Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ H versu frjáls er vilji manns? Er hann svo frjáls, að hann geti farið sínu fram alsendis óháð því hvernig veruleikinn í kring- um mann er? Í heimspeki er það klassísk spurning hvort viljinn – alveg einn og óstuddur – sé hreyfiafl. Eftir því sem efn- ishyggjan (ekki í merkingunni eftirsókn eftir lífsgæðum) verður ráðríkari í fræðunum hallast fleiri á þá skoðun að viljinn valdi engu sjálfur. Hann er fremur af- leiðing. En af orðum og gjörðum ís- lenskra stjórnmálamanna má ætla að þeir séu sannfærðir um að viljinn sé það sem öllu ræður í raun – að hann sé hin eiginlega orsök. Ef maður vill að eitthvað sé, þá er það. Veruleik- inn – þetta þarna sem blasir við manni – er ekki það sem ræður. Að þessu leyti virðast stjórn- málamennirnir vera farnir að feta í fótspor heimspekingsins Altúngu úr sögu Voltaires um bjartsýnismanninn Birtíng. Það var kenning Altúngu að allt væri í allrabesta lagi, vegna þess að það gæti ekki verið öðru vísi. Þess vegna væri fáránlegt að vera að barma sér yfir heim- inum, sama hversu maður væri niðurníddur – af sjúkleika eða vonsku annarra. Og hann kenndi ennfremur að það væri beinlínis lögmál að viljinn væri frjáls. Þessi ágæti fræðingur (hann kenndi „háspekiguðfræðial- heimsviskukennínguna“) hefur komið upp í hugann þegar maður hefur heyrt ráðamenn Íslands, með Davíð Oddsson forsætisráð- herra í fararbroddi, tala sig heita um að það sé allt í lagi í efna- hagsmálum. Það sé allt í allra- besta lagi. Það sé góðæri. Engin kreppa. Það á við um Davíð sem Vol- taire sagði um Altúngu: „Hann sannaði með ágætum að [...] ekki væri til í þessum besta heimi allra heima fegurri kastali né betri maddama.“ Þannig hefur Davíð sannað svo ekki verður dregið í efa, að ekki er til í þessu allra besta landi allra landa betra efnahagsástand né meiri lífsgæði fyrir alla. Nú mætti kannski yppta öxlum og segja sem svo, að Davíð sé einfaldlega búinn að dvelja í fíla- beinsráðuneytinu of lengi og sé dottinn úr tengslum við veru- leikann sem margir Íslendingar eiga við að etja. Halda svo áfram að kljást við þennan veruleika og eyða ekki orku sinni í að hvekkj- ast út af forsætisráðherra með höfuðið uppi í skýjunum að hætti háspekinga. En þetta á ekki bara við um Davíð. Þetta virðist fara sem bráðsmitandi vírus um íslensk stjórnmál, eins og sjá má af skrif- um Samfylkingarmanna, sem hafa þeyst fram á ritvöllinn hver á fætur öðrum undanfarnar vikur og talað um að Samfylkingin sé kröftugt stjórnmálaafl og Össur Skarphéðinsson hafi á síðasta landsfundi tekið af allan vafa um að hann sé nákvæmlega rétti maðurinn í formannsstólinn. Það er eins og allir þessir rit- jálkar hafi ekki séð niðurstöður skoðanakannana undanfarið, sem hafa sýnt fram á að Samfylkingin er hverfandi stærð í pólitíkinni, og aðdáunin á Össuri er helst far- in að minna á Davíðsdýrkunina í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur nú aldrei þótt neitt sérstaklega til fyrirmyndar. Það væri lág- markið að þessir andlegu afkom- endur Altúngu biðu eftir nýrri skoðanakönnun sem sýnir í raun að Samfylkingin sé að sækja í sig veðrið. Þetta eru greinilega menn sem trúa því að þeir hafi svo frjálsan vilja að þeir geti komist á honum einum þangað sem þá langar að fara, og að annað þurfi svo sem ekki til að dæla atkvæðum til Samfylkingarinnar. Kannski eru þessir Samfylkingarskríbentar enn með landsfundarglýjuna í augunum og eru ekki farnir að sjá frá sér út í veruleikann. Altúnga yrði ekki lítið ánægður með íslensku pólitíkusa þessa dagana. En þetta er náttúrlega allt í stíl við það grundvallarboðorð samtímans, að ekki megi kvarta, ekki megi vera neikvæður, því það fæli kúnnann frá. Hver myndi vilja kjósa Davíð áfram ef hann segði að efnahagsstefnan hefði kannski ekki lukkast alveg – og hver myndi vilja kjósa Sam- fylkingu sem er að hverfa? Að þessu leyti eru stjórn- málamennirnir orðnir eins og kaupmennirnir á Laugaveginum, sem harðneita því að Smáralind hafi dregið frá þeim einn einasta kúnna – Laugavegurinn hefur aldrei verið líflegri! (Og Kringlan ekki heldur! Að ekki sé nú minnst á sjálfa Smáralind!) Sama hvert litið er – í kaupmennsku og pólitík: „Það er allt í allrabesta lagi!“ Ekki er nóg með að maður sé orðinn svolítið skeptískur á allan þennan brilljans; þetta er líka farið að grafa alvarlega undan ýmsum gömlum og góðum rammíslenskum gildum, og gerir að engu margt klassískt íslenskt orðfæri. Hvar er nú búmaðurinn sem enginn var nema kynni að barma sér? Og hvað er orðið með skip- stjórann sem æðraðist yfir afla- tjóni í Þorraþræl Kristjáns Fjallaskálds? Eða hásetann sem í sama kvæði harmaði hlutinn sinn? Altúnguviskan er á góðri leið með að úrelda þetta kvæði, sem er þó eitt það flottasta sem ort hefur verið á íslensku. Nei, við erum ekki lengur í því að bíða þangað til þorranum þóknast að slaka á klónni og „svífa á braut“. Sættum okkur ekki við að „senn [sé] sigruð þraut“. Segjum heldur: það er engin þraut. Við höfum áttað okkur á því, að við þurfum ekki að taka mark á þorranum frekar en við viljum. Ef við segjum að hann sé ekki til, þá er hann ekki til, sama þótt „brátt [sé] búrið autt / búið snautt“. Davíð Altúnga „... og til þess eru svínin gjörð að maður éti þau, enda erum við étandi svín ár og síð: þar af leiðir að þeir sem segja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Voltaire: Birtíngur (heimspekingurinn Altúnga) Á SÍÐASTA fundi borgarstjórnar Reykja- víkur var lögð fram til- laga að nýju aðalskipu- lagi Reykjavíkur. Þar voru kynntar margvís- legar nýjungar í fram- tíðaruppbyggingu borgarinnar s.s. jarð- gangagerð og lestar- samgöngur, fjölbreyti- leiki í íbúðarbyggð og margt fleira. Viðbrögð sjálfstæðismanna við aðalskipulagstillögunni eru þau að haldið sé áfram meintri lóða- skortsstefnu og að stór- kostleg umhverfisspjöll séu unnin á Geldinganesinu sem sé besta byggingaland sem völ er á í borgarlandinu. Það er sú meginfram- tíðarsýn sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa þegar horft er til næstu tuttugu ára í framtíðarupp- byggingu borgarinnar. Fjölbreytt framboð Um hinn meinta lóðaskort sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikið haldið á lofti er það að segja að á ár- unum 1991–1999 voru að meðaltali 552 fullgerðar íbúðir teknar í notkun í Reykjavík. Á valdatíma Reykjavíkur- listans frá 1994 er meðaltalið það sama eða ívið meira eða 558 fullgerð- ar íbúðir á ári að meðaltali. Aðal- skipulag Reykjavíkur 2001–2024 ger- ir ráð fyrir 600–800 íbúðum á ári á skipulagstímabilinu og í kaflanum um íbúaþróun og íbúaþörf segir: „Það er markmið aðalskipulagsins að á hverj- um tíma verði fjölbreytt framboð íbúðarsvæða og íbúðarhúsnæðis, á nýjum svæðum jafnt og á þéttinga- svæðum og í fjölbýli jafnt og sérbýli, sem taki mið af þörfum húsnæðis- markaðarins hverju sinni. Þá er lögð áhersla á að innan hvers skólahverfis verði fjölbreytt framboð húsagerða, minni og stærri íbúða til að tryggja félagslega fjölbreytni.“ Þessar stað- reyndir sýna það svart á hvítu að mál- flutningur sjálfstæðismanna í Reykjavík er ósannur. Aftur á móti hefur þrá- lát síbylja þeirra um hinn meinta lóðaskort náð eyrum sumra sem ekki hafa haft réttar upplýsingar undir höndum. Tölur frá emb- ætti byggingarfulltrú- ans í Reykjavík og nýtt aðalskipulag Reykja- víkur staðfesta að mál- flutningur sjálfstæðis- manna er rangur og beinlínis gerður til þess að villa um fyrir fólki. Gamalt kosningamál Hitt málið sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur náð að tileinka sér í skipu- lags- og byggingarmálum Reykjavík- ur er Geldinganesið. Um það var reyndar tekist á í kosningunum 1998 en einhverra hluta vegna virðast þeir sjálfstæðismenn ekki hafa áttað sig á því að kjósendur í Reykjavík höfnuðu málflutningi þeirra fyrir fjórum ár- um. Sjálfstæðismenn telja að grjót- námið þar sé einhver mestu umhverf- isspjöll sem unnin hafa verið í borgarlandinu og kalla fulltrúa Reykjavíkurlistans umhverfissóða fyrir það að ganga hreint til verks í verklegum framkvæmdum. Þeir kalla þá umhverfissóða sem fara fyrst með skipulagsáætlanir í mat á um- hverfisáhrifum áður en framkvæmd- ir hefjast. Þeir kalla þá umhverfis- sóða sem fara í hafnarframkvæmdir við bestu náttúrulegu aðstæður á höf- uðborgarsvæðinu öllu. Þeir kalla þá umhverfissóða sem sækja grjót til þess að hægt sé að byggja meðfram ströndinni og þeir kalla þá umhverf- issóða sem skapa skjólgóða byggð inni í manngerðri klettaborg á stað þar sem vindstrengur er ríkjandi. Ef þetta er umhverfisstefna Sjálfstæð- isflokksins í hnotskurn þá á sá flokk- ur langt í land með það að nema og skilja hvað umhverfismál snúast um. Ákvörðun Reykjavíkurlistans um landnýtingu í Geldinganesi var tekin af yfirvegun og vandvirkni. Hafnar- aðstaðan í Eiðisvík er sú besta á höf- uðborgarsvæðinu og ekki til sam- bærileg fyrr en í Hvalfirði. Sunda- brautin mun skipta Geldinganesinu og verður íbúðarbyggð austan við og atvinnusvæðið vestan við. Íbúðar- byggðin mun snúa að Borga-, Víkur- og Staðarhverfum sem öll liggja að sjó og óhreyfðri náttúru. Í kaflanum um gæði byggðar í AR 2001-2024 er sérstaklega tekið fram að minnka eigi fjarlægðir milli íbúa og starfa. Staðsetning atvinnusvæðisins er því ekki bara mikilvæg vegna tengsla við höfnina heldur líka vegna nálægðar við Grafarvogshverfið allt. Þannig er hægt að bjóða upp á styttri vega- lengdir milli íbúðarhverfa og atvinnu- svæðis. Spennandi nýjungar hjá R-listanum Eftir þessa fyrstu umræðu í borg- arstjórn Reykjavíkur um nýtt aðal- skipulag Reykjavíkur 2001–2024 er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er fast- ur í sömu hjólförunum og hann spól- aði sig fastan í fyrir kosningarnar 1998. Við í Reykjavíkurlistanum munum hins vegar á næstu vikum og mánuðum kynna enn frekar fyrir borgarbúum fjölmörg framfaramál sem fram koma í þessu nýja aðal- skipulagi Reykjavíkur 2001–2024. Viðbrögð D-listans við nýju aðalskipulagi Óskar Bergsson Skipulagsmál Tölur staðfesta að mál- flutningur sjálfstæðis- manna er rangur, segir Óskar Bergsson, og beinlínis gerður til þess að villa um fyrir fólki. Höfundur er varaformaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. ,,VIÐ lifum á erfiðum tímum“ var lengi við- kvæði bölsýnismanna. Eða ,,við lifum á síðustu og verstu tímum“, sem löngum var viðhaft í léttari tón. Hvort- tveggja geta þó talizt öfugmæli lengstaf frá því fyrir miðja síðustu öld. Miðað við hag ís- lenzku þjóðarinnar fyrrum hefir mikil vel- sæld ríkt hér á landi um alllanga hríð. Mestöll sú hagsæld var í sjóinn sótt, þótt lénsherrar nútímans fullyrði að sjávarútvegurinn hafi aldrei verið stundaður af viti eða gagni fyrr en núgildandi gripdeild- arkerfi LÍÚ var fundið upp, komið á og viðhaldið fyrir atfylgi hins nýja auðvalds, sem náð hefir undirtökum í stærsta flokki þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokknum. Undanfarinn áratug hefir ríkt mikil árgæzka til lands og sjávar á Íslandi, og þjóðinni nýzt vel til fram- taks og framfara á flestum sviðum. Þá árgæzku vilja stjórvöld alla eigna sér; og helzt það uppi. Látum svo vera, en þá ættu þau í sama máta að axla ábyrgð á framhaldinu, þegar í baksegl slær. Og skjótt skipast veður í lofti. Undanfarin þrjú, fjögur misseri hafa greinilega verið ný teikn á himni um snarbreytt veðurfar í efnahagsmál- um. Válegustu einkennin eru ógn- vænlegur viðskiptahalli, þreföldun verðbólgu og taumlaust gengishrun krónunnar. Þessi teikn hafa verið öllum ljós, sem sjá vilja. Því miður eru ráða- menn í ríkisstjórn ekki í þeim hópi. Meðan óveð- ursskýin hrannast upp á fjármálahimni hafa þeir baðað sig í ímynd- uðu sólskini góðæris og engu skeytt um að- steðjandi hættu. Aðal- vopninu til að kyrra og hemja veður og vinda í fjármálum hefir ekki verið beitt, fjárlaga- valdi löggjafarsam- kundunnar. Þvert á móti hefir það verið meðhöndlað eins og sjálfsmorðstól. Í stað lífsnauðsynlegs samdráttar í útgjöldum ríkisins hefir allt vaðið á súðum. Hækkun útgjalda milli ár- anna 2000 og 2001 stefnir í 20%, sem er olía á eld verðlags og verðþenslu. Og enn virðist ekkert lát ætla á að verða eins og sjá má á frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir alþingi. Vonandi að menn sjái að sér áður en kemur að afgreiðslu þess. Ef ekki fljóta menn viljandi sofandi að feigð- arósi. Þetta eru dapurlegar blákald- ar staðreyndir. Hvernig má það vera að ríkis- stjórnin láti þjóðarskútuna reka svo háskasamlega á reiðanum sem raun ber vitni? Er það kannski svo að ítrekaðar aðvaranir stjórnarandstöð- unnar í alþingi banni þeim af fordild- arsökum allar aðgerðir til viðreisnar? Nú hlýtur hæfasti ráðherrann, Geir Haarde, að gera sér grein fyrir hvert stefnir. Hversvegna í ósköpun- um tekur hann ekki í taumana en lætur óvita í fjármálum ráða ferðinni, sem heimta góðærisfánann við hún, þótt skútan liggi undir stóráföllum samdráttar, og kreppueinkennin skjóti hvarvetna upp kollinum? Það er engin önnur fær leið til, en að draga saman seglin, ella fer í verra. Enn má miklu bjarga með stórfelld- um niðurskurði á útgjaldahlið fjár- laga og harkalegum samdrætti, þar sem því verður við komið. Auðvitað er atvinnuleysi hið mesta böl, en það er þó illskárra um skamma hríð en sú kollsteypa í efna- hagsmálum sem ella er í boði ef ekki er spyrnt við fótum strax og af afli. Ef illa fer þarf engum blöðum um það að fletta, að stjórnvitringarnir munu öllu öðru um kenna en stjórn- vizku sinni. Sennilega verða ósköpin 11. september fyrst fyrir valinu. Sjálfir ganga þeir aðeins í ábyrgð fyrir góðæri ef að líkum lætur. Erfiðir tímar Sverrir Hermannsson Efnahagsmál Meðan óveðursskýin hrannast upp á fjár- málahimni, segir Sverr- ir Hermannsson, hafa ráðamenn í ríkisstjórn baðað sig í ímynduðu sólskini góðæris. Höfundur er alþingismaður og for- maður Frjálslynda flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.