Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Smáralind, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Sara Bankastræti, Apótek Keflavíkur. Uppgötvaðu nýjan mátt ljóssins NÝTT LIGHTSOURCE Transforming Moisturizers SPF 15 Hrjáir orkuskortur húð þína? Hér hefurðu kraftinn til að láta henni í té alla þá orku sem hún þarfnast til að skila hlutverki sínu sem best. Örkristallatækni okkar tíma nýtir orku ljóssins - breytir útliti og áferð húðarinnar, eykur viðnám hennar gegn öldrun, færir henni undraverðan ljóma og ferskleika. LIGHT SOURCE. Ljósið sem lífgar. Fæst sem rakakrem og rakamjólk. Verslunarferð í Reykjanesbæ - og þú gistir án endurgjalds á Hótel Keflavík. Hótel Keflavík er fjögura stjörnu hótel í miðbæ Keflavíkur og eitt glæsilegasta hótel landsins. Herbergin er vel útbúin með geislaspilara, buxnapressu, minibar o.s.frv. Auk þess má finna á hótelinu veitingastað og bar, Ca fé Iðnó og L í f s t í l sem er fu l lkomin líkamsræktarstöð fyrir hótelgesti. Frá Hafnargötunni, sem er aðal verslunargata Reykjanesbæjar, má sjá Bergið upplýst í jóla-snjónum, skreytt fallegu jólatré. Verslun í Reykjanesbæ er fjölbreytt og spennandi. Bærinn er fallega skreyttur og allir í jólaskapi. Þeir sem versla fyrir 4000 kr. eða meira á Jóladögum í Reykjanesbæ fá skafmiða verslana og Víkurfrétta og eiga möguleika á fjölbreyttum vinningum, aftur og aftur. Ekkert plott!! Við hjá Hótel Keflavík höfum ákveðið að vera jákvæðog styrkja verslun og þjónustu í okkar heimabæ meðallt að 20 herbergjum á dag eða samtals um 400gistiherbergi nú í desember. Hugmyndin gengur útað það að þeir gestir sem koma frá öðrumbæjarfélögum til Reykjanesbæjar í verslunarferð núfyrir jólin geta notað kvittanir eða reikninga fyrirviðskiptum á allri þjónustu eða versluní Reykjanesbæ sem greiðslu fyrir glæsigistingu– sem sagt gist án endurgjalds í boði Hótel Keflavík.Bókanir þurfa að berast fyrirfram í síma 420 7000og taka fram að um sé að ræða Jóladaga í Reykjanesbæ. Fyrstir panta, fyrstir fá. Tilboðið gildir frá deginum í dag til 23. desember 2001.Ekkert plott, þú einfaldlega verslar í Reykjanesbæfyrir andvirði gistingarinnar 10.800 kr. og lætur faravel um þig fyrir jólagjafirnar á Hótel Keflavík.Vertu velkomin – við viljum fá þig í heimsókn. Fyrstir panta, fyrstir fá! Vatsnesvegi 12-14 230 Reykjanesbær Sími. 420 7000 fax. 420 7002 Hö nn un : V ík ur fr ét tir e hf . A ug lý si ng as m ið ja 0 06 ALLSÉRSTÖK sýning stendur nú yfir í Norræna húsinu. Ekki er um hefðbundna listsýningu að ræða heldur hefur sýningarsalurinn verið lagður undir sannkallaða ævintýra- sýningu – Köttur úti í mýri – þar sem athyglinni er beint að barna- bókum. Sýningin er hönnuð með börnin í huga, sem geta þar ráfað úr einu ævintýrinu yfir í það næsta með aðstoð vegvísis. Köttur úti í mýri er verkefni hópsins Den 7. himmel, eða Sjöundi himinn, sem hefur aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, en stendur að mörgum sýningum á Norðurlöndum sem allar eiga það sameiginlegt að byggjast á barnabókmenntum. Í Norræna húsinu eru það m.a. múm- ínálfar finnska rithöfundarins Tove Jansson, Teskeiðarkona hins norska Alfs Prøysen og grallarinn Lína langsokkur eftir hina vel kunnu Ast- rid Lindgren sem athyglin beinist að. Verk yngri höfunda eiga þó einnig sína fulltrúa og hefur til að mynda verið komið þar fyrir fiðr- ildahelli sem á rætur sínar í Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magna- son. Líkt og áður sagði þá er sýningin hönnuð með börnin í huga og mun- irnir því flestir þannig úr garði gerðir að þá má snerta, skoða ít- arlega frá mörgum hliðum eða jafn- vel hlusta á þá. Hliðskjálf, hásæti Óðins, sem íslenska listakonan Harpa Björnsdóttir á heiðurinn að, er til að mynda þannig úr garði gert að þar má hlýða á frásagnir hrafn- anna Hugins og Munins. Á stórum hnetti sem komið hefur verið fyrir í sýningarrýminu má síðan leita uppi Hálsaskóg, Soríu Moríu-höll og sigl- ingarleið múmínfjölskyldunnar, svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir þættir sýn- ingarinnar krefjast síðan enn frek- ari þátttöku barnanna sem virðast vera þakklátir og virkir þátttakend- ur. Veggir söguherbergisins eru til dæmis hlaðnir myndum og sögum barnanna. Velþóknun þeirra á þess- ari sérhönnuðu sýningu skín síðan enn frekar í gegn á þeim fjölda pappírsbáta sem þau hafa komið fyrir í anddyri sýningarrýmisins, með kveðjum til vina og kunningja. Á efri hæð Norræna hússins er síðan að finna teikningar úr barna- bókum, sem sumar hverjar koma ekki síður kunnuglega fyrir sjónir. Nægir þar að nefna myndskreyt- ingar Ilons Wikland úr Ronju ræn- ingjadóttur eftir Astrid Lindgren og Teskeiðarkonuna í útfærslu Björns Berg. Teikningarnar eru hefð- bundnar bókaskreytingar og áhersl- an lögð á lýsandi frásagnarhátt myndanna, enda hlutverk þeirra frekar hugsað sem stuðningur við söguna heldur en sem sjálfstæð listaverk. Tenging sýninganna tveggja er augljós og þótt ímyndunaraflið njóti öllu meira frelsis á fyrrgreindu sýn- ingunni er þetta engu síður skemmtileg útfærsla á þessum efni- viði barnæskunnar í báðum tilfell- um. Það er líka auðvelt að týna sér í endurminningum bernskunnar í Norræna húsinu að þessu sinni enda fer ekki á milli mála að sá hóp- ur sem sýningarnar eru ætlaðar kann vel að meta þetta framlag. Ævintýraheimur barnanna MYNDLIST Norræna húsið Sýning á barnabókmenntum. Sýningin er opin um helgar frá kl. 12–16. Henni lýkur sunnudaginn 9. desember nk. KÖTTUR ÚTI Í MÝRI Morgunblaðið/Árni Sæberg Hluti gripanna á sýningunni Köttur úti í mýri í Norræna húsinu. Hnötturinn í forgrunni geymir m.a. Hálsaskóg og Hálfa kóngsríkið. Anna Sigríður Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.