Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 39 reiningur ar annars avíkur og ns vegar s. OR og amkeppni erði vart því skipta upp í æru fjár- ni ágrein- flutnings- egar láns- r þá ekki V hefur til d lán til eð ábyrgð amleiðslu- ög og rík- lánskjör Lánshæfi og m.a. á yrirtækja. Eiginfjárhlutfall LV er tiltölulega lágt sé miðað við mörg erlend orku- fyrirtæki eða um 31% en ríkis- ábyrgð á lánum hefur vegið þar upp á móti þannig að lánshæfismat LV er mjög gott og félagið hefur verið að greiða vexti sem eru um 25 punktum eða 0,25% ofan á LIBO- vexti en það eru fljótandi vextir á millibankamarkaði í Lundúnum. Eiginfjárhlutfall orkuveitnanna er mun hærra eða 66% hjá OR og 84% hjá OS í lok ársins 2000. Hver vaxtaprósenta vegur mjög þungt Fjármagnskostnaður við virkj- unarframkvæmdir er mjög hár, rekstrarkostnaður lágur og ending virkjana mjög löng. Því vegur hvert prósentustig í vaxtagreiðslum þungt. Þótt ekki sé samkeppni á innanlandsmarkaði með raforku á LV hins vegar vissulega í harðri samkeppni á erlendum markaði. Verra lánshæfi og hærri vextir tákna jafnframt að kostnaðarverð á raforkunni hækkar sem gerir Ís- land að síðri kosti fyrir hugsanlega stóriðju. Þótt samkeppni á raforkusviðinu sé nýlunda hér á landi er hún vel þekkt annars staðar og hefur mjög verið að ryðja sér til rúms enda er hún talin stuðla að aukinni skil- virkni í viðskiptum með raforku að mati margra sérfræðinga, m.ö.o. að frjáls markaður með rafmagn, rétt eins og aðrir markaðir, sé skilvirk- ari og hagkvæmari en „miðstýrt kerfi“ eins og hér hefur verið. Viss hætta sé ævinlega á offjárfestingu eins og í öðrum miðstýrðum rekstri. En ástæðurnar að baki frum- varpsins eru þó í reynd af tveimur rótum runnar: annars vegar af hag- kvæmnistoga en hins vegar, eins og svo oft áður, erum við Íslendingar að innleiða tilskipun vegna samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Evrópusambandið vill koma á innri markaði með orku en þó er er gert ráð fyrir að það verði gert í áföngum svo raforkugeirinn geti lagað sig að breyttum skilyrð- um. Það flækir málin nokkuð að vel er gerlegt að koma á innri markaði með raforku í Evrópu en enn sem komið er eru Íslendingar ekki tengdir þessum markaði og vart fyrirsjáanlegt í bráð. Samkeppni út á við fyrir LV og Íslendinga snýst því fyrst og fremst um að bjóða hér upp á hagstætt raforkuverð fyrir orkufrekan iðnað. Stofna þyrfti sérstakt sérleyf- isfyrirtæki um flutninginn Miðað við frumvarpið sem kynnt var í fyrra má í sem stystu máli segja að breytingum, sem stefnt er að að gera á raforkumarkaðinum, svipi að mörgu leyti til þeirra breytinga sem þegar hafa orðið á símamarkaðinum. Þetta verður væntanlega gert með því að stofnað verður sérstakt fyrirtæki sem hef- ur sérleyfi á flutningi og dreifingu raforku. Þetta fyrirtæki myndi því að öllum líkindum taka yfir flutn- ingskerfi Landsvirkjunar auk flutningslína sem tengja Nesja- vallavirkjun og orkuverið í Svarts- engi við það kerfi. Með þeim hætti yrðu allar helstu virkjanir landsins tengdar flutningskerfi sérleyfisfyr- irtæksins. Raforkuframleiðendur myndu síðan hafa jafnan aðgang að flutningskerfinu og sala á rafmagni út úr kerfinu, á svokölluðum úttekt- arstað, yrði samkvæmt gjaldskrá sem væntanlega myndi endur- spegla þá staðreynd að kostnaður við raforkuflutning er breytilegur, bæði að því er snertir úttektarstað og árstíma. Raforkukaupendur, jafnt stór- notendur sem heimilin, myndu þá geta valið um af hverjum þeir kaupa raforku. Ef notandinn er til dæmis á Akureyri og hefur keypt rafmagn af Akurraf hf. en býðst mjög hagstætt verð á raforku frá Reykjavíkurrafmagni hf., þá „tapp- ar“ Reykjavíkurrafmagn þeirri raf- orku inn á kerfið og greiðir sérleyf- ishafanum fyrir flutninginn til Akureyrar samkvæmt gjaldskrá og notandinn nyrðra getur þá lýst íbúð sína upp með „sunnlensku raf- magni í stað norðlensks áður“. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður ekki heldur hægt að neita virkjunar- og sölufyrirtækjum um virkjanaleyfi á grundvelli þess að nægt framboð sé á raforku; mark- aðslögmálin verða sem sé virkjuð og verð á raforku breytilegt eftir framboði og eftirspurn á hverjum tíma. Hátt hlutfall raforkufram- leiðslu til stóriðju hér á landi Um tveir þriðju hlutar allrar raf- orku sem framleidd er á Íslandi fara til stóriðju og er það mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum löndum. Verð á raforku til stóriðju er bundið í samningum til langs tíma og þannig munu nýrri samn- ingar sem LV hefur gert við ÍSAL, Norðurál og Járnblendifélagið ekki renna út fyrr en á árunum 2014 til 2019. Það má því fullyrða að sam- keppnin muni fyrst í stað aðeins taka til eins þriðja hluta markaðar- ins, þ.e. heimila og fyrirtækja ann- arra en stóriðju. En til þess að ná fram samkeppni á þessum hluta markaðarins þarf að gera kerfisbreytingar sem gætu haft bein áhrif á vaxtakjör lána vegna vatnsaflsvirkjana til stóriðju og eins og menn þekkja af um- ræðunni um Kárahnjúkavirkjun munar mikið um hverju prósentu í lánakjörum. Fjármagnskostnaður hefur mikil áhrif á kostnaðarverð raforku en kostnaðarverð hennar vegur svo aftur mjög þungt í því hvort erlend fyrirtæki sjái sér hag í því að ráðast hér í orkufrekan iðn- að. Samkeppnin á innanlandsmarkaði Fjögur fyrirtæki bera höfuð og herðar í framleiðslu og sölu á orku, bæði rafmagni og heitu vatni, hér á landi. Landsvirkjun er langstærst í framleiðslu á raforku og á stærsta hluta flutningskerfisins en selur mest af sinni raforku í heildsölu. Velta Orkuveitu Reykjavíkur er hins vegar nálega jafnmikil og Landsvirkjunar og OR hefur aukið sína hlutdeild með sameiningu við Akranessveitu og þá hefur verið rætt um sameiningu Hitaveitu Borgarness við OR. OR hefur því mjög sterka stöðu í smásölu á höf- uðborgarsvæðinu og nálægum bæj- arfélögum. Hitaveita Suðurnesja og Rafveita Hafnarfjarðar samein- uðust á árinu en auk þess hafa átt sér stað viðræður við stærstu orku- fyrirtækin á Suðurlandi um mögu- lega sameiningu. Þá bendir margt til þess að OR og HS ætli sér vax- andi hlut í framleiðslu á rafmagni, t.d. með virkjun á jarðhitasvæðum á Reykjanesi. Til þessa hafa veit- urnar keypt rafmagn af LV í heild- sölu og selt í smásölu. Allt ber þetta að þeim brunni að orkuveiturnar séu að búa sig undir breyttar að- stæður, þ.e. vilji tryggja sína mark- aði sem best og auka styrkleika sinn með sameiningum sem gerir þær hæfari til þess að takast á við raforkuframleiðslu í samkeppni við Landsvirkjun. Þar sem einungis verður keppt um einn þriðja hluta markaðarins hér innanlands að svo komnu er staða veitnanna á suð- vesturhorninu óneitanlega mjög sterk. Þá skiptir auðvitað miklu að raunveruleg samkeppni í sölu skap- ist þar. Fái OR og HS t.d. að halda sérstöðu sinni, þ.e. ef þær fá vera með dreifingu og sölu á einni hendi er ólíklegt að virk samkeppni myndist. Hitt er jafnljóst að veit- urnar, sem hafa haft takmarkaða framleiðslugetu á rafmagni, ætla sér aukinn hluta þar og þá vænt- anlega á kostnað Landsvirkjunar. i andi r ði ka arnorg@mbl.is " #"$ ;/ 9 2< =  >: 2< 0   2< 0 7?: 2< * 8: 2< ( 8: 2<   77? 2< *   7 : 2< $ 7: 2< *  7?: 2< 0  @: 2<         '    /& * .  C    C  </  F $ 7  9 G    <   3  < 0" 7  8  :  .  C  < græð- ri er mér efs að það upp á gnskostn- verður m hjá ynd að m við nú ggir okk- an fjár- að.“ gir að af- af því að sam ær að irkjunar a yrði pnishæfni ir stór- a. nar kilvægi gkerfinu rkumark- da Lands- þættir m fyr- rir við- tta, lágt fyrirtæk- burði. vægt rnar dsvirkjun ð nýta forku til að segja ðað við nað eigi hagvöxt á ökum i skoðun ga í það em hafa að nýta orkulindirnar. Við þurfum að gæta vel að því að breytingar sem gerðar verða dragi ekki úr getu okkar til þes að virkja Kárahnjúka, virkja fyrir Norðurál, ÍSAL eða aðra aðila sem hefðu áhuga á að reka hér orkufrekan iðnað.“ Stefán segir að það hljómi mjög fallega samkvæmt pappírunum þegar menn haldi því fram að ekk- ert sé því til fyrirstöðu að skapa samkeppni á innanlandsmarkaði með breytingum á starfsemi Landsvirkjunar, þar sem það sé í raun ekkert mál að verkefna- fjármagna orkuframkvæmdir og ábyrgð eigenda Landsvirkjunar sé því ekki mikilvæg. „Í þessu sam- bandi gleyma menn,“ segir Stefán, „ákveðnum grundvallarstærðum í sambandi við vatnsorkuna sem gera það að verkum að verkefna- fjármögnun hentar mjög illa. Bygg- ingu vatnsorkuvera fylgir gríð- arlegur fjármagnskostnaður í upphafi, rekstrarkostnaður þeirra er hins vegar lítill og líftíminn mjög langur eða allt að 80 til 100 ár. Þeir sem koma að verkefnafjármögnun hugsa hreinlega ekki svona langt, sem aftur þýðir að ef Landsvirkjun ætlaði að byggja sínar fram- kvæmdir á slíkri fjármögnun myndi það verða til þess að orkuverðið yrði það hátt að við værum ekki lengur samkeppnisfær um stóriðju. Raunar er það svo að það hefur ekki verið „hrein verkefna- fjármagnað“ eitt einasta vatns- orkuver í hinum vestræna heimi í langan tíma.“ Stefán segir að burtséð frá flutn- ingskerfinu hafi menn enn ekki í al- vöru rætt mögulega uppskiptingu Landsvirkjunar en ljóst sé að slíkt myndi strax hafa áhrif á vaxta- kjörin. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir og skiljum vel að það er erfitt að búa til samkeppnismarkað ef framleiðsla og flutningur yrði allur á hendi Landsvirkjunar. En það er mjög mikilvægt að aðskilja ekki Landsvirkjun sem efnhagslega heild og þá fyrst og fremst út frá lánshæfissjónarmiðum. Í flutnings- kerfinu er mjög lág arðsemi en mjög öruggar tekjur og um leið og þessi þáttur yrði aðskilinn myndi það veikja Landsvirkjun sem fyr- irtæki. Við höfum séð fyrir okkur að búið yrði til sérstakt eign- arhaldsfélag með dótturfélög sem sæju annars vegar um flutninginn og framleiðsluna á raforku en að lántökurnar færu í gegnum móð- urfélagið sem áfram myndi njóta ábyrgðar eigenda sinna. Við höfum látið meta þennan möguleika og teljum að Landsvirkjun myndi halda sama lánshæfi og verið hefur. En eigi að skipta starfsemi Lands- virkjunar upp með þessum hætti þykir okkur eðlilegt að slíkt hið sama gilti um Orkuveitu Reykja- víkur og Hitaveitu Suðurnesja en án þess verður ekki um að ræða raunverulega samkeppni á neyt- endamarkaði með rafmagn.“ Stefán segir að meginkjarni málsins sé sá að ef menn fara að hræra í uppbyggingu á orkusviðinu geti það um leið haft áhrif á láns- hæfi til orkuframkvæmda. „Ef lánshæfi versnar skerðir það sam- keppnishæfni okkar á markaðinum fyrir stóriðju en þar á Lands- virkjun í beinni samkeppni. Spurn- ingin er síðan hvort við viljum áframhaldandi uppbyggingu á stór- iðju, sem við hjá Landsvirkjun er- um hallir undir og teljum að efn- hagslífið kalli á, eða telja menn að það sé mikilvægara að skapa fulla samkeppni um lítinn hluta mark- aðarins? smuni að tefla JÓN Ingimarsson hjá fyrirtækjasviði Ís- landsbanka segir að eitt einkenni á orku- markaði hérlendis hafi verið það að ríkið og hið opinbera hafi verið með beinar ábyrgðir vegna lán- veitinga til orku- framkvæmda. Þetta hafi meðal annars þýtt að eiginfjárbind- ing banka við lánveit- ingar hefur verið minni en ef um hefð- bundin hlutafélög væri að ræða. „Ég tel að þó að komið yrði á samkeppni á raf- orkumarkaðinum myndi það ekki óhjákvæmilega breyta áhættu- flokkun á orkufyrirtækjunum. Vextir á lánum vegna framkvæmda yrðu hærri ef ábyrgð yrði afnumin en það veltur þó einnig á verkefn- unum og fleiri atriðum, s.s. eig- infjárhlutfalli fyrirtæksins, þ.e. því hærra eiginfjárhlutfall þeim mun betri vaxtakjör að öllu öðru óbreyttu. Í þessu sambandi yrði þó jafnframt að hafa í huga að ábyrgð- argjald til eigenda félli niður.“ Alltaf viss hætta á offjárfestingu „Í sjálfu sér getur ábyrgð ríkis og/eða sveitarfélaga leitt til þess að menn ráðist í framkvæmdir sem ekki eru arðsamar eða teldust ekki arðsamar við eðlileg skilyrði. Slík staða væri í sjálfu sér óeðlileg. Í þessu sambandi get ég nefnt að þegar við hjá Íslandsbanka höfum komið að orkuverkefnum höfum við farið þá leið að skoða málið ekki bara út frá eigandanum heldur fyrst og fremst út frá verkefninu, þ.e. hversu gott það er með tilliti til sjóð- streymis og annarra þátta. Vinnubrögðin eru því með sama hætti og almennt er í sambandi við lánveit- ingar til verkefna.“ Jón segist telja margt jákvætt í þeim breyt- ingum sem standa fyr- ir dyrum á raf- orkumarkaðinum þótt ekki liggi enn fyrir hver útfærslan verð- ur: „Ég held að í þess- um breytingum felist ákveðinn styrkur. Ef menn ætla t.d. að ráð- ast í framkvæmdir sem ekki eru arðbærar verða þeir að tryggja fjármagn til þeirra með einhverjum öðrum hætti. Það er ekki skyn- samlegt að ráðist sé í verkefni í skjóli þess að þau séu með rík- isábyrgð.“ Jón segir að menn megi ekki bara horfa til þess að breytingarnar kunni að leiða til hækkunar á vöxt- um á lánum til orkuframkvæmda. „Í sumum tilvikum þarf slík hækk- un ekki að koma fram, því góð verk- efni eiga að geta staðið á eigin for- sendum. Hagkvæm orkuverkefni hjá sveitarfélögum geta verið verið með jafngóðum vöxtum eða betri en sveitarfélagið almennt nýtur og tryggingar vegna lána koma þá fyrst og fremst fram í gegnum verkefnið sjálft.“ Hægt að endurfjármagna arðsöm verkefni Þegar hann er spurður um vandamál vegna langs lánstíma vegna vatnsaflsvirkjana segir Jón að almennt séu slík verkefni af- skrifuð á lengri tíma en sem nemur lánstíma þeirra lána sem tekin eru til framkvæmdanna. „Menn voru einfaldlega með af- borgunarferli sem miðaði við lengri tíma og tóku síðan ný lán þegar lánstími upphaflegu lánanna rann út. Að vissu marki var minni áhætta eins og kerfið var. Sá sem veitir lán til orkuframkvæmda nú gerir sér væntanlega grein fyrir að þegar lánstíminn rennur út þá losni hann ekki frá málinu nema einhver annar komi inn. Ég get hins vegar ekki séð að þetta þurfi að breytast eða verða óyfirstíganlegt vandamál.“ Jón álítur aftur á móti að al- mennt muni lánveitendur gera meiri kröfur um upplýsingar varð- andi verkefnin sjálf og alla þætti sem þau snerta. „Sú krafa mun gera öll vinnu- brögð við undirbúning orkuverk- efna enn agaðri og mér finnst í raun og veru að menn verði að líta á það sem styrk fremur en eitthvað nei- kvætt.“ Breytingar þegar að eiga sér stað Jón bendir til dæmis á að þegar sé búið að breyta nokkrum orkufyr- irtækjum í hlutafélög. Við þá breyt- ingu taki eigendur, ríki og sveit- arfélög, væntanlega ekki ábyrgð á nýjum skuldbindingum fyrirtækj- anna og megi það jafnvel ekki. „Orkufyrirtækin hafa starfað lengi í sama umhverfi og enn er ekki full- komlega ljóst hvaða breytingar verða gerðar eða hver áhrif þeirra verða. En með tilkomu samkeppni á raforkumarkaði munu fyrirtækin í auknum mæli leitast við að dreifa áhættunni með fleiri aðilum, sér- staklega hvað undirbúning og rann- sóknir varðar. Þetta hafa orkufyr- irtækin þegar gert.“ Jón Ingimarsson Ríkisábyrgð óeðlileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.