Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórður Sigurðs-son fæddist 25. ágúst 1906 á Mark- eyri í Skötufirði. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 5. des. síðastliðinn. For- eldrar Þórðar voru Evlalía Guðmunds- dóttir, f. í Heydal í Mjóafirði 12. des. 1878, d. í Bolungar- vík 23. des. 1968, og Sigurður Borgar Þórðarson, f. í Hest- fjarðarkoti í Hest- firði 31. des. 1877, d. 17. maí 1916. Systkini Þórðar voru Guðrún, f. 16. maí 1901, Sig- urgeir Guðmundur, f. 22. júlí 1902, Sigurður, f. 12. jan. 1904, Þórarinn, f. 7. sept. 1908, Sigurð- ur Hannes, f. 23. okt. 1901, Sig- urborg, f. 25. apríl 1915, Sigurður Borgar Elías, f. 13. sept. 1916, og Björg, f. 29. nóv. 1919. Þau eru öll látin. Hinn 2. nóv. 1935 kvæntist Þórður Salóme Halldórsdóttur, f. í Bolungarvík 4. júní 1915, d. 10. nóv. 1991. Börn þeirra: 1) Hjördís Olga, f. 11. júní 1936, maki Geir Baldursson. 2) Sig- urður Borgar, f. 6. júlí 1937, maki Ásta Ákadóttir. 3) Gerðar Óli, f. 20. apríl 1940, maki Gyðríður Elín Óladóttir. 4) Gunnar Trausti, f. 9. sept. 1941. 5) Sæþór Mild- inberg, f. 16. nóv. 1942, maki Marta Margrét Haralds- dóttir. 6) Halldór Guttormur, f. 5 des. 1943, maki Mikkal- ína Arí Pálmadóttir. 7) Jón Hafþór, f. 5. apríl 1945, d. 1. mars 1967, maki Petrea Kristín Emanúelsdóttir. 8) Sesselja Guðrún, f. 1. okt. 1946, maki Magnús Þorgilsson. 9) Stúlka, f. des. 1947, d. jan. 1948. 10) Sigurborg Elva, f. 7. des 1950, maki Örnólfur Grétar Hálfdánar- son. 11) Kristín Silla, f. 13. ágúst 1956, maki Jón Sigurður Jóhann- esson. Afkomendur Þórðar og Salóme eru nú 101. Útför Þórðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er eg orðinn þreyttur og ellin þyngir spor. Hve orðinn er eg breyttur, og óðum dvínar þor,– það skyggir, vinur, skjótt! að kumli köldu geng eg, úr kroppnum dregur þrótt. (Guðm. Guðm.) Elskulegur faðir minn hefur kvatt þetta líf, eflaust hvíldinni feginn, sátt- ur við Guð og menn. Hann pabbi minn var af þeirri kyn- slóð sem ólst upp við harða lífsbar- áttu og lítil þægindi.Líf hans var síð- ur en svo dans á rósum, en hann átti nóg af gleði sem hann miðlaði ríku- lega til okkar hinna. Ég bar takmarkalausa virðingu fyrir föður mínum og ég man að sem barni fannst mér pabbi minn geta allt. Ég man að sem lítil stúlka fór ég með pabba á litlum báti inn að Eyri í Seyðisfirði, ég hrópaði af sjóhræðslu þegar við vorum rétt komin út að Arnarnesi, en fékkst þó aldrei til að viðurkenna það fyrir pabba. Hann lagði mikið á sig til að vera okkur börnunum sínum félagi og góður vin- ur. Hann kenndi okkur það sem á þurfti að halda út í lífið og meira að segja tók hann okkur í danskennslu. Mér þótti það síðar skondið þegar ég var komin nær fimmtugu og nýtti mér þessa danskunnáttu til að dansa við Sigurgeir föðurbróður minn, þá á tíræðisaldri á skemmtun fyrir aldr- aða í Bolungarvík, þegar hann leit snöggt á mig og sagði: Þú dansar bara andskoti vel miðað við aldur. Pabba þótti alltaf ofurvænt um Ísafjarðardjúp og þegar hann fór með barnabörnin í bíltúra þá þótti honum bráðnauðsynlegt að uppfræða ungviðið um staðhætti og sögur úr djúpinu og komu þau jafnan fróðari heim. Fyrir nokkrum árum bauðst mér að kaupa húsið sem pabbi byggði og bjó í í Súðavík. Fyrir tveimur árum rættist svo sú ósk pabba að koma og skoða gamla húsið sitt. Það var ómæld ánægja að sjá gamla manninn ganga um og pikka með stafnum sín- um í veggi og gólf, og miðstöðvarket- ilinn þurfti hann að skoða sérstaklega vel. Þann dag skein gleðin úr augum hans og hann upplifði á þessu augna- bliki löngu liðna tíma. Þegar litið er yfir farinn veg finnast mér það for- réttindi að hafa átt svo yndislega að sem foreldrar mínir voru mér og fyrir það ber mér að þakka nú þegar faðir minn kveður. Ég vil líka þakka hon- um allt sem hann var mér og minni fjölskyldu. Það eru dýrmætar minningar sem að við eigum um pabba og þær verða vel varðveittar. Starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fær mínar bestu þakkir fyrir góða umönnun föður míns og Silla „litla“ systir mín og Jón maðurinn hennar eiga að öllum öðrum ólöstuðum heið- ur skilið fyrir allan þann hlýhug og þá umhyggju sem þau sýndu foreldrum mínum þegar aldurinn færðist yfir og heilsan brást. Elsku pabbi minn, ég veit að mamma og Nonni taka á móti þér í nýjum heimkynnum með blómum og hver veit nema það verði boðið upp á sherrystaup.Við sjáumst, pabbi. Guð gefi að þú sofir rótt. Þín dóttir, Sesselja. Elsku afi, nú ertu farinn og minn- ingarnar herja á hugann. Ég veit að amma hefur tekið vel á móti þér eins og þú trúðir svo staðfastlega. Ég var svo oft hjá ykkur sem barn og alltaf var mér vel tekið. Amma var einstök. Hún var góð, listræn, trúuð og blíð. Þú hefðir ekki getað fengið betri konu, sem ól þér ellefu börn og hafði svo einstakt lag á að sjá til þess að alltaf væri nóg til handa öllum þótt þröngt væri í búi. Ég man eftir eld- húsinu á Aðalgötu 12 í Súðavík þar sem við vorum að borða ýsu með vestfirskum hnoðmör, þú áhyggju- fullur og pirraður út af veðrinu, hvort þú kæmist á sjó eða ekki, en amma jafn æðrulaus og ævinlega. Og það var yndislegt að fá að kúra í holunni þinni hjá ömmu þegar þú varst úti á sjó, hún kenndi mér bænirnar, kær- leikann og allt gott sem hægt er að gefa litlu barni. Mér er minnisstætt eftir slysið þegar Svanur fórst, þú varst hjá okkur í Hafnarfirði og varst að leita þér lækninga, alltaf var líf og fjör þar sem þú varst. Þú fórst og spilaðir félagsvist og eitt sinn þegar þú vannst gafstu mér vinning, skál sem var í svo miklu uppáhaldi að ekk- ert annað kom til greina þegar ég fékk mér skyr eða graut í mörg ár. Og svo var það dansinn, ekki má gleyma honum, þú kenndir mér að dansa Þórshafnarskottís svo listilega og þegar þú varst að taka þig til og fórst út að dansa man ég eftir glæsi- legum herramanni með „Old Spice“ og öllu tilheyrandi. Alls staðar þar sem þú komst varstu hrókur alls fagnaðar. Hér verða ekki raktar allar þær minningar sem tengdar eru ykkur ömmu, né lífshlaupi ykkar. En eitt er víst, ég þakka ykkur, elsku amma mín og afi, fyrir ykkar góða innlegg í mitt líf og annarra. Blessuð sé minn- ing ykkar. Gyða Hrönn Gerðarsdóttir. Í dag verður jarðsettur í kirkju- garðinum í Hafnarfirði tengdafaðir minn, Þórður Sigurðsson, fyrrver- andi skipstjóri frá Súðavík. Þórður lést þriðjudaginn 5. desem- ber, á nítugasta og sjötta aldursári. Hann hafði lagst í rúmið daginn áður og varð því banalegan ekki löng, rétt eins og hann hafði alltaf vonað. Kynni mín af Tóta, og konu hans Salóme eða Sölu, eins og hún var venjulega kölluð, hófust fyrir alvöru, þegar ég kynntist yngstu dóttur þeirra, Sillu, fyrir tæpum 28 árum. Ég hafði, í þessu tiltölulega litla samfélagi sem var við Ísafjarðardjúp, heyrt talað um Tóta og var hann þá venjulega kallaður Tóti fiskimaður. Viðurnefnið fékk hann, geri ég ráð fyrir, vegna þess að hann stundaði sjómennsku frá blautu barnsbeini, fram yfir sextugt. Þegar hér var komið sögu var Tóti hættur á sjónum og kominn í land og sá, ásamt Sölu, um mötuneyti Frosta hf. í Súðavík; hann var sem sagt, að eigin áliti, farinn að taka lífinu með ró. Var þetta þó ærin vinna og oft var vinnutíminn langur en bæði voru þau vön löngum vinnudögum eftir að hafa barist við að koma stórum barnahópi til manns. Eftir að við Silla kynntumst vorum við mikið á heimili Tóta og Sölu, einn- ig byrjuðum við okkar búskap í Súða- vík og var mikill samgangur við þau. Oft var glatt á hjalla á heimili þeirra enda voru þau bæði félagslynd og höfðu gaman af að umgangast fólk og skemmta sér í góðra vina hópi. Eftir að við Silla fluttum suður, ásamt Örnu Sif, dóttur okkar, komu þau oft á ári í heimsókn til okkar og dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Þau áttu marga ættingja og vini fyrir sunnan og höfðu nóg að gera við að heimsækja þá. Nokkrum árum eftir að við fluttum ákváðu Tóti og Sala að selja húsið sem þau höfðu byggt sér í Súðavík og sækja um íbúð á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þangað fluttu þau svo 1982 og bjuggu þar til dauðadags. Oft fórum við í heimsóknir með börnin okkar Örnu og Jóa til þeirra, og einnig komu þau oft til okkar. Á Hrafnistu var margt fólk sem þau þekktu og þar á meðal voru Stína, systir Sölu, og maður hennar Brynj- ólfur, eða Binni. Það var virkilega gaman að fylgj- ast með hvað þetta fólk naut lífsins og hafði gaman af öllu. Ekki var síst gaman að fylgjast með bíladellunni sem heltók kallana, á gamals aldri. Öll umönnum á Hrafnistu var til fyr- irmyndar enda sagði Tóti oft við mig að það væri sko vel hugsað um fólkið hérna á hælinu; hér væri gott að vera. Smám saman fækkaði vinum og ættingjum sem voru á svipuðu reki og síðust dó Sala í nóvember 1991. Eftir það fannst mér oft að Tóti væri bara að bíða. Hugurinn var alltaf fyrir vestan, heima, eins og hann sagði alltaf. Þangað fór hann á hverju ári, á með- an hann gat, en undir lokin var nokk- uð um liðið síðan hann hafði farið. Hann var samt alltaf á leiðinni vestur og þá varð hann að komast í Seyð- isfjörðinn. Stundum sagði hann: „Ætli ég fari nokkuð fyrr en ég get flogið sjálfur?“ Hann talaði oft um uppvaxtarárin í Fætinum og sagði okkur sögur frá þeim tíma. Honum var mjög minn- isstæður frostaveturinn mikli 1918 og hann talaði oft um kuldann þá. Fólkið svaf með húfur og vettlinga, aðeins eldhúsið á bænum var kynt og hægt var að fara á hestasleðum út allt Djúp. Einnig sagði hann mér oft sögur af ÞÓRÐUR SIGURÐSSON ✝ Guðjón HögniPálsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. des. 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðný Regína Stef- ánsdóttir Long, f. 5. des. 1905, d. 24. júlí 1986, og Páll Þórðar- son, f. 30. okt. 1903, d. 19. maí. 1992. Al- bróðir Guðjóns var Páll Hörður Pálsson, f. 17. jan. 1931, d. 7. maí 1990. Systkini hans sammæðra eru Laufey Steindórsdóttir, f. 24. nóv. 1937, Bára Steindórsdóttir, f. 7. des. 1938 og Einar Steindórsson, f. 1.des. 1943. Fyrri kona Guðjóns var Al-Dora Patterson. Þau skildu. Seinni kona hans var Sigríður Ósk, f. 6. júlí 1978, dóttir hennar er Hekla Bjarnadóttir, f. 6. sept. 1997, og Ingimar Atli, f. 29. nóv. 1980. 3) Vilhjálmur Jón, f. 24 apríl 1959. Hans maður er Guðmundur Aðal- steinn Þorvarðarson, f. 29. sept. 1960. Dóttir Vilhjálms er Lovísa Lilja, f. 12. feb. 1982, hennar mað- ur er Abraham Olusegun Fayomi, f. 12 okt. 1968. 4) Páll, f. 15. des. 1962. Guðjón fluttist ungur til Stokks- eyrar með móður sinni og bróður en var ungur sendur í fóstur í Fló- ann. Hann fór til sjós 15 ára gamall og fór fljótlega í millilandasigling- ar sem báru hann um heimshöfin og hafði hann viðdvöl í Noregi en lengst var hann þó við strendur Ameríku í strandsiglingum. Hann gekk í herinn og gifti sig en kom um síðir aftur til Íslands þar sem hann vann við ýmis störf, mest í tengslum við Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll. Síðar vann hann lengi hjá Breiðholti hf. Síð- ustu árin vann hann ýmis verslun- arstörf. Útför Guðjóns fór fram í kyrr- þey. Jónsdóttir, f. 15. maí 1922, d. 21. júlí 2000. Foreldrar hennar voru Jón Kr. Jónsson, f. 24. ágúst 1896, d. 1969, og Vilhelmína Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 22. júní 1900, d. 1995. Barn Sigríðar frá fyrra hjónabandi er Sigrún Jóna Jóns- dóttir, f .11. des. 1946. Faðir hennar var Jón Daníelsson, f. 7. apríl 1920, d. 7. mars 1947. Eiginmaður Sigrúnar Jónu er Steen Nielssen f. 20. okt. 1949, hann á tvær dætur, þau búa í Danmörku. Börn Guðjóns og Sigríðar eru: 1) Stefán Þórður, f. 15. sept. 1955, búsettur í Noregi. 2) Ása Hildur, f. 26. okt. 1957, mað- ur hennar er Örn Sigurðsson, f. 11. maí 1951, börn þeirra eru Sigrún Við viljum minnast örfáum orðum tengdaföður okkar Guðjóns Högna sem lést hinn 15. nóv. eftir stutt en erfið veikindi. Tengsl okkar við Guð- jón eru mislöng en báðir höfum við nú misst góðan vin sem reyndist okkur einstaklega vel. Guðjóns er nú sárt saknað af fjölskyldunni. Eiginleikum og manngerð Guð- jóns er best lýst með trygglyndi hans við Sigríði tengdamömmu sem veiktist alvarlega 1994 og eyddi síð- ustu árunum sínum á Hjúkrunar- heimilinu Eir. Við sögðum stundum að hægt væri að stilla klukkuna eftir Guðjóni því á slaginu 14.20 lagði hann af stað í heimsókn upp á Eir með súkkulaðistykki. Sýndi hann þannig í verki ást sína og virðingu fyrir henni. Þegar Guðjón sjálfur veiktist alvarlega sumarið 2000 og var á sjúkrahúsi í hálfan mánuð var eins og Sigríður skynjaði að eitthvað væri að. Á þessum stutta tíma hrak- aði henni mjög, lífsneistinn slokkn- aði og hún andaðist 21. júlí sama ár. Viðbrögð Guðjóns við andláti konu sinnar og veikindum sínum lýsa ein- staklega kjörkuðum og æðrulausum manni. Örn og fjölskylda hans ferðuðust vítt og breytt um landið ásamt Guð- jóni og Sigríði. Sigrún Ósk og Ingi- mar Atli sakna nú sárt afa síns sem fræddi þau um land og þjóð og miðl- aði þannig til þeirra ást sinni á föð- urlandinu. Hekla litla, dóttir Sigrún- ar Óskar og Bjarna, var augasteinn langafa. Um það vitna þúsundir ljós- mynda af henni sem yrðu að hreyfi- myndum væru þær settar saman. Guðjón var mikill dellukarl. Tylli- dagar og ferðalög fjölskyldunnar fóru í kvikmyndatökur. Síðar fór þetta allt yfir á myndbandsspólur sem öll fjölskyldan fékk afrit af. Eitt afreka Guðjóns síðustu ár var að skanna og skrá gamlar ljósmyndir af fjölskyldunni og eru þetta ómetan- legar heimildir sem hann færði okk- ur öllum á tölvutæku formi. Eins og sést á þessu var eitt af síðustu áhugamálum hans tölvur. Var hann alltaf með nýjasta útbúnaðinn í þeim efnum. Aðeins nokkrum vikum fyrir andlát sitt keypti Guðjón 33“ sjón- varp sem nota má sem tölvuskjá og var hann þá um leið farinn að huga að endurnýjun tölvubúnaðar síns. „Eldri“ tækin gengu að sjálfsögðu til fjölskyldunnar. Minning Guðjóns lif- ir með okkur. Örn og Guðmundur. Þegar ég kom fyrst í heimsókn á Bræðraborgarstíg 19, árið 1977, sem unnusti dóttur Guðjóns, Ásu Hildar, þá er mér minnisstætt hve vel þau tóku á móti mér, aldrei fann ég ann- að en hlýju og vináttu sem entist all- an þann tíma sem okkur auðnaðist að lifa saman. Ég vil að endingu þakka þér fyrir öll árin sem við ferðuðumst saman um landið. Þú hringdir kannski á fimmtudagskvöld og spurðir hvort við værum ekki til í að fara í útilegu um helgina, og það var lagt af stað með tjaldvagninn og ekið eitthvert út í bláinn. Stundum fóru Sigrún og Ingimar ein með þeim, það var alltaf gaman að fara með afa og ömmu. Guð hefur nú aftur sameinað Guð- jón og Sigríði og veit ég að þau fylgj- ast með okkur öllum. Guð blessi ykk- ur bæði. Örn Sigurðsson. Kæri Guðjón, jarðnesku lífi þínu er lokið – eftir situr djúpur söknuð- ur, en um leið góðar minningar og mörg bros. Ég þakka þér fyrir hönd Villa, Lovísu Lilju og Abrahams góðar stundir saman. Ég þakka þér stuðning þinn í verki við málstað okkar samkyn- hneigðra. Það var mjög gaman að upplifa með þér Gay Pridegönguna í sumar. Þú mættir leðurklæddur og gekkst niður á Ingólfstorg með okk- ur. Stoltur af fjölskyldu þinni. Ég þakka þér skemmtilegar stundir á Jómfrúnni ásamt foreldrum mínum og vinum. Að leiðarlokum þakka ég þér góða samfylgd og bið almættið um að blessa minningu ykkar Sigríð- ar. Guðmundur Aðalsteinn Þorvarðarson. Elsku afi. Mig langar að kveðja ykkur ömmu með örfáum orðum, sem samt verða örugglega of fá til að lýsa því hversu frábær þið voruð bæði. Ég man hvað ég átti góðar stundir með ykkur. Þegar við vorum saman í tjaldvagninum út um allt land og sá sem sá Reykjavík fyrst fékk tíkall þegar við komum heim. Ég man að einu sinni átti ég afmæli í einu af þessum ferðalögum okkar, ég held að það hafi verið 6 ára afmælið mitt og það hafi verið í Skaftafelli. Ég man það svo vel að ég fékk að velja hvað við myndum borða, pulsur og grænan frostpinna í eftirmat. Takk fyrir að hafa verið svona dug- leg að taka mig með í ferðalögin ykk- ar um landið, það er ómetanleg lífs- reynsla. Elsku afi, það er líka alveg ótrú- lega sérstakt að hafa átt afa sem var svona nútímalegur, með tölvudell- una þína, þess er ég fullviss að ég hefði ekki eins mikinn áhuga tölvum og ég hef ef þín hefði ekki notið við. Allar þær stundir sem þú eyddir við að sýna mér hvaða tölvuleiki þú varst að fá fyrir okkur barnabörnin. Og amma, ég man svo vel eftir öllum jólabösurunum sem ég fékk að fara á með þér hjá húsmæðrafélaginu og ég og fleiri ömmustelpur fengum að GUÐJÓN HÖGNI PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.