Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 35 Úrval af síðum og stuttum kápum Kringlunni, sími 588 1680 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun og söng með kórnum þessa stuttu pólýfónísku fimm radda mótettu sem naut sín vel í kirkjunni. Text- inn er latneskur messutexti. Mótettan Maria wallt zum Heil- igtum eftir Johanns Eccard (1553– 1611) var næst á dagskrá. Mótetta þessi fjallar um þegar María fór með Jesúbarnið í musterið til umskurnar og Simeon tekur barnið og fagnar því að nú hafi hann séð lausnarann og geti því glaður hvatt þennan heim. Það kemur því miður ekki fram hér hver gerði þá útsetn- ingu sem hér var flutt. Salve Reg- ina (Heill sé þér, Drottning) eftir Hjálmar Helga Ragnarsson var næst á dagskrá, því miður er ekk- ert að finna í tónleikaskránni um tilurð þessa verks sem hljómaði mjög vel í flutningi kórsins undir öruggri stjórn Margrétar. Þá var komið að Maríukvæði Atla Heimis Sveinssonar við texta Halldórs Kiljan Laxness sem nýtur sín virki- lega vel raddsett fyrir samkynja raddir ekki síður en fyrir bland- aðan kór. Nú stillti kórinn sér upp á gólf- inu fyrir framan kórtröppurnar og söng lag Jakobs Hallgrímssonar Ó, undur lífs við sálm Þorsteins Valdi- marssonar. Þessi staðsetning kórs- ins var ekki verri en hinar, eft- irhljómurinn jókst og hefði verið gaman að heyra sum endurreisn- arverkin með þessari staðsetningu. Síðasta íslenska lagið var íslenska aðventuþjóðlagið Hátíð fer að höndum ein í fallegri raddsetningu Hildigunnar Rúnarsdóttur. Textinn var sagður eftir Jóhannes úr Kötl- um sem er rétt að því leyti að hann samdi 2.-5. vers en 1. versið er þjóðvísa. Síðasta lagið á efnisskránni var An Alleluia Super-Round eftir William Albright. Þetta lag er byggt þannig upp að hver söngvari fær sína eigin laglínu sem hann endurtekur aftur og aftur og má skreyta og breyta hryn nánast eftir geðþótta. Til þess að svona leikur heppnist þarf gott hljómhús og gott gólfrými og er hvort tveggja fyrir hendi í Kristskirkju. Hluti kórsins fór fram í forkirkju og annar hluti dreifði sér inni við gráturnar. Ein kona upphóf raustina úr forkirkj- unni og svo fylgdu hinar á eftir hver af annarri og gengu inn í kirkjuna og þær sem innar voru bættust í hópinn og gekk síðan kór- inn syngjandi um kirkjugólfið, bæði hliðarskip og aðalskip, á meðan og úr þessu varð eitt allsherjar lof, Allelú-ja (Lofið Guð), sem ómaði úr öllum áttum, kom allstaðar frá og hvergi, það bara var þarna. Gaman var að sjá hve kórfélagar nutu þess að leika sér á þennan hátt og spila á hljómburð kirkjunnar. Að þessu loknu var kórnum klappað lof í lófa. Að lokum endurtók kórinn kær- leikssönginn Ubi caritas og gekk síðan syngjandi (hummandi) út. Vox Feminae er mjög góður kór sem syngur vel undir öruggri hand- leiðslu síns góða söngstjóra sem stjórnar af miklu öryggi og gefur kórnum nákvæmlega til kynna hvað hún vill og kórinn lætur vel að stjórn. Í heild var hljómurinn í kórnum mjög góður, þéttur og hlýr og yfirleitt gott jafnvægi á milli raddanna, einstaka óöryggi í tón- stöðu af og til en ekkert til að tala um. Styrkleikabreytingar voru vel gerðar og nutu sín vel í kirkjunni. Það þarf úthald til að syngja hvíld- arlaust í 75 til 80 mínútur fyrir full- skipuðu húsi og það stundum krefj- andi verk, en sönggleðin leyndi sér ekki og kórinn og söngstjórinn mega vera ánægð með þetta kvöld. VOX Feminae er eins og nafnið bendir til kvennakór og var stofn- aður haustið 1993 og hefur Margrét J. Pálmadóttir verið stjórnandi hans frá upphafi. Yfirskrift tónleikanna var Bæn um frið og hófust á að kórinn söng úr hliðar- skipunum lag Þorkels Sigurbjörnssonar Til þín Drottinn hnatta og heima við texta Páls V. Kolka. Þetta er ein sú fallegasta friðar- bæn sem við eigum og tónlist Þorkels, bæði lagið og raddsetning- in, undirstrikar vel hið innilega friðarákall textans og var flutn- ingurinn mjög fallegur og sannfærandi. Áfram söng kórinn í hliðarskipun- um og nú hið undurfallega verk Hreiðars Inga Þorsteinssonar Ubi caritas. Því miður kemur hvergi fram í tónleikaskránni hvort þetta verk er samið fyrir kórinn og þá hvenær, en ekki yrði ég hissa þó að svo væri. Sálmurinn Ubi caritas ... eða „þar sem kærleikur og mis- kunnsemi (ást) ríkir þar er Guð“ er kærleiksbænarsálmur frá 796 eftir Paulinus frá Aquileiu og hefst hvert vers með viðlaginu Ubi carit- as. Kórinn flutti þennan kærleiks- boðskap mjög fallega. Eitt var það þó sem angraði mig aðeins og það var hvað kórinn dvaldi lengi og sterkt á „n“ í lok verksins. Í hljóm- burði eins og er í Kristskirkju er alveg óþarfi að lengja síðasta n eða m í lokahljómi, húsið sér um það sjálft, en í hljómþurrum húsum getur þetta verið nauðsynlegt. Þar með var lokið fyrsta hlutanum sem var helgaður bæn um frið og kær- leika. Næsta verk sem kórinn söng var sérlega fallegt verk sem John Speight samdi fyrir kórinn í fyrra og heitir Beatus vir sem á íslensku útleggst „Sæll er sá maður“ og er upphaf 112. Davíðssálms. Verkið byrjar á ákallinu Domine, Dom- ine... (Guð, Guð). Ekki er mér grunlaust um að John hafi haft Kristskirkju í huga þegar hann samdi lagið sem hreinlega spilar á hljómgun kirkjunnar og var ákaf- lega vel flutt. Hér komu næst níu verk sem eru ýmist lofsöngvar eða bænir til heil- agrar Guðsmóður eða kvæði sem fjalla um Maríu. Fyrst heyrðum við lofsönginn Ave Maris Stella eða „Heill þér hafsins stjarna“. Lagið er úr safnheftinu Piae Cantiones sem kom fyrst út 1582 og síðan í allnokkrum endurbættum útgáfum. Finnska tónskáldið Heikki Klem- etti raddsetti rúm 20 lög úr heftinu og gaf út 1911. Laglínan hjá Klemetti er í stórum dráttum eins og í heftunum 1582 og 1625 en þó með afgerandi frávik- um. Í raddsetningu sinni færir Klemetti laglínuna niður í bass- ann frá „Filius aet- ernae...“ og til enda og merkir það vel. Sú raddsetning sem hér er notuð er raddsetn- ing Finnans Toivo Saarenpää fyrir barna- eða kvenna- raddir sem gerð er eftir hinni blönduðu raddsetningu Klem- ettis. Hann heldur einnig laglínunni að hluta í neðstu rödd eins og Klemetti og þarf að taka tillit til þess við flutning lagsins. Næsta lag var lofsöngurinn Reg- ina Coeli (Himnanna drottning) eft- ir J. P. A. Praenestini. Textinn er sennilega rómverskur frá því um 1200. Þar næst söng kórinn enn einn lofsöng til Maríu, Laudi alla vergine Maria, sem er þriðja verkið úr Quattro pezzi sacri eftir Gius- eppe Verdi (1813-1901) og er eina verkið úr því safni sem er skrifað fyrir kvennaraddir. Textinn, Verg- ine Madre ... (ó hreina móðir ...), er eftir Dante. Verdi semur þetta verk í anda ítalska endurreisnartón- skáldsins Palestrina. Þá var komið að latnesku bæninni Ave Maria, gratia plena (Heil sért þú, María, full náðar) hér í tónsetningu ung- verska tónskáldsins Zoltán Kodály (1882-1967) frá 1882 fyrir þrjár samkynja raddir þar sem laglínan liggur í altröddinni. Þetta lag krefst mikilla styrkleikabreytinga allt frá pp upp í ff og skilaði kórinn hlutverki sínu með miklum sóma. Austurríska jólalagið María í skóginum við texta Sigríðar I. Þor- geirsdóttur var næst á dagskrá. Þetta lag er fyrir löngu orðin klass- ísk perla á aðventunni hér á landi og var hér sungið mjög fallega af 10 félögum úr kórnum sem höfðu raðað sér upp í fremstu röð áður en bæn Kodálys var sungin. Þá var komið að mótettunni Adoramus te Christe (Vér tilbiðjum þig, Kristur) sem Orlando di Lasso (ca 1532-1594) samdi 1604 og er úr safninu Magnum opus musicum. Hér gerði Margrét söngstjóri sér lítið fyrir og stillti sér upp í altinum Bæn um frið TÓNLIST Aðventutónleikar Kristskirkja, Landakoti Stjórnandi var Margrét J. Pálmadóttir. Föstudaginn 30. nóvember 2001 kl. 20.30. VOX FEMINAE Margrét J. Pálmadóttir Jón Ólafur Sigurðsson GRADUALE nobili hefur að geyma söng samnefnds stúlknakórs Lang- holtskirkju. Á plötunni eru tólf verk sem skiptast í tuttugu kafla, eingöngu eftir samtímatónskáld, íslensk, nor- ræn og eitt kanadískt. Sex einsöngv- arar úr röðum kórfélaga syngja ein- söng og undirleikari á píanó í tveimur verkum er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir, sem er kórfélagi. Fimmtán manna strengjasveit leikur með í „Lapsimessu“ (Barnamessu) eftir Rautavaara, þar sem helmingur sveitarinnar er skipaður kórfélögum. Kórinn var stofnaður haustið 2000. Hann er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 17–24 ára, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Langholtskirkju og hafa allir kórfélagar stundað tónlist- arnám. Kórinn tók þátt í „Evrópsku æsku- kórakeppninni“ í Kalundborg í Dan- mörku í apríl 2001 og hreppti þar annað sæti. Stjórnandi kórsins hef- ur frá upphafi verið Jón Stefánsson. Útgefandi er Fermata. Upptökur annaðist Halldór Víkingsson í Lang- holtskirkju og útlit geisladisksins var í höndum Jóhönnu Svölu Rafns- dóttur. Diskurinn er framleiddur af Tocano í Danmörku. Dreifingu ann- ast Edda – miðlun og útgáfa. Stúlknakór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.