Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HerjólfurSveinsson fædd- ist á Brúnastöðum í Fljótum 23. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 2. júlí 1886, d. 1. mars 1968, og Sveinn Arngríms- son, f. 19. júlí 1885, d. 7. mars 1963. Herjólfur var elstur sex systkina sem náðu fullorðinsaldri og eru tvö þeirra á lífi, Hólmfríður, f. 6. mars 1916, búsett á Sauðárkróki, og Þorbjörg, f. 10. nóv. 1927, bú- sett í Reykjavík. Látnar eru Jóna Sigrún, f. 11. maí 1923, d. 16. apríl 2000, Jóhanna, f. 27. janúar 1925, d. 2. júní 1990, og Sigríður Jódís, f. 15. mars 1932, d. 11.des- ember 1986. Á æskuheimili hans ólust einnig upp Sigurbjörg Ingi- mundardóttir, f. 11. júní 1909, nú búsett í Reykjavík, og Karl S. Bjarnason, f. 31. ágúst 1916, nú á Sauðárkróki. Herjólfur fluttist með foreldrum sín- um að Ásgeirs- brekku í Viðvíkur- sveit árið 1928 og í Hofstaðasel 1939. Kona hans, Margrét Ólafsdóttir frá Læk í Viðvíkursveit, f. 7. apríl 1921, kom þar til bús með honum 1943 og gengu þau í hjónaband síðar. Sonur þeirra er Sveinn, f. 2. desem- ber 1946, kvæntur Ólöfu Zóphóníasdóttur, f. 29. apríl 1951, og eiga þau heima á Egilsstöðum. Börn þeirra eru Zóphónías Ingi, f. 18. apríl 1974, d. 3. september 1978, Margrét Ólöf, f. 3. desember 1975, og Soffía Björg, f. 19. júní 1979. Herjólfur og Margrét fluttust til Reykjavíkur 1966 þar sem hann starfaði hjá Landssímanum um árabil. Útför hans fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Herjólfur Sveinsson, lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 29. nóv. sl. Viku áð- ur en hann lést gisti ég hjá honum nokkrar nætur og datt síst í hug að þá væri ég að kveðja hann í síðasta sinn. Hann talaði um að koma austur til okkar um jólin, en ætlaði ekki að stoppa lengi, hann væri orðinn svo lé- legur til ferðalaga. Ég vissi að helst hefði hann viljað vera heima hjá sér, en ætlaði að leggja það á sig okkar vegna að koma. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hitta hann hressan fyrir svona stuttu, og geta kvatt hann áður en hann veiktist. Ég sá hann að vísu aftur rétt áður en hann dó en þá var hann orðinn með- vitundarlaus. Ég kynntist Herjólfi fyrir þrjátíu árum en um það leyti fórum við Sveinn, sonur hans, að búa saman. Þegar ég kom fyrst á heimili Herjólfs var það einkum tvennt sem vakti at- hygli mína. Annað var umræðuefnið þegar gesti bar að garði, en það var aðeins eitt; hestar, en á þeim hafði hann alla tíð mikinn áhuga og átti þá marga meðan hann var bóndi. Hitt voru myndir og styttur af hestum auk bóka um hesta. Nú síðast í sumar bættust þrjár hestastyttur í safnið. Ég flutti inn á heimili Herjólfs þegar ég var 21 árs gömul, en þá þurfti Gréta að fara á sjúkrahús vegna veikinda sinna og tók ég að nokkru leyti við eldamennsku og öðr- um húsverkum með hjálp þeirra feðga. Auk þess að hafa mikinn áhuga á lifandi hestum þótti Herjólfi hrossakjöt ágætt og átti hann tunnu af því úti á svölum og sagði mér að það væri rétt að elda það sem fyrst því það væri komið á síðasta snúning. Ég var líka óvön því að mat væri hent og tók þessi orð hans mjög hátíðlega. Þótti mér því rétt að hrossakjötið yrði borðað sem fyrst og eldaði það á hverjum degi. Það endaði með því að Herjólfur gafst alveg upp á þessu hrossakjötsáti og bað mig blessaða um að henda nú því sem eftir væri. Herjólfur var bóndi norður í Skagafirði, nánar tiltekið í Hofstaða- seli í Viðvíkursveit í tæp þrjátíu ár. Bústofninn var blandaður, ær, naut- gripir og hross. Hann hugsaði vel um allar skepnur, hirti þær vel og hafði af þeim ágætar afurðir. Einhverjar tekjur gáfu hestarnir en aðallega voru þeir lífsfylling. Hann tamdi hestana sjálfur, þótti laginn við það og átti margan gæðinginn. Hann var hestamaður af lífi og sál. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur hélt hann áfram að eiga hesta og fór oftast dag- lega til að gefa og hirða. Oft var líka farið á bak og voru þetta hans mestu yndisstundir. Herjólfur var alla tíð mikill bóndi í sér og bar hag bænda fyrir brjósti. Hann spurði mig oft spjörunum úr um búskapinn austur á Héraði, en þar ég er fædd og uppalin. Áhuginn var mikill á öllu sem viðkom skepnuhöldum. Hann kom nokkrum sinnum í Mýrar, þaðan sem ég er, og talaði þá mikið við bændur þar um allt sem að búskap laut, afurðaverð og þ.h. Hann var mjög hissa á því hve hestaeign bænda í minni sveit var lítil en þar höfðu menn aðeins hross til brúks og svo einn og einn góðhest til reiðar en í Skagafirði var stóð á hverjum bæ að heita mátti. Tengdafaðir minn var mikill höfð- ingi heim að sækja. Alltaf vildi hann vera að gefa og veita. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og fylgdist vel með allt til síðasta dags. Hann hafði skoðanir á mörgum mál- um og lá ekki á þeim. Honum var illa við alla hálfvelgju, gekk að öllu sem gera þurfti með dugnaði og atorku. Gaman hefði verið að taka til hend- inni með honum í heyskap og öðrum bústörfum. Ég hef þá trú að okkur hefði gengið vel að vinna saman. Hann fylgdist vel með sonardætrum sínum og vildi veg þeirra sem mest- an. Hann hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd og vildi að þær gengju menntaveginn. Herjólfur var trygg- lyndur og hélt sambandi við þá menn sem honum féllu í geð og átti það bæði við um skylda og óskylda. Hann mat menn eftir því hvernig þeir voru en ekki hverjir þeir voru. Öll yfir- borðsmennska var honum víðs fjarri. Herjólfur slapp ekki við áföll í líf- inu frekar en flestir aðrir. Margrét, konan hans, missti heilsuna á miðjum aldri og hefur dvalist að mestu leyti á stofnunum í hartnær 30 ár. Þetta var Herjólfi mikið áfall. Hann bar mikla virðingu fyrir Grétu og talaði oft um það með eftirsjá hvað þau hefðu get- að haft það gott saman í ellinni. Það er margt sem ég vildi segja að lokum og margt sem ég hefði viljað segja við þig meðan tími var til. Einhvernveg- inn erum við aldrei tilbúin þegar kall- ið kemur. Það kemur alltaf óvænt og þá finnst okkur svo margt ósagt og ógert. Þakka þér innilega fyrir sam- veruna, Herjólfur minn. Ég hef orðið ríkari af kynnum mínum við þig og fyrir það er ég þakklát. Ólöf Zóphóníasdóttir. Elsta minningin um afa er þegar við vorum litlar stelpur og fórum með mömmu og pabba til Reyjavíkur. Við höfðum ekkert sérstaklega gaman af borginni, en við hlökkuðum samt allt- af mikið til að hitta afa. Afi var mjög góður og örlátur maður. Hann fór alltaf með okkur niður að tjörn að gefa öndunum brauð og fór svo með okkur í sjoppuna og keypti handa okkur nammi. Hann virtist hafa nokkuð gaman af því sjálfur og telj- um við fullvíst að hann hafi raunveru- lega haft gaman af því, enda hafði hann dálæti á því að gefa, en vildi helst ekkert þiggja á móti. Afi lá aldrei á skoðunum sínum. Hann sagði alltaf nákvæmlega það sem honum fannst og það var alveg ómögulegt að koma honum á aðra skoðun. Hann sýndi alltaf því sem við vor- um að gera mikinn áhuga. Einkunnir okkar voru alltaf lesnar upp fyrir hann í símann og því lögðum við oft aðeins meira á okkur til að gleðja hann með góðum einkunnum. Hann hvatti okkur mikið til að standa okk- ur vel í skólanum og að fá eins mikla og góða menntun og mögulegt væri. Afi, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og gafst okkur. Eina leiðin sem við getum launað þér allt saman á einhvern hátt er að reyna að standa okkur vel í skólanum, eins og þú lagðir mikla áherslu á, og í lífinu sjálfu. Þín verður sárt saknað. Margrét og Soffía. Í dag kveðjum við ástkæran frænda okkar Herjólf. Þegar hugur- inn reikar til baka kvikna bara góðar minningar um yndislegan frænda og góðan mann. Herjólfur hafði mikinn áhuga á hestum og kom á hverju hausti norð- ur í Skagafjörð til að fara í stóðréttir. Það ríkti alltaf mikil spenna og til- hlökkun á heimilinu þegar von var á Herjólfi frænda í heimsókn. Það mátti stundum líkja spennunni við þá spennu sem skapaðist hjá okkur systkininum fyrir jólin, því ætíð kom Herjólfur færandi hendi og voru gjafirnar ávallt valdar af mikilli natni og hugulsemi og hittu gjafirnar ávalt beint í mark hjá okkur krökkunum. Ein af skemmtilegustu minningum sem við systkini eigum úr æsku er þegar Herjólfur gaf okkur rugguhest sem við skírðum Litlu Jörp. Litla Jörp er enn þann dag í dag vinsæl hjá börnum sem koma við á gamla heim- ilinu okkar í Birkihlíðinni og sýnir það hversu barngóður hann var. Okkur er það minnistætt er við spurðum Herjólf nýlega hvað væri uppáhalds sjónvarpsþátturinn hans „Jay Leno“ svaraði hann og fór svo í framhaldi af því að segja okkur brandara úr þættinum, er þetta dæmi um hversu vel hann fylgdist með og var alltaf með það nýjasta á hreinu. Elsku frændi, þú hefur ávallt verið okkur ofarlega í huga og verður það um ókomna framtíð Guð geymi þig. Hólmfríður, Ingibjörg og Rúnar. Herjólfur í Seli, eins og við frænd- fólkið í Kýrholti vorum vön að kalla hann, er fallinn frá rúmlega níutíu ára að aldri. Þau hjónin, hann og Margrét sem líka er frænka okkar, bjuggu í Hofstaðaseli í Skagafirði ásamt einkasyni sínum Sveini, Ólafi föður Grétu og Karli vinnumanni þegar ég var að vaxa úr grasi. Fórum við krakkarnir oft í heimsókn til þeirra en þangað var gott að koma. Sel er ákaflega vel í sveit sett í Skagafirði með Héraðsvötnin fyrir neðan bæinn og útsýni út á fjörðinn þar sem Drangey skartar sínu feg- ursta. Mínar fyrstu minningar um þau var þegar við pabbi fórum á trak- tornum í Sel til að láta klippa mig en Herjólfur var afar laginn við rakstur og hafði keypt sér klippur og snyrti flestalla karlmenn í Viðvíkursveit. Á barnaskólaárum mínum bjó ég oft í Seli en farskóli var í sveitinni og kennslu skipt niður á bæina þá þrjá mánuði sem kennt var ár hvert. Eftir skóladag var oft glatt á hjalla, tekið var í spil og spiluð vist og manni, oft langt fram á nótt. Herjólfur var góð- ur bóndi og var ekki laust við að margir litu til hans öfundaraugum ekki hvað varðaði ytri umgjörð við búskapinn heldur hvað afrakstur var mikill sem þá var mældur í innlögð- um mjólkurlítrum og meðalfallþunga dilka. Margir vildu skýra þessa vel- gengni með landgæðum. Svo held ég að hafi ekki verið heldur um að ræða útsjónarsemi og þekkingu þeirra Herjólfs og Grétu á búskap. Herjólfur var mikill hestamaður og þurfti ekki nema að sjá hross hlaupa til að geta sagt til um hvort gæðingsefni væri á ferð. Þessa eig- inleika hans nutu margir, ekki síst eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Tamningamaður var hann góður og HERJÓLFUR SVEINSSON                   ! "                             !     "#   $%   #   &    ! # " $!# % & '"  (" ")*!+*$ , ' (           -  #. '! 0 +!!12*     )  *  +$   ) , "        -  #       ) , "          !.. #   "$"  '  #,  "$$2  3 **  "$" *42 +5** $2  # 6 +  "$$2   )2"#,& *" 7*,  "$$2  **$2 &,.2"" 8 "8 "8 "8 "8 ",                   9-  /  :)#; 4" +  *1 *  " "           /    !        0 +$   1    "" 4+ '  *$2  *2 <""8  &) **5* = 7! **<""8  42 5" $2  & )"<""8    *" 5+>2 <""8  ""42 ""#) "$2 8 "8 ",             4 -  -/ + % "$!?)2   ( %'! ' *1 *  "'"             2    ) $'/,42  $2   #*$ "   #,42  " 77!$2    ,42  " +  *$2  "" ,42  " ;>2 ,42  "   *$$2  **$2  ,42  " !!*'"3 *$2  3  5"( *$2    *) ,42  $2  "(4 *"  8 5*%42  $2  9 "2*  @  *$ " " & '"**42  $2  .2",.21"" "   8 "8 "8 "8 "8 ",                    . 4 / + %,82"$! ""   +!1* #      )3 "3 %       2    -  # 4 $   **$2 4 %*$$2  42  .2"" *$/*  $2  4 %*$ .2"" *  "$$2  5 '! .2"" #) #) "$2  &*8 (".2"$2   *$  "" " 8 "8 "8 "8 "8 ",
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.