Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ó LAFUR Jóhann Ólafsson rithöf- undur er um þessar mundir að ljúka samningum um það, að verk hans Sniglaveislan verði sýnt í einu af þekktustu leikhúsunum í West End í Lundúnum. Framleiðandi, leik- stjóri og aðalleikari eru allt heimsþekktir og margverðlaunaðir listamenn sem eiga að baki merkan feril. Ólafur Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að útlit væri fyrir að frum- sýning á verkinu ytra yrði upp úr miðjum febr- úarmánuði. „Allir þræðir eru að spinnast sam- an í þessari viku, og þetta er að verða að veruleika.“ Ekki er enn ljóst í hvoru leikhúsinu, The Lyric eða The Garrick, sýningin verður, en leikhúsin eru í höndum sama manns, Andrews Lloyd Webber. „Það sem ræður úrslitum um þetta er það hvort leikhúsið losnar fyrr vegna þeirra sýninga sem eru í gangi á undan, en gagnvart framleiðanda, leikstjóra, leikurum og þeim sem að sýningunni standa, þá eru báðir kostirnir hinir bestu, því þetta eru tvö af bestu leikhúsum London.“ Fred Zollo framleiðir og Ron Daniels leikstýrir Ólafur Jóhann lauk við nýja skáldsögu, Höll minninganna, í sumar, en hún er nú komin út. „Þetta kom nú þannig til, að um leið og ég setti punktinn við skáldsöguna, þá beið mín það verkefni að fara að krota í enska þýðingu á Sniglaveislunni. Þá voru menn búnir að sjá hana fyrir vestan, framleiðandinn Fred Zollo og hans menn og leikstjórinn Ron Daniels. Þegar þeir voru búnir að lesa verkið fékk ég spurningar og hugmyndir frá Ron Daniels, og því dreif ég mig í það að endurskrifa Snigla- veisluna og lauk því á nokkrum vikum. Þetta gengur þannig fyrir sig að framleiðandinn spyrðir þetta allt saman, leikstjóra og leikur- um auk þess að sjá um alla fjármögnun, og þegar það allt er komið, reyna menn að fá leik- hús. Leikhúsin í London meta hvert verk fyrir sig, því þau leigja húsin og taka prósentur af innkomu. Þannig hugsa þau bara um það hvort verkið muni ganga, og að auki er mikið slegist um húsin. Ég lauk við endurskoðun verksins í sumar og byrjaði þá strax að vinna með Ron Daniels. Maður notar orðið spart, en hann er snillingur, búinn að vera listrænn stjórnandi hjá Konunglega Shakespeareleikhúsinu í tutt- ugu ár og alveg frábær leikstjóri.“ „Það skipti líka mjög miklu máli að við fengj- um í aðalhlutverkið mann sem réði við þetta á listrænan hátt en drægi líka fólk í leikhúsið. Fred Zollo og Ron Daniels fengu snemma augastað á David Warner, sem er mjög þekkt- ur leikari. Það var sagt um hann á sínum tíma að hann yrði arftaki Sir Laurence Oliviers hjá Konunglega Shakepeareleikhúsinu, og hann lék þar Hamlet, seint á sjöunda áratugnum í mjög frægri uppfærslu og sló gjörsamlega í gegn. Öllum að óvörum fór hann til Hollywood og lék þar í meira en hundrað myndum; gekk í gegnum ýmislegt í sínu persónulega lífi og steig ekki á leiksvið í 28 ár, allt frá því hann fór frá London, þar til á síðasta vetri þegar hann lék í verki eftir Bernard Shaw á Broadway og sló rækilega í gegn. Frank Ritch, gagnrýnandi hjá New York Times, skrifaði þá tvær langar greinar um endurkomu Davids Warners á sviðið og lýsti því hvers konar snillingur hann væri. Warner fékk Sniglaveisluna í hendur núna í október og var þá að ljúka við bíómynd. Hann býr á Spáni, en ákvað að slá til, og koma aftur til London og stíga á svið þar eftir þrjátíu ára fjarveru. Þannig gekk þetta allt fyrir sig, og í fyrradag var undir það skrifað við leik- húsin að leikritið færi inn í annað hvort þeirra. David Warner, Fred Zollo og Ron Daniels hitt- ust í London núna í byrjun vikunnar, og þeir eru núna að ráða í hin hlutverkin, en eru búnir að ráða alla aðra sem koma til með að standa að sýningunni.“ Margir vilja standa á sviði með Warner Ólafur Jóhann segir að val á leikurum muni skýrast í vikulok, en að þeir séu margir sem vilji standa á sviði með David Warner á þessum tímamótum, þegar hann snýr aftur heim. „David Warner er goðsagnapersóna í leikhús- lífinu í London og ég býst við að það verði auð- velt að fá góða leikara með honum. Það mun vekja mikla athygli að hann skuli koma heim aftur til að leika á sviði; sérstaklega þar sem stjarna hans skein svo skært þegar hann fór. Það verður mjög spennandi að sjá hver útkom- an verður.“ Ólafur Jóhann segist ekki hafa haft West End í huga þegar hann samdi Sniglaveisluna. „Ég gat nú ekki séð þetta fyrir. En ef menn vakna um stjörnubjarta nótt og láta sig dreyma vakandi, þá dettur þeim kannski eitt- hvað svona í hug. Ég hef ekkert viljað tala um þetta þar til allt var orðið klappað og klárt, því það getur svo margt brostið á leiðinni. En þetta er afskaplega ánægjulegt, ekki síst þar sem þarna verður valinn maður í hverju rúmi.“ Heimskunnir listamenn setja Sniglaveislu Ólafs Jóhanns Ólafssonar upp í West End í London „Margir vilja standa á sviðinu með David Warner“ Ólafur Jóhann Ólafs- son rithöfundur. David Warner Sogblett- urinn er eftir þá feðga Helga Jóns- son og Hörð Helgason. Í kynningu segir m.a.: „Sagan lýsir einum skrautlegum sólarhring í lífi nokk- urra unglinga. Sindri vaknar upp á laugardagsmorgni með sogblett á hálsinum. Kærastan hans verður alveg brjáluð og vill vita hvernig stendur á honum. Gallinn er bara sá að Sindri hefur ekki hugmynd um það. Hann hefur nokkra klukku- tíma til að rifja upp það sem hann gerði nóttina áður og með hjálp Rabba vinar sínar kemst Sindri að því að nóttin var geðveik.“ Fyrir tveimur árum kom út eftir þá feðga spennusagan Rauðu augun. Útgefandi er Bókaútgáfan Tind- ur. Bókin er 110 bls. Verð: 2.290 kr. Unglingar MARGVERÐLAUNAÐIR listamenn standa að sýningunni á Sniglaveislunni á West End. David Warner David Warner er heimsþekktur leikari, sem útskrifaðist aðeins 19 ára úr Konung- lega leiklistarskólanum í London. Hann varð strax einn mesti Shakespeare leikari síns tíma, sló í gegn sem Hamlet í frægri uppfærslu í Shakespeareleikhúsinu í Strat- ford 1965 og sem Hinrik sjötti í rósastríðun- um. Hann var fastráðinn við Shakespeareleik- húsið, en fór einnig ungur að leika í kvik- myndum. Hann lék þrjótinn Blifil í myndinni Tom Jones árið 1964 og í kjölfarið kom ein eftirminnilegasta mynd hans, Straw Dogs. Á hátindi ferils síns á Englandi, flutti hann til Bandaríkjanna og lék eingöngu í kvikmynd- um. Stærstu hlutverk hans voru í myndun- um The Omen, Time After Time, Time Bandits, Tron, The Man with Two Brains, Star Trek VI, Titanic og Apaplánetunni. 1981 fékk hann Emmyverðlaun fyrir aukahlutverk sitt í myndinni Masada. Hæfileikar hans og sérstakt útlit hafa gert margar persónur hans ógleymanlegar. Í byrjun næsta árs verða þrjátíu ár liðin frá því hann kvaddi leikhúsin í London. Heim- komu hans á leiksvið þar í borg er beðið með eftirvæntingu og þeir verða eflaust margir sem vilja sjá hann takast á við hlutverk Gils Thordarsen stórkaupmanns í Sniglaveislu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Fred Zollo Fred Zollo er einn af virtustu framleið- endum dagsins í dag, og vinnur jafnt fyrir kvikmyndir, leikhús og sjónvarp. Fjórar stórmyndir hans hafa verið tilnefndar til fjórtán Óskarsverðlauna. Nýjasta mynd hans, Ghosts of Mississippi, var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, þar á meðal var James Woods tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. Fyrsta sjónvarpsmynd Zoll- os, In the Gloaming, með Glenn Close í aðal- hlutverki, fékk fimm tilnefningar til Emmy- verðlauna. Auk þeirra fjórtán óskarstilnefn- inga sem fjórar stærstu myndir hans hafa fengið hafa uppfærslur hans á leikritum á Broadway hreppt meir en 40 tilnefningar til Tony-verðlaunanna. Sjónvarpsmyndir hans hafa einnig verið tilnefndar til fjölda Emmy- verðlauna. Sjálfur hefur hann tvívegis hreppt Tony-verðlaunin, fyrir leikverk eftir Tony Kushner og var tilnefndur persónu- lega til Óskarsverðlauna fyrir Mississippi Burning og til Emmy verðlauna fyrir In the Gloaming. Meðal annarra kvikmynda sem hann hefur framleitt eru Quiz Show sem Ro- bert Redford leikstýrði með Ralph Fiennes í aðalhlutverki, The Paper með Michael Keat- on, Glenn Close, Marissu Tomei og Robert Duvall í aðalhlutverkum í leikstjórn Rons Howards. Fred Zollo hefur verið viðurkenndur fyrir störf sín að listum á margan hátt, og hann á sæti í Academy of Motion Picture, Arts and Sciences. Ron Daniels Leikstjórinn Ron Daniels er einn af þekktustu leikstjórum bæði austan hafs og vestan. Hann hefur verið fastráðinn leik- stjóri og listrænn stjórnandi við Konunglega Shakespeareleikhúsið í Stratford um árabil, og hefur notið margvíslegra viðurkenninga fyrir störf sín þar. Í Shakespeareleikhúsinu hefur hann leikstýrt Pétri Gaut og Ofviðr- inu, með Sir Derek Jacobi í aðalhlutverki; Hamlet með Roger Rees og Kenneth Bran- agh í aðalhlutverkum; Ríkharði öðrum með Alex Jennings í aðalhutverki; Hinrik fimmta með Michael Sheen í aðalhlutverki; Real Dreams, með Gary Oldman svo aðeins fáein verk hans þar séu nefnd. Vestan hafs hefur Ron Daniels einnig lát- ið til sín taka. Hann var listrænn stjórnandi American Repertory leikhússins í Boston um árabil en hefur auk þess unnið við Shakespeare leikhúsið í Washingon, Yale Repertory leikhúsið, leikhúsið í Pittsburg og The Long Wharf leikhúsið þar sem hann leikstýrði meðal hannars Kathleen Turner. Hann hefur einnig leikstýrt óperum, nú síð- ast Madam Butterfly við San Francisco óp- eruna og óperuna í Austin, Texas og Carm- en í Houston Grand Opera og Michigan Opera Theatre. Margverðlaunaðir listamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.