Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 63 Misstu ekki af vandaðri jólamyndatöku! Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Allar myndatökurnar og stækkanir afgreiddar fyrir jól. Látið mynda stórfjölskylduna milli jóla og nýárs! Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við teljum niður til jóla! Í dag eru 18 dagar til jóla og 18% afsláttur Velkomin um borð Í VIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðs- ins 8. nóv. er greint frá nýútkominni bók eftir dr. Hannes Hólmstein, pró- fessor við Háskóla Íslands: „Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?“ Ósköp finnst mér þetta vera óraun- hæf markmið bókarhöfundar. Sjálf- sagt er það keppikefli margra að verða ríkir bæði að fé og völdum. En verða veraldleg ríkidæmi heims nokkurs virði þegar ekki eru skilyrði að njóta þeirra? Í heimi sálarlausrar gróðahyggju dafna vel ýmsir lestir, m.a. óheiðarleiki og ójöfnuður, svik- semi, siðleysi og trúleysi. Nú vilja margir Íslendingar vaða í einhverjar ægilegustu framkvæmdir til að afla orku fyrir álverksmiðjur. Miklu á að fórna, fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru ekki aðeins þær um- fangsmestu, dýrustu og áhættusöm- ustu, heldur einnig þær umdeildustu og fela í sér eyðileggingu á öðrum skapandi möguleikum í atvinnumál- um, t.d. ferðaþjónustu. Íslendingar eru upp til hópa ákaf- lega áhrifagjarnir og eru til í nánast allt. Margir eru jafnvel til í að falbjóða ömmu sína til að auðga sjálfan sig. Margir hafa ánetjast þessari áráttu svo að jaðrar við fíkn og hafa mis- stigið sig hrapallega á þessu og bakað mörgum áhyggjur og sorgir. Nýjasta dæmið er þegar þúsundir hlupu upp til handa og fóta og fjárfestu í ein- hverjum pöntunarlista nú á dögunum þar sem boðið var upp á gull og græna skóga. Er ekki öllum hollara að hugsa um að hafa nóg fyrir sig og spenna ekki bogann um of? Það sem þessa þjóð skortir einna mest er heiðarleiki og sá eiginleiki að verða sáttari við um- hverfi okkar sem við erum á góðri leið með að stórspilla okkur til mikils vansa. Umfram allt þarf þjóðin að efla með sér aukna sparsemi og leggja áherslu á að nýta betur það sem við höfum með heiðarlegri vinnu okkar. Við getum auk þess tekið okkur mikið á í umhverfismálum og jafnframt stuðlað að aukinni hagsæld og velferð samfélagsins. Draga má auðveldlega úr mengun og stórbæta hag okkar með því að efla almenningssamgöng- ur og að hvetja alla til að nota þær sem mest. Vitið þið, að einungis 4% þeirra sem ferðast milli heimilis og vinnustaðs á höfuðborgarsvæðinu, nota almenningssamgöngur? Þetta er eitt lægsta hlutfall í víðri veröld. Ég er ekki tilbúinn að hlaupa eftir einhverjum dægurflugum, jafnvel þótt mér sé boðið upp á öll auðæfi heims. Mætti biðja landsmenn að læra að vera meira gagnrýnir og ekki trú- gjarnir um of á ýms gylliboð, hvort sem er um að ræða gylliboð siðlausra kaupahéðna eða stjórnmálamanna sem lofa auknum auð landsmanna með byggingu virkjana og álvera. GUÐJÓN JENSSON, bókfræðingur og leiðsögumaður. Óraunhæf markmið Frá Guðjóni Jenssyni: Í FRAMHALDI af umræðum um öryggi á sundstöðum er vert að benda á nokkur atriði. Fyrst hvað varðar nekt. Það er eðlilegt að fólk geti farið hjá sér þegar það er nakið og starað er á það. Sumir hlutir eru einfaldlega einkamál fólks. Stundum er t.d starað á fólk vegna fæðing- arbletta, öra eftir uppskurði eða mis- munandi húðlitar. Búningsklefar sundlauga ættu því allir að hafa sér- skiptiklefa og sér-sturtur fyrir fólk sem kýs það frekar, líkt og er í gömlu Laugardalslauginni. Líkt og leiðbeina verður fólki um að það þvoi sér vel áður en farið er í laugina, er hægt að leiðbeina því á öðrum sviðum. Í fyrsta lagi er æski- legt að setja aðvaranir hvað varðar lágmarksaldur í gufu- og sánaböð (t.d. 15 ár). Í annan stað getur verið sorglegt að sjá feður taka með sér dætur sínar í karlaklefana ef þær eru eðlilega orðnar of gamlar til þess, einsog margir hafa eflaust séð. Sundlaugarverðir hafa sagt undirrit- uðum að feður taki allt að 10 ára gamlar dætur sínar með sér í karla- klefann. Dæmi eru um að þær hafi hálfkjökrað af hræðslu og reynt að skýla nekt sinni. Augljóst er að þetta getur haft varanleg áhrif á þær. Sumstaðar erlendis er mælst til að börn eldri en 5 ára noti ekki búnings- klefa gagnstæðs kyns. Hér á landi er einnig þörf á leiðbeiningum á þessu sviði. BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, verkfræðingur. Nekt og öryggi á sundstöðum Frá Björgvin Þorsteinssyni: ÞAR sem verið er að skera niður hjá ríkinu get ég ekki annað en bent á augljósan niðurskurð sem allir ættu að vera ánægðir með. Hver vill ekki gleðilegan niðurskurð í tilefni jólanna? Ég er að tala um niður- skurð sem myndi spara ríkinu 2,5 milljarða á næstu átta árum. Það eina sem þarf að gera er að breikka Reykjanesbraut um eina akrein í staðinn fyrir tvær. Vegagerðin lét Línuhönnun gera úttekt á breikkun Reykjanesbrautar (sjá skýrslu: http://lh.is/lesa_frett.php?frett_ID= 66) og niðurstaðan var sú að slysum myndi fækka álíka mikið, en 2+1 leiðin (þriggja akreina) kostar 1 milljarð, meðan 2+2 (fjórar akrein- ar) kostar 3,5 milljarða. Arðsemi 2+1 leiðarinnar er 8% en 2+2 aðeins um 3%. Auk þess má geta þess að 2+1 aðferðin mun anna umferð al- veg til ársins 2028 og því ætti það að vera augljóst að 2+2 leiðin er algjör óþarfi við núverandi aðstæður. Þegar ég las skýrsluna varð ég mjög hissa yfir því að 2+1 leiðin væri ekki tekin framyfir hina. Í blaðinu Verktækni rakst ég á ummæli sam- gönguráðherra sem varpa kannski ljósi á ástæðuna fyrir þessari vit- leysu. Á ráðstefnu um samgöngur höfuðborgarsvæðisins sagði hann, þegar hann var spurður af hverju mætti ekki nota 2+1 leiðina í staðinn fyrir 2+2, að það þýddi ekkert að tala um hana vegna tilfinningahita Reyknesinga. Svona ummæli á ráð- herra ekki að láta hafa eftir sér. Ég hef ekki kynnst því að Reyknesingar séu einhverjir vitleysingar sem þýði ekkert að rökræða við eins og ráð- herrann virðist gefa í skyn. Ekki verður samt neitað að smátilfinn- ingahiti hefur verið í Reyknesingum vegna þeirra hræðilegu slysa sem hafa orðið á Reykjanesbrautinni. Í því sambandi má benda á að umferð- arhraði mun aukast tvöfalt meira á 2+2 leiðinni en 2+1 og líkur á dauða- slysi aukast með auknum hraða. Því munu Reyknesingar fagna 2+1 leið- inni af augljósum ástæðum. Ég vil því að lokum hvetja alþing- ismenn til að skera niður með bros á vör og halda gleðileg jól vitandi það að þeir hafa sparað okkur milljarða án þess að þurfa að skapa óánægju í þjóðfélaginu. GÍSLI JÓNSSON, nemi, Vikingavegen 27B, Lundi, Svíþjóð. Gleðileg jól og gleðilegan niðurskurð Frá Gísla Jónssyni: FRÉTTIR HEILSUGÆSLUSTÖÐINNI í Ólafsvík var færður lungnamælir að gjöf nú á dögunum. Gefendur eru Loftfélagið, áhugafólk um öndun, og Glaxo Smith Kline. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ, Kristinn Jónasson, vígði nýja tækið með því að blása hraustlega í það. Reyndist lungna- starfsemi bæjarstjórans í góðu lagi og loftmagn í lungum hans yfir með- allagi. Loftfélagið er samstarfsverkefni vinnuhóps á vegum landlæknisemb- ættisins, Tóbaksvarnarnefndar og Glaxo Smith Kline. Meðal þess sem samstarfsverkefnið beinist að er endurnýjun lungnamælitækja á heilsugæslustöðvum um land allt. Vonir standa til að nýja tækið muni, ásamt fræðslu- og upplýsingastarfi Loftfélagsins, leiða til þess að lungnaeftirlit með lungnagmæling- um verði fastur liður innan heilsu- gæslunnar. Magnús Eiríksson, stjórnarfor- maður Heilsugæslunnar í Ólafsvík, veitti lungnamælinum viðtöku frá fulltrúa Glaxo Smith Kline. Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Gúnda, læknir á Heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, fylgist með Kristni bæjarstjóra blása í nýja tækið. Heilsugæslustöðin fær lungnamæli Ólafsvík. Morgunblaðið. LINDIN hefur hafið útgáfu á has- arblöðunum „Powermark“ og ættu eintök af þeim að koma í bókabúðir í þessari viku. Sagan gerist bæði í fortíð og í fjar- lægri framtíð. Í hasarblöðunum kynnast lesendur Mark Chen yfir- foringja sem er falið það verkefni að leiða hóp ungs fólks sem er ætlað að nýta sér sýndarveruleikatækni til að forrita frásagnir úr Biblíunni en yf- irmenn Mark Chens hafa miklar áhyggjur af áhugaleysi ungu kyn- slóðarinnar á lestri Biblíunnar. Hópurinn verður fyrir árásum illra afla sem vilja allt til vinna til að drepa Mark Chen og koma í veg fyr- ir að sendiförin heppnist. Saga þessi kemur út í 12 eintök- um. Hægt er að panta áskrift á heimasíðu Lindarinnar; www.lind- in.is. Lindin gefur út Power- mark-hasarblöð GÖTUSMIÐJAN mun hefja sölu á Verndarengli til styrktar meðferðar- heimili Götusmiðjunnar að Árvöll- um, helgina 8. og 9.desember. Verndarengillinn er lítið silfurlit- að barmmerki, framleitt af Götu- smiðjunni í minningu þeirra sem hafa lotið í lægra haldi í baráttunni við vímuefni. Sala Verndarengilsins er fjár- mögnunarleið til að geta mætt auk- inni aðsókn 18-20 ára ungmenna í meðferðarpláss á Árvöllum en þessi hópur myndar nú langan biðlista. Götusmiðjan hefur þjónustusamning við Barnaverndarstofu um 13 rými fyrir 15 til 18 ára ungmenni en erf- iðlega hefur gengið að fá fjámagn fyrir eldri hópinn þ.e. 18 til 20 ára. Með auknu fjármagni hefur með- ferðarheimilið getu til að bæta við 5 rýmum fyrir 18 til 20 ára skjólstæð- inga, segir í frétt frá Götusmiðjunni. Götusmiðjan sel- ur barmmerki HARALDUR Briem, dósent við Há- skóla Íslands og sóttvarnalæknir við Landlæknisembættið, heldur opinn fyrirlestur um sýkla- og eiturefna- vopn í hernaði og hryðjuverkum á vegum Vísindafélags Íslendinga í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla Íslands, í dag, fimmtudaginn 6. des- ember, kl. 20. Engin vopn geta valdið eins miklu manntjóni og sýklavopn. Því beinist nú athyglin að þeim. Þekkingu þarf til að framleiða þau en kostnaðurinn er mörgum viðráðanlegur ef viljinn er fyrir hendi, segir í fréttatilkynn- ingu. „Á undanförnum vikum hefur at- hyglin beinst að heilbrigðisþjónust- unni, getu hennar til að greina vand- ann og bregðast við honum. Ljóst er að hún skiptir meira máli fyrir varnir þjóða en hefðbundnir herir þegar beitt er sýklavopnum. Þeir sem vinna við móttöku sjúklinga á heil- brigðisstofnunum og stunda sótt- varnir frá degi til dags eru hæfastir til að greina vandann þegar og ef hann skyldi birtast,“ segir í tilkynn- ingunni. Fyrirlestur um sýkla- og eitur- efnavopn ALÞJÓÐLEG frönskupróf verða haldin 15. og 17. desember nk. í húsakynnum Alliance française að Hringbraut 121, 3. hæð. Þetta eru alþjóðleg próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Skírteinið DALF er alþjóðlega viðurkennt sem vitnisburður um frönskukunnáttu. Prófið jafngildir inntökuprófi í frönskukunnátu við franska háskóla. Innritun stendur yfir til og með 14. desember nk. Upplýsingar og innritun frá kl.13.30 – 18.30 eða á netfanginu: af@ismennt.is Löggild próf hjá Alliance française ÁRLEG jólatréssala Skógræktar- félags Hafnarfjarðar verður tvær næstu helgar, 8.-9. og 15.-16. des- ember, og stendur frá 10 til 16 alla daga. Salan verður eins og fyrr í Höfða, skóg- ræktarstöð fé- lagsins við Hval- eyrarvatn, og þar verða á boð- stólum greinar og hin fallega og barrheldna stafafura. Sérstök athygli skal vakin á því, að þeir, sem það vilja, geta fengið trén send heim sér að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á súkkulaði og smákökur meðan fólk velur jólatré. Vegurinn upp í Höfða er vel ruddur og þangað er nú rennifæri fyrir alla bíla, segir í fréttatilkynningu. Sala á hafnfirsk- um jólatrjám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.