Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 65 DAGBÓK Opið virka daga frá kl. 10—18 laugardaga frá kl. 10—14 SILKIPEYSUR Stærðir S-2XL - margir litir Langerma - stutterma Verð frá 4.960 Sími 567 3718 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Úlpur - heilsárskápur vattfóðraðar vínilkápur Opið laugardaga frá kl. 10-15            JOBIS JAEGER BRAX BLUE EAGLE CASSINI Vandaðar yfirhafnir Eigum til gott úrval af hlýjum og góðum dömu- og herrabolum. Einnig mikið úrval af dömunærfatnaði, síðum herranærbuxum og boxerum. Margir litir og stærðir. Ítölsk gæði. Háholti 14, 270 Mosfellsbæ, sími 586 8050, fax 586 8051 - Netfang: mirella@isl.is Kaupmenn athugið! ehf - heildverslun Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð kraftmikil og kjörkuð og fljót að sjá út tækifærin. Tillitssemi er ekki ykkar sterka hlið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það þýðir ekkert að ganga fram með offorsi til þess að breyta skoðunum fólks. Til þess þarf góðan málstað og umfram allt kurteisi og lempni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið ættuð að setjast niður og gera fjárhagsáætlun sem þið farið svo eftir. Nú er í mörg horn að líta og hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið megið ekki halda að öll sund séu lokuð, þótt einhverj- ir setji sig upp á móti mál- flutningi ykkar. Þá er bara að nota sannfæringarkraftinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið ættuð að taka ykkur sam- an í andlitinu og berjast fyrir því að hugmyndir ykkar nái fram að ganga. Það vinnur enginn það verk fyrir ykkur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Munið að hvatning er betra veganesti en aðfinnslur. Reynið því að sjá hlutina í já- kvæðu ljósi og leiðbeina þeim sem þess þurfa með. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið komist ekki lengur hjá því að taka til hendinni heima við. Þið hafið látið alltof marga hluti sitja á hakanum og súpið nú seyðið af því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þið megið ekki slá slöku við starf ykkar því þá lendið þið bara í erfiðleikum, sem verða ykkur dýrkeyptir. Þið þurfið að sýna vönduð vinnubrögð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gætið þess að gangast ekki svo upp í hlutum að þið sjáið ekkert annað og missið um leið alla dómgreind til að vega og meta. Varfærni er kostur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gætið þess að haga svo orð- um ykkar að þau hvorki særi né móðgi aðra. Töluð orð verða ekki tekin aftur og satt er að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Látið það ekki koma ykkur á óvart þótt óvænt atriði skjóti upp kollinum. Í stað þess að býsnast yfir þeim eigið þið að snúa þeim ykkur í hag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Látið ekki reyna á vináttuna í einhverjum fíflagangi því slíkt kann að koma í bakið á ykkur. Ræktið vináttuna í stað þess að reyna á hana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þið eruð sannfærð um ágæti eigin skoðana eigið þið að berjast fyrir þeim af festu og öryggi. Aðeins þannig vinnið þið aðra á ykkar band. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VERKEFNI dagsins er að vinna sex spaða með allar hendur uppi: Norður ♠ K873 ♥ K3 ♦ Á984 ♣K93 Vestur Austur ♠ D54 ♠ G10 ♥ G109654 ♥ D82 ♦ G3 ♦ 10765 ♣G2 ♣D1076 Suður ♠ Á962 ♥ Á7 ♦ KD2 ♣Á854 Útspil vesturs er hjartagosi. Það er óhjákvæmilegur tapslagur á tromp og svo blasir annar við á lauf. En sem betur fer er vestur stuttur í láglitunum og því má senda hann inn á þriðja trompið eftir að hafa tekið tvo efstu í öll- um litum. Vestur neyðist þá til að spila hjarta í tvö- falda eyðu. Þetta er nokk- uð augljóst, en hitt blasir ekki eins við hvernig nálg- ast eigi tólfta slaginn. En hann fæðist með víxl- þvingun á austur í þessari skemmtilegu endastöðu: Norður ♠ 8 ♥ – ♦ 98 ♣9 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ 10965 ♥ – ♦ – ♦ 107 ♣– ♣D10 Suður ♠ 9 ♥ – ♦ D ♣85 Vestur er inni á spaða- drottningu og spilar hjarta tilneyddur. Laufní- an fer úr borði og sagn- hafi trompar heima. En hverju á austur að henda? Hann má ekkert spil missa. Ef austur hendir tígli er tíguldrottning tek- in og nía blinds verður tólfti slagurinn. Hendi austur hins vegar laufi trompar sagnhafi lauf og kemst heim á tíguldrottn- ingu til að taka úrslita- slaginn á laufáttu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÞJÓÐFUNDARSÖNGUR 1851 Aldin móðir eðalborna, Ísland, konan heiðarlig, eg í prýðifang þitt forna fallast læt og kyssi þig. Skrípislæti skapanorna skulu ei frá þér villa mig. Þér á brjósti barn þitt liggur, blóðfjaðrirnar sogið fær. Ég vil svarinn son þinn dyggur samur vera í dag og gær. En hver þér amar alls ótryggur eitraður visni niður í tær. Ef synir móður svíkja þjáða, sverð víkinga mýkra er. Foreyðslunnar bölvan bráða bylti þeim, sem mýgir þér. Himininn krefjum heillaráða og hræðumst ei, þótt kosti fjör. Bólu-Hjálmar DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 6. desember, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Unnur Runólfsdóttir og Þórður Kristjánsson, byggingameistari, Miðleiti 5, Reykja- vík. Þau fagna þessum tímamótum með fjölskyldu sinni. 90 ÁRA afmæli. Nk.laugardag, 8. desem- ber, verður níræður Sigurð- ur Magnússon frá Nýja- landi, fyrrverandi skip- stjóri. Sama dag tekur hann á móti vinum og vanda- mönnum í sal Frímúrara á Bakkastíg 16, Ytri-Njarð- vík, frá kl. 16–19. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 c5 5. dxc5 O-O 6. a3 Bxc5 7. Rf3 b6 8. Bf4 Rh5 9. Bg3 Bb7 10. e3 Bxf3 11. gxf3 f5 12. f4 Rc6 13. Be2 Rf6 14. O-O Hc8 15. Hfd1 Re8 16. Hd2 Hf7 17. Had1 Bf8 18. Da4 d6 19. b4 Rb8 20. Rb5 Dd7 21. Db3 Rc6 22. Bf3 a6 23. Rc3 Dc7 24. c5 d5 Staðan kom upp í HM FIDE sem stendur nú yfir í Moskvu. Mikhail Gurevich (2633) hafði hvítt gegn Dorian Rogozenko (2548). 25. Rxd5! exd5 26. Bxd5 bxc5 Fórn hvíts byggist á leppuninni og greiðu aðgengi hróka hans að d7- reitnum. Til að koma í veg fyrir það þarf svartur að fórna of miklu til. 27. Be6! Rd6 28. Hxd6! Bxd6 29. bxc5 Bxc5 30. Hd7 Dxd7 skák31. Bxd7 Hb8 32. Da2 Rd8 33. Be8 Be7 34. a4 g6 35. Bxf7+ Rxf7 36. De6 Kf8 37. Dxa6 Kg7 38. Da7 Hb1+ 39. Kg2 Bd8 40. a5 h5 41. h3 h4 42. Bh2 Hb2 43. a6 Bb6 44. Db7 og svartur gafst upp. Átta manna úrslit í Heimsmeistarkeppni FIDE fara fram í dag. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um mótið á skak.is. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.         Það er við aðstæður sem þessar sem maður kemst að því hverjir eru hinir raunveru- legu vinir manns. Ljósmynd/VK BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. október sl. í Ás- kirkju af sr. Árna Bergi Sig- urbjörnssyni Anna María Bjarnadóttir og Karl Ein- arsson. Heimili þeirra er á Reynimel 92, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.