Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 33 ÖKUMAÐUR gámaflutninga- bíls hefur verið handtekinn í Belgíu en hann er grunaður um að vera viðriðinn flutning á ólöglegum innflytjendum, sem köfnuðu í gámi á Írlandi. Flutti maðurinn gáminn frá Köln til Zeebrugge í Belgíu. Í honum voru 13 ólöglegir innflytjendur, flestir tyrkneskir, og voru átta þeirra kafnaðir, þar af fjögur börn, þegar gámurinn var opn- aður í Wexford á Írlandi sl. laugardag. Voru hinir nær dauða en lífi. Í júní í fyrra fund- ust 58 kínverskir innflytjendur látnir í hollensku vörubíl í Dov- er á Englandi. Dæmdur fyrir barnsmorð ROY Whiting, rúmlega fertug- ur Breti, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa rænt átta ára gamalli stúlku og myrt hana í júlí á síðasta ári. Vakti hvarf hennar mikla at- hygli í Bretlandi og herti á kröf- um um, að barnaníðingar yrðu ekki teknir neinum vettlinga- tökum. Meðal annars birti eitt síðdegisblaðanna nöfn og heim- ilisföng manna, sem sagðir voru hættulegir börnum. Þegar dóm- urinn hafði verið kveðinn upp var réttinum skýrt frá því, að Whiting hefði rænt og misnotað níu ára gamla stúlku 1995. Sakharov-verð- launin afhent ÍSRAELSK kona, Palest- ínumaður og angólskur prestur hlutu í gær Sakhar- ov-verðlaun- in, mannrétt- indaverðlaun Evrópu- þingsins. Þau Nurit Peled-Elh- anana, kennari við Hebreska háskólann, og palestínski rit- höfundurinn Izzat Ghassawi fengu verðlaunin fyrir „óþrjót- andi“ starf í þágu friðar í Mið- Austurlöndum og angólski erki- biskupinn Zacarias Kamuenho fyrir að reyna að koma á friði í sínu stríðshrjáða landi. Palest- ínsk leyniskytta varð 13 ára gamalli dóttur Peled-Elhanana að bana fyrir þremur árum en í stað þess að fyllast hefndar- þorsta hefur hún síðan barist fyrir sáttum milli Ísraela og Palestínumanna. Áhugi á flug- vélum, ekki njósnum GRÍSKIR dómarar hafa fellt niður njósnaákæru á 14 breska og hollenska áhugamenn um flugvélar og verður þeim sleppt gegn tryggingu. Hefur ákær- unni verið breytt í „ólöglega upplýsingaöflun“ en mennirnir, sem eiga sér það áhugamál að taka myndir af flugvélum, voru staðnir að því að mynda grískar herflugvélar. Voru þeir hand- teknir 8. nóvember sl. Verður réttað yfir þeim síðar vegna þess en í millitíðinni mega þeir fara úr landi, það er að segja ef þeir geta greitt trygginguna, sem er næstum 1,4 millj. ísl. kr. á mann. STUTT Handtek- inn vegna dauða inn- flytjenda Peled- Elhanana SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lét í fyrradag undan þrýstingi annarra ríkja í Evrópu- sambandinu og féllst á, að handtökutilskipun í einu ríkjanna gilti í þeim öllum. Áður hafði hann hafnað því, að handtökutilskipunin tæki til fjár- málaglæpa. Berlusconi tilkynnti þetta eftir fund með Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, sem kvaðst vera mjög ánægður með sinnaskipti Berlusconis. Sameiginlega handtökutilskipunin varðar 32 af- brot, þar á meðal hryðjuverk og fjármálamisferli, en Berlusconi á einmitt yfir höfði sér ákæru fyrir það síðarnefnda á Spáni. Afstaða Berlusconis olli mikilli reiði í öðrum ríkjum ESB en þótt hann hafi nú breytt henni, þá gaf hann í skyn, að langan tíma gæti tekið að breyta ítölsku stjórnarskránni og ekki víst, að því yrði lokið 2004 þegar samræmda handtökutilskip- unin á að koma til framkvæmda. Verhofstadt lagði hins vegar áherslu á, að á leiðtogafundi ESB í Brussel um helgina yrði Ítölum gert ljóst, að þeir ættu engan annan kost en fylgja öðrum ríkjum í sambandinu. Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur gagnrýnt Berlusconi harðlega fyrir framgöngu sína í málinu og segir, að hann óttist það mest að verða sjálfur framseldur til annars Evrópuríkis vegna fjármála- glæpa. Berlusconi gefur eftir og fellst á samræmda handtökutilskipun Sakaður um að óttast framsal Róm. AFP. Reuters Berlusconi hugleiðir málin á ítalska þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.