Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÍLASTÆÐASJÓÐUR sendi á dögunum íbúum í Þingholtum bækling þar sem skýrt er frá tillögum að tveimur nýjum gjaldskyld- um svæðum í hverfinu. Í bæklingnum kemur fram að á vegum Bílastæðasjóðs sé nú unnið að nýju skipulagi á bílastæðum í miðborginni með það að markmiði að koma til móts við íbúa og skammtímagesti. Tillagan felur í sér að með því að kaupa íbúakort (eitt fyrir hverja íbúð) fyrir 3.000 krónur á ári fái íbúar á gjaldskyldum svæðum ótak- markaða heimild til notkun- ar á stöðu- og miðastæðum í viðkomandi hverfi. Í bækl- ingnum kemur ennfremur fram að reynslan sýni að gjaldskylda geri það að verkum að þeir ökumenn sem ekki eiga heima í hverf- inu leggja bifreiðum sínum þar einungis í skamma stund en það tryggi aukið framboð á lausum stæðum fyrir íbúana. Höskuldur Kári Schram býr í Miðstræti og er óánægður með þær tillögur sem frá er greint í bæklingi Bílastæðasjóðs. „Það sem mér blöskrar mest er að íbú- um sem búa þarna gefst ekki kostur á ókeypis stæðum heldur þurfa þeir að kaupa árskort og það er aðeins eitt kort á heimili, þannig að ef þú ert með tvo bíla þarftu að gjöra svo vel og borga í stöðumæli í hvert sinn sem þú leggur öðrum bílnum í stæði,“ segir hann. „Í bæklingnum er þetta sett fram eins og þetta eigi að koma íbúunum til góða; það er ekki gert mikið úr stöðu- mælakortunum heldur er verið að undirstrika það hversu mikið er verið að draga úr langtímanotkun á stæðum. Það er hin mesta vitleysa því flestir sem leggja við þessar götur, sem eru nálægt Miðstræti og þar fyrir aftan, eru námsmenn í MR.“ Í kjölfar dreifingar bæklingsins gerði Gallup könnun á viðhorfum íbúanna til tillagna Bílastæðasjóðs. „Ég hef heyrt aðeins í íbú- unum í kring og mér heyrist að flestir séu töluvert óánægðir með þetta, sérstaklega að það skuli ekki vera meira en eitt íbúakort á heimili sem þarf síðan að borga fyrir.“ Höskuldur segir að ef til- lögunum verði hrint í fram- kvæmd verði staðan þannig að íbúar í Þingholtum geti hvergi lagt öðruvísi en að borga stöðugjöld. Hann seg- ist ennfremur efast um að bílastæðavandi íbúanna á svæðinu verði leystur með því að láta þá borga fyrir stæðin. „Þetta er sett fram eins og lausn á vandamáli fyrir okk- ur en þar sem aðstæður í ís- lensku þjóðfélagi eru þannig að það eru einn til tveir bílar á hverju heimili leysir þetta ekki vandann. Bílastæða- sjóður verður að skapa þær aðstæður að það sé hentugra fyrir fólk að leggja í bíla- stæðahúsunum, en að leita að auðum stæðum í götum í íbúðarhverfi.“ Tillögur um tvö ný gjaldsvæði Þingholtin                                      !   !    "    #               !%  &            '   (           )   '  *   !                                           !    OPINBER kynning er hafin á lokatillögu að svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins sem samvinnunefnd sveitar- félaganna á höfuðborgar- svæðinu samþykkti á fundi sínum 9. nóvember sl. Frest- ur til athugasemda er til 14. janúar 2002 en svæðisskipu- lagstillagan, ásamt upp- drætti, greinargerð og fylgi- ritum, liggur frammi almenningi til sýnis á borgar- og bæjarskrifstofum til 11. janúar næstkomandi. Tillög- una er einnig hægt að nálgast á heimasíðu Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu; www.ssh.is. Í fréttatilkynningu segir að samvinnunefnd um svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðis- ins taki afstöðu til athuga- semda að fresti liðnum og sendi sveitarstjórnum á höf- uðborgarsvæðinu tillögu sína að svæðisskipulagi ásamt at- hugasemdum og umsögn um þær. Innan sex vikna skulu sveitarstjórnirnar taka af- stöðu til tillögu samvinnu- nefndar. Svæðisskipulag telst staðfest þegar allar hlutað- eigandi sveitarstjórnir hafa samþykkt það. Samvinnu- nefndin sendir staðfest svæð- isskipulag til Skipulagsstofn- unar sem gerir síðan tillögu til ráðherra um lokaaf- greiðslu þess. Svæðisskipu- lagið tekur gildi þegar um- hverfisráðherra hefur staðfest það og birt staðfest- ingu þess í B-deild Stjórn- artíðinda. Átta sveitarfélög standa að skipulaginu Svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins nær til ársins 2024 og tekur til byggðaþró- unar, landnotkunar, umhverf- ismála, samgangna og veitu- kerfa, auk þess sem samfélagsleg þróun á svæð- inu hefur verið skoðuð sér- staklega. Að gerð svæðis- skipulags á höfuðborgar- svæðinu standa eftirtalin átta sveitarfélög: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Sel- tjarnarnes, Bessastaðahrepp- ur og Kjósarhreppur. Land Hafnarfjarðar í Krýsuvík er ekki með í svæðisskipulaginu þar sem það tengist ekki þéttbýlinu á höfuðborgar- svæðinu og hefur því nokkra sérstöðu. Lokatillaga svæðisskipu- lags kynnt Höfuðborgarsvæðið VIÐ UPPBYGGINGU þjón- ustu í hverfum Reykjavíkur, samkvæmt nýrri hverfaskipt- ingu sem borgarstjórn sam- þykkti á dögunum, verður að taka tillit til íbúasamsetning- ar hverfanna og sérkenna þeirra, því hvert hverfi hefur ólíkar þjónustuþarfir. Þetta kom m.a. fram í máli Krist- ínar A. Árnadóttur á morg- unverðarfundi sem þróunar- og fjölskyldusvið Reykjavík- urborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur stóð fyrir í gær á Grand Hóteli. Kristín, sem er forstöðumaður þróun- ar- og fjölskyldusviðsins, sagði ennfremur að tilgangur hverfisskiptingarinnar væri m.a. sá að leita leiða til að einfalda þjónustu og ná fram ákveðinni hagræðingu. Viðfangsefni fundarins var hin nýja hverfaskipting Reykjavíkur, áhrif hennar og þeir möguleikar sem þetta fyrirkomulag býður upp á. Rætt var um hverfabundna þjónustu, aukið íbúalýðræði og þá reynslu sem þegar hef- ur fengist af tilraunaverkefni Miðgarðs í Grafarvogi. Ný- verið samþykkti borgarstjórn að skipta borginni í fjóra borgarhluta og átta hverfi og að innan hvers hverfis skal starfrækt hverfaráð. Á fundinum vöknuðu upp spurningar um hlutverk þessara ráða. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, sagði að hverfaskiptingin væri rammi til að þróa hverfalýð- ræði en að margar spurning- ar blöstu við þar að lútandi. Varast skal að hverfaráð verði nýr milliliður í lýðræði borgarbúa þar sem enn eitt ferlið leiddi ekki til aukinnar skilvirkni. Þá velti hann því fyrir sér hvort hverfaráðin gengju gegn þeirri hug- myndafræði sem sameining sveitarfélaga byggðist á. Þess vegna þarf að hans mati að undirbúa starf hverfaráð- anna vel og þróa yfir langan tíma. Hverfaráð ættu að verða til þess að efla hverf- avitund og til að taka við ábendingum og hugmyndum íbúa hverfisins. Góð reynsla af Miðgarði Regína Ásvaldsdóttur, for- stöðukona fjölskyldu- og þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs, sagði meirihluta íbúa Grafarvogs jákvæðan gagnvart Miðgarði, en mið- stöðin sinnir verkefnum frá fjórum borgarstofnunum; leikskólum Reykjavíkur, Fræðslumiðstöð, Félagsþjón- ustunni og íþrótta- og tóm- stundaráði. „Eitt það mikil- vægasta sem gert var í tengslum við þetta verkefni var grasrótarstarf í upphafi, áður en Miðgarður var stofn- aður,“ sagði Regína. „Þeir sem stóðu að undirbúningi hverfismiðstöðvarinnar náðu saman öflugum hópi tals- manna félagasamtaka, íbúa og stofnana í Grafarvogi og íbúar sýndu þessu verkefni mikinn áhuga. Með þessu undirbúningsstarfi var lagð- ur grunnur að eignarhaldi íbúa á miðstöðinni.“ Regína lagði til að skoða mætti í framtíðinni hvort einhverjir þjónustuþættir borgarinnar væru betur komnir hjá sjálf- stæðum fagaðilum. „Það er til dæmis góð reynsla af því hjá Félagsþjónustunni að bjóða út fjölskylduþjónustu og ég held að við ættum að skoða fleiri möguleika á gerð þjónustusamninga við einka- aðila.“ Hallgrímur Sigurðssn, for- maður íbúasamtaka Grafar- vogs, gagnrýndi starfsemi Grafarvogssamtakanna og sagði þau of fjölmenn og fundi of stopula til að ráðið virkaði sem samráðsvett- vangur. Hins vegar sagði hann hverfisnefnd, stjórnun- arnefnd Miðgarðs, þar sem íbúar eiga tvo fulltrúa af fimm, mun árangursríkari og lýðræðislegri vettvang. Hann benti í lok fundar á að hverfa- ráðin yrði að fá einhverju að ráða, þ.e. í ljósi íbúalýðræðis sem er hugmyndin að baki ráðunum. Íbúar sæju annars lítinn tilgang með slíkum ráð- um. Umræða um hverfaráðin og þá þjónustu sem á að byggja upp í hverju hverfi borgarinnar er töluvert á veg komin og í máli Kristínar kom m.a. fram að að ýmsu þyrfti að huga áður en ákvarðanir yrðu teknar um uppbyggingu þjónustu innan hverfanna. Hún benti á nið- urstöður könnunar sem gerð var snemma á þessu ári sem leiddu í ljós að borgarbúar vilja að leitað sé í auknum mæli eftir skoðunum þeirra svo grundvöllur er fyrir hverfaráðum. Umræðufundur um hverfistengda þjónustu og sjálfstæð borgarhverfi Taka þarf tillit til sérkenna hverfanna Reykjavík EFNT var á dögunum til samkeppni meðal nemenda í 7.–10. bekk í grunnskólum Bústaðahverfis um myndir á jólakort. 154 tillögur bár- ust og eru þær til sýnis í anddyri Bústaðakirkju alla aðventuna. Það voru sam- tökin Betra líf sem stóðu fyrir samkeppninni, en það eru samtök þeirra sem koma að uppeldi barna og unglinga í hverfinu, s.s. skólayfirvöld, foreldra- félög, félagsmiðstöðvar og fleiri aðilar. Verkefnið var unnið sem forvarnarverkefni fyrir styrk frá samstarfsnefnd um afbrota- og fíknivarnir. Valdar voru fjórar myndir til prentunar, ein úr hverj- um árgangi. Tíu kort með verðlauna- myndunum á verða gefin inn á hvert heimili nem- enda í 7.–10. bekk en í hverju þeirra er að finna gullkorn sem tengist jólum, vináttu eða unglingum á einhvern hátt. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík, afhenti vinn- ingshöfunum verðlaun sín við hátíðlega athöfn í Bú- staðakirkju á þriðjudaginn var en hver þeirra fékk 10 þúsund krónur í sinn hlut. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir afhenti vinningshöfunum Sunnevu Ásu Weisshappel úr 7. bekk, Söndru Tryggvadóttur úr 8. bekk, Unu Helgu Jónsdóttur úr 9. bekk og Salbjörgu Ýr Guðjónsdóttur úr 10. bekk verðlaunin en við hlið þeirra stendur Steingerður Kristjáns- dóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Þessa jólamynd teiknaði Sunneva Ása Weisshappel úr 7. bekk og innan í kortinu stendur: „Virðum útivistartímann. Hátíðarnar eru tími samveru.“ Jólamyndir og gullkorn Bústaðahverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.