Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 13 Borðstofu- borðin, stólarnir og sófa- borðin eru komin afsláttur til jóla O P I Ð M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8 L A U G A R D A G 1 1 - 1 6 S U N N U D A G 1 3 - 1 6 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI 554 6300 netfang: mira@mira.is heimasíða: www.mira.is AUGLÝSIR Veislan í Míru heldur áfram i l í í l Glæsilegt úrval  PÁLL Biering varði dokt- orsritgerð í geðhjúkrun við hjúkr- unardeild Texasháskóla í Austin, í apríl síðastliðnum. Ritgerðin ber heitið „Explanatory Models of Youth Violence“ (Skýringalíkön unglinga- ofbeldis). Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að tilgangur dokt- orsrannsóknar Páls var að greina skýringarlíkön unglingaofbeldis á meðal ofbeldis- fullra íslenskra unglinga, sem eru vistaðir á meðferð- arstofnunum vegna ofbeldis og ann- arra hegðunarvandamála, foreldra þeirra og umönnunaraðila. Við rann- sóknina var beitt aðferðafræði skýr- ingarfræðinnar (hermeneutics) og túlkandi mannfræði (interpretive ethnography). Rannsóknargagna var aflað með viðtölum við þátttakendur, rýnihópum og þátttökuathugunum (participant observations). Túlkun rannsóknargagna leiddi í ljós mismunandi skýringarlíkön fyrir stúlkur, pilta, foreldra og umönn- unaraðila. Sá mismunur sem er ann- ars vegar á milli skýringarlíkana umönnunaraðilanna og skjólstæðinga þeirra og hins vegar á milli skýring- arlíkana piltanna og stúlknanna hef- ur bæði fræðilega og meðferðarlega þýðingu. Samkvæmt hugmyndum umönnunaraðila eru fjölskylduþættir og veik sjálfsmynd unglinganna helstu orsakaþættir unglinga- ofbeldis. Foreldrarnir litu ekki á fjöl- skyldutengda þætti sem orsakavald ofbeldisins og unglingarnir álitu ekki að orsakasamband væri á milli veikr- ar sjálfsmyndar sinnar og ofbeldis- fullrar hegðunar. Frá sjónarhóli ung- linganna er reiði helsta orsök þess að þeir beittu ofbeldi. Reiði stúlknanna átti rætur í sársaukafullri lífsreynslu en reiði piltanna orsakaðist af því að einhver ógnaði eða stóð í vegi fyrir þeim. Fyrir piltana var ofbeldið einn- ig leið til að skapa sér sess og afla sér orðstírs í hópi félaganna. Sumir ung- linganna töldu einnig að sú spenna sem þeir fengu út úr því að beita of- beldi væri einn af orsakaþáttum þess. Þessar niðurstöður vekja m.a. eft- irfarandi spurningar um meðferð of- beldisfullra unglinga og framtíð- arrannsóknir á unglingaofbeldi: Hvaða þýðingu hefur sjálfsásökun fyrir þann mun sem fannst á skýring- arlíkönum umönnunaraðilanna ann- ars vegar og foreldranna og ungling- anna hins vegar? Hvert er hlutverk reiði og sóknar í spennu í þeirri sál- félagslegu mótun sem leiðir til ung- lingaofbeldis? Eru þau þroskaferli sem leiða til unglingaofbeldis mótuð af kynjahlutverkum? Leiðbeinendur Páls voru dr. Lynn Rew, dr. David Kahn, dr. Kay Avant og dr. Melanie E. Percy við Texashá- skóla í Austin, og dr. Harvey Milk- man við The Metropolitan State Coll- ege í Denver í Coloradoríki. Páll er fæddur í Reykjavík 3. apríl 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972, BA-prófi frá hjúkrunardeild Háskóla Íslands 1989 og MSN-prófi frá hjúkrunarfræðideild Texashá- skóla í Austin 1996. Páll er sonur hjónanna Helgu og Hilmars Biering. Kona Páls er Hólmfríður Garð- arsdóttir, háskólakennari og bók- menntafræðingur, og eiga þau soninn Garðar Helga. Páll á einnig dótturina Lóu Katrínu frá fyrra hjónabandi. Páll starfar sem sérfræðingur á Rann- sóknarstofu í hjúkrunarfræði við HÍ. Doktor í geðhjúkrun Páll Biering LÖG eða reglur um viðbótarlífeyr- issparnað leggja ekki bann við því að tekin sé söluþóknun í upphafi sparn- aðar, líkt og gerist þegar vátrygg- ingamiðlarar fá viðskiptavini til að gerast félagar í sjóðum eins og Vista-sjóði Kaupþings. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár- málaeftirlitsins, gera þó reglur um starfsemi á einstökum sviðum fjár- málamarkaðar og meginreglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti kröfu um að viðskiptamaður eigi að- gang að upplýsingum um slíka þókn- un og geti byggt ákvörðun sína um viðskipti á þeim. Varðandi sölu vátryggingamiðlara á Vista-sjóði Kaupþings, þar sem greiðslur sjóðfélaga fyrstu sex mán- uðina fara í söluþóknun á meðan við- skiptavinir geta fengið aðild að samskonar sjóði án slíks kostnaðar með því að snúa sér beint til Kaup- þings, segist Páll Gunnar ekki geta tjáð sig um málefni einstakra eft- irlitsskyldra aðila. Hins vegar mæla almennar reglur ekki sérstaklega fyrir um skyldu til að upplýsa við- skiptavini um að sama þjónusta kunni að fást án endurgjalds annars staðar. Að sögn Páls fer upplýsinga- skylda gagnvart viðskiptavinum fjármálafyrirtækja eftir lögum á við- komandi sviði, en viðbótarlífeyris- sparnaður er ýmist boðinn í formi réttinda í lífeyrissjóði, líftrygginga, fjárvörslu eða innlána, allt eftir starfsleyfi þess sem heldur utan um sparnaðinn. „Þær reglur mæla ekki sérstak- lega fyrir um skyldu til að upplýsa um að sama þjónusta kunni að fást án endurgjalds annars staðar. Ein- stakir samningsskilmálar kunna að kveða sérstaklega á um þetta. Al- mennt má þó segja að fyrirtækjum með starfsleyfi á fjármálamarkaði beri að gefa viðskiptavinum sínum bestu fáanlegar upplýsingar og gæta þannig hagsmuna þeirra,“ segir Páll. Ekki óheimilt að taka söluþóknun í upphafi FYRRVERANDI starfsfólk Skjá- varps hf. hefur óskað eftir því að gert verið fjárnám í sjónvarpssendum sem annast útsendingar á dagskrá Skjás- Eins á Norðurlandi og Suðurlandi. Segir í fréttatilkynningu frá starfs- fólkinu fyrrverandi að SkjárEinn hafi ekki greitt því laun frá því í ágúst síð- astliðnum þrátt fyrir að uppsagnir þeirra hafi ekki komið til fram- kvæmda fyrr en 31. október síðastlið- inn. SkjárEinn keypti Skjávarp hf. fyrir mánaðamót júní og júlí í sumar og segir í fréttatilkynningunni að strax í upphafi hafi orðið vart við mikla sam- skiptaörðugleika við hina nýju eig- endur. Fyrstu launagreiðslur hafi dregist um hálfan mánuð og laust fyr- ir mánaðamót júlí/ágúst hafi starfs- mönnum borist uppsagnarbréf. Á símafundi hafi starfsmönnum verið tilkynnt að til stæði að reka fyrirtæk- ið í óbreyttri mynd þar til uppsagnir kæmu til framkvæmda 31. október. Þriðju mánaðamótin undir stjórn nýrra eigenda brugðust launa- greiðslur aftur að því er kemur fram í fréttatilkynningunni. „Í dag er staðan sú að SkjárEinn skuldar á annan tug fólks laun frá því í ágúst sl. Þetta er allt fjölskyldufólk með sínar skuld- bindingar og vegna aðgerðaleysis stjórnenda SkjásEins, hefur þetta fólk lent í fjárhagslegum vanskilum.“ Vegna þessa hefur starfsfólkið fyrrverandi óskað eftir því að fjár- nám verði gert í sjónvarpssendum Skjávarps sem í dag annast útsend- ingar á dagskrá SkjásEins á Norður- landi og Suðurlandi. „Hefur vörslu- tökubeiðni verið lögð fram til hlutaðeigandi sýslumannsembætta og í kjölfar þess verður óskað nauð- ungarsölu á umræddum sendum. Sama ferli er framundan varðandi aðra senda í eigu Skjávarps sem nýtt- ir eru til að senda út dagskrá Skjás- Eins á Ísafirði, Reykjanesbæ, Akra- nesi og höfuðborgarsvæðinu,“ segir í fréttatilkynningunni. Segir unnið að lausn Árni Þór Vigfússon, sjónvarps- stjóri SkjásEins sagði í samtali við Morgunblaðið að unnið væri að því að finna lausn á málum Skjávarpsins. „Það eru þarna vangoldin laun og við erum að reyna að finna farveg fyrir þetta félag til þess að það geti haldið áfram í einhverri mynd. Að sjálf- sögðu verða vangoldin laun það fyrsta sem verður greitt þegar sú lausn verður fundin,“ segir hann. Óskað eftir fjár- námi í sjónvarps- sendum SkjásEins BRESKA lággjaldaflugfélagið Go hefur ekki afráðið hvort flogið verður milli Íslands og Bretlands á næsta ári eins og var sl. sumar. Jón Hákon Magnússon, talsmaður Go á Íslandi, segir ákvörðunar að vænta mjög bráðlega. Go hefur þegar tilkynnt að nokkru leyti um fyrirætlanir sínar í fluginu næsta sumar, m.a. flug suð- ur á bóginn. Ekki hefur verið afráðið með flug til Þýskalands eða Íslands. Jón Hákon kvaðst ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að Go myndi annast Íslandsflug næsta sumar eins og verið hefur, ekki síst þar sem hlutdeild Íslendinga hefði farið vaxandi. Flogið var daglega allt frá marslokum og fram í októ- ber. Íslandsflug Go næsta sumar ekki afráðið ÞAÐ sem af er vetri hefur um 1.100- 1.200 tonnum af salti verið dreift á götur Reykjavíkurborgar. Mest hef- ur 90 tonnum af salti verið dreift á einum og sama deginum. Aðspurður hvort magnið sé ekki í hærra lagi bendir Vilberg Ágústs- son, yfirverkstjóri hjá Gatna- málastjóranum í Reykjavík, á að þær götur sem borið er á séu sam- tals næstum 500 kílómetra langar. Snjói mikið að degi til þurfi jafnvel að dreifa salti margoft á göturnar. Tonn af salti kostar rúmlega fjög- ur þúsund krónur þannig að nú þeg- ar hefur salt fyrir hátt á fimmtu milljón hafnað á götum borgarinnar. „Það er búið að vera óvenju mikið að gera hjá okkur það sem af er vetri,“ segir Vilberg sem stjórnar gatnahreinsun í borginni og hefur yfirumsjón með alls 23 vinnuvélum. Aðeins tvær þeirra eru í eigu Reykjavíkurborgar en hinar eru frá verktökum sem hafa gert samning við borgina. Hreinsun á göngustíg- um, biðstöðvum strætisvagna og annað slíkt er í höndum hverf- isstöðva gatnamálastjórans. Ekki aðrir kostir Sitt sýnist hverjum um kosti þess að bera salt á götur borgarinnar en Vilberg segir aðra kosti ekki raun- hæfa. Hann minnir á að fyrir all- mörgum árum hafi verið gerð til- raun með að bera sand á götur í Bústaða- og Smáíbúðahverfinu í eina viku. Þá viku hafi veðurfar reyndar verið óhagstætt því sífellt gekk á með éljum. Reyndin varð sú að dreifa þurfti sandi oft á dag en samt sem áður urðu göturnar hálar og hótuðu strætisvagnabílstjórar því jafnvel að hætta að aka um hverfin vegna hálkunnar. Morgunblaðið/Golli 1.000 tonn af salti á göturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.