrja. Hún var færð upp á miðsvetrarprófi og síðan á vorprófi og þannig gekk það meira og minna þar til skyldunámi lauk, fermingarárið hennar. Þá var hún komin í einn af efstu bekkjunum. En ánægjan var blendin, þessi sífelldi flutningur á milli bekkja olli því að Guðrún náði aldrei að festa rætur í skólanum en það var henni mikils virði svo trygglynd sem hún var. Óðar en hún hafði eignast vinkonu í bekknum sínum var hún færð í annan bekk og því erfitt að rækja vinskapinn. En þó að skólinn skipti miklu máli var hann aðeins hluti af tilverunni. Til- veran sjálf var Kópavogur í tíð fyrstu landnemanna þar. Þó að Guðrún væri þá ekki aldin að árum má segja að hún hafi strax orðið stoð og stytta foreldra sinna í ókunnum og oft erfiðum að- stæðum, einkum móður sinnar. Hún fór ekki aðeins í sendiferðir fyrir hana og gætti okkar yngri systkinanna heldur fór hún iðulega með okkur „litlu krakkana“ í skólann í fyrsta skipti á haustin, í læknisskoðun, ljós, kirkju, sund og fleira þangað sem við þurftum fylgdar við. Hún var að vísu elsta barnið, stóra systir bæði í sjón og raun, og vissi af því. Á þessu lokaskeiði bændasam- félagsins var líka ætlast til mikillar vinnu af börnum allt niður í tíu ára aldur og þar vorum við Kópavogs- krakkar engin undantekning. En það nægir ekki til að skýra sérstöðu stóru systur minnar í fjölskyldunni. Þar kom fleira til, þetta unga barn hafði náð óvenjumiklum andlegum og fé- lagslegum þroska og þarna komu í ljós þeir eiginleikar, sem áttu eftir að blómstra til fulls hjá Guðrúnu Berg- lindi og einkenna hana alla tíð; sterk ábyrgðartilfinning, rík réttlætis- kennd, mikil skyldurækni, tryggð og vinfesta. Þannig var hún stóra systir mín, og þó að aldursmunurinn væri ekki nema fjögur ár var hún mér miklu meira en systir, hún var mér næstum sem móðir. Ég veit ekki hvernig ég hefði komist af án hennar oft á tíðum, ekki síst þegar ég var ung og óreynd móðir. Þá var hún mér haldreipið sem ég þurfti svo sárlega á að halda. En ég er víst ekki enn búin að segja frá því hvað Guðrún var gædd miklum listrænum hæfileikum. Ljósmóður- starfið átti vissulega hug hennar, hún valdi sér það ung og vildi ekki stunda aðra vinnu. En í frítímum hannaði hún og saumaði tískufatnað á sig og börn- in. Eitt saumanámskeið nægði henni til þess að ná þessum árangri. Varla þarf að taka það fram, að við hliðina á hennar glæsilega fatnaði bliknuðu óburðugar flíkurnar, sem við litlu systurnar vorum að reyna við að sauma og oftar en ekki dró hún okkur að landi. Hún var líka góður teiknari og hefði áreiðanlega náð langt á því sviði hefði hún lagt það fyrir sig. Guðrún var ljósmóðir af lífi og sál enda átti starfið hug hennar allan að fjölskyldunni undanskilinni. Ung gift- ist hún Jóni Bogasyni frá Flatey á Breiðafirði, sjómanni og síðar rann- sóknarmanni á Hafrannsóknastofnun. Þau kynntust á balli í Breiðfirðinga- búð, einu af hinum vinsælu danshús- um borgarinnar í „den“. Flateyingur- inn ungi bjó þá í Reykjavík í félagi við Ingva, bróður sinn. Þeim þótti báðum svo gaman að dansa og sama var að segja um Guðrúnu. Hún vissi ekkert skemmtilegra og þetta kvöld fyrir bráðum fimmtíu árum stigu þau dans- inn í fyrsta sinn, systir mín og mágur. Síðan hafa þau verið saman og dansað saman í gegnum lífið, oftast rólegan dans en þó stundum krappan. Þó að Guðrún hafi saknað sveitar- innar sinnar og grátið á hlaðinu í Vatnsholti, þegar lagt var af stað suð- ur 12. maí árið 1942, fór samt svo að hún vildi hvergi annars staðar búa. Sama var að segja um Jón, hann vildi stofna heimili í Kópavogi. Fyrsta árið bjuggu þau í litlu húsi, sem Sigur- björg, móðursytir Guðrúnar átti, og stóð á Nýbýlavegi 12, skammt þaðan sem er nú Kópavogsnesti. En síðan reistu þau draumahúsið sitt í félagi við Sigurbjörgu. Jón teiknaði húsið, sem stendur enn og er eitt af því fáa sem minnir á Kópavoginn gamla. Þarna leið þeim vel og þarna voru börnin þeirra fimm alin upp. Nú býr elsta dóttir þeirra í þessu gamla fjölskyldu- húsi. Fyrir tíu árum fékk Guðrún hjarta- áfall og gekk ekki alveg heil til skógar síðan. Þá kom best í ljós hversu traust samband þeirra hjónanna var og hví- líkt gull að manni Jón er. Eins og klettur úr hafi haggaðist hann hvergi, hversu mjög sem gaf á báinn þeirra síðasta spölinn og saman náðu þau landi. Börnin hafa líka stutt móður sína mikið og endurgoldið þar með ei- lítið af þeirri umhyggju sem hún sýndi þeim alla tíð. Barnabörnin eru fimm- tán og sakna nú ömmu sinnar. Þar sem börnin mín þrjú; Brynj- ólfur, Herdís og Gísli Friðrik, eru er- lendis um þessar mundir geta þau ekki fylgt móðursystur sinni til grafar, eins og þau hefðu þó viljað svo gjarn- an. En þau þakka henni nú af heilum hug vináttu hennar og tryggð. Það gerir líka eiginmaður minn, Þórir Gíslason. Helga Sigurjónsdóttir. GUÐRÚN BERGLIND SIGURJÓNSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.