Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 49 S: 564-4120 BRILLIANT T R Ú L O F U N A R H R I N G A R H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA S M Á R A L I N D Kápur og úlpur 20% afsláttur í dag og á morgun 8 3 9 / T A K T IK ÁFORM Lands- virkjunar um Norð- lingaöldulón sunnan Hofsjökuls vekja spurningar um hvort slíkar framkvæmdir muni beinlínis stuðla að því að skapa Ís- lendingum og erlend- um ferðamönnum hér á landi nýja og afar spennandi möguleika til að ferðast um há- lendið og njóta dýrðar þess. Vissulega er jafnan sárt að sjá landi sökkt undir vatn virkjana en segja má að það sé nokkur huggun í því að vita að undir Norðlingaöldulón fara aðallega sandur, malarkambar og gróður- litlar eyrar Þjórsár. Hið jákvæða við þessa tilteknu framkvæmd kann svo að vera það, að því gefnu að hægt verði að aka eftir vænt- anlegum stíflugörðum, að nýir kostir skapast fyrir almenning og ferðaþjónustuna í landinu ef kemst á vegtenging milli leiðanna yfir Sprengisand annars vegar og Kjöl hins vegar. Ég sé fyrir mér mögu- leika á að beina ferðafólki með þessu móti meira á vannýtt ferða- þjónustusvæði, svo sem í Kerling- arfjöllum. Þá má hugsa sér möguleika á hringleið um Hofs- jökul, tengingu ferðamannastaða á Kili við Landmannalaugar eða Sprengisand og fleira. Í Kerlingarfjöllum var um árabil rekinn skíðaskóli sem fjöldi Ís- lendinga sótti og á ljúfar minn- ingar um. Forsendur fyrir slíkum rekstri eru hins vegar ekki lengur fyrir hendi og forráðamenn félags um starfsemi í Kerlingarfjöllum hafa undanfarin misseri beint sjónum að almennri þjónustu við ferðamenn. Kerlingarfjöll eru ekki í alfara- leið þótt tiltölulega auðvelt sé að komast þangað af Kjalvegi. Eins er hægt að komast í fjöllin úr byggð eftir slóðum á tveimur öðr- um stöðum, frá Tunguvelli í Hrunamannahreppi og af Sprengi- sandsleið við Búrfellslón. Slóðin frá Tungufelli liggur sunnan Kerlingar- fjalla en ef farið er af Sprengisandsleið, þá liggur leiðin vestan Þjórsár að Setrinu, skála ferðaklúbbsins 4x4, og síðan til vest- urs milli Hofsjökuls og Kerlingarfjalla. Þetta eru ekki vegir af neinu tagi heldur að mestu slóðir sem orðið hafa til við akst- ur og því gjarnan krókóttar, jafnvel torfarnar og seinfarn- ar. Slíkir troðningar bjóða því miður þeirri hættu heim að einhverjir ferða- langar telji sig þurfa að sneiða hjá ófærum, búi þannig til slóðir sem engan tilgang hafa og vinni óþarfa spjöll á landinu. Ég ók sjálfur aðra þessara leiða síðastliðið sumar, þ.e. norðan fjallanna og meðfram Þjórsá, frá Ásgarði í Kerlingarfjöllum til byggða. Í fyrstu er ekið um slóðir, að mestu eftir þurrum melum eða á hrauni. Þegar seig á seinni hluta ferðar var komið að hluta á upp- hækkaðan veg við Þjórsá að vest- an. Ekki tók þar betra við, hvörfin í veginn bara dýpkuðu og ferðin sóttist seint. Á móti kom hins veg- ar magnað umhverfi og stórbrotin fjallasýn framan af þessu ferða- lagi: Kerlingarfjöll á aðra hönd en Hofsjökull á hina. Síðan opnaðist sýn til austurs yfir Þjórsárver, Sprengisand og fjöllin austan hans. Eftir á að hyggja blasti þarna líka við hve mikill farartálmi Þjórsá er. Hún sneiðir hálendið í tvennt sunnan jökla, a.m.k. ef horft er af sjónarhóli sumra ferða- manna. Vegur um stíflu Norð- lingaöldulóns gæti hér breytt miklu og vil ég hvetja Landsvirkj- unarmenn til að kanna möguleika á að koma þessari tengingu á og leggjast þannig á árar með okkur sem viljum gera hálendið aðgengi- legra ferðamönnum. Vegtengingin virðist ekki kalla á nema óverulegt rask þarna umfram það sem hlýst af virkjunarframkvæmdunum sjálfum. Gert er ráð fyrir að leggja veg að aðalstíflunni austan Þjórsár og ef að líkum lætur verður akfært á stíflunum og á milli þeirra. Nú- verandi vegslóði vestan ár fer að hluta undir vatn svo fyrir liggur að Landsvirkjun þurfi að leggja þar nýjan slóða. Þannig má segja að vegtenging komi sjálfkrafa til sög- unnar en spurningin er frekar sú hvort Landsvirkjun ætli að hafa þessa leið opna almenningi og hvort fyrirtækið geti jafnvel hugs- að sér að koma að frekari lagfær- ingum á vegslóðum vestan árinnar. Þótt mér detti ekki í hug að kalla á lón á þessum slóðum til þess eins að fá akveg yfir Þjórsá verð ég að segja að ég sé bjartar hliðar á framkvæmdum við Norð- lingaöldulón, auk orkuvinnslunnar að sjálfsögðu. Þessar björtu hliðar felast í þeim kostum til endurbóta á vegakerfinu sem rætt er um hér að framan. Fróðlegt væri að vita hvort Landsvirkjunarmenn hafa velt fyrir sér að bjóða almenningi upp ökuleið sem tengir saman vegakerfin á Sprengisandi og Kili. Sóknarfæri við Norðlingaöldu Páll Gíslason Ferðaþjónusta Ég sé fyrir mér mögu- leika, segir Páll Gísla- son, á að beina ferða- fólki með þessu móti meira á vannýtt ferða- þjónustusvæði, svo sem í Kerlingarfjöllum. Höfundur er í hópi þeirra sem eiga og reka ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.