Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Gistihús Regínu Mjölnisholti 14, 3. hæð, símar 551 2050 og 898 1492 Það verður opið að venju hjá okkur um jólin og áramót frá 13. des. til 5. janúar við óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla, árs og friðar. Verð á herb. og íbúðum yfir hátíðarnar: Stúdíóíbúð kr. 5.000 nóttin eða kr. 20.000 vikan. 2ja manna herb. með aðgangi að baði nóttin kr. 4.000,- eða kr. 15.000 vikan. Eins manns herb. kr. 2.500 nóttin eða kr. 15.000 vikan Ekki er um morgunverð að ræða á þessu tímabili. Gleðileg jól. Áður en ég kveð er eftir Mary Higgins Clark. Jón Daníelsson hefur snúið á ís- lensku. Í kynningu seg- ir m.a.: „Þegar bátur Adams Caulfields spring- ur í loft upp með hann og nokkra nána viðskiptafélaga innanborðs leiðir rannsókn í ljós að furðumargir hefðu getað talið sig hafa ástæðu til þess að koma sprengju fyrir í bátnum.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 293 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 3.480 kr. Skáldsaga Langt út í geim er í flokki barna- og ung- lingabóka frá Newton. Jón Daníelsson hef- ur íslenskað. Hér segir frá fyrstu hug- myndum manna um geimferðir, fyrstu geimferðunum og þróun þeirra, að búa í geimnum, geim- rannsóknum og framtíð mannkyns- ins úti í geimnum. Nokkrir efn- isþættir, sem fjallað er um eru geimferjur, könnun Mars, um borð í geimfari, bækistöðvar á tunglinu, geimverur, orka sólarinnar og margt fleira. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 52 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 2.380 kr. Á smygl- araslóðum er eftir Harald Skjöns- berg. Þórunn Halla Guðlaugs- dóttir þýddi. Á smygl- araslóðum gerist í Noregi á árunum eftir síðari heims- styrjöldina. Þar segir frá tveimur drengjum sem verða vitni að smygli og viðbrögðum þeirra þegar ljómi æv- intýris snýst upp í bitran raunveru- leika. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 67 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 1.980 kr. Svanur elskar Soffíu er eftir þá Sören Olsson og Anders Jacobs- son. Jón Daní- elsson þýddi. Í kynningu segir m.a.: Svanur And- ersson – kvenna- gullið fræga, rómantíski riddarinn, hetja allra stelpna. Skyndilega virðist allt vera orðið öfugsnúið. Nú eru það grimmilegir tölvuleikir sem gilda, þungarokk og hokkímyndir. Og því miður virðist meira að segja Soffía vera hrifnari af þessum hörðu og sterku strákum, sem eru allt það sem Svanur er ekki.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 165 bls., prentuð í Lettlandi. Verð: 2.380 kr. Unglingar TALSVERT hefur borið á nýjum aðferðum rithöfunda sem skrifa fyrir börn og unglinga. Samkeppnin um athygli lesenda kallar á nýjar leiðir og nýjar aðferðir. Samt er hefðin aldrei langt undan. Artemis Fowl er mjög sérstæð saga. Hún fjallar um 12 ára pilt sem býr yfir, að því er virðist, meiri greind heldur en gengur og gerist með fólk. Hann er eiginlega hvort tveggja í senn, magnaður njósnari og málvísindamaður en jafn- framt drengur sem lýtur sömu lög- málum og drengir gera yfirleitt. Artemis Fowl lendir í samskiptum við afskaplega sérkennilegar verur. Hann telur að sér nægi ekki venjuleg- ir mannheimar og því leitar hann á vit álfa og annarra vera sem ekki geta talist hefðbundnar í heimi venjulegs fólks. Og hann finnur sig knúinn til að halda við hefð ættar sinnar. Artemis Fowl fær í hendur óskilj- anlegan texta sem honum tekst með hjálp tækninnar og einstaks næmis og skilnings að þýða á mannamál. Þá áttar hann sig á að hann á við álfa að glíma. Hann kemst líka á snoðir um að þeir eru ekki auðveldir viðfangs. Höfundur bókarinnar er írskur kennari, Eoin Colfer. Löngu áður en bókin kom út virtust útgefendur víða um heim veðja á hana og óhætt er að telja hana lofa góðu á hinum mikla sam- keppnismarkaði sem barna- og unglinga- bækur þurfa að sækja inn á og kvikmynda- réttur hefur þegar ver- ið seldur. Í viðtölum hefur höfundurinn harðneitað þeim full- yrðingum sem sumir hafa haldið fram að þessi bók hans sé líkleg til að veita bókunum um Harry Potter verð- uga samkeppni, en fáar bækur hafa fengið jafn mikla athygli og þær á undanförnum áratugum. Hann hefur nú þegar haft af henni umtalsverðar tekjur sem koma til með að gera honum kleift að stunda skriftir áfram. Lesandinn þarf í raun og veru að gera upp við sig hvers konar mann- eskja Artemis Fowl er. Er hann venjulegur drengur eða er hann út- smoginn njósnari og þrjótur? Getur tólf ára drengur búið yfir eiginleikum hins síðarnefnda? Og getur barn nokkru sinni hætt að vera barn? Kannski er þessi bók eitt skemmti- legasta dæmi um það hversu óskýr mörk eru að verða á bókum fyrir börn og fullorðna. Kannski segir hún okkur það líka að bók sem bæði börn og full- orðnir hafa gaman af hljóti að vera góð bók. Kannski veitir ævintýrablær frásagnarinnar henni ákveðið forskot, forskot sem erfitt er að keppa við, af því að okkur er öllum eiginlegt að þykja ævintýrið höfða til okkar. Það virðist vera gróska í breskri barnabókaútgáfu. Margir athyglis- verðir höfundar eru áberandi á bóka- markaði þar í landi. Góðu heilli hafa íslenskir bókaútgefendur áttað sig á því og þess vegna eru breskir höfund- ar talsvert áberandi á íslenskum markaði. Þá er ekki verra að málhagir þýðendur íslenski bækurnar eins og Guðni Kolbeinsson gerir í þessu til- fellli og þar fær hann útrás fyrir hæfni sína við að íslenska erlend hug- tök. Þetta er góð bók, sem á án efa eftir að vekja verðskuldaða athygli lesenda. BÆKUR Barna- og unglingasaga ARTEMIS FOWL Sigurður Helgason Nýstárleg bók fyrir ungmenni Eftir Eoin Colfer. Íslensk þýðing Guðni Kolbeinsson. Útgefandi JPV forlag, Reykjavík, 2001. Prentvinnsla: Prentuð í Danmörku. 280 bls. ÞÆTTIRNIR í bók þessari – rit- aðir bæði á ensku og íslensku – eru í raun utan flokka í bókmenntalegum skilningi; standa einhvers staðar á milli örsagna og prósaljóða. Heiti bókarinnar, Vinjettur, lýtur nokkurn veginn hinu sama. Íslenskir bóka- gerðarmenn hafa löngum notað orð þetta um smágerðar bókaskreytingar sem komið er fyrir við upphaf eða lok kafla, oftar en ekki til eyðufyllingar. Orðið er komið úr frönsku. Yfirfærð merking þess rekur slóða til þess er teikningar af vínteinungum þóttu henta vel til bókaskreytinga. Lengd þáttanna er tíðast í kringum hálf blað- síða, stundum minna, stundum meira. Efnið er af ýmsum toga spunnið, hversdagslífslýsingar, hugleiðingar, dæmisögur – stundum allt þetta í ein- um og sama þættinum. Höfundurinn gerir sér far um að minna á hamskipt- in í lífinu og náttúrunni og skoða hlut- ina frá ólíkum sjónarhornum, stund- um beinlínis gagnstæðum. Taka má sem dæmi þátt sem höfundur nefnir Regnið. Fyrst er lýst áhrifum þeim sem drungalegur úrkomudagur hefur á mannlífið. Síðan er minnt á hina hlið málsins, nauðsyn vatns- ins fyrir allt sem lifir. Á norðurhveli jarðar verði menn þungir á brún í dimmviðrinu. Annars staðar á jörðinni, þar sem allt er að skrælna úr þurrki, sé rigning hins vegar kærkomin og dásömuð. Í fram- haldinu er svo drepið á baráttuna um vatnið. Regnlandsferðir geti í fyllingu tímans orðið jafneftirsóknarverðar fyrir suma jarðarbúa og sólarlandaferðir fyrir aðra. Ást úti í hrauni nefn- ist ljóðrænn þáttur þar sem höfundur leitast við að sýna mannlífið við mis- munandi aðstæður: Tískuhús í París sendir sýningarstúlkur til Íslands þar sem þær eru myndaðar með stórfeng- legar auðnir landsins að bakgrunni. Hugmyndin er góð, enda kann hún að styðjast við raunveruleg dæmi úr samtíðinni. Andstæðurnar eru aug- ljósar, allt að yfirþyrmandi. En að blanda saman við þetta kynlífsórum eins og gert er í þættinum? Það drep- ur efninu á dreif; gerir áhrifin af and- stæðunum harla mátt- lítil. Sama máli gegnir um þáttinn Ást á milli hæða. Þar segir frá ungri konu í fjölbýlis- húsi sem gengur til náða en festir ekki svefn vegna gleðskapar og hávaða frá nágrönnun- um undir og yfir íbúð hennar. Efnið er tilvalið út af fyrir sig. En mun- úðarþoka sú, sem yfir- skyggir endinn, deyfir mynd sem annars hefði getað verið hrein og skýr, og ef til vill áhrifa- mikil. Betri er þátturinn Jól, dæmisaga úr samtíðinni, saga um lífsleiða og firringu: Lítill snáði bíður spari- klæddur eftir dásemdum þeim sem hátíðin muni færa honum. Farið er til kirkju. Messan fer meira og minna fram hjá honum. Sest er að borði. Á borðum er þjóðlegur matur. Að mál- tíð lokinni eru pakkarnir opnaður. Út úr þeim velta leikföng. Sannkölluð ánægjustund. Á borði stendur krist- alsskál, full af sælgæti. Snáðinn tekur skálina og lyftir henni á höfuð sér. Sælgætinu snjóar niður í kringum hann. Skálin fellur á gólfið og brotnar. Drengurinn, sem hafði verið svo sæll og glaður, áttar sig ekki á kringum- stæðunum en verður skelfingu lost- inn. Óhappið á þó eftir að verða hon- um dýrmæt reynsla. Þar með rennur upp fyrir honum að lífið er fallvalt. Í Afrekshópnum er sagt frá mið- aldra herramönnum í líkamsræktar- tíma. Þeir eru látnir hlaupa og sprikla eins og þeir eigi lífið að leysa. Þjálf- arinn knýr þá áfram með ögrandi hvatningarorðum. Öll á sú lýsing að vera auðskilin. Nema hvað undirrit- aður áttar sig ekki á hvað er að »boxa fram«. Grunnhugmynd þáttarins er hin sama og í sögunni um drenginn og kristalsskálina: Lífsreynslan fæst ekki nema fyrir einhvers konar áreynslu eða jafnvel mistök. Þessi fjögur dæmi ættu að nægja til að gefa hugmynd um fjölbreytni þáttanna. Smáform útheimta meiri hugkvæmni og vandvirkni en stór- verk, allt eins og skarpari sjón þarf til að setja saman úr en jarðýtu. Ef horft er til stílsins út af fyrir sig er enginn byrjandabragur á bók þessari, enda er höfundurinn kominn á miðjan ald- ur. Dæmisögurnar eru yfirhöfuð betri en ljóðrænu ívöfin. Þar kann höfund- urinn að njóta reynslu sinnar og ald- urs. Að útliti og frágangi eru Vinjettur hin vandaðasta bók. BÆKUR Örsögur Eftir Ármann Reynisson. 95 bls. Útg. Ár – Vöruþing. Prentun: Delo Tiskarna, Slov- enia. 2001. VINJETTUR – VIGNETTES Ármann Reynisson Erlendur Jónsson Smáform ÍÞRÓTTIR og þá sérstaklega knatt- spyrnan eru fyrirferð- armikill þáttur í lífi margra. Enska knatt- spyrnan nýtur mikilla vinsælda hér á landi og hið fornfræga félag Liverpool frá sam- nefndri borg á Eng- landi á fjölmarga stuðningsmenn á Ís- landi. Bókin Rauði herinn – saga Liver- pool 1892-2001, er fyrst og fremst skrif- uð fyrir þá sem teljast til áhang- enda liðsins – þó að aðrir íþrótta- áhugamenn geti einnig haft ánægju af. Bókin er í stóru broti, letrið er stórt sem hentar vel yngri lesend- um og fjölda svart-hvítra mynda er að finna í bókinni. Stiklað er á stóru í flestu því sem viðkemur hinu sögufræga Liverpool-liði allt frá því að það var stofnað af John Hould- ing árið 1892 og fram til ársins 2001. Margt skemmtilegt leynist undir yfirborðinu í sögu Liverpool. Höf- undar bókarinnar rekja gang mála á hverju keppnistímabili fyrir sig í stuttu máli. Leikjalýsingar taka töluvert pláss í umfjölluninni. Leik- irnir eru að sjálfsögðu það sem hæst ber í sögu félagsins en því er ekki að leyna að lýsingarnar verða keimlíkar hver annarri þegar líður á bókina – þrátt fyrir að um sé að ræða nýja frásögn í hvert sinn. Þeir leikmenn sem voru hvað mest áber- andi á hverju tímabili fyrir sig fá því ekki mjög ítarlega umfjöllun þar sem kafað er djúpt í feril þeirra og tölfræði, en á stundum hefði vægi leikjalýsinganna mátt vera minna. Það er nokkuð auðvelt að finna einstaka viðburði í sögu fé- lagsins, titlar viðkomandi kafla segja það sem segja þarf. Í bókinni eru stuttar sögur eða staðreyndir um félagið. Að ósekju hefði mátt brjóta heildarmynd bókarinnar meira upp með slíku. Í textanum leynast atburðir sem gætu farið framhjá lesendum. Dæmi um slíkt er að einn frægasti hnefaleikari heims, Joe Louis, var skráður sem leikmaður Liverpool árið 1944, ekki var leyft að nota varamenn á Eng- landi fyrr en árið 1965, hlutkesti réð úrslitum í framlengdum leik gegn Anderlecht í Evrópukeppni en myntin endaði uppá rönd í fyrstu tilraun, sagan af þróun hins „alrauða“ keppn- isbúnings liðsins er at- hyglisverð og svona mætti lengi telja. Allir framkvæmdastjórar fé- lagsins koma að sjálf- sögðu við sögu. Ekki er víst að yngri kyn- slóðin muni eftir Don Welsh, Bill Shankly, Bob Paisley hvað þá Kenny Dalglish en bókin gefur ágæta mynd af gangi mála hjá framkvæmdastjór- unum og hvernig þeir féllu í kramið hjá stuðningsmönn- um liðsins. Kápa bókarinnar er velheppnuð og engu er ofaukið í þeim efnum. Eins og áður segir er letrið stórt og myndirnar eru allar svart-hvítar. Kostnaðarvitund útgefenda hefur eflaust ráðið mestu um að bókin er ekki prentuð í lit og á dýrari pappír en slíkt hefði að sjálfsögðu gert bókina að eigulegri grip. Ísland kemur við sögu í bókinni og eðlilegt hefði verið að taka þau tengsl meira fyrir. Fyrsti Evrópuleikur félagsins fór fram hér á landi gegn KR árið 1964. Tveimur áratugum síðar lék enska liðið gegn KR á ný á Laug- ardalsvelli í tilefni af 85 ára afmæli íslenska liðsins, þar sem Gunnar Gíslason skoraði í tvígang í 2:2 jafn- tefli liðanna. Keflvíkingurinn Hauk- ur Ingi Guðnason var einnig á mála hjá félaginu um þriggja ára skeið. Þessir kaflar í bókinni eru afar snauðir. Engar frásagnir eru frá þeim íslensku leikmönnum sem léku þessa leiki. Haukur Ingi tjáir sig ekki um leikmenn, félagið og hvernig hann upplifði veru sína hjá Liverpool. Að auki lék Ian Ross með Liverpool um tíma en Ross þjálfaði m.a. Val, KR og Keflavík en Ross tjáir sig ekkert í bókinni. Það sama má segja um einn merk- asta leikmann Liverpool, Ian Rush, sem hefur komið til landsins á und- anförnum árum til að kenna ungum knattspyrnumönnum. Skortur á íslensku kryddi BÆKUR Íþróttir Höfundar: Agnar Freyr Helgason og Guð- jón Ingi Eiríksson. Kápa og umbrot: Egill Baldursson. Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Hólar, Akureyri, 2001. 143 bls. RAUÐI HERINN SAGA LIVERPOOL 1892–2001 Sigurður Elvar Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.