Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 58
LANDIÐ 58 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jólabæklingurinn er kominn út ! Dreift á öll heimili landsins. NÚ eru flestallir bændur búnir að taka sauðfé á hús og farnir að gefa hey enda farið að harðna verulega á dalnum hjá þeim kindum sem enn þá eru úti eftir kuldakastið sem búið er að standa á aðra viku. Hey- rúllur eru sjaldan til neinnar prýði þó að þær séu þægilegar til að afla góðra heyja, en þegar frétta- ritari Morgunblaðsins átti leið fram hjá þessum rúllustafla gat hann ekki stillt sig um að taka mynd af sólarupprásinni sem litaði skýin fagurrauð yfir snæviþakinni jörðinni og myndaði glampa á rúllu- plastinu. Enda þótt sólin sé orðin mjög lágt á lofti er aldrei fallegri birta en einmitt á þessum árstíma, bæði þegar sólin er að koma upp á morgnana og setjast á kvöldin. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Vetrarforðinn baðaður í morgunsólinni Fagridalur Á ÞESSU ári hafa farið fram mikl- ar endurbætur á húsnæði dval- arheimilisins í Stykkishólmi. Verk- inu er nú lokið og var áfanganum fagnað með kaffisamsæti á dval- arheimilinu þann 1. desember s.l. Við það tækifæri voru kvaddir tveir starfsmenn dvalarheimilisins, þær María Guðmundsdóttir og Kristín Björnsdóttir. Borðsalur dvalarheimilisins var stækkaður með viðbyggingu. Þá voru öll tæki í eldhúsi endurnýjuð auk þess sem útbúin var aðstaða fyrir starfsmenn og forstöðumann. Breytingar á húsnæðinu voru búnar að vera lengi í undirbúningi og töfðust m.a. af miklum önnum hönnuða við önnur verk. Arkitekt hússins er Gunnar Guðnason og að- alverktaki var Skipavík hf í Stykk- ishólmi. Breytingarnar kostuðu alls um 20 milljónir króna. Mikil ánægja er meðal heimilismanna og starfs- fólks með bætta aðstöðu. Í sumar urðu forstöðumanna- skipti á dvalarheimilinu. Kristín Björnsdóttir lét af störfum eftir 9 ára starf. Í mörg ár þar á undan hafði hún unnið að málefnum aldr- aðra í Stykkishólmi. Þá lét af stöf- um María Guðmundsdóttir, en hún hefur starfað við dvalarheimilið frá stofnun þess árið 1978. Þessum konum var þakkað mikið og óeig- ingjarnt starf í þágu dvalarheim- ilisins. Nýr forstöðumaður dval- arheimlisins er Jóhanna Guðbrandsdóttir. Miklum endurbót- um á dval- arheimil- inu lokið Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Íbúar dvalarheimilisins í Stykkishólmi fögnuðu því að lokið var end- urbótum á dvalarheimilinu. Við borðið sitja Rannveig Guðmundsdóttir, María Jónsdóttir, Hjálmfríður Hjálmarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir frá Hálsi og Guðrún Jónasdóttir frá Galtarey. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason María Guðmundsdóttir og Kristín Björnsdóttir létu af störfum fyrir ald- urs sakir við dvalarheimilið í Stykkishólmi. 1. desember voru þær kvaddar og þeim þökkuð góð störf í gegnum árin. Á myndinni eru þær ásamt Jóhönnu Guðbrandsdóttur, en hún tók við af Kristínu í sumar. UNDANFARIÐ hefur mikið ver- ið rætt um sí- og endurmenntun starfsfólks þar sem starfsum- hverfi breytist ört. Viskubrunnur er heiti á samstarfsverkefni Út- gerðarfélags Akureyringa hf, Skref fyrir Skref, Einingar-Iðju og Símenntunarmiðstöðvar Eyja- fjarðar og er stutt af Lands- mennt Námskeiðið var nýlega haldið fyrir starfsfólk Hólmadrangs á Hólmavík en fyrirtækið er dótt- urfyrirtæki ÚA. Meginmarkmið verkefnisins er að þjálfa fólk í að meta eigið ágæti, efla samstarfs- hæfni, takast á við breytingar í starfi og auka starfsánægju og starfsanda. Í fyrri hluta nám- skeiðsins var m.a. rætt um stefnu og markmið ÚA, vinnuumhverfi 21. aldarinnar og að festast ekki í viðjum vanans og í þeim síðari gerðar æfingar sem byggðu upp sjálfstraust svo fátt eitt sé nefnt. „Námskeiðið er liður í endur- menntun og mér þótti það takast vel og held það efli samstarfsand- ann og auki starfshæfni,“ sagði Gunnlaugur Sighvatsson fram- kvæmdastjóri Hólmadrangs en hann sat námskeiðið með starfs- fólkinu. Ágústa Ragnarsdóttir hefur starfað hjá Hólmadrangi í átta ár og hefði áhuga á að fara á fleiri námskeið stæðu þau til boða: „Mér þótti þetta bæði gagnlegt og skemmtilegt og meðal annars var gaman að kynnast samstarfs- fólkinu frá öðrum hliðum. Þá var leiðbeinandinn, Steinþór Þórðar- son, mjög góður.“ Námskeiðið var haldið á veit- ingastaðnum Café Riis á Hólma- vík og stóð yfir í einn dag. Símenntun starfsfólks Hólmadrangs Hólmavík Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Björn F. Hjálmarsson vinnslustjóri og Gunnlaugur Sighvatsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs, á námskeiði með starfsfólkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.