Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Kristnihátíðarsjóði, til 51 verk- efnis sem tengist menningar- og trúararfi þjóðarinnar og forn- leifarannsóknum, alls 96 millj- ónum króna. Fjörutíu og þremur umsækj- endum voru veittir styrkir á sviði menningar- og trúararfs, samtals að fjárhæð 48 milljónir kr. Þeir eru: Saga biskupsstólanna, Gunn- ar Kristjánsson (Skálholtsstaður), 4 millj. kr. Sálmar í 1.000 ár, Edda Möller (Kirkjuhúsið – Skál- holtsútgáfan), 1,6 millj. kr. Trúar- menning og siðfræði íslenskra bændakvenna á 19. öld, Inga Huld Hákonardóttir (Guð- fræðistofnun Háskóla Íslands), 1,6 millj. kr. Fræðileg útgáfa á sálm- um og kvæðum Hallgríms Péturs- sonar, Margrét Eggertsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir (Stofnun Árna Magnússonar), 1,6 millj. kr. Réttlæti og ást, Sólveig Anna Bóasdóttir (Rannsóknarstofa í Kvennafræðum), 1,6 millj. kr. Lífsleikni í leikskóla, Sigríður Síta Pétursdóttir (Háskólinn á Akureyri), 1,6 millj. kr. Upp- teiknað, sungið, sagt og téð, Þor- steinn Helgason (Seylan ehf.), 1,6 millj. kr. Sr. Matthías Joch- umsson, Þórunn Valdimarsdóttir, 1,6 millj. kr. Nikulásartíðir, Sverrir Tómasson (Stofnun Árna Magnússonar), 1,5 millj. kr. Kirkjustaðurinn Reykholt, Helgi Þorláksson (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands), 1,3 millj. kr. Konur og kaþólsk kirkja á Ís- landi, 1200–1500, Ellen Gunn- arsdóttir, 1,2 millj. kr. Trúarsiðir á 20. öld (skírn, ferming, brúð- kaup, útför), Hallgerður Gísla- dóttir (Þjóðminjasafn Íslands – þjóðháttadeild), 1,2 millj. kr. „Guði treysti ég“ – rannsókn á trúarhugmyndum íslenskra kvenna á fyrri hluta 19. aldar eins og þær birtast í bréfum og öðrum frumheimildum kvenna frá þeim tíma, Karitas Kristjáns- dóttir, 1,2 millj. kr. Bannsmál á Íslandi á síðmiðöldum, Lára Magnúsardóttir, 1,2 millj. kr. Siðanefndir starfsstétta, Róbert H. Haraldsson (Siðfræðistofnun Háskóla Íslands), 1,2 millj. kr. Siðfræði og samtími – fyrir- lestraröð, Vilhjálmur Árnason (Siðfræðistofnun Háskóla Ís- lands), 1,2 millj. kr. Lýsir, Ásrún Kristjánsdóttir, 1 millj. kr. Para- dísarmissir Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar, Ástráður Ey- steinsson og Guðni Elísson, 1 millj. kr. Miðlun reynsluarfsins – stuðningur við unga foreldra, Bernharður Guðmundsson (Skál- holtsskóli), 1 millj. kr. Merk- isdagar – heimildamynd, Björn Br. Björnsson (Hugsjón), 1 millj. kr. Íslensk biblíuguðfræði – Róm- verjabréfið í skýringum íslenskra guðfræðinga, Clarence E. Glad, 1 millj. kr. Þýdd guðsorðarit á Ís- landi á 17. öld, Einar Sigur- björnsson (Guðfræðistofnun Há- skóla Íslands), 1 millj. kr. Könnun á lífsgildum Íslendinga, Friðrik H. Jónsson (Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands), 1 millj. kr. Trú og töfrar, Jón Jónsson (Stranda- galdur ses), 1 millj. kr. Bragtaka og tölvuskráning helgikvæða og sálma, Kristján Eiríksson (Fer- skeytlan ehf.), 1 millj. kr. Kirkjur Íslands – friðaðar kirkjur, Magn- ús Skúlason (húsfriðunarnefnd ríkisins og Þjóðminjasafn Ís- lands), 1 millj. kr. Kirkjutónlist á Íslandi, Páll Steingrímsson (Kvik ehf., Kvikmyndagerð), 1 millj. kr. Trúarhreyfingar á Íslandi, Pétur Pétursson og Bjarni Randver Sig- urðsson, 1 millj. kr. Þorlákstíðir, Sigurður Halldórsson (Voces Thules), 1 millj. kr. Íslensk mið- aldaklaustur – margmiðlunar- diskur, Skúli Björn Gunnarsson (Stofnun Gunnars Gunnarssonar), 1 millj. kr. Gömlu lögin við Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar, Smári Ólason, 1 millj. kr. Einar í Eydölum: frá katólsku til lúth- erstrúar, Sigurborg Hilmarsdóttir (Þjóðminjasafn Íslands), 900 þús. kr. Kirkjugangan og kirkjur í Múlaprófastsdæmi, Vigfús Ingvar Ingvarsson (Múlaprófastsdæmi), 900 þús. kr. Rökræður um rétt og rangt, Gyða Karlsdóttir (Lands- samband KFUM & KFUK), 800 þús. kr. Fjölþjóðakvöld, Jóna Hrönn Bolladóttir (Miðborg- arstarf KFUM & KFUK), 800 þús. kr. Erfiljóð frá 17. og 18. öld, Þórunn Sigurðardóttir, 800 þús. kr. Skálholtsdiskar, Helga Ing- ólfsdóttir (Sumartónleikar í Skál- holti), 700 þús. kr. Fræðsluefni fyrir börn í sumarbúðum þjóð- kirkjunnar, Jóhanna I. Sigmars- dóttir (Kirkjumiðstöð Austur- lands), 700 þús. kr. Tónlist og myndlist í íslenskum handritum, Hanna Styrmisdóttir (Collegium Musicum), 600 þús. kr. Guð- mundur góði – líf og störf, Jón Viðar Sigurðsson, 600 þús. kr. Fjölþjóðasamfélagið og trúarbrögð þess, Ragnheiður Sverrisdóttir (Biskupsstofa), 600 þús. kr. Lífsviðhorf og gildismat unglinga, Gunnar J. Gunnarsson og Gunnar Finnbogason, 500 þús. kr. Trúarleg umræða á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, 500 þús. kr. Styrkur til fornleifarannsókna Sjóðurinn veitti átta umsækj- endum styrk til fornleifarann- sókna, samtals að upphæð 48 milljónir króna: Hólarannsókn, Ragnheiður Traustadóttir (Hóla- skóli, Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands), 11 millj. kr. Skálholt – höfuðstaður Íslands í 700 ár, Mjöll Snæsdóttir (Fornleifastofnun Íslands og Þjóð- minjasafn Íslands), 9 millj. kr. Rannsókn á rústum nunnuklaust- ursins á Kirkjubæ, Bjarni F. Ein- arsson (Kirkjubæjarstofa), 7 millj. kr. Skriðuklaustur – híbýli helgra manna, Steinunn Kristjánsdóttir (Skriðuklausturrannsóknir), 7 millj. kr. Þingvellir og þinghald til forna, Adolf Friðriksson og Sigurður Líndal (Fornleifastofnun Íslands og Þjóðminjasafn Íslands), 5 millj. kr. Þverfaglegar rann- sóknir og kynning á Gásum í Eyjafirði, Guðrún M. Krist- insdóttir (Minjasafnið á Ak- ureyri), 4,5 millj. kr. Laufás – staðurinn, Hörður Ágústsson (Hið íslenska bókmenntafélag), 2,5 millj. kr. og Rannsókn kirkjunnar í Reykholti, Guðrún Sveinbjarn- ardóttir (Þjóðminjasafn Íslands), 2 millj. kr. Stjórn Kristnihátíðarsjóðs skipa Anna Soffía Hauksdóttir formað- ur, Anna Agnarsdóttir og Þor- steinn Gunnarsson. 96 milljónum úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði Morgunblaðið/RAX Ellefu milljónum króna var úthlutað til fornleifarannsókna á Hólum. ÓLAFSFIRÐINGURINN Guð- mundur Ólafsson er greinilega á heimavelli í hlutverki höfundar og leikstjóra að þessari sérsaumuðu sýningu í tilefni af 40 ára afmæli Leikfélags Ólafsfjarðar. Guðmund- ur velur sér að baksviði heilsu- gæslustöð með áfastri ellideild á ónefndum stað á landsbyggðinni og gæti sá vel hugsanlega verið Ólafsfjörður en einnig einhver allt annar staður. Það má einu gilda. Allt um það er flétta leiksins fólgin í því að heilbrigðisráðherra er væntanlegur í heimsókn til að skoða magaspeglunartæki sem hún (ráðherrann er kvenmaður) útvegaði sérstaklega fjárveitingu til kaupanna á. Bæjarstjórinn not- aði hins vegar peningana til þess að efla knattspyrnulið staðarins og keypti færeyskan leikmann. Hon- um er svo lýst að hann sé jafn breiður og hann er langur. Senni- lega ferhyrningur. Það er því ekk- ert tæki til að sýna ráðherranum og tæpast hægt að hampa Fær- eyingnum í þess stað. Önnur smávægileg vafaatriði í rekstri heilsugæslunnar eru að eini læknirinn sem fékkst er rúss- nesk flóttakona af kyrrsettum tog- ara, kokkurinn er sídrukkinn sóði sem reynir allar leiðir til að verða sér úti um ódýrt hráefni og má þá einu gilda hvort það er ætt eða óætt. Hann drýgir svo tekjurnar með því að leigja vistmönnum elli- deildarinnar klámspólur að danskri fyrirmynd. Vistmenn ellideildarinnar eru kostulegur hópur, tinandi og kalk- aðar kellingar, en þó furðu spræk- ar þegar á reynir og gegna hlut- verki kórs sem leiðir atburða- rásina áfram, brjóta hana upp og segja skoðun sína á því sem fram vindur í bundnu máli og óbundnu. Rímið flækist ekki fyrir þeim að ráði. Það er skemmst frá því að segja að sýningin er fyrirtaks góð skemmtun og helst þar í hendur að allar persónur eru mjög skýrt mótaðar manngerðir, kokkurinn, læknirinn, ráðherrann, bæjarstjór- inn, forstöðukonan, sjúkraliðinn, bílstjórinn, sú ólétta og vistmenn- irnir hver fyrir sig. Leikararnir sýna áreynslulausan leik, textinn er skýr og atburðarásin á tæru. Í hópnum eru fyrirtaksgóðir gam- anleikarar en sérstaklega má þó nefna Guðbjörn Arngrímsson í hlutverki Þangbrands kokks og Helga Reyni Árnason sem náði sérlega góðum tökum á hinum kvenlega Sumarliða sjúkraliða. Áhorfendur kunnu vel að meta. Leikstjórnin er tilgerðarlaus en lausnir eru bráðfyndnar á köflum þótt líklega séu atriðið með hjóla- stólinn og leikfimiatriði kerling- anna með því fyndnasta sem bregður fyrir. Það er ekki ónýtt fyrir Ólafsfirðinga að eiga svona skemmtilega sýningu í vændum á jólaföstunni og vafalaust verða fleiri til að skemmta sér með þeim fyrir og um hátíðarnar. Hávar Sigurjónsson Færeyskur ferhyrningur Morgunblaðið/Helgi Jónsson Bráðskemmtileg afmælissýning á Ólafsfirði. LEIKLIST Leikfélag Ólafsfjarðar Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Ólafs- son. Tjarnarborg Ólafsfirði 1. desember. BARIÐ Í BRESTINA Múlinn, Húsi málarans B3-tríóið leikur kl. 21. Tríóið er skipað Agnari Má Magnússyni – orgel, Ásgeiri Ás- geirssyni – gítar og Eric Qvick – trommur. Fyrir hlé verður leikin tón- list og útsetningar eftir Bandaríska gítarleikarann Wes Montgomery. Eftir hlé verður sitt lítið af hvoru: Horace Silver, Pat Metheny, Ornette Coleman, Dave Brubeck. Víðistaðakirkja Kvennakór Hafn- arfjarðar, Karlakórinn Þrestir og kór eldri Þrasta halda sameiginlega að- ventutónleika kl. 20. Einsöngvari með kvennakórnum er Telma Hlín Helgadóttir. Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg. Undir- leikari er Bjarni Jónatansson. Stjórnandi karlakórsins er Jón Krist- inn Cortez og Kórs eldri Þrasta Úlrik Ólason. Fríkirkjan í Reykjavík Jólatónleikar Söngseturs Estherar Helgu eru kl. 20.30. Yfirskriftin tónleikanna er „Jólafriður“. Flytjendur eru: Engla- kórinn, Sólskinskórinn, Regnboga- kórinn, Kammerhópur Regnboga- kórsins, Brimkórinn, Kammerhópur Brimkórsins, Brimlingarnir og sér- stakur gestur tónleikanna verður Kirkjukór Grindavíkur sem mun ásamt Brimkórnum flytja jólaverkið In dulce jubilo eftir D. Buxtehude ásamt orgeli og lítilli strengjasveit. Flutt verður jólatónlist frá öllum heimshornum. Þá verða frumflutt lagið Jólakvöld eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og nýr jólatexti við lagið Memory eftir Sæbjörgu Maríu Vil- mundsdóttur. Hljóðfæraleik annast: Jón Bjarnason, Örn Falkner, Gróa Valdimarsdóttir, Þórarinn Bald- ursson og Gréta Rún Snorradóttir. Einsöng syngja: Agnar Steinarson, Einar Bjarnason, Gígja Eyjólfsdóttir, Íris Jónsdóttir, Lára Eymundsdóttir og Marta Sigurðardóttir. Verslunin Dýrið Sýning á fatalínu Selmu Ragnarsdóttur fatahönnuðar hefst kl. 20.30. Þessa nýju línu hefur Selma hannað að hluta í samstarfi við Sigurdísi Hörpu Arnarsdóttur mynd- listarmann, sem jafnframt opnar sýn- ingu á nýjum verkum sínum í versl- uninni. Súfistinn, Laugavegi Lesið verður úr eftirtöldum bókum kl. 20: Niko, Anna G. Ólafsdóttir; Úr fjötrum – íslenskar konur og er- lendur her, Herdís Helgadóttir og Uppgjör við umheiminn – Ísland, Bandaríkin og Nató 1960-1974, Valur Ingimundarson. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 Efnt verður til sýningar á þýskri kvikmynd frá árinu 1998 kl. 20.30. Nafni hennar er haldið leyndu fram að sýningu. Myndin er án undirtexta. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Galdramað- urinn ógurlegi er eftir Helga Jónsson. Hún er fimmta bók- in í bóka- flokknum Gæsahúð. Hér segir frá systk- inunum Söndru og Inga sem eru mjög for- vitin um gamla manninn í næsta húsi. Þau halda að hann sé hundr- að og tíu ára gamall og ægilegur galdramaður. En eftir heimsókn til hans komast þau að ýmsu úr dul- arfullri fortíð hans. Hvernig dóu kon- an hans og börnin fjögur? Hvaða krossar eru í garðinum hans? Sandra og Ingi verða að komast að hinu sanna en átta sig ekki á því að galdramaðurinn er stórhættulegur. Með því að fara heim til hans leggja þau sig í mikla hættu. Útgefandi er Bókaútgáfan Tindur. Bókin er 90 bls. Verð: 1.290 kr. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.