Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 67 jakkapeysurnar komnar aftur í nýjum litum LAUGAVEGI  KRINGLUNNI  SMÁRALIND ÞAÐ er ekki á þá logið, þá Tví- höfðabræður, Sigurjón Kjartans- son og Jón Gnarr. Eins og titillinn ýjar óbeint að hafa þeir ríkt sem konungar í ís- lenskum grín- heimi undanfarin ár, bæði í gegnum frábæran morgun- þátt sinn Tví- höfða, svo og sem hluti af Fóstbræðrum. Grínplötur Tvíhöfðans hafa þó verið upp og ofan. Fyrsta platan er frábær en plötur tvö og þrjú dá- lítið götóttar. Á Konunglegri skemmtun er Tvíhöfðinn hins vegar í fantaformi og er gripurinn meistaralega sam- settur. Slær næstum því Hvítu plötu Bítlanna út hvað innsæi í uppröðun viðkemur (segi svona). Tónlist, spunnin atriði, samin at- riði, símaöt; allt er þetta í nánast fullkomnu samræmi. Fyrir það fyrsta ber að fagna lengdinni, en platan er rúm klst. Enda ekki hægt að fara fram á minna í svona tilfellum, þar sem mikið af efninu er forunnið. Það sem er samið er virkilega fyndið og niðurlag brandaranna gengur vel upp. Áður fyrr hefur þetta verið nokkuð veikur hlekkur hjá þeim bræðrum („Andsetin eig- inkona“, „Lottókynnir“ og „Í hverju ertu“ eru góð dæmi um vel heppnaða brandara). Einnig er hluti spunninna atriða aukinn sem er mjög vel. Viðtalið við Suðu-Sigfús er óborganlegt („Það er stemmningin maður!“) og at sem gert er í Þjóðverjum og CIA er frábært. Í atriðinu „Offitusjúklingur“ á Jón Gnarr leik lífs síns, svei mér þá, og ég er ekki hissa á að hann hafi verið valinn leikari ársins á nýafstaðinni Edduhátíð. Hér er hann í hlutverki dauðadæmds of- fitusjúklings sem er 256 kíló. Það er hægt að hlusta á þetta atriði endalaust án þess að fá leiða á því. Alger snilld! Mikið er líka af frábærlega fyndnum lögum, bæði sérstaklega sömdum þar sem gert er grín að heilögum kúm eins og Björk og Sigur Rós, og Live-skotið er alger milljón (þ.e. lagið „Dolphins in the Distance“), og síðan eru lög sem leikin eru af fingrum fram, eitt- hvað sem þeir félagar eru orðnir sérfræðingar í (hið fjöruga þjóðhá- tíðarlag er ótrúlegt: „Ég er kom- inn til að skemmta mér/ég vona að enginn nauðgi mér“ segir þar m.a.). Hér eru þó nokkur atriði sem verða að teljast vafasöm, þar sem Fóstbræður nálgast smekkleysið ískyggilega. Á þessu er alltaf hætta er menn leggja fyrir sig svarta kímnigáfu, sem er ein grín- hlið Höfðans. Mamma mín kenndi mér að það væri ljótt að gera grín að þroskaheftu fólki og þeirri speki hef ég jafnan reynt að fylgja. Hér eru nokkur atriði þar sem er gert grín að mongólítum, einna rætnast er „Snjalli mongólítinn“. Og ég hlæ þó eins og vitlaus; og er farinn að efast um eigin siðferð- iskennd fyrir vikið! Hef meira að segja leikið atriðið nokkrum sinn- um fyrir starfsfélagana. Þetta er umhugsunarvert, þá fyrir okkur öll, Tvíhöfðann líka. Konungleg skemmtun er stút- fullur af gamanefni, sem er bæði fjölbreytt og í nær öllum tilfellum bráðfyndið. Á sinni fjórðu plötu er Tvíhöfðinn á hátindinum, ekkert minna. Þetta er frábær plata sem stendur algerlega undir nafni. Tónlist „Hvað ertu að suða, mamma mín?“ TVÍHÖFÐI Konungleg skemmtun DENNIS/SKÍFAN Konungleg skemmtun, fjórða plata grín- istanna Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr í Tvíhöfða. Efnið er tekið úr útvarpsþættinum Tví- höfða frá árunum 1996–2001. Efni samið af Tvíhöfða. Barði Jóhannsson aðstoðar við útsetningu og samningu laga og Vé- dís Hervör kemur að flutningi lagsins „Let me be your uncle tonight“. Bjarni Braga sá um hljómjöfnun. Arnar Eggert Thoroddsen „Á sinni fjórðu plötu er Tvíhöfð- inn á hátindinum, ekkert minna. Þetta er frábær plata sem stend- ur algerlega undir nafni,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um nýja plötu Tvíhöfða.  ASTRÓ: Eldhúspartí FM 957 og B&L. Fram koma Í svörtum fötum fimmtudagskvöld kl. 21.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur Félags eldri borgara með Capri- tríóinu sunnudagskvöld kl. 20 til mið- nættis.  BROADWAY: Jólahlaðborð, Roll- ing Stones-sýning og dansleikur með Hljómsveit John Gear föstudags- kvöld. Jólahlaðborð, Rolling Stones- sýning og dansleikur með Stjórninni laugardagskvöld. Jólahlaðborð og Álftagerðisbræður sunnudagskvöld.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Andrea Gylfadóttir og Eðvarð Lár- usson föstudagskvöld kl. 23. Kolbeinn Þorsteinsson leikur laugardagskvöld.  CLUB 22: Barði úr Bang Gang sér um tónlistina fram undir morgun. Frítt inn til kl. 1 en handhafar stúd- entaskírteina fá frítt inn alla nóttina.  CAFÉ AMSTERDAM: Hin ný- stofnaða hljómsveit Plast leikur föstudags- og laugardagskvöld. Plast skipa þeir Tommi Tomm, Diddi, Gunni Óla og Jonni.  CAFÉ ROM- ANCE: Liz Gammon fimmtudags- kvöld. Hjörtur Howser og Sigríður Guðnadóttir föstudags- og laugar- dagskvöld.  CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Gammel dansk leikur og syng- ur föstudags- og laugardagskvöld.  DUBLINER: Hljómsveitin Spila- fíklar föstudags- og laugardagskvöld.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Jóla- hlaðborð. Einar Bragi og Daníel sjá um dinnertónlist. Arnar og Siggi leika fyrir gesti eftir borðhald til kl. 3 laugardagskvöld.  FÉLAGSHEIMILIÐ GRUNDAR- FIRÐI: Spútnik laugardagskvöld.  FJÖRUKRÁIN: Hljómsveitin KOS leikur föstudags- og laugardags- kvöld.  FOSSHÓTEL, Stykkishólmi: Bítlavinafélagið kemur saman eftir langt hlé laugardagskvöld.  GRANDROKK: Heiða og heiðingj- arnir með tónleika föstudagskvöld. Aðgangseyrir er 500 krónur. Dj Atli sér um tónlistina laugardagskvöld.  GEYSIR - KAFFIBAR: Föstudags- bræðingur Hins hússins á morgun. Harðkjarnasveitirnar Snafu, Klink og Graveslime leika.Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa til kl. 22:30 og er aðgangur ókeypis.16 ára aldurs- takmark er á Föstudagsbræðingana og skylda að sýna skilríki við hurð.  GULLÖLDIN: Það eru hinir bráð- hressu Léttir sprettir sem skemmta föstudags- og laugardagskvöld.  H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokktekið og plötusnúðurinn Skugga- Baldur föstudags- og laugardags- kvöld. 500 krónur inn eftir miðnætti.  HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ: Útgáfutónleikar Kiðlinganna sunnu- dagskvöld kl. 15. Hljómsveitina skip þau Ómar Örn, Óskar Steinn, Hrefna og Þóranna. Miðaverð er 500 krónur.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Mannakorn ásamt Ellen Kristjáns laugardagskvöld.  INGHÓLL, Selfossi: Hljómar laug- ardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Papar spila föstudags- og laugardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Hafrót skipa þeir Sigurður Hafsteinsson, Rafn Er- lendsson og Pétur Hreinsson.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu- dansa verður með dansæfingu föstu- dagskvöld kl. 21:30. Elsa sér um tón- listina. Allir velkomnir.  ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveit Friðjóns Jóhannssonar skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómar spila í fyrsta sinn í Kópavogi föstudagskvöld. Snilling- arnir laugardagskvöld.  RÁIN, Keflavík: 25 ára afmæl- istónleikar Geimsteins í kvöld. Fram koma Rúnar Júlíusson, Kalk, Svenni Björgvins og Bjartmar Guðlaugsson. Einnig verða Gálan og Fálkarnir á staðnum. Kvöldið hefst kl. 22 og að sjálfsögðu er frítt inn.  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Pelican skemmtir laugardagskvöld.  SPOTLIGHT: Boys at the Bar, 3 góðir. Dj Sesar sér um tónlistina föstudagskvöld. Dj Sesar sér um tón- listina laugardagskvöld.  VESTURPORT, Vesturgötu 18: Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Sofandi sem nýverið gaf frá sér disk- inn Ugly Demos fimmtudagskvöld kl. 21. Miðaverð er 800 krónur og fer forsala aðgöngumiða fram í Hljóma- lind.  VÍDALÍN: Cajun-sveitin Kropp- arnir leika á hin ýmsu hljóðfæri fimmtudagskvöld. Kropparnir hafa ekki mokið saman lengi en hljóm- sveitin var sett saman úr hljómsveit- um á borð við Sóldögg og Papana. Hljómsveitin Buff föstudags- og laug- ardagskvöld. FráAtilÖ Hljómar spila í Kópavogi um helgina. Kiðlingarnir halda útgáfutón- leika um helgina. Sofandi kynnir nýútkomna plötu sína Ugly Demos í Vest- urportinu í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.