Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Tryggvi Helga-son fæddist á Akranesi 19. apríl ár- ið 1900. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Illugadóttur frá Stóra-Lambhaga í Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, og Helga Guðbrands- sonar frá Klafastöð- um í sama hreppi. Hann andaðist á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 5. þ.m. Tryggvi var fjórða barn af þrettán börnum foreldra sinna sem öll komust upp. Tryggvi bjó með fjölskyldu sinni fyrst á Akranesi til 24 ára aldurs og síðan í Reykjavík. Tryggvi fór snemma að taka þátt í lífsbaráttu fjölskyldunnar, hann var 10–15 ára í sveit á sumrin og 15 ára fór hann til Reykjavíkur að leita sér að atvinnu, fyrst í landi en 16 ára byrjaði hann á fiskiskútu og síðar á vélbátum, stórum og smáum, og loks togurum. Um þrítugt fluttist Tryggvi til Norðurlands, fyrst til Hríseyjar og síðan eða um 1933 til Akureyrar og bjó þangað til hann var áttræður. Aðalstarfsvettvang- ur Tryggva var því Akureyri, þar var hann einkum þekktur fyrir fé- lagsmálastörf sín. Hann var for- maður Sjómanna- félags Eyjafjarðar í 40 ár, formaður Verkalýðssambands Norðurlands lengi, starfaði lengi í Sós- íalistaflokknum og sat í stjórn Útgerð- arfélags Akureyr- inga frá stofnun þess og síðan meðan hann var búsettur á Akureyri. Hann var í bæjarstjórn Akur- eyrar í fjögur kjör- tímabil. Á síðari hluta æv- innar, eftir að Tryggvi var hættur sjómennsku, var hann mikið starfandi í fastanefndum, svo sem verðlagsnefnd um fiskverð, síld- arútvegsnefnd og byggðanefnd og var það í tengslum við störf hans hjá verkalýðsfélögunum. Tryggvi eignaðist einn son Hákon með Valgerði Jónsdóttur. Tryggvi hóf búskap með Sigríði Gróu Þorsteinsdóttur en hún átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi, þá Þorstein, Benedikt og Styrmi Gunnarssyni, og gekk hann þeim í föður stað. Síðar tóku þau Guð- nýju Styrmisdóttur í fóstur og ólu hana upp. Útför Tryggva fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Tryggvi afi minn var einstaklega vel gerður maður. Hann var sá sem vildi kalla fram gleði fólksins síns og annarra í kringum sig. Hann vildi að aðrir skildu hversu mikilvægt og stórkostlegt það er að sýna mildi og fórnfýsi en það gerði hann allt sitt líf. Ég tel mig hafa verið lánsama að hafa alist upp á heimili afa Tryggva og Sigríðar ömmu minnar. Það var sérstakur virðuleikablær yfir sam- bandi ömmu og afa. Þau töluðu mik- ið saman og voru samtaka í flestu. Ég man aldrei eftir að þau hafi deilt þó að ekki væru þau alltaf sammála. Heimili þeirra var mjög gestkvæmt og ég man hvað þeim báðum þótti gaman þegar vinir og ættingjar komu í heimsókn. Afi var langtímum í burtu því hann stundaði lengst af sjómennsku þar til að hann á síðari hluta ævinnar helgaði starfskrafta sína verkalýðs- og félagsmálum. Þá eru svo ótal margar minningar sem leita á hug- ann þegar litið er til baka. Ein af fyrstu minningunum sem ég á um afa, var þegar hann sat með mig á hnjánum og var að kenna mér vísur. Ég var fljót að læra vísur og hafði hann unun af því að kenna mér þær. Ég man líka sérstaklega eftir þegar ég fékk að fara með afa í bæinn og niður á Oddeyrartanga að skoða skipin og aflann sem sjómennirnir komu með að landi. Afi átti aldrei bíl svo að þetta var töluvert ferðalag. En mikið þótti mér þreytandi hvað hann þurfti oft að stoppa til að spjalla við fólk. En sú þreyta aftraði því ekki að ég vildi alltaf fara aftur með honum. Oft gengum við líka upp á Grísa- ból, þar voru líka naut sem ég var mjög hrædd við en vildi samt fá að sjá aftur og aftur. Það var einn af kostum afa hversu gaman hann hafði af því að segja frá og á þessum gönguferðum okkar sagði hann mér oft sögur frá því að hann var lítill strákur heima í Lykkju og frá því þegar hann var í sveit. Afi átti svo góðar minningar frá því að hann sat yfir ánum í sveitinni og ímyndaði sér margar myndir í náttúrunni. Afi átti ásamt fleirum 100 tonna fiskibát sem hét Auður. Þessi litla útgerð átti bragga úti á Gleráreyrum. Ég fékk nokkrum sinnum að fara með afa út í bragga og hjálpa til við að útbúa bát- inn á veiðar. Þar kenndi afi mér að hnýta öngla og lakka lestarborð. Það eru tuttugu ár síðan amma Sigríður dó eftir að hafa verið veik í nokkur ár. Það var aðdáunarvert hversu afi hugsaði þá vel um hana og sýndi henni hlýhug og nærgætni. Eftir að ég flyt til Luxemborgar var það fastur liður í mörg ár að afi kom í heimsókn til okkar. Við höfð- um það fyrir venju þegar hann kom að fara í ferðalag, keyra eitthvað um Evrópu og eru margar ferðirnar ógleymanlegar. Mér eru minnis- stæðastar ferðirnar til Parísar, í Rínardalinn og þegar afi var níutíu ára hélt hann upp á afmælið sitt við Gardavatn á Ítalíu. Afi var svo skemmtilegur ferðafélagi meðal annars af því að hann var svo vel að sér í landafræði og sögu, en það voru uppáhaldsnámsgreinarnar hans í skóla. Afi var mjög góður námsmaður. Hann var alltaf með allra hæstu ein- kunnir í skóla og hafði sérstaklega fallega rithönd og hélt henni næst- um tilæviloka. Ég kveð afa minn með söknuði, megi minningin um sómamann lifa í hjörtum okkar og hjálpa okkur við að takast á við lífið eins og hann gerði. Guðný. Einn besti og traustasti forystu- maður íslensku verkalýðshreyfing- arinnar um áratugaskeið, Tryggvi Helgason, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Akureyrar er lát- inn. Tryggvi var maður sérstakrar gerðar. Það var eins og í persónu hans og athöfnum birtust bestu eðl- iskostir íslenskrar alþýðu, seiglan og traustleikinn sem engar torfærur fengu hindrað og ekkert mótlæti bugað sem fleytt hafa henni yfir margvíslega erfiðleika í áranna rás. Tryggvi Helgason var aldrei mað- ur hávaðasamra yfirlýsinga. Forysta hans var jafnan íhugul og með af- burðum farsæl. Margra ára sjó- mennska kenndi honum að líta til lofts, taka sólarhæð og leitast við að spá í fyrirætlanir veðurguðanna áð- ur en haldið var úr höfn, og þeirri reglu fylgdi hann einnig á vettvangi félagslegra umsvifa og átaka. Slík reynsla til viðbótar ágætri greind og óvenjulegum hyggindum gerðu Tryggva að sjálfkjörnum leiðtoga norðlenskrar sjómannastéttar og raunar allrar verkalýðsstéttarinnar á Norðurlandi, auk þess sem hann gegndi mikilvægum trúnaðarstörf- um fyrir sjómannastétt alls lands. Tryggvi varð snemma formaður Sjómannafélags Norðurlands og síð- ar Sjómannafélags Akureyrar í ára- tugi. Hann var fyrsti forseti Alþýðu- sambands Norðurlands og átti um skeið sæti í stjórn Alþýðusambands Íslands. Hann starfaði lengi í verð- lagsráði sjávarútvegsins og vann þar mikið og gott starf fyrir íslenska fiskimenn. Tryggvi var bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Sósíalistaflokkinn í 16 ár og reyndist þar sem annars staðar traustur og nýtur forystu- maður. Sat hann í stjórn Útgerðar- félags Akureyringa hf og var raunar einn helsti frumkvöðull að stofnun togaraútgerðar á Akureyri sem haft hefur geysimikla þýðingu fyrir at- vinnulífið í bænum og afkomu bæj- arbúa. Í öllum sínum margháttuðu störf- um aflaði Tryggvi Helgason sér vin- sælda og trausts samstarfsmanna og þeirra samtaka sem sýnt hafa hon- um trúnað og falið honum vandasöm verk að vinna. Hann var óvenjulega vel verki farinn, einstaklega glögg- ur, gætinn og raunsær, enda hafa gæfa og farsæld fylgt honum í öllum hans störfum. Ég er verulega stolt af afa. En það sem mestu skipti var að ég átti hann að sem þann besta afa sem nokkur gat hugsað sér. Kynslóðabil var ekki til hjá honum, alltaf gat hann fengið umræðugrundvöll við alla um nánast allt. Hann fylgdist með framvindu náms hjá mér og okkur systkinun- um, barnabörnin komu hvert á fætur öðru og var þar það sama, þeim var hann ekki bara langafi heldur einnig vinur og félagi. Honum var annt um alla sem í kring um hann voru. Alltaf báru amma og afi mikla virðingu fyrir hvort öðru,voru sam- stiga, tóku tillit hvort til annars og aldrei deildu þau. Þannig liðu fimm- tíu ár hjá þeim, og þau ár sem ég átti með þeim voru dýrmæt. Þau voru bæði hafsjór af fróðleik og sögðu alltaf við mig: Hafðu trú á sjálfa þig. Þú getur meira en þú heldur. Betri manni en Tryggva Helga- syni hef ég aldrei kynnst, aldrei féllu þung orð í minn garð, alltaf horfði hann á björtu hliðarnar á öllum mál- um og gerði gaman að. Hann er ná- kvæmt dæmi um mann sem hafði allt að gefa, vildi allt fyrir mann gera og maður kom alltaf ríkari frá hon- um aftu,r hann gaf svo mikið af sér, að hlusta á hann fannst mér stund- um eins og ég væri að hlusta á Ís- landssöguna, hann mundi svo mikið, hafði kynnst svo mörgu á sinni lífs- göngu. Það voru forréttindi að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur og njóta þín. Gleðinnar, faðmlaganna, koss- anna, jákvæðninnar og alls þess góða sem þú gast svo auðveldlega gefið mér. Að lokum vil ég senda þér smá ljóð um leið og ég þakka þér allar þær yndislegu stundir sem þú gafst mér og börnunum mínum. Þú lifir áfram í minningu minni. Hafðu þökk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigurlína Hólmfríður Styrmisdóttir. Elsku afi, ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar hvort sem þær voru á Íslandi eða í Lúxemborg. Guð blessi minningu Tryggva afa míns. Þú sefur eins og bylgja sem vindar hafa vaggað í værð á lygnum fleti. Andar hljótt. Og liljuhvítar mundir hafa lokað augum þínum og ljóssins dísir boðið góða nótt! Svo fagurt er vort mannlíf, svo fullt af ást og mildi, þó feyki visnum blöðum gegnum draum þinn stormaher. Ímynd þess, sem vonar, sem verndar allt og blessar skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Íris. Elsku afi, við vorum alltaf svo stoltir af þér og verðum það alltaf. Þessar ljóðlínur finnast mömmu og ömmu alltaf svo fallegar og okkur finnst þær eiga við núna. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þótt styttist dagur, daprist ljós og dimmir meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. Margr. Jónsd.) Elsku afi, Guðný og Hákon og ást- vinir allir, Guð blessi ykkur öll. Gunnar Rafn, Héðinn og Baldvin Jónssynir. Vegna náinnar vináttu móður minnar við Sigríði Þorsteinsdóttur var ég kunnugur Tryggva Helgasyni og heimili þeirra Sigríðar á Akureyri frá unga aldri. Náin kynni hafði ég þó ekki af Tryggva fyrr en miklu síð- ar, er ég gegndi formennsku í Verð- lagsráði sjávarútvegsins, en þar var hann löngum fulltrúi sjómanna. Þau kynni voru með ágætum. Tryggvi var einstaklega glöggur á þau mál- efni sem um var fjallað, fastur fyrir en þó sanngjarn. Hann þekkti til hlítar hug umbjóðenda sinna, og því mátti treysta að það stæðist sem hann hafði fallist á. Einkum eru mér minnisstæðar viðræður við hann á árunum 1968 og 1969, þegar miklir erfiðleikar gengu yfir. En Tryggvi var ekki aðeins traustur samningamaður. Hann fjörgaði langa fundi með hæglátri gamansemi, og þegar menn gerðu sér glaðan dag að loknu þófinu var hann manna málreifastur. Eitt sinn lýsti hann þá í ítarlegu máli þroska- ferli sínum í lífsskoðunum, og þá einkum hvernig hann hefði sann- færst um ágæti lýðræðislegra hátta í stjórnmálum og atvinnumálum. Ég minnist Tryggva Helgasonar af hlý- hug og virðingu. Jónas H. Haralz. Þeir stóðu alltaf saman í gegnum þykkt og þunnt í verkalýðsbarátt- unni, og varð sjaldan ef nokkurn tíma sundurorða, þrátt fyrir mis- munandi pólitískar skoðanir, faðir minn, Jón Sigurðsson, fyrsti formað- ur Sjómannasambands Íslands, og sá, sem nú er kvaddur eftir langan ævidag, Tryggvi Helgason, og urðu líka mjög góðir vinir í kjölfarið. Það varð líka sjálfsagt að heiðra þá sam- an á Sjómannadaginn fyrir störf sín í þágu sjómanna. Hann virtist vera góður vinur vina sinna. Aldrei komum við, ég og for- eldrar mínir, svo til Akureyrar á sumrin, að við værum ekki boðin heim á Eyrarveginn, þegar Tryggvi og Sigríður vissu af okkur í bænum. Tryggvi átti líka ófá sporin heim til foreldra minna á Kvisthaganum, og ef Sigríður var með honum, þá komu þau bæði. Alltaf kom Tryggvi gang- andi, hafði aldrei átt bíl um ævina, sagði hann, og kannske var það þess vegna, sem okkur fannst hann alltaf halda sér svo vel og lítið breytast með aldrinum. Ég man heldur aldrei eftir Tryggva öðru vísi en hinum mesta rólyndismanni, sem fátt virtist geta haggað, auk þess sem glaðlyndi var ríkjandi þáttur í fari hans. Hann var vel fróður um menn og málefni, og hafði jafnan frá mörgu að segja, þeg- ar hann kom í heimsóknir á bernskuheimili mitt, og var oft gam- an að hlusta á hann segja frá. Það gátu líka stundum myndast fjörugar umræður í stofunni, enda höfðu þeir félagar, faðir minn og hann, ákveðnar skoðanir á hlutunum. Aldrei minnist ég þess þó, að hafi nokkurn tíma verið karpað um hlut- ina, þrátt fyrir mismunandi pólitísk- ar skoðanir. Það virtist ekki vera í eðli Tryggva að standa í slíkum sam- ræðum við vini sína, enda mesti frið- semdarmaður. Þegar hann er nú horfinn yfir móðuna miklu, og hefur fengið hvíld eftir langan ævidag, þá er margs að minnast og margt að þakka, þó fyrst og fremst einlæga, trygga og góða vináttu alla tíð við okkur, foreldra mína og mig. Ég bið honum blessunar Guðs, þar sem hann er nú. Aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Tryggva Helgasonar. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. TRYGGVI HELGASON  & !!     D  34  &,0$ $+   "  (         6     *     #- 0+ &+ ,- & & &+ ,- & + +$ ',%',2    !  !   .5) 5  # ' '%$"+7 $ (+$+  $'%$1 EF -< "&       94 !   *      7 !     ,    ,       +     -& "   0   $ ((: 2& +* *& .1&6  )%'%, $,- &$$ '!'$ ' 2 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.