Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TRILLUR ● Léttu þér vinnuna ● Gerðu langar vega- lengdir stuttar og þungar vörur léttar ● Sterk plastgrind og öflug hjól með legum Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is SOCO trillur - liprar og léttar - NOKKRAR nýútkomnar bækur voru kynntar í ferðamannafjósi í Vogum og var fjölmenni. Ástæða þessarar uppákomu er sú að Björn Þorláksson sem sleit barnsskónum við rekstur kúa foreldra sinna í Vogum er að senda frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið „Við“ sem hlotið hefur lofsamlega dóma gagnrýnenda. Þó ekki séu lengur kýr í fjósi hjá Þorláki og Lilju, foreldrum Björns, er þó enn búið með kýr á búi nágrannans. Björn las þarna með tilþrifum úr bók sinni, einnig las Jón Hjaltason úr bók sinni um Jóhann Svarfdæling og fleira var til skemmtunar með veitingum. Gestir tóku dagskránni afar vel, en það var bókaútgáfan Hólar sem stóð fyrir kynningunni. Alkunna er að mestu bók- menntaverk þjóðarinnar fyrir daga pappírs áttu uppruna sinn og endingu ekki síst að þakka naut- peningi og var því vel við hæfi að minna á það með lestri nútíma- bókmennta á þessum stað. Reynd- ar er ferðamannafjósið í Vogum sérstaklega byggt með það fyrir augum að gestir geti fylgst með fjósverkum gegnum gler úr hæfi- legri fjarlægð. Morgunblaðið/BFH Fjölmenni sótti bókmenntakynninguna í Vogafjósi. Bækur kynntar í Vogafjósi Mývatnssveit ATVINNULAUSUM á Norðurlandi eystra hef- ur fjölgað nokkuð á milli mánaða og töluvert mikið á milli ára, samkvæmt yfirliti frá Svæð- isvinnumiðlun Norðurlands eystra. Í lok síðasta mánaðar voru 363 á atvinnuleysisskrá á svæðinu, 193 konur og 170 karlar. Mánuði fyrr voru 305 manns á skrá og í lok nóvember í fyrra voru 256 manns á skrá á svæðinu. Á Akureyri voru 234 á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mánaðar og hafði fjölgað um 36 á einum mánuði. Í lok nóvember í fyrra voru 114 manns á atvinnuleysisskrá, eða 120 færri en voru á skrá um síðustu mánaðamót. Þá hefur orðið sú breyt- ing að karlar eru nú fleiri á skránni en konur, eða 126 á móti 108. Í Dalvíkurbyggð voru átta á atvinnuleysisskrá í lok síðasta mánaðar og hafði fjölgað um einn frá mánuðinum á undan en fækkað um fimm frá því í lok nóvember í fyrra. Heldur fleiri karlar eru á atvinnuleyisskrá en konur. Í Ólafsfirði fjölgaði einnig á skránni milli mán- aða. Í lok nóvember sl. voru 38 manns á skrá en 31 mánuði fyrr. Í lok nóvember í fyrra voru 43 á atvinnuleysisskrá í Ólafsfirði. Heldur fleiri konur eru án atvinnu en karlar. Störf í boði erlendis Helena Karlsdóttir, forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Norðurlands eystra sagði að at- vinnulausum í Ólafsfirði ætti eftir að fjölga nokk- uð tímabundið á næstunni, m.a. vegna stöðvunar í fiskvinnslu og þess að skip frá staðnum er á leið í slipp. Þar gæti verið um að ræða 50–100 manns. Aðspurð sagði Helena að ekki væri mikið framboð á vinnu hér á svæðinu. Hins vegar væri mögulegt að koma fólki í vinnu erlendis, á EES- svæðinu, m.a. í Noregi og þá sérstaklega á Ír- landi. „Við getum miðlað fólki í störf á EES- svæðinu en fólk hefur meiri áhuga á störfum er- lendis á vorin en nú yfir vetrartímann. Þetta er hins vegar möguleiki sem fólk ætti kannski að kynna sér.“ Helena sagði að þessi árstími væri alltaf slæmur og því töluvert margir um hvert starf sem losnar. „Miðað við þau svör sem við fáum frá fólki sem hingað sækir halda fyrirtæki að sér höndum um þessar mundir.“ Atvinnulausum fjölgar enn EISTNESKIR tónlistarmenn, sem allir eru búsettir á Norðurlandi eystra, halda tónleika í Deiglunni á Akureyri föstudagskvöldið 14. des- ember og hefjast þeir kl. 21. Þar verður ný og fjölbreytt dag- skrá flutt. Strengjakvartett, fiðlu- leikur, sellóleikur, básúnuleikur, ein- söngvarar, tónlist úr söngleikjum, dægurlög og írsk tónlist verður á meðal þess sem hinir eistnesku tón- listarmenn flytja gestum. Tónlistar- mennirnir sem fram koma eru: Jaan Alavere, Kaldo Kiis, Kulliki Matson, Lauri Toom, Mait Trink, Marogt Kiis, Marika Alavere, Tarvo Nomm og Valmar Väljaots en hljóðmaður er Kristján Halldórsson. Tónleikarnir eru haldnir í sam- starfi við Norrænu upplýsingaskrif- stofuna og Gilfélagið. Eistneskir tónlistarmenn MIKILL áhugi er fyrir störf- um hjá Akureyrarbæ og ÁTVR á Akureyri ef marka má fjölda umsókna um þrjár stöð- ur sem auglýstar voru nýlega og umsóknarfrestur um rann út í byrjun vikunnar. Alls bár- ust um 130 umsóknir um þess- ar þrjár stöður. Alls bárust 56 umsóknir um stöðu verslunarstjóra ÁTVR og 46 umsóknir um stöðu verk- efnisstjóra kynningar og upp- lýsingarmála hjá Akureyr- arbæ, sem er ný staða á þjónustusviði. Þá bárust 27 umsóknir um stöðu deildar- stjóra fjármálasviðs Norður- orku, orkufyrirtækis Akureyr- arbæjar. Mikill áhugi fyrir laus- um störfum NÝ OG endurbætt myndgrein- ingardeild við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri hefur verið tekin í notkun og var Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra við- staddur við það tækifæri. Vinna við endurskipulagn- ingu myndgreiningardeildar- innar hófst á síðasta ári og hófst þá jafnframt undirbúningur að kaupum á nýjum tækjabúnaði. Heimild fékkst til að bjóða út tvö ný röntgentæki á fjárlögum þessa árs. Var annars vegar um að ræða fjölnota röntgentæki og hins vegar nýtt tölvusneið- myndatæki. Voru þau bæði boð- in út í aprílmánuði síðastliðnum og í framhaldinu samið við Ein- ar Farestveit um kaup á tækj- um. Endanlegt kaupverð tækj- anna var 104 milljónir króna, en vegna gengisbreytinga hækk- uðu þau um 24 milljónir frá upp- haflegri áætlun. Unnið var að því á þessu ári að breyta húsnæði deildarinnar, en stærð þess er um 210 fer- metrar. Vinnuaðstöðu var breytt, aðstaða útbúin fyrir ný tæki og eldri tæki flutt til. Kostnaður við breytingar á hús- næði nam um 16 milljónum króna. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Ný mynd- greining- ardeild í notkun ATHUGUN á hagkvæmni þess að byggja nýja slökkvistöð fyrir slökkvilið Akureyrarbæjar og Flugmálastjórnar við Akureyrar- flugvöll er enn í gangi en nokkur töf hefur orðið á þeirri vinnu. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, hefur ekki verið tekin ákvörðun um að byggja og enn eru ýmsir óvissu- þættir til skoðunar. Tómas Búi sagði að staðsetning nýrrar slökkvistöðvar yrði á upp- fyllingu vestan flugbrautar, á svæð- inu frá flugstöð og norður að gatnamótum Þórunnarstrætis og Drottningarbrautar. Hann sagði að hugmyndin væri að byggja um 2.000 fermetra húsnæði undir starfsemi beggja slökkviliða, sem er svipaður fermetrafjöldi og slökkviliðin ráða yfir sameiginlega í dag, við Árstíg og á Akureyrarflug- velli. Breyta þurfi skipulagi vegna framkvæmdanna Tómas Búi sagði að breyta þyrfti skipulagi vegna framkvæmdanna og að vafalaust yrði að fara fram umhverfismat. Þá yrði að vinna for- hönnun þannig að fyrir lægi hvað verkið kostar. Hann sagði stefnt að því að ljúka undirbúningsvinnu fyr- ir næsta haust og í kjölfarið yrði tekin ákvörðun um hvort ráðist yrði í framkvæmdir eða ekki. Slökkvilið Akureyrar tók yfir rekstur slökkviliðs Akureyrarflug- vallar um síðustu áramót, sam- kvæmt samningi við Flugmála- stjórn. Bygging nýrrar slökkvistöðvar við Akureyrarflugvöll Ákvörðun liggi fyrir næsta haust FYRIRTÆKIÐ Þekking-Tristan hf. hefur átt talsvert samstarf við Háskólann á Akureyri (HA) á und- anförnum árum þar sem nemendur hafa komið og unnið ýmis verkefni sem tengjast námi þeirra við skól- ann. Í vetur hefur þetta samstarf verið með mesta móti og hafa 7 verkefni verið unnin á haustönn 2001 fyrir fyrirtækið. Aðallega hefur verið um að ræða verkefni nemenda úr rekstrardeild en einnig er unnið að því að koma á samstarfi við nýja upplýsinga- tæknibraut sem hóf göngu sína nú í haust. Nemendur hafa unnið verkefni tengd námskeiðum, s.s. í gæðastjórnun, markaðsfræði, stefnumótun og gæðakerfi, svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin með því að láta nemendur koma og vinna náið með starfsfólki Þekk- ingar-Tristan er sú að þannig komast nemendur í tengsl við at- vinnulífið og um leið fær fyrirtæk- ið að njóta hæfni nemenda og kennara við að leysa ákveðin verk- efni. Magnús V. Snædal, gæðastjóri Þekkingar-Tristan, sagði þetta samstarf gagnast báðum aðilum og víkka sjóndeildarhring hjá starfs- mönnum fyrirtækisins og nemend- um háskólans. Verkefnin hafi verið faglega unnin og öll gagnist þau fyrirtækinu að einhverju leyti. Þekking-Tristan hefur ráðið til sín nemendur úr HA að loknu námi auk þess sem starfsfólk fyr- irtækisins hefur verið duglegt að sækja nám við HA til að afla sér þekkingar og símenntunar. Þrír starfsmenn fyrirtækisins stunda nú nám við Háskólann á Akureyri. Þekking-Tristan og Háskólinn á Akureyri í samstarfi Háskólanemar vinna verkefni fyrir fyrirtækið GAMLAR jólagjafir nefnist lítil sýning sem sett hefur verið upp á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sýningin saman- stendur af gömlum barnabók- um, leikföngum og ýmsu öðru dóti frá fyrri tíð. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa sjúklingum, gestum og starfs- fólki sjúkrahússins tækifæri til að rifja upp bernskuna og líta augum aftur barnabækur sem ef til vill hafa leynst í jóla- pakkanum á æskuárum þess. Flestar eru bækurnar frá ár- unum 1940 til 1955 en einnig getur að líta eldri bækur, svo sem kennslubækur í lestri. All- ir sýningargripirnir eru í eigu starfsmanns sjúkrahússins, Valgarðs Stefánssonar, sem hefur safnað að sér ýmsu dóti gegnum tíðina. Sýningin stend- ur til 6. janúar næstkomandi. Gamlar jólagjafir á sýningu í Fjórðungssjúkrahúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.