Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 61 Glæsileg jólagjöf á góðu verði Árbækur Ferðafélags Íslands eru einstakur bóka- flokkur um náttúru og sögu Íslands. Þær fást nú á skrif- stofu félagsins á sérstöku jóla- tilboði með 20% afslætti. Ef keyptar eru 2 eða fleiri er veittur 30% afsláttur. Sendum í póstkröfu. Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík, Sími 568 2533, mynds. 568 2535, netfang fi@fi.is. SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Tilboð á kvenskóm Teg: EUR091U Stærðir: 36-40 Litur: Svartur Verð áður 3.995 Verð nú 2.595 Fást einnig í Steinars Waage verslunum Teg: EURART252F Stærðir: 36-41 Litur: Brúnn Verð áður 3.995 Verð nú 2.595 EINS og undanfarin ár munu starfsmenn Kirkjugarðanna aðstoða fólk, sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna. Á Þorláksmessu og aðfanga- dag verða starfsmenn staðsett- ir í Fossvogskirkjugarði, Guðfuneskirkjugarði og Suður- götugarði, og munu þeir í sam- ráði við aðalskrifstofu í Foss- vogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opn- ar báða dagana, á Þorláks- messu og aðfangadag kl. 9 – 15. Þeim sem ætla að heimsækja kirkjugarðana um jólin og eru ekki öruggir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga á að- alskrifstofu Kirkjugarðanna, Fossvogi, eða skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi með góðum fyrirvara. Einnig er hægt að koma á skrifstofuna alla virka daga frá kl. 8.30 – 16 og fá upplýsingar og ratkort. Þá eru það eindregin tilmæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent skal á að Hjálparstofn- un Kirkjunnar verður með kertasölu í Kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag, segir í frétt frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Aðstoð veitt gest- um Kirkju- garðanna FYRIR skömmu var ný verslun opn- uð í verslunarmiðstöðinni Ljóninu á Ísafirði. Hér er um að ræða sérversl- un með undirfatnað og fylgihluti fyr- ir bæði kynin og nefnist Nærvera. Sigríður Þrastardóttir er eigandi Nærveru, betur þekkt fyrir vestan sem Sigga Þrastar. Nærfatnaðurinn í nýju búðinni er af öllum gerðum og stærðum og efn- ismagni, allt frá G-strengja nær- „buxum“ og upp í sérstök undirföt fyrir skotveiðimenn, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Ný sérverslun opnuð á Ísafirði „FYRIRTÆKIÐ VoiceEra í Bolung- arvík og Öryrkjabandalag Íslands gerðu fyrir nokkru með sér samn- ing um samstarf vegna þróunar raddstýrðs búnaðar sem nýst getur fötluðum. VoiceEra hefur að und- anförnu unnið að gerð slíks bún- aðar sem nýst getur ýmsum stofn- unum svo sem bönkum og stórfyrirtækjum. Búnaðurinn gerir fólki kleift að nýta sér þjónustu stofnananna með röddinni einni saman,“ segir í fréttatilkynningu. Samningur VoiceEra í Bolungarvík og Öryrkjabandalags Íslands Arnþór Helgason og Hallur Hallsson að lokinni undirritun samnings. Þróun raddstýrðs búnaðar í þágu fatlaðra VERSLUNIN Proxy, föndur og gjafavöruverslun, hefur verið opn- uð í Engihjalla 2–8, neðri hæð. Verslunin er með gifsföndurvörur. Einnig eru handunnar vörur frá Indónesíu, m.a. speglar, borð og stólar, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Þorkell Eigandi verslunarinnar, Guðrún María Þorgeirsdóttir, í versluninni. Ný föndur- og gjafavöru- verslun TRYGGVI Konráðsson í Snjófelli á Arnarstapa, sem rekur snjósleða- og troðaraferðir á Snæfellsjökul, situr venjulega uppi með margar brotnar troðaraspyrnur eftir sumarið. Yfir- leitt hafa þær lent á brotajárnshaug bæjarfélagsins en í vetur datt honum í hug að nýta þær á annan hátt. Tryggvi sauð spyrnurnar utan á járnrör og mótaði úr þeim grenitrés- laga „spyrnutré“ eins og hann kallar það sjálfur. Spyrnutréð var nokkuð þungt svo hann þurfti að flytja það með gröfu af verkstæðinu upp að heimili sínu og fyrirtæki þar sem hann kom því fyrir. Síðan keypti hann grenilengjur sem hann vafði utan um „greinarnar“ og skreytti svo tréð með ljósum og setti stjörnu sem hann bjó til sjálfur efst. Tréð lítur svo eðlilega út að þeir sem aka framhjá taka ekki eftir öðru en þarna standi skreytt grenitré, en þetta spyrnutré á þó eftir að endast ár eftir ár og vera merki um það sem hægt er að endurvinna úr efni sem annars er hent. Járnbent jólatré Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Jólatréð hjá Snjófelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.